Morgunblaðið - 11.01.1981, Síða 22

Morgunblaðið - 11.01.1981, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 ANNA BJARNADÓTTIR SKRIFAR FRA WASHINGTON: Frá önnu Bjarnadóttur, Waflhington, laugardag. Utanríkismálanefnd öldunRadeildar handa- ríska þingsins hóf yfir- heyrslur yfir Alexander M. IlaÍK, utanríkisráð- herraefni Ronalds Rea- gan. á föstudas. Yfir- heyrslurnar kunna að taka lantcan tíma, en Charles Percy, öldunjía- deiIdarþinRmaður repúhl- ikana frá Illinois ok for- maður nefndarinnar, sagði að loknum fyrstu þremur klukkustundum yfirheyrslnanna: „IIai>í hershöfðinjíi, þú hiauzt tvö heiðursmerki fyrir framKöntíu þína í Viet- nam. Mér finnst þú eiga annað slíkt skilið, þejíar þessar yfirheyrslur verða um garð gengnar.“ Yfirheyrslur yfir ráðherraefn- um Reagans hófust í vikunni, en yfirheyrslnanna yfir Haig var beðið með mestri eftirvæntingu. Nefndarmenn vonast til að ljúka störfum fyrir 20. janúar, svo að landið hafi ráðherra í utanríkis- ráðuneytinu, þegar Reagan og ríkisstjórn hans taka við völd- um. Haig var í opinberri þjón- ustu í 35 ár, áður en hann hóf störf hjá United Technologies fyrir rúmu ári. Hann var fyrst í herþjónustu, en gekk til liðs við Henry Kissinger 1969, þegar Alexander Haig, verðandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, vinnur eið við vitnaleiðslur í bandaríska þinginu, sem á eftir að staðfesta tilnefningu hans í embætti. ast eftir skjölum og segul- bandsspólum, sem Nixon hefur neitað nefndinni aðgang að, með stefnu, eða láta gamlar skýrslur og vitnisburð Haigs um Water- gate-árin undir eið nægja. Þeir körpuðu einnig góða stund um, hvort þingmenn, sem ekki eigi sæti í nefndinni, eiga að fá tækifæri til að spyrja Haig spurninga. Þeir ákváðu á endan- um að sjá til um hvort tveggja, og Haig gat hafið ávarp sitt. Hann sagðist sitja með ánægju undir spurningum nefndarmanna og vera tilbúinn að svara öllum spurningum þeirra varðandi hæfni sína til að þjóna í utanríkisráðuneytinu, skoðanir sínar á utanríkismálum og opinbera þjónustu síðustu þrjá áratugi. Haig sagðist oft hafa svarað spurningum um starf sitt í Hvíta húsinu. Hann hefði stutt Nixon fram á síðasta dag, þar sem hann taldi hann Haig þykir standa sig vei við yfirheyrslur utanríkismálanefndarinnar Kissinger var öryggismálaráð- gjafi Richards Nixon. 1973 varð Haig starfsmannastjóri Nixons í Hvíta húsinu. Gerald Ford skip- aði hann æðsta ráðamann Atl- antshafsbandalagsins í Briissel, þegar hann tók við forsetaemb- ætti 1974, og Haig gegndi því embætti, þar til hann yfirgaf opinbera þjónustu. Haig þótti standa sig mjög vel í embætti sínu hjá NATO og nýtur mikils álits í Evrópu. Hann hefur mjög ákveðnar and- sovézkar skoðanir og yrði með þeim síðustu til að gefa eitthvað eftir fyrir kommúnistum, hvar sem er í heiminum. En starf hans í Hvíta húsinu á Nixon- árunum þykir varpa skugga á feril hans. Þingmenn, sérstak- lega þó demókratar, vilja vera vissir um, áður en þeir sam- þykkja útnefningu hans, að hann sé andvígur ólöglegu leynimakki æðstu ráðamanna þjóðarinnar og muni ekki leiðast inn á slikar brautir í embætti. Nokkur töf varð á, áður en Haig gat flutt nefndinni ávarp um skoðanir sínar og fortíð í upphafi yfirheyrslnanna. Þing- menn gátu ekki komið sér saman um, hvort nefndin ætti að sækj- saklausan þar til annað var sannað og skyldum forseta varð að fullnægja, hvað sem á bjátaði. Haig sagði, að hann og Reagan væru sammála um, að Bandarík- in hefðu verið áhrifaríkust, þeg- ar utanríkisstefna landsins var skýr og virt af þegnum þess og þjóðum, sem þau áttu samskipti við. Hann sagði, að mikill vandi lægi framundan í heiminum, en hann væri yfirstíganlegur, ef Bandaríkin hefðu góðan forgang í utanríkismálum og ynnu með öðrum þjóðum gegn heimsvand- anum. Utanríkisstefna landsins þyrfti að vera sjálfri sér sam- kvæm, ef hún ætti að vera tekin alvarlega, og aðeins einn maður ætti að vera ábyrgur fyrir henni, forseti landsins, en