Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 5 Földu sig fyrir lög- reglunni UM ÁTTALEYTIÐ í gærmorgun komu í leitirnar tveir hafnfirzkir drengir, 12 og 13 ára gamlir, en þeir höfðu verið týndir siðan á sunnudag. Drengirnir fundust i kjallara húss i norðurbænum i Hafnarfirði i þann mund er hefja átti skipulega leit að þeim. Drengirnir gáfu þá skýringu að þeir hefðu verið að strjúka undan lögreglunni. Hún mun hafa átt ýmislegt vantalað við piltana, því þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot og þjófnaði í Hafnarfirði að undanförnu. Voru þeir í yfir- heyrslu í gær. Komnar eru á markaðinn nýjar umbúðir utan um mjólkurvörur. Hafa þær verið teknar i notkun utan um jógúrt og verða væntanlega teknar i notkun undir fleiri mjólkurvörutegundir siðar. Umbúðirnar eru framleiddar að Reykjalundi og á að vera mun auðveldara að opna þær nú en fyrr. Ljóxmynd Mbi. RAX. Flestir f jölfarnari vegir landsins f ærir MIKLAR annir voru i gær hjá vegagerðarmönnum og var snjó rutt af vegum um allt iand og nú er fært um aðalvegi um nær allt land samkvæmt þeim upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá vegaeftir- liti rikisins i gær. í gær var Hellisheiði lengi ófær vegna veðurofsa, en er líða fór á daginn tókst að opna hana og Þrengslin opnuðust einnig þá. Þá er nú fært allt austur á friði. í gær voru vegir ruddir víða í Árnes- og Rangárvallasýslum og eru nú flestir fjölfarnari vegir þar færir, en þungfært annars staðar. Á Vesturlandsvegi var mikil hálka, en fært alla leið til Akur- eyrar. Mokað var á Snæfellsnesi og í Dölum og eru allir meirihátt- ar vegir þar nú færir og sömu sögu er að segja af vegum á Vestfjörð- um. Fært var til Hólmavíkur, en lengra norður þaðan verður ekki komizt að svo stöddu. Vegurinn til Siglufjarðar var opnaður í gær, en ófært er frá Akureyri til Dalvíkur og hætta varð snjómokstri í Ólafs- fjarðarmúla í gær vegna veðurs. Þá var Dalsmynni rutt í gær og er nú fært austur um frá Akureyri allt til Þórshafnar, en ekki tókst að opna veginn til Vopnafjarðar. Á Héraði er þokkaleg færð, Fjarðarheiði er fær stórum bílum og Fagridalur og Oddsskarð voru rudd í gær og fært er suður með fjörðum. * Askorun frá lögreglunni: Miðsvetrarvaka í Aratungu Upplýsingar vantar um tvö alvarleg afstungumál ÞRÁTT fyrir itrekaðar auglýs- ingar lögreglunnar í Reykjavik og mikla vinnu hefur ekki tekizt að hafa upp á ökumönnunum, sem óku á gangandi vegfarendur aðfaranótt sunnudagsins 11. janúar sl. og stungu af frá slösuðu fólkinu. Þvi auglýsir lögreglan enn á ný eftir upplýs- ingum, sem upplýst gætu málið og skorar á alla þá, sem telja sig búa yfir upplýsingum, að hafa strax samband við lögregluna. Fyrra slysið varð á Suðurlands- braut á móts við veitingahúsið Sigtún og var það tilkynnt til lögreglunnar klukkan 01.23. Bif- reið á vesturleið ók á vegfarendur og stakk af. Bifreiðin var ljósleit, af Fiat-gerð eða svipaðri gerð. I þessu sambandi er einnig lýst eftir ökumanni leigubifreiðar, sem ók vestur Suðurlandsbraut skömmu eftir slysið. Leigubifreiðin var hvít og af Mercedes Benz-gerð. Seinna slysið varð á Túngötu rétt