Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 22

Morgunblaðið - 21.01.1981, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 + Maöurinn minn, JÓN LAXDAL, Blönduhlíó, Höröudal, Dalasýslu, lést mánudaginn 19. janúar 1981. Jaröarförin fer fram frá Snóksdalskirkju, föstudaginn 23. janúar kl. 2.00. Bílferö verður frá Umferöarmiöstöðinni kl. 8 á föstudagsmorgun. Kristjana Ingiríöur Kristjánsdóttir. + SIGURGRÍMUR JÓNSSON, bóndi, Holti, veröur jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Ferö veröur frá Umferðarmiöstööinni í Reykjavík kl. 12.00. Aöstandendur. + Jaröarför eiginmanns míns og föður, MAGNUSAR STEFÁNSSONAR, Týsgötu 3, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. janúar kl. 1.30. Lovisa Guðlaugsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir. Minningarathöfn um BARÐA ÞÓRHALLSSON, sem fórst með m.b. Trausta 26. nóvember 1980, fer fram frá Kópavogskirkju, fimmtudaginn 22. Janúar kl. 13.30. Anna Helgadóttir, Helga Baróadóttir, Þórný Baróadóttir, Þórhaltur Baröason, Margrót Frióriksdóttir, Þórhallur Björnsson. + Bálför mannsins míns, HELGA JÓNSSONAR, Austurbrún 6, hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þakka af alhug auösýnda samúö og vinarhug. GuóriÖur Halldórsdóttir. + Alúöarþakkir fyrir samúö og hlýhug viö fráfall og jarðarför BALDVINS SIGURDSSONAR, Sólvöllum 6, Akureyri. Auóur Þorsteinsdóttir og börn. + Þökkum af alhug okkur auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar og tengdafööur, GUNNLAUGSPÉTURSSONAR, Grensásvegi 56. Guö blessi ykkur öll. Þóra Aradóttir, Sonja H. Gunnlaugsdóttir, Evar Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir, Ari R. Halldórsson, Eygló Elliöadóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö við fráfall og útför konu minnar, GUDRUNAR HULDU GÍSLADÓTTUR PROPPÉ. Fyrir hönd barna og barnabarna. Óttarr Proppé. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur og afa, ELLERTS ARNASONAR. Sigrún Ellertsdóttir, Guólaugur Jóhannesson, Sígurþór Ellertsson, Sigurborg Bragadóttír, og barnabörn. Guðmundur Brynjólfs- son - Minningarorð Á torgi mannlegrar hugsunar, sjálfu Lækjartorginu, má oft sjá samvalda spekinga í djúpum sam- ræðum um úrræðaleysi íslenskra stjórnmálamanna til að leysa vandamál okkar. Hver og einn þeirra á ótal ráð undir sérhverju rifi. Erfiðustu vandamálin eru margleyst daglega með sannfær- ingarkrafti, ráðherrarnir hinum megin við torgið fá hressilegar gusur fyrir vesaldóminn. Þegar líða fer á daginn hvíla þessir spekingar sig á innlendum vanda- málum og ræða smámál t.d. heimsmálin. Einn af þessum mönnum, sem settu svip á miðbæ- inn síðustu árin var föðurbróðir minn, Guðmundur Brynjólfsson, sem lést 12. jan. sl. á Borgarspítal- anum. Guðmundur (Gummi) var fædd- ur t Syðri-Vatnahjáleigu, A-Land- eyjum, Rang. 25. maí 1909. Hann kom úr stórum barnahópi, eins og þá var almennt, sonur hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur og Brynjólfs Jónssonar. Við lát Brynjólfs fluttist fjölskyldan til Vestmannaeyja. Guðmundur tilheyrði þeirri kynslóð, sem sett var fyrr en kraftar leyfðu til að vinna fyrir sjálfsbjörginni með berum hönd- um. Lífsverk þessa fólks er það velferðarþjóðfélag, sem við njót- um í dag. Snemma var hann settur á sjóinn, reri á litlum skeljum. Oft var það svo að fáir vissu að morgni hverjir kæmu til baka að kvöldi. Hverjar voru hugsanir hetjulegra sjósóknarmanna á leið út á vota gröf? Kannski vannst ekki tími til slíkra hugsana, menn stóðu og unnu meðan stætt var. Afrek þeirra eru fljót að gleymast, við erum svo upptekin við að njóta árangurs erfiðis þeirra. Þessir menn eru óðum að hverfa, sam- ankrepptir, útslitnir. Hann hafði markvissar, ákveðn- ar skoðanir, málstaður þiggjand- ans átti þar skeleggan talsmann. Hann var trúr talsmaður þeirra, sem minna máttu sín. Aðalgalli hans var skortur á eigingirni. Það hlýtur að hafa verið ein- manalegt að búa einn og ógiftur alla sína lífstíð. Þegar flestir hverfa til unaðslegs fjölskyldulífs þá falla hljóðar dyr annarra til einveru. Sá harmur var aldrei lagður á nein mannlífstorg. Marg- ar, langar, hljóðar stundir gerðu upp þau mál. Hann taldi sig trúlausan en ævinlega var það sagt með bros á vör. Hann átti