Morgunblaðið - 21.01.1981, Page 16

Morgunblaðið - 21.01.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Skoðanakönnunin Niðurstaða liggur fyrir í enn einni skoðanakönnuninni um viðhorf manna til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt henni eru vinsældir stjórnarinnar meiri heldur en þegar um þær var spurt i september síðastliðnum en minni en strax eftir að stjórnin var mynduð í febrúar 1980. Sveiflurnar í afstöðu manna má vafalaust skýra með mörgum rökum, og þær sýna, að tilfinningar ráða meiru hjá þeim sem svara en gaumgæfileg íhugun. Fyrir stjórnarherrunum hefur einnig vakað að leika á tilfinningar manna fremur en grípa þannig á málum, að til nokkurrar frambúðar sé. Byrinn, sem stjórnin hafði í upphafi og rekja mátti til léttis yfir því, að stjórnarkreppan væri leyst, var illa nýttur af ráðherrunum. Þeir notuðu hann ekki til neinna úrbóta, og látið var reka á reiðanum fram undir síðustu jól. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar í september endurspeglar það vonleysi, sem þá hafði skapast yfir úrræðaleysi ráðherranna. Strax helgina eftir að þingmenn höfðu verið reknir í jólaleyfi, sendi ríkisstjórnin frá sér fréttir um að ráðherrar væru sestir á rökstóla um efnahagsaðgerðir. Því auglýsingastarfi var fram haldið og spennan náði hámarki á gamlársdag, þegar lands- mönnum gafst færi á að fylgjast með frágangi forsætisráðherra á áramótaávarpi sínu. I því voru síðan boðaðar ýmsar ráðstafanir. Sjónarspilið um áramótin var ekki eins magnað og við stjórnarmyndunina, enda er fylgi stjórnarinnar 10% minna nú en þá. Greinilegt er, að sama viðhorfið ræður enn afstöðu manna: Það er enginn betri kostur fyrir hendi, segja þeir. Afstaða, sem byggist á þessu sjónarmiði, breytist um leið og boðið er upp á annan betri kost. Lykilverkefnið í íslenskum stjórnmálum felst einmitt í því að skapa forsendur fyrir betri ríkisstjórn en þeirri, sem nú situr. í sjálfu sér ætti það ekki að vera erfitt: Vilji er allt sem þarf. Hvað sem öllum skoðanakönn- unum líður er ríkisstjórnin á rangri braut. Hún hefur ekki gert neinar þær ráðstafanir, sem breyta ástandinu til batnaðar. Þvert á móti eru flestir endar lausir og reynt er að fela það með sýndarmennsku. Lausungin mun koma betur í ljós þegar frá líður, því að líklega getur ríkisstjórnin ekki sameinast um frekari úrræði næstu mánuði. Kjaramál sjómanna Miðað við lög og reglur átti fiskverð að liggja fyrir um áramótin, þegar ríkisstjórnin greip til ráðstafana sinna. Það lýsir hins vegar ráðstöfununum best, að í þeim er ekki gripið á þessu undirstöðuatriði í íslensku atvinnu- og efnahags- lífi. Síðan hefur fiskverð ekki verið ákveðið. Raunar hefur ekki heldur miðað í samkomulagsátt í kjaradeilu togara- og bátasjómanna við útgerðarmenn. Því er allt í óvissu um framtíð sjósóknar. Óleyst kjaradeila bátasjómanna í vertíðarbyrjun er ekki skynsamleg forsenda fyrir átökum í efnahagsmálum. Ríkis- stjórnin getur ekki sagt, að hún hafi ekki vitað um þessa deilu, því að hún tók fyrst alvarlega stefnu 19. desember síðastliðinn, þegar útgerðarmenn sögðust ekki vilja halda viðræðunum áfram nema þeir væru fullvissaðir um, að ríkisstjórnin ætlaði ekki að semja fyrir þeirra hönd til dæmis um lífeyrismál. Yfirlýsing útgerðarmanna var gefin vegna orðalags í orðsendingu ríkisstjórnarinnar í tilefni af því að samningar voru að takast á kaupskipaflotanum. Síðan hefur allt miðað á verri veg í skiptum sjómanna og útgerðarmanna á fiskiskipunum og undirmenn á farskipum hafa í almennri atkvæðagreiðslu fellt samninginn, sem gerður