Morgunblaðið - 11.01.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
37
Ólöf Þórðardóttir
frá Ríp - Minning
Fædd 8. janúar 1963.
Dáin 14. desember 1980.
Nú árið er liðið i aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka.
nú Kenicin er sérhver þess Kleði og þraut.
það gjðrvallt er runnið á eiltfðar braut.
en minning þess víst skal þó vaka.
Oft hefur það komið fyrir á
árinu 1980, sem nú er nýgengið, að
maður hefur spurt sjálfan sig að
því í einlægni, til hvers við séum
eiginlega að fæðast í þennan heim,
heim sem stundum er svo fullur af
fjandskap, grimmd og sársauka.
Svarið hef ég ekki en einhver
hlýtur tilgangurinn að vera, því
við skiljum ekki og viljum e.t.v.
ekki skilja hann. Vel má það vera
að best fari á því að vita sem
minnst og hugsa sem minnst um
það.
Og enn einu sinni brýst þessi
spurning fram á varirnar þegar
hún, Ólöf Þórðardóttir, er skyndi-
lega hrifin burt úr þessum heimi,
svo ung og lífsglöð, þegar leiðir
lágu til allra átta og hún átti allt
lífið framundan — að því er
manni virtist. Það fer þá ekki hjá
því að maður standi eftir ráðþrota
og djúpt særður og reyni að leita
svara við ofangreindri spurningu.
fátt verður um svör og hinn
títtnefndi tilgangur virðist ekki
vera neinn.
Það var eins og að slökkva á
ljósi, svo snöggt og óvænt kom
þetta reiðarslag. Hverjum hefði
dottið í hug að morgunn sunnu-
dagsins 14. desember væri siðasti
morgunninn á stuttri en bjartri
lífsleið hennar. Hverjum hefði
dottið það í hug þegar verið var að
borða hádegismatinn, án efa undir
fjörugum umræðum um hrossin
sem átti að fara að sækja, að hún
sem var svo hress og kát myndi
verða örend áður en sól hnigi til
viðar það dimma vetrarkvöld.
Enginn, og síst af öllu hún sjálf,
myndi hafa látið sér detta svo
fáránleg vitleysa í hug.
En svo sem margsannað er
ráðum við ósköp, ósköp litlu um
gang lífsins og bilið milli lífs og
dauða er örmjótt. Kannski er allt
okkar líf fyrirfram ákveðið, líkt og
í púsluspili, og þegar síðasti bút-
urinn er kominn á sinn stað er
spilið búið. Það spil sem hefur
verið ætlað Ólöfu hefur haft yfir
svo alltof, alltof fáum bútum að
ráða og nú er hún farin frá okkur
og síðasti búturinn í spilinu kom-
inn á sinn stað.
Eftir sitjum við hin og viljum
ekki trúa því sem við vitum að er
svo óumdeilanlega satt.
Ég rifja upp í huganum minn-
ingar frá sjö sl. sumrum og nú
síðast einnig frá jólum og páskum:
upprekstrarferðir á vorin, hey-
vinna á sumrin, smalamennska á
haustin og svo ótalmargt fleira.
Þó alltaf verði gaman að koma
heim í Ríp verður það þó aldrei
eins og áður þar sem nú vantar
Ollu.
Ólöf fæddist 8. janúar 1963 og
ólst upp á heimili sínu, Rípi
Hegranesi, Skagafirði. Hún var
næstyngst af 8 börnum hjónanna
Sólveigar Júlíusdóttur og Þórðar
Þórarinssonar. Ólöf var í alla
staði vel af Guði gerð, bæði
myndarleg og vel gefin. Ekki var
hún gefin fyrir langar skólagöng-
ur en vildi heldur njóta æskunnar
meðan hún varaði. Gáskinn var
ríkur í Ollu og meðal félaga var
hún hrókur alls fagnaðar.
Fjölskyldu sinni allri var Ólöf
mikils virði og veit ég að miklar
vonir voru við hana bundnar og
hennar sárt saknað af öllum
heima á Ríp.
Ólöf var mikið gefin fyrir
skepnur og þó við værum á
margan hátt ólíkar, þá höfðum við
báðar mjög gaman af hestum og
hestamennsku. Oft vorum við bún-
ar að ræða um það okkar á milli,
að „það yrði nú ekki hægt að tala
um gæðinga í Skagafirðinum fyrr
en búið væri að temja hryssurnar
okkar og við færum að ríða út á
þeim saman".
Ekki átti það samt fyrir Ollu að
liggja að taka Blesu til kostanna,
en vonandi eru þeir þarna hjá
henni gömlu klárarnir sem við
Dagrún Halldórs-
dóttir - Minning
Fædd 15. júlí 1905.
Dáin 31. desember 1980.