sér trú. Guðmund- ur var einstaklega hjálpsamur og greiðvikinn en ávallt með innilegri gleði veitandans, oft sá ég t.d. smáar hendur leiddar í næstu búð og mola stungið í opinn munn. Alltaf ljómuðu augu veitandans skærar en barnsins. Börnin hænd- ust að honum og kölluðu hann afa. Það var synd að þessi barngóði maður skyldi ekki sjálfur eignast börn. Oft spyrja armæða konur hversvegna bestu eiginmennirnir séu alltaf ógiftir. Það er nú svo, víst er að hann var einstaklega húslegur og til þess var tekið hve hann var ávallt snyrtilegur. Ég þekkti frænda minn lengur en minni mitt segir til um. Núna síðast um áramótin var hann að segja okkur sögu um samskipti okkar þegar ég var eins og tveggja ára. Við vissum ætíð um hvorn annan, kynnin sífellt endurnýjuð og um stund höguðu örlögin því svo til að ég varð atvinnurekandi hans í nokkur ár. Húsbóndaholl- usta, heiðarleiki og snyrti- mennska voru aðalsmerki hans. Nú er okkar vinátta rofin en ljúf endurminning situr eftir. Guðmundur átti við mikla van- heilsu að stríða. Alltaf reis hann upp þó oft væri óttast um endur- komu hans. Hann rétti úr sínum rýra búk, brosti og sagðist hafa niu líf eins og kötturinn. Eftir að hann hætti á sjónum, vann hann ýmis störf í landi, t.d. verksmiðjustörf, lagerstörf og síð- ast var hann næturvörður, fyrst hjá Flugfélagi íslands hf., svo í skrifstofubyggingu Flugleiða hf., þar til að það ágæta félag þurfti að draga saman vængi. Síðustu árin var hann á röltinu, hitti vini sína, eins og fyrr er sagt, til að leysa vandamál líðandi stundar, eða heimsótti frændfólk sitt. Allir fögnuðu komu hans. Einn bróðir hans sagði á tylli- degi föður míns, að mörgum þætti það þversagnarkennt að hann, kommúnistinn, skuli standa hér og biðja góðan Guð að blessa kaupmanninn. Ég ætla einnig að enda þessi fátæklegu kveðjuorð með því að biðja góðan, almáttugan Guð um að taka á móti og blessa þennan frænda minn. Ef að slík kærleiks- rík og veitandi sál fær ekki inngöngu, mikið held ég hljóti að vera einmanalegt efra. Hafi Guðmundur þökk fyrir langa og einlæga vináttu við mig og mína fjölskyldu. Reynir Þorgrimsson ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunhlaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. + Þökkum af alhug öllum þeim nær og fjær sem auösýndu ok!<ur samúö og vinarhug viö fráfall og útför sonar okkar og bróöur, JÓSEFS HEIMIS OSKARSSONAR, Aöalatræti 11, ísafiröi. Dagný Jóhannadóttir, Óskar Hálfdánarson, Siguröur G. Óskarsson, Guóbiörn Þór Óskarsson, Hálfdán Óskarsson. + Hjartans þakklr tll allra sem auösýndu okkur samúö viö fráfall og úför eiginmanns míns og fööur okkar, tengdafööur og afa, HANNESAR SVEINSSONAR, Ásgarói 115. Sérstaklega þökkum viö læknum og hjúkrunarfólki sem önnuöust hann (veikindum hans. Jóhanna Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innllegar þakkir færum viö öllum þelm, sem vottuöu okkur samúö og vináttu meö blómum, skeytum og gjöfum viö andlát og útför móöur okkar, systur, ömmu og frænku, SÓLRÚNAR ÞÓRU KRISTJÁNSDÓTTUR frá ísafiröi, Hverfisgötu 18, Hafnarfirói. Þakkir til allra sem veittu hjálp og aöstoö. Guö blessl ykkur öll og launi. Fríöfinnur Konráósson, Kristín Foster, Hinrik Konráðsson, Ragnar Konráósson, Hildigunnur Kristjánsdóttir. + Innilega þökkum viö þeim sem sýndu okkur hjálpsemi og hlýhug vlö andlát og jaröarför JÓNU ÁGÚSTU SIGUROARDÓTTUR frá Flateyri. Sérstaklega þökkum viö læknum og hjúkrunarfólki á deild 3B Landspítalanum fyrir alúö og ummönnum í veikindum hennar. Markúsína Jóhannesdóttir, Jóhannes H. Guöjónsson, Sigríóur Jóhannesdóttir, Kristján Jóhannesson, Arelía Jóhannesdóttir, Gunnar Jóhannesson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Jón H. Guömundsson, Sigríöur Ágústsdóttir, Kristján Guömundsson, Guórún Guömundsdóttir, Helgi Sigurósson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúð viö andlát og jarðarför HANNESAR SVEINSSONAR, fyrrverandi hefilstjóra, Skriöustekk 23, Arndís Jónsdottir, Erla A. Hannesdóttir, Sigríður H. Hannesdóttir, Sveinn Hannesson, Þórdís Bára Hannesdóttir, Kare Toftevag, Erik Olsen, Margrete R. Heege, Sigurgeir Bóasson, Svava Randi Antonsdóttir, Bjarni Bjarnason, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.