Morgunblaðið - 21.01.1981, Page 1

Morgunblaðið - 21.01.1981, Page 1
32 SÍÐUR 16. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ronald Reagan, 40. forseti Bandarikjanna: Sameinumst og hefjum nýtt viðreisnarskeið 444 daga ófrelsi á enda: Til V-I>ýzkalands með sjúkraflutningavéliim Washinjfton. 20. janúar. AP og Anna Bjarnadóttir, fréttaritari MorgunblaÖsins. HVATNING til að sameinast or hefja þróttmikið viðreisnar- skeið í sögu handarísku þjóðar- innar var boðskapur 40. forseta Bandarikjanna, repúhlíkanans Ronald Reagans. er hann tók við cmbætti ki. 17 að isienzkum tíma i dag. Tveimur stundum éftir að hann sór embættiseið- inn tilkynnti Reagan að raunir bandarísku gíslanna í íran, 52ja að tölu, væru á enda og væru þeir nú komnir út úr loftheltri írans. Ilann minntist ekki'á gislana í ræðu sinni, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að sérhver Bandarikjamaður væri hetja. Um leið og klukkan sló tólf á hádegi, að Washington-tíma, lyfti Ronald Wilson Reagan, fyrrum ríkisstjóri í Kaliforníu og áður Hollywood-stjarna, sem yf- irgnæfandi meirihluti banda- rískra kjósenda kaus til hins háa embættis í nóvember sl., hægri hönd sinni og lagði þá vinstri á bibliu látinnar móður sinnar, um leið og hann sór þess dýran eið að rækja embætti sitt og skyldur við bandaríska þjóð svo vel sem honum væri frekast unnt. Carter, sem féll í kosningunni, horfði á alvarlegur í bragði, en stundar- korni fyrr hafði nýr varaforseti, George Bush, sem á sínum tíma keppti við Reagan um útnefningu Repúblikanaflokksins, svarið embættiseið sinn. Um sjötíu þúsundir manna fylgdust með athöfninni á svöl- um þinghússins, en um leið og Reagan, elzti maður sem tekið hefur við embættinu, var orðinn forseti drundi við 21 fallbyssu- skot, á meðan viðstaddir fögnuðu hinum nýja forseta og nýrri stjórn í landinu með lófataki. „Þið, borgarar þessa blessaða tands, eruð allir hetjur. Draumar ykkar, vonir og þrár verða draumar, vonir og þrár þessarar stjórnar," sagði Reagan, um leið og hann bað um fulltingi guðs til að svo mætti verða. Reagan lagði aðaláherzlu á efnahagsmál í ræðu sinni. Hann kvað fast að orði og sagði að ekki væri til setunnar boðið, heldur ætlaði hann að hefjast handa þegar í dag. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur lét það verða sitt fyrsta verk eftir athöfnina, að undirrita frumvarp um bann við nýjum mannaráðningum á vegum alríkisstjórnarinnar. For- setanum varð tíðrætt um nauð- syn einstaklingsfrelsis og einka- framtaks, og kvað það ætlun sína að stjórn ríkisins starfaði við hlið borgaranna en væri ekki ok á þeim. Hann hét bandamönnum tryggð og dyggilegum stuðningi, um leið og hann kvað frið æðsta takmark stjórnar sinnar. Sjá nánar á miðopnu. Aþenu, 20. janúar. — AP. UM MIÐNÆTURBIL hóf alsírsk Boeing 727-þota sig til flugs frá Aþenuflugvelli með 52 frjálsa Bandarikjamenn innanborðs ogi tók stefnu á Algeirsborg, þar sem ætlunin er að lenda á þriðja timanum í nótt. Þotan, sem fór frá Teheran. eftir að brottförin hafði dregizt á langinn timum saman vegna formlegrar af- greiðslu mikilvægs skjals, að þvi er næst verður komizt, kom við i Aþenu til að taka eldsneyti og fór enginn þar frá borði. Enginn fékk leyfi til að fara um borð nema bandariski sendiherrann i Grikklandi, en við komuna til Alsir verða Bandaríkjamennirn- ir, sem eiga að haki 444 daga gislingu i íran, fluttir um borð i handariskar sjúkraflutningavél- ar, sem flytja þá rakleiðis til Wicsbaden i Vestur-Þýzkalandi. I Vestur-Þýzkalandi dveljast Bandaríkjamennirnir í bandarísk- um herspítala í 3—5 daga, áður en þeir fara til Bandaríkjanna, en heilsufar þeirra mun vera upp og ofan, eins og ummæli alsírsks læknis sem skoðaði þá fyrir brott- förina frá Teheran benda til, en hann sagði ástand þeirra vera „viðunandi". Jimmy Carter, fráfarandi Bandaríkjaforseta, er eignaður heiðurinn af því að gíslunum var sleppt nú, en hann fer áleiðis til Vestur-Þýzkalands í kvöld í boði Reagans forseta, til að fagna þeim. í Bandaríkjunum og víða um heim er því ákaft fagnað að Bandaríkjamennirnir, sem frá því í nóvember í fyrra hafa verið á valdi byltingarstjórnarinnar í ír- an, fara nú loks frjálsir ferða sinna. Carter og Reagan hafa báðir fengið fjölda heillaóska- skeyta vegna þess að Iausn er nú fengin á þessu vandamáli, m.a. frá Jóhannesi Páli páfa II., en ekki fer á milli mála að ráðamenn víðsveg- ar telja einræðisstjórnina í íran ekki hafa aukið hróður sinn með því að selja gíslana með þeim hætti sem gert var. „Þeir grétu, hlógu og féllust í faðma," sagði svissneskur sendi- ráðsmaður, sem var viðstaddur brottför Bandaríkjamannanna frá Teheran. Hann sagði að þeir elztu í hópnum hefðu verið meðteknir eftir að hafa verið fangar svo lengi, og hefðu sumir vart getað gengið óstuddir. Þá kvað hann greinilegt að við brottförina hefðu margir verið að sjást í fyrsta sinn í langan tíma, og hefðu ýmsir verið stirðir í lund og ekki viljað trúa að nú væri komið að því að þeir fengju frelsi. Joseph Subic. einn gíslanna fyrrverandi. við brottförina frá Teheran í gærkvöldi. \ flugvellinum var fjöldi æstra áhangenda stjórnarinnar í Teheran, sem steyttu hnefa og hrópuðu ókvæðisorð. Simamynd ap.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.