Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 Kristján Ragnarsson um vanda loðnuskipanna: „Þessum skipum verður að gefa möguleika til annarra veiða“ EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvernijj þorskveiðum „loðnu- skipa“ verður háttað á vertíðinni. en Ijóst er að þessi skip fá leyfi til einhverra þorskveiða. Á mánu- dan var haldinn i sjávarút- vegsráðuneytinu fundur með út- gerðarmönnum þessara skipa, en á morgun verður haldinn fundur með þeim ok öðrum hajcsmunaað- ilum um þorskveiðar. Kristján Ragnarsson sagði í samtali við Mbl., að það væri meginsjónarmið útgerðarmanna loðnuskipanna, að þau fái að fara á vertíð eins og önnur fiskiskip. Hann sagði, að þeir vildu ekki hámarkskvóta á þessi skip því þá væri komin sérregla fyrir þessi skip, sem væru þó að veiða á sömu miðum og gerð út frá sömu stöðum og önnur fiskiskip á ver- tíðinni. „Eg tala nú ekki um ef maður gefur sér þann möguleika, að sá kvóti entist lengur en hinn, en slíkt teljum við ekki koma til greina," sagði Kristján Ragnars- son. „Við viljum að þessi 52 veiði- skip, sem verið hafa á loðnu hluta ársins fái að veiða þorsk á vertíð- FUNDUR í stjórn og fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar mótmælir harðlega fyrir- hugaðri skerðingu á nýgerðum kjarasamningum við opinhera starfsmenn — segir í fréttatil- kynningu frá félaginu, sem Morgunblaðinu hefur borizt. I ályktun fundarins segir: Fund- inni eins og önnur skip og þau hlíti þeim takmörkunum, sem settar hafa verið fram á vorið. Við teljum okkur hafa sýnt fram á það, að afkoma þessara báta sé með þeim hætti, að þeim verði að gefa möguleika til annarra veiða. Tvö síðastliðin tímabil var loðnu- aflinn yfir milljón lestir, en í haust og vetur er ekki útlit fyrir að leyft verði að veiða nema 460 Vestmannaeyjum. 20. janúar. MJÖG margir Vestmannaeyja- bátar reru strax fyrstu dagana í janúar og voru því margir fyrr á ferðinni en undanfarnar ver- tíðir. Enn hefur fjölgað síðustu daga og margir miðuðu vertíð- arbyrjun við 15. janúar. Síðustu vikur hefur verið eindæma ótíð og varla nokkurt næði í meira en mánuð. Einn þeirra fjögurra urinn minnir á, að þeir samningar voru taldir innan þeirra marka, sem báðir aðilar áttu að geta staðið við. Jafnframt hvetur fundurinn opinbera starfsmenn til að taka mið af þessari þróun samninga- máia við gerð samninga í nánustu framtíð. þúsund tonn,“ sagði Kristján Ragnarsson. Það skal tekið fram, að upphafs- orð fréttar um þetta mál í Morg- unblaðinu síðastliðinn laugardag eru ekki höfð eftir Sverri Leóssyni á Akureyri. Sjónarmið hans í þessu máli eru í aðalatriðum hin sömu og hjá Kristjáni Ragnars- syni hér að framan. linubáta, sem héðan róa i vetur hefur þó fengið ágætan afla síðustu daga og er það Ölduljón- ið, sem kum með 9,5 tonn einn daginn. í Vestmannaeyjablaðinu Dagskrá var á dögunum spjallað um vertíðarbyrjunina og í þess- ari klausu verður aðallega stuðst við upplýsingar þaðan. Eftir því sem næst verður komist verða 48 skip gerð út héðan í vetur, 44 bátar og 4 togarar. Bátarnir hafa oft verið fleiri og nefna má að árið 1930 eða fyrir 50 árum voru þeir 95 talsins, en að vísu minni og öðruvísi búnir. I