utanríkisráð- herra og enginn annar, ætti að vera málsvari utanríkisstefnu hans. Þingmenn spurðu Haig spurn- inga um Chile, Watergate, utan- ríkismál og einkamál hans, að ávarpi hans loknu. Hann var mjög orðvar í svörum sínum, lét ekki vaða ofan í sig, en þótti komast vel frá spurningunum. Hann sagðist ekki hafa unnið beint að Chile, þegar hann starf- aði fyrir öryggisráðgjafa for- seta, en það var á árunum, þegar sagt var, að leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefði stuðlað að uppreisn gegn Salva- dor Allende. Hann sagðist ekki hafa vitað mikið um Watergate, þegar hann varð starfsmanna- stjóri Nixons, en hann hefði látið fjarlægja hlerunartæki úr skrifstofum forseta strax og hann vissi af þeim. Hann greindi frekar frá utanríkisstefnu sinni, sem hljómaði hörð, en ekki ógnvekjandi. Og hann sagði, að heilsa sin væri góð, en sú ákvörðun að hætta störfum í einkageiranum til að hefja aftur opinber störf, myndu kosta sig um 8—9 milljónir dollara í tekjum næstu 4 árin. Nefndarmenn kvörtuðu undan skömmum tíma að spyrja Haig spurninga, þeir höfðu 10 mínút- ur hver í hvert sinn, en 17 eiga sæti í nefndinni. Þeir virtust þó hafa nægan tíma til að karpa um framkvæmdaatriði og sumir virtust hafa meiri áhuga á að koma eigin skoðunum á fram- færi en kynnast skoðunum Haigs á málunum. Vænta má, að spurningar nefndarmanna verði þrengri og kannski erfiðari þeg- ar líður á yfirheyrslurnar. Þeir munu væntanlega spyrja hann frekar um Watergate, Vietnam- stríðið og skoðanir hans á ein- stökum atriðum í utanríkismál- um. Flestir búast þó við, að útnefning Haigs verði samþykkt á endanum vandræðalaust. íslenskur matsölustaður meðal þeirra bestu í Luxemborg I NÝRRI skrá yfir 52 bestu veit- ingastaði í Luxemborg, „De Tour de Luxembourg Gastronomique 1981“ er að finna matsolustaöinn Cockpit Inn sem er i eigu íslendingsins Valgeirs Sigurðssonar. Starfsmenn staðarins eru einnig íslenskir og er Sigurvin Gunnarsson fyrrum yfir- matreiðslumaður á Hótel Sögu við stjórnina i eldhúsinu. „Við bjóðum ekki eingöngu upp á íslenskan mat, einnig norrænan, en notum þó aðeins íslenskt hráefni, t.d. síld, lax og lúðu,“ sögðu þeir Valgeir og Sigurvin í samtali við blaðamann Mbl. Cockpit Inn var opnaður 4. október sl. og sagði Valgeir að ástæðan fyrir því að hann leit dagsins ljós væri sú að enginn íslenskur matsölustaður hefði verið í Luxemburg en margir íslendingar. Þó sagði hann að staður- inn væri sóttur jafnt af Luxemborg- armönnum sem íslendingum enda væri hann ekki sniðinn fyrir neinn ákveðinn hóp manna sérstaklega. Valgeir átti áður veitingastað í Luxemborg sem nefndist Loch Ness. I skránni yfir veitingastaðina sem vitnað er í í upphafi, er staðnum hælt á allan hátt. Þar segir: Leiðrétting í afmælisgrein í blaðinu í gær um Baldvin Jónsson, hæstaréttarlög- mann, varð meinleg prentvilla, þar sem greinarhöf. minnist á Guðlaugu Guðmundsdóttur. Það stendur í greininni að hún hafi verið ramm- skyggn og forvitin. Hér átti auðvitað að standa forvitri. „Cockpit Inn er ef til vill frumleg- asti erlendi veitingastaðurinn í Lux- emborg. Hann er nýr, eigandinn er ungur og röskur og gamaldags inn- réttingin er prýdd með sýningu á yfir 100 innrömmuðum ljósmyndum af fiskveiðum við strendur íslands. Á hringbarnum gefst kostur á að sjá kvikmynd um ísland meðan maður fær sér drykk fyrir matinn. Maturinn, sem er ferskur, eru íslenskir og norrænir sjávarréttir. Framreiðslan er bæði frumleg og kemur á óvart. Matreiðslumaðurinn þekkir sitt starf og tekst að gera flesta af réttum sínum að sérréttum hússins. Þetta er vissulega frumlegur staður og aðlaðandi hvort sem nm er að ræða umgjörðina eða eldamennsk- una og þess virði að reyna hann. Þetta er uppgötvun ársins hjá okkur meðal erlendra veitingastaða.