Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
23
Minning:
Steingrímur Guðmunds-
son prentsmiðjustjórí
Fæddur 21. mai 1891.
Dáinn 14. janúar 1981.
Höfðingi íslenskrar prentlistar
á 20. öld er látinn. Steingrímur
Guðmundsson fyrrum prent-
smiðjustjóri í Ríkisprentsmiðj-
unni Gutenberg andaðist að
morgni hins 14. janúar í Borgar-
spítalanum í Reykjavík.
Hann fæddist að prestssetrinu
Gufudal í Gufudalssveit í Barða-
strandarsýslu hinn 21. maí 1891.
Foreldrar hans voru þjóðkunn, sr.
Guðmundur í Gufudal, Guð-
mundsson á Stóru-Giljá í Húna-
vatnssýslu Eiríkssonar, Jónsson-
ar. Sr. Guðmundur fæddist 6
vikum eftir lát föður síns og ólst
upp í skjóli móður sinnar, Krist-
jönu Jónsdóttur frá Meðalheimum
í Asum, við fátæktarbasl og erfið-
leika, sem mótuðu lífsviðhorf hans
og afkomenda hans um baráttu
fyrir jafnrétti og bræðralagi, sem
hljómaði um byggðir Vestfjarða
og Islands allt borið fram af
skarpgáfuðum ræðu- og ritsnill-
ingum Gufudalsmanna, en sr.
Guðmundur var talinn einn af
ritfærustu blaðamönnum sinnar
tíðar, er hann ritaði í blað sitt
Skutul á ísafirði. Hann var einnig
áhrifaríkur ræðumaður, svo og
synir hans.
Móðir Steingríms var Rebekka
Jónsdóttir frá Gautlöndum, Sig-
urðssonar af hinni kunnu Gaut-
landaætt. Faðir hennar, bóndinn
og alþingismaðurinn á Gautlönd-
um, er talinn fyrsti bóndinn á
íslandi sem hélt til jafns við ísl.
embættismannavaldið á 19. öld og
eftir að íslendingar fengu stjórn-
arskrána 1874, enda í forsvari
þjóðarinnar á þjóðhátíðinni 1874.
Hann var einnig stofnandi og
fyrsti formaður Kaupfélags Þing-
eyinga og því einn af frumkvöðl-
um samvinnuhreyfingarinnar á
Islandi. Þrír af bræðrum Rebekku
áttu sæti á alþingi, 2 af þeim urðu
ráðherrar og einn varð fyrsti
formaður Sambands ísl. sam-
vinnufélaga. Við þær aðstæður, að
stjórnun og framfarir ísl. þjóðfé-
lags, fél?;,-slega og stjórnmálalega,
væru nokkurskonar ættar- og fjöl-
skyldumál, ólst Steingrímur upp
til þroska og fullorðinsára í stór-
um systkinahópi.
Alls urðu þau 10 systkinin frá
Gufudal og var Steingrímur næst-
elstur þeirra. Hann mun snemma
hafa haft áhuga fyrir því og verið
hans lífshugsjón að gerast bóndi,
en það átti ekki eftir að verða
hlutskipti hans í lífinu. Stóri
barnahópurinn í Gufudal þurfti
mikils með en þröngt í búi hjá
prestshjónunum. Ekki mun það
hafa farið framhjá neinum sem
kynntist heimilinu, að börnin
væru óvenjulega skýr og vel gefin
og hópurinn vakið athygli er hann
kom til ísafjarðar, en þangað
fluttu foreldrarnir 1905, er sr.
Guðmundur sagði brauði sínu
lausu. Til að létta undir við
menntun barnanna munu bræður
Rebekku hafa gert boð systur
sinni og mági, að þeir vildu styðja
einhvern af sonum þeirra til
langskólanáms. Það boð er sagt að
eigi hafi verið þegið, því svo miklir
jafnaðarmenn voru foreldrarnir
að þau treystu sér ekki til að gera
upp á milli hinna gáfuðu sona
sinna og leituðu þeir sér því
brautargengis á hinum ýmsu svið-
um þjóðlífsins án langrar skóla-
göngu, og gegndu allir miklum
ábyrgðar- og forystustörfum á
fullorðinsaldri.
