Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 KIENZLE Úr og klukkur hjé fagmanninum. SÍKR hitamælar Vesturgötu 16, aími 13280. HAGSTÆÐ varahluta- KAUP í fólks- og vörubíla: STARTARAR og ALTERNATORAR ásamt tilheyrandi varahl. SPENNUSTILLAR og CUT-OUT í flestar geröir bíla og véla. HÁSPENNUKEFLI BENSÍNDÆLUR RELAIS 6-12-24V FLAUTUR 6-12-24V MIÐSTÖÐVARMÓTORAR ÞURRKUMÓTORAR VIFTUR AFTURRÚÐUBLÁSARAR SPÍSSADÍSUR GLÓÐARKERTI OLÍUSÍUR-LOFTSÍUR ELDSNEYTISSÍUR DRIFSKIPTIMÓT OR AR Fyrir búkkahífingu: BUKKADÆLUR og MÓTORAR SEGULROFAR SKIPTILOKAR LOFTBREMSUKERFI AUK ÞESS sérbúnaö sem eykur bensínnýtinguna: LUMENITION MARK-II ÞRÝSTIJAFNARA M-M KERTAÞRÆÐI BOSCH „SUPER“ KERTI BREYTINGARSETT í handstýrt innsog. HABERG hf Skeifunni 3E. Simi: 84788. Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra: Leysum efnahagsvand- ann með víðtækri samstöðu Hér fer á eftir efnislega ræða sú, sem Pálmi Jóns- son, landbúnaðarráð- herra, flutti á fundi Lands- málafélagsins Varðar í sið- ustu viku: Áður en horfið er að því að ræða bráðabirgðalög og efnahagsáætl- un ríkisstjórnarinnar, sem birt var þjóðinni á gamlársdag, þykir mér nauðsynlegt að víkja að örfáum þáttum efnahagsmála frá síðasta ári. Engum blandast hugur um að í upphafi síðasta árs var við mikinn efnahagsvanda að etja. Þessi efna- hagsvandamál höfðu hlotið ræki- lega umfjöllun í kosningabarátt- unni árið áður og ekki síður í þeim stjórnarmyndunartilraunum, sem fylgdu í kjölfar kosninganna. Fáum mun detta í huga, að bráðabirgðastjórn Alþýðuflokks- ins hafi megnað að draga úr þessum efnahagsvanda, enda var sú ekki raunin. Núverandi ríkisstjórn, sem mynduð var 8. febrúar, fékk því gífurleg vandamál við að fást. Við blasti 61% verðbólga, hallarekstur útflutningsatvinnuveganna, lausir kjarasamningar, óafgreidd fjárlög og lánsfjárlög og sægur annarra viðfangsefna, sem biðu úrlausnar. Fyrstu viðfangsefni nýrrar rík- isstjórnar voru því þau að ráðast að þeim verkefnum, sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu verið afgreidd mörgum vik- um fyrr. Viðamest þeirra var að afgreiða fjárlög og lánsfjárlög ásamt nauðsynlegum fylgifrum- vörpum, enda er þar alla jafna um að ræða viðamestu viðfangsefni hvers Alþingis. Einnig þurfti í hinum ýmsu ráðuneytum að sinna margvíslegum málum, sem dregist höfðu úr hömlu eða verið kyrrsett af bráðabirgðastjórn Alþýðu- flokksins. Viðnám gegn verðbólgu Ríkisstjórnin hóf margháttaðar viðnámsaðgerðir gegn verðbólgu, án þess að gripið væri til beinna efnahagsráðstafana. Þessi við- brögð ríkisstjórnarinnar skýrast af því, að á fyrstu vikum þurfti hún og stuðningslið hennar að beita orku sinni að því að takast á við þau miklu verkefni, sem biðu nýrrar stjórnar. Ríkisstjórnin var einnig sammála um, að tæplega væri fært að ráðast í meiri háttar efnahagsaðgerðir meðan samning- ar stæðu yfir við fjölmennustu launþegasamtök landsins. Á hinn bóginn var fljótlega hafinn undir- búningur nauðsynlegra ráðstaf- ana, sem gerðar skyldu í tengslum við gjaldmiðilsbreytinguna um áramót. Viðnámsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar skiluðu