fyrra voru 53 skip á vetrarvertíð frá Eyjum. I vetur er líklegt að 20 bátar verði alfarið á netum, 4 á lí:.u til að byrja með og síðan á netum eða trolli og 14 bátar verða á trolfi til að byrja með, en þeir kunna að fara á net þegar fram í sækir. Frá Eyjum eru gerð út 7 loðnuskip, en líklegt er að ein- hver þeirra a.m.k. fari á net. Margir netabátanna steinuðu niður milli jóla og nýárs og voru fleiri komnir með innlegg þriðja janúar en undanfarin ár. Tíð hefur verið með eindæmum rysj- ótt og óhagstæð og afli verið heldur lélegur ef á heildina er litið. Einstaka bátur hefur þó fengið góðan afla og þannig komu Suðurey, Valdimar Sveins- son og Glófaxi með 36—37,4 tonn þriðjudaginn fyrir viku. — Sigurgeir Skákþing Reykjavíkur: Helgi og Jón taka forystuna ALÞJÓÐLEGU skákmeistararn- ir Ilelgi Ólafsson og Jón L. Árnason hafa tekið forystuna á Skákþingi Reykjavíkur, en 4. umfcrð mótsins var tefld á sunnudaginn. Helgi Ólafsson vann Ásgeir Þ. Árnason en Jón L. Árnason gerði jafntefli við Hilmar Karlsson. Helgi hefur hlotið 3 vinninga og á biðskák við Karl Þorsteins, þar sem Helgi er peði yfir. Jón L. hefur 2 xk vinning og á frestaða skák við Sævar Bjarnason. Bragi Halldórsson og Þórir Ólafsson hafa 2‘/í vinning hvor eftir 4 umferðir og hinn- ungi skákmaður Karl Þorsteins hefur 2 vinninga og eina biðskák. Næsta umferð verður tefld í kvöld, mið- vikudag, í skákheimilinu við Grensásveg. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRiCTI • SÍMAR: 17152- 17355 Sérhæðir óskast 100—150 fm. sérhæöir á Stór-Reykjavíkursvæöinu. Útb. gæti oröiö sem hér segir: 200 þús. viö samning. 150 þús. 1.3., 150 þús. 15.6. og 100 þús. 15.9. Einnig góö einbýlishús og raöhús í skiptum fyrir sérhæöir. ^ FAS1EIGNASALAN ^Skálafell 29922 ^Eignaval q 29277 Hafnarhúsinu- Grétar Haraldsson hrl, Bjarni Jónsson (20134) Seltjarnarnes — sérhæð með bílskúr Höfum til sölu úrvals 5—6 herb. sérhæö viö Vallarbraut. íbúöin skiptist í stofur, 4 svefnherb., eldhús, baö, þvottahús og gesta W.C. á hæöinni. íbúöinni fylgir góöur bílskúr auk sér geymslu í kjallara. Laus fljótlega. Verö 750 þús. Hagamelur — úrvals 5 herb. íbúö á 3. hæð í fjórbýlishúsi. íbúöin skiptist í stofur, 4 herb., eldhús, baö og gesta W.C. Auk þess fylgir geymsla og þvottahús í kjallara. íbúö þessi er einstaklega vönduö og vel um gengin. Verö 650 þús. Laus fljótlega. Starfsmannafélag Reykjavikurborgar: Mótmælir harðlega fyrir- hugaðri kjaraskerðingu 44 bátar róa frá Eyjum á vertíðinni Breiðholtsleikhúsið frumsýnir: Plútus eftir Aristófanes FYRSTA frumsýning Breiðholts- leikhússins verður í kvöld kl. 20.30 í Fellaskóla. Svo sem frá hefur verið greint, er Breiðholtsleikhús- ið nýtt atvinnumannaleikhús i Reykjavík. starfrækt af ungu fólki í Breiðholti. „Plútus“ heitir frum- sýningarverkið eftir þann gamla meistara háðleiksins Aristófanes. Plútus er síðasta varðveitta verk Aristófanesar og mun vera með minnst þekktu verkum hans, en samt kunnu leikhúsmenn í Breið- holti að segja sögu af Plútusi: Úr sýningu Breiðholtsleikhússins; Evert Ingólfsson, Kristín S. Kristjánsdóttir og Þórunn Pálsdóttir i hlutverkum sinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.