Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 29 Kisur geta nefnilega líka unnið afrek Dýravinur skrifar: „Hún Trýna er komin heim. Trýna var í vor ung læða. Hún fór um helgi austur í sumarbústað á Þingvöllum með fjölskyldunni sem á hana. Þar undi hún glöð og ánægð. En á sunnudagskvöldið þegar átti að fara heim, var leitað og kallað og hún var alveg horfin. Fólkið hennar hélt heim í Kópa- vog. Hvað eftir annað var farið austur að gá að kisu, en hún var alveg týnd. Guðað á glugga Systkinin litlu sem áttu Trýnu voru ósköp hrygg. En viti menn, þegar örstutt var til jóla var guðað á glugga í Stórahjalla. Kisurödd heyrðist úti fyrir. Þegar að var gáð var þar komin Trýna litla, eftir u.þ.b. 6 mánaða flæking og útivist. Henni var vel fagnað eins og nærri má geta, og hún fékk góða aðhlynningu, enda ekki van- þörf á. Hún var sárlasin af næringarskorti eftir allan flæk- inginn, en nú var hún komin heim. Enginn þekkir hennar ferðasögu, hún er þó áreiðanlega bæði ótrú- leg og óvenjuleg. Kisur geta nefnilega líka unnið afrek.“ Þessir hringdu . . . Von er blóm Sigurður frá Ilaukagili hringdi og kvaðst vilja bæta einni „von- arvísu" í safnið: — Vísan er eftir Guðmund Björnsson sem var sýslumaður í Borgarnesi og birtist í ljóðasafni hans: Von er blóm á veikum meið, varða i sandflæminu, grasblettur á grýttri leið, geisli i náttmyrkrinu. Grátið á frönsku Jakob Jónasson hringdi og kvað eftirfarandi vísu hafa orðið til hjá sér nýlega: Guðrún missti gervison, grét af list á frönsku. Uns Gunnar henni gerði von, gaf á púra-dönsku. Megum við fá meira? Hundar kettir og mannfólkið Gestur skrifar: „Á hverjum degi gefur að líta auglýsingar í blöðunum, sérstak- lega síðdegisblöðunum, um að hvolpar eða kettlingar fáist gefins á hinum og þessum staðnum. TilfinninRascmin ber almenna skynsemi ofurliði Þetta er gott fólk og með hjartað á réttum stað, sem þessar auglýsingar setur í blöðin, en um það má segja að skammt dugi, þar eð tilfinningasemin ber almenna skynsemi ofurliði. Til hughreyst- ingar hinum sömu er ekki una þessum dómi má geta þess að hálfu verri eru þó þeir sem í krafti óhóflegrar eigingirni og sjálfs- elsku hafa knúið í gegn að lög um bann við hundahaldi i þéttbýli eru ekki virt. Hafa þeir með því brotið allar brýr að baki sér er þeir tóku til við að brjóta lög um dýravernd í leiðinni, auk þess að hundsa varnaðarorð yfirdýralæknis við hundaæði, sem landlægt er í Evrópu og einungis tímaspursmál hvenær hingað kemur. Það siðasta sem þeir gerðu að gefa þá Þetta er hópurinn sem lítur svo á, að dýrin sjálf hafi engan rétt. Þau eru hikstalaust tekin úr sínu eðlilega umhverfi, svipt öllu frelsi, og á endanum eðli og eigindum. Þetta eru augljósari staðreyndir en svo að færa þurfi rök að þeim frekar. En hvað er til úrbóta? Ef þeir dýravinir sem gefa vilja hvolpa eða kettlinga sæju þá meðferð sem þeir oftast verða fyrir yrði það áreiðanlega það síðasta sem þeir gerðu að gefa þá. Það er engin lausn að varpa ábyrgðinni yfir á aðra og þykjast með því gefa líf sem þó er lifandi dautt. Hreinlegast og ábyrgðar- fyllst er að aflífa þessi kvikindi, sem engan samastað eiga í veröld- inni. Öll leyfi verði afturkölluð Hvað hundahald snertir þá mun það sýna sig fyrr en seinna, að af öllu vitlausu hefur það vitlausast verið þegar hundahald var leyft og þeir misvitrir er að þvi stóðu. Það ríður því á því að öll leyfi verði afturkölluð áður en hundahalds- menn hafa kallað yfir okkur og kvikindi sín ógæfu sem enginn sér fyrir endann á.“ Ást er tölv'umj irifar: olvakandi. i rripartur kom upp i j af lesondum þínum sem L nn oröinn fullkomlega^ nýyröi, beygist eins og l þegar hann horföi á, þátt um tölvur: r tölvum eins og grín. in bölvað fleipur. biö ég þig Velvakandil I leita ásjár hagyrðingal senda þinna og skora á þá I inn í þessa hugsun." Ást er tölvum F.Þ. skrifar: „Velvakandi góður. S.O.S. lýsti eftir vísubotni við þrælerfiðan fyrripart. Mín tillaga, sem er víst nokkuð seint á ferð, er svona: Fyrri partur: Ást er tölvum eins og grín, andinn bölvað fleipur. Botn: Vont að fölvuð sálar sýn svona möivuð vitjar þín.