hins vegar minni árangri í baráttunni við verðbólgu en ætlast hafði verið til og reiknað hafði verið með, en svo sem kunnugt er, þá hafði ríkis- stjórnin sett sér það mark að korna verðbólgunni niður í svipað horf og gerist í helstu viðskipta- löndum okkar á árinu 1982. Helstu orsakir þessa voru sem hér grein- ir. a) Staða útflutningsatvinnu- veganna var verri við stjórnar- skiptin heldur en reiknað hafði verið með og upplýsingar lágu fyrir um. Seðlabankinn mat þessa stöðu svo, að gengið væri í raun og veru rangt skráð um 8—10%. Þessu ástandi var mætt með vaxandi gengissigi á næstu vikum. b) Viðskiptakjör þjóðarinnar versnuðu sem svaraði um 6% frá því stjórnin tók við og til ársloka. Fiskafurðir á Bandaríkjamarkaði lækkuðu um 7% miðað við $ frá ársbyrjun til júlíloka. Þetta gerð- ist þrátt fyrir að dollarinn væri fallandi miðað við aðra helstu gjaldmiðla heimsins, þannig að raunverulegt verðfall fiskafurða okkar á Bandaríkjamarkaði var nálægt því um 20%. Viðskipta- kjörin má einnig skýra á annan máta þannig, að í ágúst sl. var verð á helstu frystiafurðum okkar aðeins 5% hærra í dollurum en að meðaltali 1978. Verð alls útflutn- ings var 13% hærra, en á sama tíma hafði innflutningsverð hækkað um 41%. Þessi rýrnun viðskiptakjara hefur verið að þrengja að efnahagslífi okkar ís- lendinga á síðustu misserum. Þessu ástandi varð ríkisstjórnin einnig að mæta með örara geng- issigi en búist hafði verið við og þurft hefði, ef viðskiptakjör hefðu verið stöðug. Afleiðing gengissigs- ins hefur aftur komið fram í ört vaxandi verðlagshækkunum og verðbólguþróun hér innanlands, eins og sjá má af því að um áramót var talið, að t.d. um 4% gengisbreyting hefði í för með sér 5% hækkun framfærsluvísitölu. Þessi tvö atriði, sem að framan greinir, höfðu langsamlega mest áhrif á það, að verðbólguþróun varð meiri á síðasta ári heldur en ríkisstjórnin hafði reiknað með og stefnt hafði verið að. Hið fyrra tók ríkisstjórnin í arf, en hið síðara er stjórnvöldum á Islandi með öllu óviðráðanlegt. Kjaramál Enn má geta þess, að sú kjara- málastefna, sem ríkisstjórnin markaði í samningunum við BSRB, var ekki höfð til leiðsagnar við þá kjarasamninga, sem fylgdu í kjölfarið. I samningum við BSRB varð meðaltalshækkun launa, sem svarar um 4%, nokkuð mismikil eftir launaflokkum, meiri í lág- launaflokkunum, en engin hækk- un á hæstu laun. I samningum VSÍ og ASÍ var hækkunin að meðaltali um 9,5—10% og aðrir samningar, sem fylgt hafa í kjöl- farið, hafa ekki verið lægri en þetta. I samningunum við ASÍ urðu aðilar furðu fljótt sammála um svokallaðan kjarnasamning, sem fól í sér flokkatilfærslur, sem þýddu 3—5% hækkun launa, mis- munandi eftir launaflokkum, en þó yfirleitt minnst prósentuhækk- un á lægri launin, en hæst pró- sentuhækkun á hærri launaflokka. Niðurstaða samninganna varð síð- an um það bil 9,5—10%. Þessir samningar og ýmsir aðr- ir, til að mynda við bankamenn, fóru þannig verulega fram úr þeirri kjaramálastefnu, sem ríkis- stjórnin hafði markað og átti þátt í að gera verðlagsþróunina óálit- lega og uggvænlega í lok ársins. Mikilvægur árangur á