Steingrímur hóf prentnám í
prentsmiðjunni Vestra á ísafirði
árið 1905 og lauk þar námi. Síðar
vann hann um skeið í prentsmiðju
Odds Björnssonar á Akureyri og
Gutenberg í Reykjavík. í ársbyrj-
un 1914 sigldi hann svo til Kaup-
mannahafnar og dvaldi þar við
prentiðn í 4 ár, kom þá heim, en
hélt utan á ný árið 1919 og
starfaði við prentsmiðju Gylden-
dals-bókaverslunar um 10 ára
skeið. Hinn 1. jan. 1930 var hann
svo ráðinn forstjóri Ríkisprent-
smiðjunnar Gutenberg og gegndi
því starfi til sjötugsaldurs árið
1961. Jafnframt var hann fram-
kvæmdastjóri Ríkisútgáfu náms-
bóka 1937—1956 og bókaútgáfu
menningarsjóðs 1940—1946.
Þegar Steingrímur tók við for-
stjórastöðu í Gutenberg hafði ísl.
ríkið nýlega fest kaup á prent-
smiðjunni og hafði tryggt sér
starfskrafta hans áður en frá
kaupum var gengið.
í Gutenberg varð starfstími
Steingríms lengstur eða nær 32 ár,
og er hann kom þar til starfa mun
hann hafa verið einhver lærðasti
allra íslenskra prentara um öll
vinnubrögð og tilhögun í prent-
verki. Þar komu brátt í ljós og
fengu að njóta sín sterkustu eðl-
iskostir hans, skarpar gáfur, víð-
tækt sjálfsnám, sterkur vilji og
skyldurækni svo að af bar. Hann
var því gæddur flestum þeim
kostum, sem maður þarfnast til að
stýra þjóðnýtu fyrirtæki.
Prentsmiðjan hafði í upphafi
verið keypt að mestu fyrir lánsfé,
en svo segja kunnugir að eftir
þriggja ára starfstíma hafi skuld-
ir að mestu verið greiddar, og eftir
það hafi prentsmiðjan greitt
tekjuafgang til ríkissjóðs flest
árin meðan hún starfaði undir
stjórn Steingríms Guðmundsson-
ar. Jafnframt var lögð stund á það
að gera prentsmiðjuna sem starf-
hæfasta hvað snerti húsakost,
vélar og áhöld og tryggja atvinnu
prentaranna spm þar störfuðu, og
efla lífeyrissjóð þeirra. Með tím-
anum varð Gutenberg eitt af
fullkomnustu prentverkum á
landinu án þess að stofnað væri til
lántöku.
Jafnframt innri breytingum í
prentsmiðjunni beitti Steingrímur
sér fyrir umbrotsbreytingum á
ríkisskjölum, minnkaði stílstærð-
ina á Alþingistíðindum og marg-
háttuðum skjölum stjórnarráðsins
og var ríkisstjórn og forsetum
Alþingis til ráðuneytis um öll
prentmál með sinni hagsýni og
hollráðum, enda gátu allir treyst
því að hann ráðlegði þeim það eitt
er hann taldi sannast og réttast.
Einn af ráðherrum sem samstarf
átti við Steingrím hafði þau orð,
að hæfileikar Steingríms til að
stýra slíku fyrirtæki til gagns
fyrir alþjóð hefðu verið frábærir
og sjaldan hefði verið um að ræða
á Islandi farsælli framkvæmd
þjóðnýtingar á vandasömu verk-
efni.