austan Ægisgötu og var tilkynnt til lögreglunnar klukkan 03.18. Bifreið, sem ók vestur Tún- götu ók á mann og konu og slösuðust bæði. Bifreiðin fór af vettvangi án þess að nema staðar. Þetta var dökkblá bifreið, hugsan- lega af Fiat-gerð. Við höggið brotnaði útvarpsstöngin af og bifreiðin hlýtur að hafa dældazt. Lögreglan skorar á alla, sem hugsanlega búa yfir upplýsingum, að gefa sig fram sem allra fyrst, m.a. þá, sem hafa veitt athygli grunsamlegum bifreiðum eða dökkbláum bifreiðum með nýjar útvarpsstengur, svo dæmi séu nefnd. Skálholti. 20. janúar. MIKIL gróska er um þessar mundir í starfsemi Ungmennafé- lags Biskupstungna. Fimmtu- dagskvöldið 22. janúar hefst i Aratungu miðsvetrarvaka. Verð- ur þar m.a. íþróttakappleikur og myndasýning. Föstudaginn 23. janúar verður kvöldvaka. Er þar m.a. til skemmtunar upplestur Þórarins Eldjárns, Gísli Bjarnason sýnir gamlar kvikmyndir úr Biskups- tungum, Grímur Lárusson og Magnús Jóhannsson úr Kvæða- mannafélagi Reykjavíkur kveða. Þá munu ungmennafélagar fram- reiða lútsterkt molakaffi. Laugardaginn 24. janúar verður svo dansleikur. Þar skemmta m.a. nokkrir nemendur úr Söngskólan- um. ÖIl kvöldin hefjast dagskrár- atriði klukkan 21. í febrúar er svo fyrirhuguð frumsýning á gamanleiknum „Mark kólfa" eftir Dario Fo. Leikstjóri er Halla Guðmunds- dóttir í Ásum. Formaður Ung- mennafélagsins er Sveinn Sæland, Espiflöt. — Björn Búrfellsvirkjun: Raforkuframleiðsl- an í samt lag aftur Raforkuframleiðsla Lands- virkjunar er nú aftur komin í eðlilegt horf eftir erfiðleikana við Búrfellsvirkjun í fyrradag, samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. aflaði sér hjá Lands- virkjun í gær. Raforkufram- leiðslan komst þá upp í 190 megawött og því orðin jafn- mikil og verið hefur að undan- förnu og þarf ekki að búast við frekari vandræðum á meðan veður spillist ekki verulega aftur. Skortur á neyzlu- vatni í Hrísey Athuga möguleika á að fá vatn úr landi ORKUSTOFNUN er að kanna mögulcika á hvurt unnt sé að flytja ferskt vatn til Hríseyjar úr landi, en skv. upplýsingum oddvitans í Hrísey, Björgvins Pálssonar, hefur skapast mjög slæmt ástand i eynni vegna skorts á neysluvatni. „Þaö skaþáÖÍSÍ vand' ræðaástand hjá okkur síðari hluta sumars“ sagði Björgvin í viðtali við Mbl. í gær. Við gerum okkur vonir um að geta fengið vatn úr lindum á svipuðum slóðum og Árskógsstrendingar fá sitt vatn, en Orkustofnun þarf a.m.k. eitt ár til þessara rann- sókna. Með aukinni fiskverkun hefur ástandið enn versnað og þetta er orðið brýnt úrlausnar- efni.“ Frá lindunum í landi og út í Hrísey eru um 9 km, en sundið milli lands og eyja er um 3 kílómetrar. Hríseyjarbúar fá í dag neyzluvatn sitt úr steyptum brunnum, sem yfirborðsvatn síg- Kvennaskák hjá Tafitéiaginu KVENNADEILD Taflfélags Reykjavíkur gengst á fimmtudög- um í vetur fyrir skáknámskeiði fyrir konur í skákheimilinu við Grensásveg og hefjast námskeiðin annað kvöld klukkan 21. Bragi Kristjánsson annast kennsluna á námskeiðinu endurgjaldslaust fyrir konurnar og eru námskeiðin bæði ætluð byrjendum og lengra komnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.