fyrsta ári ríkisstjómar Það sem eftir stendur í lok ársins er í meginatriðum sem hér greinir: í fyrsta lagi hefur verið full atvinna. Hver vinnufús hönd hef- ur haft verk að vinna og er það gagnólíkt því, sem gerst hefur í flestum nálægum löndum, þar sem gífurlegt atvinnuleysi ríkir. í öðru lagi, kjarasamningar, sem vissulega hafa tekið langan tíma, hafa þó náðst án verulegra verkfalla, og þeir samningar, sem ríkið hefur átt beina aðild að, hafa verið mjög hófsamir. I þriðja lagi, verðbólga hefur lækkað um 6%, úr 60,7% í um 55%. í fjórða lagi, ríkisfjármál hafa verið í fastara horfi heldur en síðustu árin. Jöfnuður hefur verið á ríkisbúskapnum og skuld ríkis- sjóðs við Seðlabankann hefur ver- ið lækkuð um 7 milljarða gkróna. I fimmta lagi, peningamálin, sem horfðu mjög óvænlega á miðju ári, færðust verulega til betri vegar á síðari helmingi ársins. í árslok var staðan þannig, að innlán í viðskiptabanka og sparisjóði höfðu aukist um 65%, en útlán aukist um 56%. Þetta gerðist þrátt fyrir það að frestað væri vaxtahækkunum á síðari hluta ársins, sem gert var ráð fyrir í lögum. Inneignir i banka- kerfinu voru um áramót 24,5% af þjóðarframleiðslu, sem er hærra hlutfall en verið hefur allt frá 1974. Þetta hlutfall var lægst 1978, 21,5%. Þessi staða peningamála hefur mikla efnahagslega þýðingu og mun skila jákvæðum áhrifum á þessu ári. I sjötta lagi, atvinnuvegirnir eru, að mati Þjóðhagsstofnunar, víðast betur settir en þegar stjórnin tók við. Þetta á þó einkum við um útflutningsat- vinnuvegina. Þrátt fyrir þetta er staða atvinnuveganna í heild of veik. Átak hefur verið gert til þess að leysa vandamál landbúnaðar- ins og hafa þær aðgerðir skilað árangri. I heild hefur veigamikill árang- ur náðst í efnahagsmálum á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir gífurlega erfiðleika, sem sótt hafa að þjóðarbúinu. Sjálfsagt er að viðurkenna, að þeir erfiðleikar komu í veg fyrir, að ríkisstjórnin næði þeim árangri í baráttunni við verðbólguna, sem hún stefndi að. í árslokin voru því horfur á vaxandi verðbólgu á þessu ári, væri ekki að gert. Ýmsir aðilar í þjóðfélaginu kepptust við að spá 70—80% verðbólgu á árinu 1981. Þessar horfur, sem að verulegu leyti áttu rót sína að rekja til þess, að kjaramálastefna ríkisstjórnar- innar hafði verið sniðgengin af aðilum vinnumarkaðarins, höfðu í för með sér, að þær efnahags- ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hafði undirbúið í tengslum við gjaldmiðilsbreytinguna um ára- mót, voru ennþá meira knýjandi en ella. Bráðabirgðalögin Þær ráðstafanir ríkisstjórnar- innar, sem eru aðalumræðuefni fundarins, greinast í tvennt: í fyrsta lagi bráðabirgðalög og í öðru lagi efnahagsáætlun. Vegna mikilla umræðna í fjölmiðlum að undanförnu, tel ég ekki þörf á að skýra þessar ráðstafanir mjög ítarlega. Mun því aðeins stiklað á þeim í stórum dráttum. Helstu ákvæði bráðabirgðalag- anna eru, í fyrsta lagi, að kveðið er á um verðstöðvun, sem á að gilda til 1. maí. í öðru lagi, vaxta- og verðtryggingarákvæðum svokall- aðra Ölafslaga er breytt og þau framlengd til ársloka 1981. Ef það