Eftir langt og farsælt starf í
Gutenberg, var Steingrímur við
góða heilsu. Svo atvikaðist árið
1962, að til starfa hjá Innkaupa-
stofnun ríkisins vantaði mann
með sérþekkingu á gæðum prent-
pappírs. Hér var um hlutastarf að
ræða, og var Steingrímur Guð-
mundsson ráðinn til þessa ráð-
gjafastarfs, enda manna fróðastur
um pappírsgerðir. Starfaði hann
að þessum málum svo og endur-
skoðunarstörfum hjá Innkaupa-
stofnuninni um 18 ára skeið eða til
89 ára aldurs, er hann hætti
endanlega störfum á sl. sumri,
vegna líkamlegrar heilsubilunar.
En skýrleiki í hugsun var slíkur,
að ekki var vitað til þess, að
honum hefði nokkru sinni orðið á
reikningsskekkja við endurskoðun
þessi 18 ár, og ef mismunur kom
fram, var hægt að ganga út frá því
af fullkomnu öryggi, að rétta
talan væri hjá Steingrími, svo
frábær var vandvirkni hans og
skarpskyggni þrátt fyrir hinn háa
aldur. Slíkir hæfileikar svo gam-
als manns munu vera fátíðir. Öll
störf hans hjá Innkaupastofnun-
inni voru því leyst af hendi af
sömu nákvæmni og ábyrgðartil-
finningu og hans fyrri störf, og
samvinnuþýðari og alúðlegri sam-
starfsmann var ekki hægt að fá en
þennan fyrrum stjórnsama og
ákveðna yfirboðara úr prentiðnað-
inum.
Undrritaður átti því láni að
fagna að starfa með Steingrími
síðustu 18 æviár hans og eiga
hann að ráðgjafa. Fyrir alla þá
samvinnu og viðræður eru nú
fluttar alúðarþakkir að leiðarlok-
um. Hann var ekki aðeins skarp-
greindur, heldur djúpvitur, víðles-
inn og fróður um innlend sem
erlend málefni því hann keypti til
síðustu stundar erlend tímarit á
Minning:
Fæddur 24. júní 1895.
Dáinn 6. janúar 1981.
Að Kotum í Önundarfirði leit
hann fyrst dagsins ljós. En þar
bjuggu foreldrar hans, hjónin Jó-
hanna Eiríksdóttir og Sumarliði
Jónsson.
Börn þeirra urðu 5 og var
Salomon næst yngstur. Eftir lifir
yngsta systirin Sigríður og dvelur
nú í hárri elli á vistheimilinu
Grund í Reykjavík.
Salomon vandist ungur við
sjálfsbjargarviðleitni, vinnu erfið-
ismannsins til sjós og lands.
Unglingur lifði hann skútuöldina
og var þar góður liðsmaður um
árabil. Eftir að mótorbátarnir
komu til sögunnar, þá var hann
sjómaður á mótorbátum. Skipin
lítil og vanbúin tækjum. Hart var
sótt og skarðaði oft mjög í sjó-
mannastétt Vestfirðinga á þeim
árum.
Salomon var meðal þeirra er
ávallt gátu siglt í höfn, þó svo útlit
og möguleikar væru ekki alltaf
hagstæðir.
Eftir að Salomon fór frá þeim
harða skóla, sem sjómennskan á
ensku um alþjóðamál. Oft áttum
við samræður um þjóðfélagsmál
og ráðstafanir hinna ýmsu ríkis-
stjórna sem setið hafa. Þá var
gaman og fróðlegt að hlusta á
Steingrím. Hann var jafnaðar-
maður af hugsjón og uppeldi og
ákveðinn stuðningsmaður .Alþýðu-
flokksins, en útlistanir hans á
hagfræði og stjórnsýslu hér á
landi sem erlendis voru upplifun,
einföld framsetning hans og frum-
legar skýringar vorufrábærar. Þar
var jafnræði á með þjóðhagsstjór-
anum bróðursyni hans og hinum
gráhærða öldungi.
