Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
Sjópróf í Katrinarstrandinu í dag:
Þórunn Sveinsdótt-
ir dró net Katrínar
Frá orkumálaráðstefnu Norðlendinga.
Fjölmenn orkumálaráð-
stefna Norðlendinga
ÞÓRUNN Sveinsdóttir frá
Vestmannaeyjum kom í
Enn leitað að
kanadísku
flugvélinni
HERFLUGVÉLAR frá NATO-her-
stöðvunum á íslandi og Grænlandi
héldu uppi leit í allan gærdag að
kanadísku flugvélinni sem hefur
verið týnd síðan í fyrrakvöld, en
tveir menn eru um borð í vélinni sem
var í slæmu veðri suður af Græn-
landi þegar síðast heyrðist til henn-
ar. Leitin í gær bar engan árangur,
en verður haldið áfram í dag.
HJÖRLEIFUR Guttorms-
son, iðnaðarráðherra, fór í
gærmorgun til Noregs í opin-
bera heimsókn í boði norska
iðnaðarráðherrans, Lars
Skytöen. Hjörleifur mun
eiga viðræður við norsk
stjórnvöld og kynna sér iðn-
að og iðnaðaruppbyggingu,
ræða við forsvarsmenn í
gærmorgun til Eyja með
Eyjabátinn Katrínu í togi
eftir strandið á Skeiðarár-
sandi í fyrradag. Sjópróf
verða haldin í Eyjum í dag
hjá skipverjum á Katrínu,
en hins vegar fór Þórunn
aftur út samdægurs í gær
til þess að draga net sín og
einnig net Katrínar eða alls
15 trossur, en ugglaust mun
áhöfn aflakóngsins Sigur-
jóns Óskarssonar fara létt
með það að hlaupa undir
bagga á meðan verið er að
gera Katrínu klára á ný.
iðnaði og skoða fyrirtæki.
Með iðnaðarráðherra eru
Páll Flygering, ráðuneytis-
stjóri, Jafet S. Ólafsson,
deildarstjóri, Guðrún Hall-
grímsdóttir, deildarstjóri, og
Finnbogi Jónsson, sérfræð-
ingur í ráðuneytinu. Islend-
ingarnir eru væntanlegir
heim nk. laugardag.
Akureyri, 17. jan.
RÁÐSTEFNA um orkubúskap og
orkufrekan iðnað var haldin á
vegum iðnþróunar- og orkumáia-
nefndar Fjórðungssambands Norð-
lendinga i félagsmiðstöð æskulýðs-
ráðs Akureyrar i Lundaskóia i gær
og i dag. Margt manna úr Norð-
lendingafjórðungi sótti ráðstefn-
una, svo sem þingmenn, sveitar-
stjórnarmenn og forystumenn á
sviði iðnaðar- og orkumála, en
einnig voru þar margir aðkomu-
menn. Ráðstefnan var opin öllum.
sem áhuga hafa á þessum mála-
flokkum. Henni var ekki ætlað að
vera ályktunarfundur. en ábend-
ingar og hugmyndir, sem fram
komu þar, geta orðið undirstaða
stefnumótunar á vegum iðnþróun-
arnefndar og fjórðungsráðs.
Ráðstefnan hófst kl. 16 í gær með
setningarávörpum Þorsteins Þor-
steinssonar, formanns iðnþróunar-
nefndar, og Bjarna Aðalgeirssonar,
formanns Fjórðungssambands Norð-
lendinga. Síðan voru flutt þrjú
framsöguerindi, en fyrirlesarar voru
Jakob Björnsson, orkumálastjóri
(Um orkubúskap í víðu samhengi),
Kristján Jónsson , rafmagnsveitu-
stjóri (Staða virkjunarkosta á Norð-
urlandi) og Knútur Otterstedt, raf-
veitustjóri (Skipulag orkuöflunar-
fyrirtækja með tilliti til Norður-
lands). Síðan fóru fram umræður, og
umræðustjóri var Gunnar Ragnars,
forstjóri.