“ Góður afli togara og blótið mikla undir- búið á Eskif irði Esklfirdi, 19. Janúar. MJÖG góður afli er nú hjá togurunum héðan frá Eskifirði. Hóimanesið kom inn i morgun með 180 tonn af góðum fiski. í gær kom Jón Kjartansson með 700 tonn af ioðnu og Pétur Jónsson RE kom i dag með 600 tonn og Sigurfari AK með 500 tonn. Loðna færist nú austar og nær landinu að sögn sjómanna. Talsvert snjóaði hér um helgina í logni og féll um 10—15 sm af snjó. Um næstu helgi halda Eskifirð- ingar sitt árlega þorrablót og verður það vafalaust fjölsótt eins og venjulega. Skemmtun sem þessi krefst mikils undirbúnings og segja má að öll þessi vika og margir undanfarnir dagar fari í það hjá Þorrablótsnefndinni að undirbúa blótið mikla. Mikið er lagt á sig til að sem beZt megi takast til, en að þessu sinni er Hafsteinn Guðvarðarson blótgoði. — Ævar Frá lögreglunni: Yitni vantar að ákeyrslum Slysarannsóknadeild lögregl- unnar i Reykjavik hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í borginni að undanförnu. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýs- ingar um þessar ákeyrslur eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við lögregluna sem allra fyrst: Sunnudaginn 4.1. sl. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. R-64477 sem er Lada gulur að lit. Átti sér stað frá 1. jan. til 4. jan. á bak við Stjörnubíó. Hægra fram- aurbretti er skemmt. Fimmtudaginn 8. jan. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. R-69342 sem er Daihatsu blá að lit á bifr.stæði að norðan verðu við Smyrilshóla. Hægra framhorn er skemmt. Átti sér stað frá 26. des. og fram til 8. jan. Föstudaginn 9. jan. var ekið á bifr. R-21550 sem er Mitsubishi, gulur að lit á bifr.stæði framan við Tollstöðina. Átti sér stað frá kl. 10.30 til 11.00. Vinstra aftur- horn er skemmt. Laugardaginn 10.1. sl. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. Ö-2332 sem er Skoda fólksbifr. gul að lit við hús nr. 13 við Álfheima. Vinstri hurðir og aurbretti að framan skemmt. Átti sér stað frá 5.1. til 10.1. sl. Sunnudaginn 11.1. sl. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. G-4558 sem er Mazda 616 blár að lit á Grettisgötu við hús nr. 67. Hægri afturhurð er skemmd. Átti sér stað frá kl. 15.30 til 18.15. Sunnudaginn 11.1. sl. var ekið á bifr. R-12153 sem er Jeepster, blár að lit á bifr.stæði austan við Háskólabíó. Átti sér stað frá kl. 21.00 til 23.30. Vinstra afturhorn er skemmt. Mánudaginn 12.1. sl. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. R-4904 sem er Cortina fólksbifr. græn að lit á bifr.stæði við Rofabæ 7 líklega laugardaginn 10.1. sl. Vinstra afturhorn er skemmt. Mánudaginn 12.1. sl. var ekið á bifr. G-12442 sem er Cortina græn að lit. Varð við Lágmúla 9 frá kl. 12.10 til 12.17 eða Ármúla 21 frá kl. 09.00 til 12.00. Hægra framaur- bretti og stefnuljósker skemmt. Mánudaginn 12.1. sl. var ekið á bifr. R-3625 sem er Subaru, rauður að lit á Grettisgötu við hús. nr. 44. Átti sér stað frá kl. 19.00 til 19.30. Vinstra framaurbretti er skemmt. Sunnudaginn 11.1. sl. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. Y-6155 sem er Trabant fólksbifr. grá að lit við hús nr. 33 við Laugateig. Átti sér stað frá kl. 15.30 til 21.00. Vinstri hurð er brotin á bifr. Þriðjudaginn 6.1. sl. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. X-4685 sem er af teg. Fiat. Bifr. hafði staðið á fyrrgreindum stað frá því fyrir sl. áramót. Vinstra framaurbretti og framhurð skemmt. Bifr. var við Skipasund 7 Rvík. Þriðjudaginn 13.1. sl. var til- kynnt að ekið hefði verið á bifr. R-42606 sem er Escort fólksbifr. græn að lit. Vinstri hurð er skemmd á bifr. Átti sér stað annaðhvort við Hraunbæ 98 eða Efstahjalla 5 Kópav. frá því á föstudag þann 9.1. og fram til 12. jan. Þriðjudaginn 13.1. sl. var ekið á bifr. X-4124 sem er Subaru fólks- bifr. gul aö lit á bifr.stæði austan við Háskólabíó. Átti sér stað frá kl. 11.00 til 16.00. Framhöggvari og svunta skemmd. Fimmtudaginn 15.1. sl. var ekið á bifr. X-4255 sem er Datsun fólksbifr. græn að lit. Átti sér stað við Naustin, þennan dag frá kl. 14.30 til 15.00. Skemmd er á vinstra afturaurbretti og er blár litur í skemmdinni. Guðni Þorgeirsson hringdi og kvaðst vilja koma á framfæri þakklæti sínu til sjónvarpsins fyrir þáttinn um Hellisheiðina á sunnudaginn: — Mér fannst Jón I. Bjarnason skemmtilegur og fróð- ur ferðafélagi þarna. Mig langar að skora á sjónvarpið að gera meira af svona þáttum og dettur mér til dæmis í hug Reykjanesið og ferðaleiðir þar um fyrr á tíð. Sömuleiðis gamlar ferðaleiðir úr Skaftafellssýslum, þar sem flétta mætti inn í ferðasöguna gömlum munnmælum og öðrum fróðleik um liðna tíð. Af nógu er að taka á þessu sviði. Þökk fyrir stórgóða byrjun. 53? $\G£A V/öGA fi AlLVtfttU Y vmmjKtm wsí/w sýoan óvM alýwu) WK 4U Y/4VA ‘ÖVOrtA YtlKlL VJ/TKKAY ‘öVk£LL\ AY 65KAÍT ÖVO Yll\<l9 A tfd W 'cAK/ mi A'ÝlllL\ ÝlfoA & ylAtfOÝSÉ £H,6im vmuLuzcjr uorqönií /. /V ALLM yjp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.