“ Valgeir og Sigurvin sögðu að sam- keppnin milli veitingastaða í Lux- emborg væri hörð og því væri það góð auglýsing fyrir ísland og íslensk- an mat að Cockpit Inn skyldi vera talinn meðal 52 bestu veitingastað- anna þar í landi. „Kröfurnar sem gerðar eru til veitingastaðanna í Luxemborg eru mjög miklar og maður veit aldrei hvenær eftirlitsmaður er á ferð. En vinsældir staðarins eru orðnar mikl- ar, miklu meiri en við þorðum að vona í upphafi." Sigurvin sagði að vinsælasti rétt- urinn á staðnum væri stórlúðusteik og eins hefði íslenska síldin slegið í gegn. „Luxemborgarmenn eru miklir matmenn og hafa vit á mat. íslend- ingar borða kannski mikið í einu en vita lítið um það sem þeir borða," sagði hann. Að lokum voru þeir félagar spurðir hvort þeir hygðu á einhver nýmæli í kjölfar þessarar velgengni staðarins. „Nei, við munum eingöngu reyna að halda okkar striki.“ Valgeir Sigurðsson (t.v.) og Sigurvin Gunnarsson. Félag bifvélavirkja: Taxtabreytingar og launahækkanir MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Félagi bifvélavirkja: Á baksíöu Morgunblaðsins, fimmtudaginn 8. janúar sl., var grein sem tilgreindi niðurstöður síðustu kjarasamninga. Voru þar bornir sam- an annarsvegar kjarasamningar verkamanna og bifvélavirkja hins- vegar, verkamaðurinn átti að fá rúmlega 9% hækkun út úr síðustu samningum, en bifvélavirkinn 22% hækkun. Vegna þessa vill Félag bifvélavirkja taka fram eftirfarandi: Við kjarasamninga, sem voru und- irskrifaðir 27. október 1980, var eitt af aðalkröfumálum Félags bifvéla- virkja, að þær yfirborganir, sem greiddar hafa verið í starfsgreininni allt frá árinu 1970, yrðu teknar inn í kauptaxta og þeir gerðir raunveru- legir miðað við það kaup sem greitt var þá á verkstæðum. Til undirbún- ings þessu hafði félagið ásamt öðrum félögum innan Málm- og skipasmiða- sambands íslands, haft um það sam- ráð við samningsaðila sína, það er Samband málm- og skipasmiðja, að gerð yrði launakönnun á vegum Kjararannsóknarnefndar, sem sýndi fram á það hver laun málmiðnaðar- manna væru í reynd. Þegar niður- stöður þessarar könnunar lágu fyrir, kom í ljós það sem menn höfðu áður vitað, að launagreiðslur (yfirgreiðsl- ur) væru mjög mismunandi, hæstar virtust yfirgreiðslurnar vera í ýmsum sjávarplássum úti á landi. Niðurstaða þessarar könnunar sýndi, að meðaltalsyfirborgun bif- vélavirkja hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu var 19,9%, yfir þeim taxta sem í gildi var. Ef blaðamaður Morgunblaðsins hefði haft þessar niðurstöður í huga þegar greinin var skrifuð, hefði dæm- ið verið allt öðruvísi, þá hefði komið í ljós, að 21,43% launahækkun, sem Morgunblaðið tilgreinir, var í raun og veru taxtaleg hækkun, hinsvegar ef 19,9% eru dregin frá 21,43% kemur í ljós, að raunveruleg hækkun miðað við launakönnunina, var 1,53% í fyrra dæminu, í síðara dæminu var taxta- leg hækkun 22,17%, en þegar 19,9% hafa verið dregin frá 22,17%, sem Morgunblaðið hafði reiknað út að værl hækkun bifvélavirkja, kemur út 2,27% hækkun. Ætíð var gert ráð fyrir því, að yfirborganir sem voru í greinum málmiðnaðarins, mundu mótreiknast við þá taxtalegu hækkun sem þama er tilgreind, auk þess sem gert var ráð fyrir að enginn fengi minni hækkun fyrir fulla dagvinnu en kr. 16.300,00 á mánuði. Þessi aðferð, sem hér hefur verið rakin, það er, að mótreikna yfirborg- anir við þann launataxta sem út úr samningum kom, er þekkt, má nefna, að Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og verzlunarfólk fékk almennt taxta- hækkun gegnum kjaradóm, sem byggðist á nákvæmlega sömu for- sendum, það er, að þær yfirgreiðslur sem voru hjá verzlunarfólki voru settar inn í kauptaxta, í þessu tilviki var ekki talað um það að verzlunar- fólk væri að fá raunverulega launa- hækkun, heldur væri hér verið að færa taxtana til samvirðis þess sem kaupgreiðslur voru. Það sama hefur verið gert í málm'ðnaði, og þar með fyrir bifvélavirkja, eru það orðin ný sannindi ef Morgunblaðið finnur það út þegar taxtar eru færðir til þess sem greitt er, að það sé það sama og launahækkun. Félag hifvélavirkja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.