Mánudaginn, næstkomandi,
verður gerð útför mágkonu minn-
ar Dagrúnar, er kvaddi þennan
heim um leið og gamla árið.
Mig langar að minnast hennar
örfáum orðum, fátæklegum að
vísu. Fundum okkar bar fyrst
saman fyrir um fjörutíu árum, ég
þá nýkvæntur systur hennar. Hún
hafði raunar rúman áratug um-
fram mig, en þá hafði kynslóðabil-
ið s.k. ekki enn verið uppgötvað, og
því ekkert til fyrirstöðu eðlilegum
samskiptum fólks. Kynni okkar í
öndverðu voru ekki náin, enda vík
milli vina. Hún búsett norður á
Sauðárkróki, en ég vestur við
Djúp. Síðar lágu leiðir okkar
beggja til höfuðborgarinnar, sem í
þá daga var sá segull, er dró að sér
mannlíf hvaðanæva af landinu. Þá
kynntist ég Dagrúnu betur, og
með árunum lærðist mér æ betur
og betur, hvílík mannkostakona
hún var.
Dagrún var frumburður for-
eldra sinna, hjónanna Guðrúnar
Jósefsdóttur Kristjánssonar og
Halldórs Þorgrímssonar Bjarna-
sonar, en þau hjón voru bæði
Þingeyingar í ættir fram.
Fædd var Dagrún á Húsavík, og
einsog fyrr segir upp úr aldamót-
um. ðldin var þá önnur, eins og
sagt er, og lítill tími til dag-
drauma. Glíman við brauðið sat í
fyrirrúmi, og reyndist mörgum
erfið, ekki hvað síst efnalitlum,
barnmörgum heimilum. Sjó-
mennskan varð lífsstarf Halldórs
föður hennar. í upphafi sjósókn á
litium farkostum, en síðar far-
mennska á ýmsum skipum Eim-
skipafélags Islands.
Líkt og önnur börn á þessum
tímum, vandist hún snemma að
taka til hendi og létta róður
foreldranna í lífsbaráttunni. Eftir
að þau hjón fluttust búferlum til
Akureyrar, fór Dagrún að stunda
verslunarstörf, störf sem hún tók
upp að nýju, þegar hægjast fór um
hjá húsmóðurinni, og stundaði
alla tíð síðan fram á síðustu ár.
Ung að árum komst Dagrún í
kynni við Thaliu, leiklistargyðj-
una, sem heillaði hana æ síðan. í
nokkur ár fór hún með hlutverk
hjá Leikfélagi Akureyrar, og það
hefi ég fyrir satt, að þeim hlut-
verkum hafi verið vel skilað til
áhorfenda. Óljósan grun hefi ég og
um það, að fleiri listgreinar hafi
átt hug hennar. Á ég þar við þá
list að binda hugsanir sínar lög-
málum ríms og stuðla, en lítt mun
því hafa verið flíkað. Upp úr 1930
kynntist hún ungum skagfirskum
„sjarmör", og þá um leið voru
örlög hennar ráðin. Þessi örlaga-
valdur var Svavar sonur hjónanna
Salóme Pálmadóttur og Þorvalds
Guðmundssonar hreppsstjóra á
Sauðárkróki. Svavar var mesta
ljúfmenni og hrókur alls fagnaðar,
og ekki spillti það, gæddur slíkri
söngrödd og „musikkvalitet", að
talað var um það í Skagafirði á
þeim árum, að tveir ungir menn
þar í sveitum ættu að fara út í
lönd til að læra söng, og leggja
síðan heiminn að fótum sér. Ann-
ar þeirra varð prinsinn í ævintýr-
inu, maður sem við öll erum stolt
af og þekkjum undir nafninu
Islandi.
Þeim hjónum Dagrúnu og Svav-
ari varð einnar dóttur auðið,
Kolbrúnar, sem gift er Hjalta
Jósefssyni húsasmið, og eiga þau
þrjú börn og nokkur barnabörn.
Allmörg undanfarin ár gekk
Svavar ekki heill til skógar, og
þótt húsmóðirin væri á stundum
kannski síst betur á sig komin,
stundaði hún bónda sinn af slíkri
elsku og alúð, að aðdáunarvert er.
Svavar lést á sl. ár, og varð því
skammt milli þeirra hjóna. Nú
þegar leiðir skilja, kemur mér í
hug ferð, sem við hjónin fórum
undir haustið með Dagrúnu aust-
ur fyrir fjall, til Hveragerðis og
Selfoss. Ferðin var farin því Dag-
rúnu var ofarlega í huga að heilsa
upp á sjúka systur sína í Hvera-
gerði. Að afloknu rabbi, kveður
Dagrún systur sína með bros á
vör, segjandi eitthvað á þessa leið:
„Jæja systir góð, ég á ekki von á
því að við sjáumst aftur." Mig
setti hljóðan og reyndi klaufskur
að slá á léttari strengi. En slíkt
var þrek og æðruleysi Dagrúnar,
sem vissi hvað morgundagurinn
bar í skauti. Ég vil að lokum, fyrir
hönd okkar hjóna, votta öllum
ástvinum Dagrúnar dýpstu sam-
úð, og henni óskum við góðrar
ferðar.