Fundur hófst aftur kl. 10 í morg-
un. Þá fluttu erindi Vilhjálmur
Lúðvíksson, framkvæmdastjóri
rannsóknarráðs ríkisins (Stærri iðn-
þróun í tengslum við landkosti), og
Finnbogi Jónsson, deildarstjóri í
Iðnaðarráðuneytinu (Orkutengd iðn-
þróun). Síðan voru umræður.
Þriðja fundarlotan hófst svo kl.
13.30 í dag. Þá voru framsögumenn:
Þorsteinn Vilhjálmsson, formaður
staðarvalsnefndar um iðnþróun
(Staðarval meiri háttar iðnreksturs
og verkefni staðarvalsnefndar),
Bjarni Einarsson, framkvæmda-
stjóri byggðadeildar Framkvæmda-
stofnunar (Gildi orkufreks iðnaðar
fyrir byggðaþróun á Norðurlandi og
frá þjóðhagslegu sjónarmiði) og Jón
Sigurðsson, forstjóri Járnblendi-
verksmiðjunnar (Samstarf við er-
lenda fjármagnsaðila um uppbygg-
ingu stóriðnaðar á íslandi).
Að lokum fóru svo fram almennar
umræður um efni framsöguerind-
anna.
Framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sambands Norðlendinga er Áskell
Einarsson og hvíldi undirbúningur
og framkvæmd ráðstefnunnar að
mestu á herðum hans. Sv.P.
Kannar iðnaðarupp
byggingu í Noregi
Fréttatilkynning frá Helgarpóstinum:
Starfsmönnum
gefinn kostur á
að reka blaðið
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt cftirfarandi fréttatil-
kynning frá Helgarpóstin-
um:
„Undanfarið hefur verið
unnið að gagngerri endur-
skoðun á fjárhagsstöðu Al-
þýðublaðsins og Helgarpósts-
ins, þar sem fyrirsjáanlegir
hafa verið verulegir rekstrar-
erfiðleikar á næstu mánuðum
miðað við óbreytt rekstrar-
form, eins og fram hefur
komið í fréttum. í þeirri
úttekt sem fram hefur farið á
rekstri Alþýðublaðs og Helg-
arpóstsins hefur komið í ljós,
að Helgarpósturinn stendur
fjárhagslega undir útgáfu
sinni. Af þeirri ástæðu hefur
verið tekin ákvörðun um að
aðskilja rekstur Alþýðu-
blaðsins og Helgarpóstsins
og gefa starfsmönnum Helg-
arpóstsins og ýmsum áhuga-
mönnum um útgáfu hans
kost á að reka blaðið áfram.
Flokksstjórn Alþýðu-
flokksins hefur fyrir sitt leyti
samþykkt að gengið verði til
samninga við starfsmenn
Helgarpóstsins um þetta at-
riði og tryggja á þann hátt
áframhaldandi útkomu blaðs-
ins. Aðsteðjandi rekstrar-
vandi Alþýðublaðsins er á
hinn bóginn enn til athugun-
ar og mun koma til kasta
nýrrar útgáfustjórnar að
taka endanlega ákvörðun um
það hvernig skuli brugðist
við þeim vanda."
Jón Baldvin Hannibalsson:
Fréttatilkynning Helg
arpóstsins tómt rugl
„MITT SVAR við þessu er að þessi
fréttatilkynninK, sem send er út á
bréfhaus Helgarpóstsins, en hef
ekki fengið uppiýst hvort hún er
bara á ábyrgð ritstjóra hans eða
annarra i útgáfustjórn, er tómt
rugl í aðalatriðum.“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, stjórnmála-
ritstjóri Alþýðublaðsins, er Mbl.
spurði hann um hvort skilja mætti
hana svo að Alþýðuhlaðið væri
rekið með tapi, en ekki Helgarpóst-
urinn.
„í fyrsta lagi kemur þarna fram
að Helgarpósturinn sé rekinn halla-
laust. Það er alrangt. Það rétta er
að gerðar hafa verið áætlanir um
rekstur blaðsins og þá gera menn
sér vonir um að hægt verði að reka
það hallalaust.*
Hefur rekstur blaðanna verið
hallalaus undanfarið?