Á síðasta áratug vann Stein-
grímur að útgáfu ævisögu afa
síns, Jóns á Gautlöndum. Hann
hafði á afmælis- og fjölskylduhá-
tíð norður á Gautlöndum varpað
fram þeirri hugmynd, að Gaut-
landaættin sameinaðist um að
láta skrá ævisögu forföður síns og
ættartölu. Varð það til þess að
Steingrími var falin forsjá þess
verks og réð hann kunnáttumenn
til ritstarfanna, en jafnframt var
hafin fjársöfnun undir forustu
Steingríms, Þórleifar Norland og
Jóns Gauta Péturssonar. Ævisag-
an kom svo út fyrir fáum árum og
Vestfjörðum bauð upp á, þá stund-
aði hann störf erfiðismannsins um
langan vinnudag og lagði ekki
árar í bát fyrr en hann stóð á
áttræðu. Störf hans voru unnin í
kyrrþey, ef trúmennsku og mikilli
skyldurækni. Hann hafði góða
heilsu og hlífði líkama sínum
aldrei. Stæltur, seigur og sterkur.
Lundin létt og bjartsýni hugans
ber nafnið „Frelsisbarátta Suður-
Þingeyinga og Jón á Gautlöndum".
Var það Steingrími gleðiefni að
aldrei stóð á fjármunum til
greiðslu af kostnaði þess verks,
enda mun hann þar hafa lagt fram
drjúgan hlut sjálfur. En hann
hafði einnig bundist Gufudals-
sveit órofa böndum og þangað
leitaði hugurinn oft alla tíð.
Steingrímur Guðmundsson
sinnti félagsstörfum innan
prentiðnaðarins og á vegum Al-
þýðuflokksins, átti sæti á
framboðslista til borgarstjórnar
Reykjavíkur og sat í skólanefnd
Miðbæjar- og Melaskólans, auk
margra annarra trúnaðarstarfa.
Hann kvæntist Eggrúnu Arn-
órsdóttur, prests í Hvammi, Árna-
sonar árið 1919. Eggrún andaðist
fyrir fáum árum. Þau eignuöust
tvær dætur, Margréti, félagsráð-
gjafa og Kristjönu, kennara, sem
báðar eru búsettar í Reykjavík.
Við fráfall okkar góða vinar send-
um við samstarfsmenn hans í
Innkaupastofnun ríkisins dætrun-
um báðum svo og barnabörnum
hans og öðru venslafólki innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ásgeir Jóhannesson
sköpuðu þá heiðríkju, að björtu
hliðarnar komu ávallt fram og
voru ríkjandi. Skuggarnir komu
og fóru, en Salomon hélt sér við
birtuna og ljósið. Því var hann
framúrskarandi félagi og hændust
ungir til félags við hann. Hann var
skjól þeirra og skjöldur og studdi
alltaf lítilmagnann.
Það var lífslán Salomons er
hann giftist Ingibjörgu Jörunds-
dóttur ættaðri frá Álfadal á Ingj-
aldssandi. Það var 24. október
1924.1 meira en 56 ár fengu þau að
vera saman í farsælu hjónabandi,
gagnkvæms trausts og vináttu, er
var fölskvalaus allt til hinstu
stundar. Slíkt lán er ekki allra.
Þeim fæddust 5 börn, af þeim dóu
2 synir í fæðingu. Þau er upp
komust voru Lilja, búsett í Kali-
forníu og á 2 börn, Gyða er haldið
hefir hús með foreldrum sínum
alla tíð og Jóhann Mosdal, vél-
stjóri, búsettur vestanhafs og á
hann 2 börn. Auk þess ólu þau upp
Jóhönnu Sumarliðadóttur, bróður-
dóttur Salomons, frá frumbernsku
til fullorðinsára og er hún búandi
hér í Reykjavík og á 3 dætur.