hefði ekki verið gert, hefðu vextir hækkað um 10% um áramót. Ég tel, að sú vaxtastefna, sem kveður á um það, að vextir skuli elta verðbólgustigið, hafi gengið sér til húðar. Sú stefna virðist miða beint að því að knésetja atvinnu- vegina og hefur auk þess í för með sér gífurlega erfiðleika fyrir marga einstaklinga, ekki síst ungt fólk, sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn. Mikil óvissa er einnig um hvaða þýðingu þessi stefna hefur fyrir þróun peningamála, því eftir að vikið var frá henni á síðari helmingi síðasta árs, varð útkoman til muna hag- stæðari eins og að framan hefur verið lýst. í þriðja lagi er kveðið á um að stofna skuli verðtryggða spari- reikninga í bönkum og sparisjóð- um, þar sem binda má fé til sex mánaða. Þessi ákvæði hafa verið gagnrýnd og því haldið fram, að slíkum verðtryggðum sparireikn- ingum hljóti að fylgja mikil aukn- ing verðtryggðra útlána. Ekki verður að fullu sagt til um það á þessu stigi en á það má þó benda, að svigrúm bankakerfisins í þessu efni er verulegt. Um áramót voru full verðtryggð útlán 20 milljarðar gamalla króna, en á sama tíma voru full verðtryggð innlán aðeins 2 milljarðar. I fjórða lagi er kveðið á um vísitölu, sem reiknast 100 1. janú- ar 1981. Eru þá felldar niður úr framfærsluvísitölu, sem reiknuð er í byrjun febrúar, hækkanir, sem orðið hafa í desember og nóvember á síðasta ári. Þó skal sú skerðing framfærsluvísitölu eigi vera meiri en sem nemur 7% stigum. Á móti kemur, að ákvæði Ólafslaga um skerðingu á launum samkvæmt verðbótavísitölu skuli ekki gilda á þessu ári varðandi verðbætur á dagvinnulaun, sem eru 725.000 á mánuði eða minna. í fimmta lagi er í lögunum ákvæði, sem heimila ríkisstjórn- inni að fresta framkvæmdum þrátt fyrir það sem ákveðið er í fjárlögum eða öðrum lögum á árinu 1981. Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar I efnahagsáætlun ríkisstjórnar- innar er greint frá margháttuðum aðgerðum í efnahagsmálum, sem sumpart koma þegar til fram- kvæmda, en að sumu leyti eru á vinnslustigi og koma til fram- kvæmda á næstunni. Þessar að- gerðir mótast af þremur aðal- markmiðum: í fyrsta lagi að efla atvinnulíf og tryggja öllum landsmönnum næga atvinnu. I öðru lagi að draga svo úr hraða verðbólgunnar, að hún lækki í um það bil 40% á árinu 1981. í þriðja lagi að tryggja kaup- mátt launafólks. Meðal veigamestu ákvæða efna- hagsáætlunarinnar er, að gengis- sigi var hætt um áramótin og gengi krónunnar verður haldið stöðugt næstu mánuði. Það er ákaflega mikilvægt að hverfa frá gengissigi með tilliti til almennrar verðlagsþróunar í landinu og ekki síður hitt að með þessum hætti er þess freistað a.m.k. um nokkurt skeið að verja verðgildi hins nýja gjaldmiðils og skapa honum traust. Greint er frá ákvörðunum í skattamálum á þann hátt, að skattar verða lækkaðir sem svarar til I 'A prósentustigi í kaupmætti lægri launa og meðallauna. Þetta fgert m.a. til að mæta að hluta It að 7% skerðingu á vísitölu launafólks 1. mars nk. Rétt er að taka fram, að ef ekki hefði verið gripið til þessara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.