Morgunblaðið - 11.01.1981, Side 35

Morgunblaðið - 11.01.1981, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 35 Við ölum hvert barnið aí öðru svo að II níðlatir bændur okkar hafi einhverja 77 til þess að vinna verkin fyrir sig (Sjá: Afrikusióðir) Birtir yfir blindralandi Til skamms tima lá við landauðn viða við ána Volta i Vestur-Afríku vegna svonefndrar árblindu, en það er sjúkdómur. sem snikjudýr valda ok getur orsakað blindu. eins og nafnið bendir til. Alþjóðleg barátta til þess að binda endi á þennan ófognuð hefur borið þann árangur, að nú þyrpist fólk til sveita og bæja, sem það hafði áður flúið af þessum völdum. Rúmlega ein milljón manna í sjö löndum á þessu svæði hefur sýkzt af umræddri veiki. Er þar m.a. um að ræða nokkur af fátækustu ríkjum heims. Alþjóðabankinn og mörg einstök ríki hafa veitt fé til langtíma áætlun- ar um að útrýma sjúkdómnum á svæði þessu. Rúmlega 70.000 manns í Benín, Ghana, Fílabeinsströndinni, Malí, Níger, Togo og Efri Volta hafa misst sjónina gersamlega af völdum þessa sjúkdóms. Hann er kallaður árblinda, vegna þess að svarta flug- an, sem ber hann á milli, verpir eggjum sínum í straumhörðu vatni. Flugan lifir á mannsblóði. Þegar hún bítur menn, kemur hún fyrir lirfu undir hörundi þeirra og eru þær eins og þráður í laginu. Sé maður bitinn oft, dreifast lirfurnar um líkamann og þegar þær nálgast augum valda þær skemmdum, sem venjulega orsaka blindu, sé ekkert að gert. Fyrstu merki um árangur aðgerða gegn vágesti þessum fara fram úr björtustu vonum þeirra, er skipu- lögðu þær. í fyrstu voru það þau 7 ríki í Vestur-Afríku, er orðið höfðu fyrir sjúkdómnum, er samþykktu skipulag varnaraðgerðanna árið 1973 og ári síðar var hafizt handa um víðtæka úðun á svæðinu. Nokkur hundruð manna hafa síðan haldið starfinu áfram undir leiðsögn vísindamanna, og árangurinn hefur verið það góður, að þau fjögur ríki, sem liggja að Senegalánni, hafa óskað eftir sams konar áætlun, en þau hafa einnig orðið fyrir barðinu á hinum háska- lega sjúkdómi. Á stærstum hluta svæðisins við ána Volta hefur tekizt að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Ekki hefur orðið vart við smit í börnum undir 5 ára aldri. - THOMAS LAND ENDURMiNNINGAR Þegar stóra bróður var sparkað frá Albaníu Albanirnir mönnuAu byss- urnar í strandvirkjunum og gerðu sig líklega til aö skjóta rússnesku kafbátana í kaf þeg- ar sovéski aðmirállinn sá sitt óvænna og sigldi á brott. Fjór- ir kafhátanna urðu þó eftir. Þessi atburður, sem gerðist árið 1960, var nokkurs konar forleikur að vináttuslitunum, sem urðu á milli Albana og Rússa ári síðar, en frá honum segir Enver Hoxha, þjóðarleið- togi Albana, í síðasta bindi endurminninga sinna. Hoxha segir, að Rússar hafi lofað að gefa Albönum 12 kaf- báta og hjálparskip að auki fyrir að fá að reisa flotastöð í Vlora á strönd Adríahafs gegnt Ítalíu. Skyndilega kröfðust Rússar þess, að þeir fengju full yfirráð yfir flotastöðinni sem rússneskt land væri og þegar Albanir neituðu því alfarið KRÚSJEFF „fífl og illmenni" sagðist Krúsjeff ekki mundu afhenda bátana átta, en Albanir höfðu þegar tekið við fjórum. I endurminningum sínum segir Hoxha, að hann hafi sagt Rússunum, að hann myndi aldrei láta flotastöðina af hendi og hann setti þeim sína eigin úrslitakosti: annaðhvort fengi hann kafbátana átta eða Rúss- arnir skyldu hypja sig. Með þessi svör hélt rússneski aðmírállinn til flotastöðvarinn- ar, þar sem hann skipaði mönnum sínum að fara strax um borð í bátana og vera viðbúnir átökum. Albanir svör- uðu þá með því að loka Suzan- sundi og beina byssum