Valborg Guðmundsdóttir Bol-
ungavík dvaldist á heimili Salo-
mons og Ingibjargar um árabil.
Heimili þeirra stóð fyrst í Mos-
dal, Önundarfirði, síðan um 15 ára
skeið á ísafirði og frá árinu 1945
hér í Reykjavík.
Hér byggðu þau einbýlishús við
Skipasund 61 og stóð heimili
þeirra þar alla tíð. Ingibjörg bjó
manni sínum ákaflega fagurt og
vistlegt heimili. Það einkenndist
af bindindissemi, kærleika og ein-
lægri trú. Slík heimili eru horn-
steinar samfélagsins. Enda kunni
Salomon að meta það og virða.
Heimilið var honum helgidómur.
hvíldarstaður og athvarf er þau
hjónin byggðu sameiginlega upp
og mótuðu. Öll börnin fengu gott
veganesti og mótaði það líf þeirra,
enda öll gegnir borgarar og nýtir.
Ekki fór hjá því, að sjá hvar var
leyndardómur hamingju heimil-
islífs Sálomons og Ingibjargar.
Var það hin hreina og barnslega
trú þeirra á Drottinn, er mótaði líf
þeirra háttu og breytni. Það var
þessi blessaða barnatrú á Drott-
inn Jesúm Krist, er var veganesti
þeirra frá kristnum foreldrum.
Stuttu eftir komu þeirra hingað til
Reykjavíkur gengu þau bæði í
Fíladelfíusöfnuðinn og skipuðu
sæti sitt þar með heiðri og sóma.
Þar voru þau bæði burðarásar og
fögnuðu yfir sigrum í starfi safn-
aöarins. Manngæskufólk sem þau,
fögnuðu yfir barnaheimilinu í
Kornmúla, heimilinu í Hlaðgerð-
arkoti, kristniboði meðal heiðinna
þjóða og útbreiðslu fagnaðarer-
indisins um okkar land.
Nú við leiðarlok eru Salomon
færðar þakkir fyrir samstöðu í
trú, von og kærleika. Góður og
gegn maður er genginn. Fögur
minning hans lifir. Ekkju hans,
börnum og öllu venslafólki og
frændfólki eru sendar fyrirbænir
og samúðarkveðjur.
Einar J. Gíslason
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Presturinn okkar er vel menntaður maður. en
söfnuðurinn er að mestu almúgafólk. Ræður hans virðast
vera samdar fyrir þá fáu. sem standa jafnfætis honum að
menntun. Er þetta rétt?
Nei. Eg lít svo á, að prestur eigi að skipta við alla
einstaklingana í söfnuði sínum. Við predikarar gerum
oft þá skyssu að beina ræðum okkar að útvöldum hópi
manna í stað fjöldans.
Það liðu mörg ár, áður en eg gerði mér ljóst, að
andleg geta almúgamannsins er álíka mikil og hjá tíu
ára barni. Því er það, að flestir, sem hafa verið á yngri
árum í sunnudagaskóla, dragast aftur úr í andlegum
efnum, þegar þeir eldast. Þeir hætta að læra um Guð,
um Biblíuna, og um hjálpræðið.
Þegar eg er á krossferðum mínum, reyni eg aldrei
að sýna prestum hvað eg sé góður predikari. Eg reyni
að tala beint og einfalt til áheyrenda og útskýra
greinilea veg hjálpræðisins. Fólk hlustar, ekki vegna
þess að prestarnir okkar trúi ekki eins og eg, heldur
vegna þess að fagnaðarerindið er svo oft boðað á
flóknu máli.
Jesús tók öllum öðrum predikurum fram. Bibían
segir: „Hinn mikli mannfjöldi hlýddi fúslega á hann“
(Mark. 12,37). Kristindómurinn er „fagnaðarerindi",
og þegar það er kunngjört á skiljanlegu máli, flytur
það fögnuð og vekur endurhljóm.
Salomon Mosdal
Sumarliðason