„Rekstur blaðanna er jú sameig-
inlegur og á seinustu 3 mánuðum
síðasta árs hefur verið um halla-
rekstur að ræða. Ástæðurnar eru
aðallega þrjár. Fyrst að útgáfan býr
við afarkjör vegna prentunarkostn-
aðar hjá Blaðaprenti. Við þurfum
að greiða Vt alls fasts kostnaðar þar
og því verður prentuð síða í Alþýðu-
blaðinu 3 sinnum dýrari en í Vísi, til
dæmis. Þá hafa auglýsingatekjur
minnkað verulega og allur launa- og
rekstrarkostnaður aukizt.
í öðru lagi er þarna sagt að tekin
hafi verið ákvörðun um nýtt rekstr-
arform, þetta er rangt. Fram-
kvæmdastjórn blaðsins hefur fengið
ieyfi til breytts rekstrarforms, að-
eins með þeim skilyrðum, að tillög-
ur um það yrðu lagðar fyrir flokks-
stjórn til samþykktar eða synjunar.
Til þess hefur enn ekki komið og því
alls óákveðið um breytingar enn.“
Eru bæði blöðin rekin með halla
eða bara Alþýðublaðið?
„Reksturinn er sameiginlegur og
Jón Baldvin Hannibalsson
svo samtvinnaður að um síkt er ekki
hægt að segja öðruvísi en að gefa
sér vissar forsendur, en það gefur
auga leið að rekstur Helgarpóstsins
er mun kostnaðarsamari. Um það
hvað gert verður í framtíðinni
veltur allt á því hvað verður um
Helgarpóstinn. Þegar það er ljóst
verður hægt að taka frekari ákvarð-
anir um framtíð Alþýðublaðsins, en
fyrsta skrefið er að koma okkur út
úr Blaðaprenti."
Bjarni P. Magnússon formaður
blaðstjórnar Alþýðublaðsins:
Takmarkið að Alþýðublaðið
losi sig út úr Blaðaprenti
Bjarni P. Magnússon
„I TILEFNI af fréttatilkynningu
Helgarpóstsins hafði Mbi. sam-
band við Bjarna P. Magnússon
formann blaðsstjórnar Alþýðu-
btaðsins og spurði hann nánar
hvað væri á döfinni hjá Heigar-
póstinum.
„Það sem gerzt hefur er það að
framkvæmdastjórn Alþýðuflokks-
ins bað flokksstjórn að veita sér
heimild til þess að ganga til sam-
ninga við starfsmenn Helgarpósts-
ins og aðra velunnara hans að þeir
tækju á sig fjárhagslega ábyrgð á
blaðmu. Flokksstjórn heimilaði að
þetta yrði kannað og síðan lagt
fyrir hana til staðfestingar. Þetta
lít ég sem algert formsatriði, en
ekkert megin mál, þó svo að ein-
hverjir séu mér ekki sammála um
það,“ sagði Bjarni meðal annars.
„Framkvæmdastjórnin hefur mótað
tillögur sínar eftir sameiginlegu
áliti blaðsstjórnar og fjármálaráðs,
en það er, að forðast beri að stofna
til mikilla skulda vegna blaðaút-
gáfu, en það er öllum ljóst að útgáfa
pólitískra málgagna er mjög erfið,
en vikublaðsútgáfan hefur sannað
gildi sitt. Helgarpósturinn hefur
nokkurn veginn staðið undir sér og
á að geta það. Við teljum sam-
kvæmt þessu rétt að Alþýðuflokk-
urinn hætti útgáfu Helgarpóstsins
og þeir sem við honum taki beri alla
fjárhagslega ábyrgð á rekstri hans
og teljum mjög vel við hæfi að þar
komi starfsmenn blaðsins til. Við
leggjum síðan meiri áherzlu á að
snúa okkur að Alþýðublaðinu, tak-
ist þetta og þá er fyrst að koma sér
út úr Blaðaprenti, en það hefur
reynzt okkur dýr félagsskapur."
Hefur Helgarpósturinn staðið
undir útgáfunni, en Alþýðublaðið
ekki?
„Á síðasta ári hefur þetta verið
svo, það er ekkert vafamál. Alþýðu-
blaðið er rekið með halla núna og
hvort hægt er að breyta því vil ég
ekkert segja, en allar líkur eru á að
rekstur Helgarpóstsins geti haldið
áfram að bera sig.“