strand- virkjanna að kafbátunum. „Hann var eins og mús í gildru og ef hann hefði byrjað að skjóta, hefðum við sent hann niður á hafsbotn," segir Hoxha sigri hrósandi í minningabók- inni sinni. Með endurminningum sínum, sem hafa verið þýddar og dreift meðal erlendra fréttamanna, vill Hoxha minna Vesturlanda- búa á, hve lega þessa litla lands, Albaníu, er hernaðarlega mik- ilvæg. Hann segir frá heimsókn Krjúsjeffs og hve æstur hann varð við tilhugsunina eina um flotastöð við Miðjarðarhaf. „Þaðan getum við ráðist á allt og alla,“ hefur Hoxha eftir honum. Hoxha lýsir Krúsjeff sem háværum rusta, fífli, skrumara, fjárkúgara og illmenni. Hoxha varð fyrir miklu áfalli þegar Krúsjeff steypti goðsögninni um Stalín af stóli á 20. flokks- þinginu í Moskvu 1956 enda var Stalín í augum þess fyrrnefnda maður af hjarta lítillátur, dýr- legur og ógleymanlegur leiðtogi. - PETER RISTIC Þurfa líka að sjá um bjórinn i bóndann. hitt konu, sem lýst hefur yfir því, að hún vilji ekki láta greiða lóbólu fyrir sig. Um svipað leyti birtist í tíma- ritinu Mahogany bréf frá annarri konu — Tendai Hongwe frá bæn- um Mtoko. Fór hún þar hörðum orðum um þá takmarkalausu kúg- un, sem konur í Zimbabwe væru beittar. í bréfinu sagði m.a.: Ég er afrísk kona og ég hef of lengi verið látin lúta þeirri venju, að við séum aðeins útungunarvélar. Við ölum hvert barnið á fætur öðru, svo að níðlatir bændur okkar hafi ein- hverja til þess að vinna verkin fyrir sig. Sú skoðun hefur nýlega komið fram í dagblöðum í Zimbabwe og Kenya, að flestir karlmenn í Afríku tengja á engan hátt saman sjálfstæði ríkjanna gagnvart ný- lenduþjóðunum og frelsun kvenna heima fyrir. Simon Mutanda, sem er starfs- maður við póstþjónustuna í Zim- babwe, segir eftirfarandi: — Það er ekki hægt að tala af viti við konu, sem er letibikkja og nöld- urskjóða. Maður verður hreinlega að hýða hana. Kanyingi Mchira í Kenya segir: Það er gamall siður í Afríku að berja eiginkonur og flestir karl- menn eru sammála um að geti kona ekki þolað að hún sé barin endrum og eins, sé hún ekki góð eiginkona. Margir þeldökkir karlmenn, sem eru aldir upp í þeirri trú að þeir eigi að vera herrar yfir eiginkonum sínum eru mjög ugg- andi um, að hugsjónir kvenfrelsis- hreyfinganna muni skjóta rótum i Zimbabwe. Samkvæmt afrískum erfðavenjum er verksvið kvenna mjög afmarkað. Þær eiga að ala börn, elda, hreinsa moldarkofana, hugsa um eldhúsverk, geitur og kindur, rækta grænmeti og brugga bjór fyrir bændur sína. - BRUCEJONES ENSKAN Kennsla í hinum vinsælu enskunámskeiöum fyrir fulloröna hefst fimmtudaginn 15. janúar og stendur yfir til páska. Afbragðs kennarar. Síödegistímar — kvöldtímar. Mlmir, sími 10004 og 11109 (kl. 2—7 e.h.) .. ' ......... ——— Orðsending til íbúa á starfssvæði væntanlegrar heilsugæzlustöðvar í Borgarspítala Athygli er vakin á því, aö þeir íbúar á starfssvæöi heilsugæzlustöövar í Borgarspítala, sem ný er opnuð, sem halda vilja sínum heimilislækni áfram en fá ekki þá þjónustu sem heilsugæzlustööin veitir, verða aö tilkynna þaö á skrifstofu Sjúkra- samlags Reykjavíkur, Tryggvagötu 28 í síðasta lagi fyrir 15. janúar nk. Slíka tilkynningu má gefa skriflega eöa símleiðis í síma 18440. Nánari upplýsingar hafa verið gefnar meö bréfi borgar- læknis dags. 17.12. sl. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Qompton Porkinson D160M to D200L Frames D80 to D132M Frames D71 Frames RAFMÓT0RAR Eigum ávallt fyrirliggjandi 1400—2800 sn/mín. rafmótora. 1ns fasa 'A—4 hö 3ja fasa V2—25 hö Útvegum allar fáanlegar geröir og stæröir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.