H.H.
Okkur
vantar
duglegt
blaðburðar-
fólk
AUSTURBÆR
Laufásvegur 2—57,
Leifsgata
Laugavegur 1—33.
VESTURBÆR
Melhagi.
Hringið í síma
35408
áttum svo mikinn vinskap við;
Kolur, Mósi, Vindur, Blesi og
fleiri.
Þann 26. nóvember eignaðist
Olla stóra og myndarlega dóttur.
Strax í sumar ákvað hún að ef
barnið yrði stúlka skyldi hún heita
Sólveig í höfuðið á Sólveigu móður
sinni. Ekki hafði það nú verið inni
í áætluninni að eignast barn, en
allan meðgöngutímann var Olla
svo glæsileg og bar sig svo vel, að
aðdáunarvert var með því að
fylgjast.
Einhverntíma áður en hún varð
ófrísk vorum við að ræða málin
svona eins og gengur og gerist.
Talið beindist eitthvað inn á hálar
brautir fóstureyðinganna. Þá
verður Ollu að orði: „Aldrei myndi
ég láta eyða fóstri ef ég yrði ófrísk
— því það er maður eins og ég!“
Orðum þessum gleymi ég ekki og
finnst að margir mættu taka þau
sér til fyrirmyndar. Við þessa
fullyrðingu stóð hún svo sannar-
lega sjálf og færði með því
ómælda hamingju inn á heimili
foreldra sinna og systkina auk
þess sem hún skildi eftir yndis-
legan minnisvarða um sjálfa sig
og stutta dvöl sína í þessum heimi.
Á jóladag var svo dóttirin skírð
og henni gefið nafnið Ólöf Sólveig.
í dag, þann 8. janúar 1981, hefði
Olla orðið 18 ára. En það var
komið að leiðarlokum. Við sem
sjáum á bak henni yfir móðuna
miklu trúum því að hún hafi verið
kölluð til æðri starfa í heimi sem
við ekki þekkjum en fáum þó öll að
kynnast.
Ég þakka Ollu fyrir stutta og
ánægjulega samfylgd og tel mig
hafa verið heppna að fá að kynn-
ast henni. Þetta sama liggur fyrir
okkur öllum hinum og hver veit
nema hún taki á móti okkur á
hvítum gæðingi þegar við komum
yfir.
Elsku Doddi, Sólveig, Ólöf Sól-
veig, afi, amma og systkini, heima
á Ríp. Megi Guð senda ykkur þann
frið er megnar að græða sárin og
gefa ykkur styrk sem mest misst-
uð.
Ó. grf þú 088, Drottinn. enn Klrðilfftt ár
ok Kúúar ok biessaAar tiAir.
Kff himneska dOKK KfKnum harmanna tár,
Kfí himneskan friA fyrir lausnarans sár
ok eilifan unaA um síAir.
8. janúar, 1981,
Sigríður Ævarsdóttir.
Nýtt — Nýtt
frá ítalíu skinnhúfur, skinntreflar.
Glugginn, Laugavegi 49
MYNDUSTA-
OG HAND/ÐASKÓL/
ÍSLANDS____________________
Ný námskeió
hefjast fimmtudaginn 22. janúar og standa til 30.
apríl 1981.
1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga.
2. Teiknun og málun fyrir fullorðna.
3. Bókband
4. Almennur vefnaður.
Innritun fer fram daglega kl. 10—12 og 14—17 á
skrifstofu skólans að Skipholti 1.
Námskeiðsgjöld greiðist viö innritun, áður en
kennsla hefst. Skólastjóri
Reykjavík, Skipholt 1, Sími 19821
Gerð ársreikninga
Stjórnunarfélag íslands efnir til nám-
skeiðs um gerð ársreikninga í fyrir-
lestrarsal félagsins að Síðumúla 23.
Námskeiðið verður haldið dagana
19.—22. janúar kl. 14—18.
Fjallað verður um gerð ársreikninga
með sérstöku tilliti til ákvæða hluta-
félaga- og skattalaga.
Námskeiðið er einkum ætlað aðal-
bókurum fyrirtækja, en á einnig
erindi til fjármálastjóra, starfsmanna
hagdeilda og annarra sem vinna við
uppsetningu eða mat á ársreikning-
um.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunar-
félags íslands, síma 82930.
Leiðbeinandi:
Stefán Svavarsson
dósent og löggiltur
endurskoðandi
A STJÓRNUNARFÉLAG
* SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK
ISLANDS
SÍMI 82930