var um kjör þeirra 19. desember sl. Fyrir áramót sögðu forystumenn sjómanna í viðtali við Morgunblaðið, að þeir myndu hyggja að verkfalli, ef ekkert gerðist í bátakjarasamningunum um og eftir fyrstu viku þessa árs. Fyrir áramótin lágu þegar fyrir verkfallsheimildir frá fjölmörgum félögum. Nú næstu daga munu undirmenn á kaupskipaflotanum greiða um það atkvæði, hvort þeir eigi að boða verkfall. Af þessu tvennu má ráða, að miklu meiri harka er í kjaramálum sjómanna en félagsmanna innan Alþýðusam- bands íslands. Þar voru allir samningar lausir 1. janúar 1980 og ekki samið fyrr en 27. október og aldrei boðað til verkfalls. Ýmislegt bendir því til harðra kjaraátaka í undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar á sama tíma og látið er eins og nú hafi allur vandi landsmanna verið leystur í eitt skipti fyrir öll. Carter-hjónin kveðja Hvita húsið áður en haldið er til þinirhússins rétt fyrir hádegi, ásamt hinum nýju húsbændum. (AP-símamynd). Ronald Reagan í setningarræðu sinni: „Við munum semja um frið - ekki kaupa hann með uppgjöf“ Washinnton, 20. jan. — AP. í SETNINGARRÆÐU sinni í da« fullvissaði Ronald Reagan. Bandarikjaforseti, bandamenn þjóðar sinnar um, að Bandaríkja- menn mundu styðja þá og styrkja ok -ttjalda traust með trúleika“. Hann varaði hugsanlega óvini bandarísku þjóðarinnar við og satíði, að þó að friður væri æðsta takmark þjóðarinnar skyldu þeir ekki glepjast til að telja „um- burðarlyndi Bandarikjamanna til marks um viljaleysi“. Reagan sagði, að ekki mætti draga úr herstyrk Bandaríkjanna og að það væri besta tryggingin fyrir því, að ekki þyrfti til hans að grípa. Bandaríkin ætluðu að styrkja vináttubondin við banda- menn sína og mundu ekki ganga á hlut nokkurrar þjóðar. Reagan sagðist vilja minna þá á, sem ekki stefndu að friði og frelsi meðal þjóða heims, að friður væri hug- sjón bandarísku þjóðarinnar. „Við munum semja um frið, færa fórnir í þágu friðarins, en við munum ekki kaupa friðinn með uppgjöf — hvorki nú né endra- nær,“ sagði Reagan. I ræðu sinni minntist forsetinn á Arlington-kirkjugarðinn, sem blasti við í fjarska frá pallinum þar sem setningarathöfnin fór fram. Hann sagði, að þar hvíldu margir menn, sem fórnað hefðu lífi sínu í þágu þjóðarinnar á erlendum orrustuvöllum. „Þau vandamál, sem við okkur blasa nú, krefjast ekki slíkra fórna, en þau krefjast þess, að við gerum okkar besta, að við trúum á okkur sjálf og getu okkar til að koma miklu til leiðar." Hollywood flutt til Washington Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara MorKunhlaÓHÍnN i Waxhington. BOB Hope sagði á mánudags- kvöld, að sér liði afskaplega vel i hópi 20.000 republikana á skemmtun, sem haldin var i Washington Nancy og Ronald Reagan til heiðurs. Reagan- hjónin virtust hafa það bæri- legt sjálf. Þau hlógu dátt að bröndur- um Hollywood-skemmtikrafta á við Johnny Carson og Rich Little og klöppuðu undir söng Mary og Donny Osmond og annarra. Jimmy Stewart og Omar N. Bradley, sem er níræður fimmstjörnu hers- höfðingi, hylltu Reagan hjónin og Sjóliðakórinn söng þjóð- sönginn. Reagan sagði við lok skemmtunarinnar, sem sumir borguðu 10.000 dollara fyrir nokkur stúkusæti á, en aðrir létu sér nægja að horfa á í sjónvarpi, að margir hefðu spurt sig undanfarna daga, hvort hann væri búinn að átta sig á, að hann er að verða forseti Bandaríkjanna. Hann hefði alltaf svarað neitandi. „En í kvöld,“ sagði Reagan hróðug^ir, „hallaði ég mér að Nancy og hvíslaði í eyra henn- ar „ég er búinn að átta mig á því“.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.