Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 3

Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 3 Hvítá við Iðu. Séð til norðurs yfir Laujíaráshverfið bústaðir lækna og dýralæknis fremst. Áin er isi lögð. Ljósm. Rax. Bæir einangruðust vegna vatnagangs HVÍTÁ og Ölfusá hafa flætt yfir bakka sína og valdið nokkrum truflunum á vegasambandi á ýmsum bæjum í Árnessýslu. Hafa nokkrir bæir verið einangraðir vegna vatnagangs, en í gær var hægt að aka nokkuð um á klakanum. Var frostið komið nálægt 10 stigum þegar mest var, en í gærkvöldi fór mjög hlýnandi á ný og var jafnvel búizt við erfiðleikum á ný af þeim sökum. Myndirnar tók ljósmyndari Mbl. Ragnar Axelsson úr lofti í gærdag. Nokkrir bæir einangruðust í vatnavöxtunum og voru umflotnir vatni. Ástandið skánaði nokkuð í gær þegar gerði frost, en á ný var búist við erfiðleikum þegar fór að hlýna með kvöldinu. Biskup um bókasafnið í Skálholti: Safnið vel geymt en fé vantar til að reisa bókhlöðu - BÓKASAFNIÐ í Skálholts- kirkju er nú ágætlega geymt og vel um það búið i eldtraustu herbergi og tryggum skápum. Þetta bókasafn var í einkaeigu og fleiri einkabókasöfn hafa verið til og veit ég ekki til að alþingismenn hafi áður borið þungar áhyggjur þótt slik söfn væru ekki aðgengi- leg almenningi. en þetta safn var á sínum tíma keypt til þess að það færi ekki á víð og dreif. sagði biskup íslands Sigurbjörn Ein- arsson í samtali við Mbl. Ilér er um að ræða bókasafn Þorsteins heitins Þorsteinssonar. en Guðrún Ilelgadóttir alþingismaður vakti máls á því á Alþingi á þriðjudag. að safnið lægi undir skemmdum. — Það er ekki við umráðamenn Skálholts að sakast þótt fé hafi ekki fengizt til að reisa bókhlöðu í Skálholti, en alltaf hefur það staðið til og hefur orðið bið á að safnið kæmist þannig í notkun, sagði biskup ennfremur. — Að svo vöxnu máli er heldur enginn sá staður þar sem safnið væri betur komið, en það fer eftir því hvenær fjárveiting til Skálholts kemst í eðlilegt horf hvenær hægt verður að reisa hús- næði. Sú milljón gamalla króna, sem Skálholti var með lögum árið 1963 skömmtuð, stóð lengi í stað og hefur á engan hátt hækkað til nokkurs samræmis við verðbólgu. Hefur hið opinbera meðlag þannig nánast orðið að engu á þessum árum. Ef fjárveitingavald hefði staðið við framlög sín tel ég að húsakostur væri mjög svo lengra kominn en nú er og viðhald allt með eðlilegum hætti, en því er ekki til að dreifa, sagði biskup að lokam. Nýr sendiherra Bretlands á ís- landi í marz NÝR sendiherra Bretlands á ís- landi hefur verið skipaður. Ileitir hann W.R. McQuillan og tekur við af K.A. East, sem hættir störfum í utanríkisþjónustunni. East mun hætta störfum i Reykjavík um miðjan marz og hinn nýi sendiherra taka við síðar i mánuðinum. McQuillan var yfirmaður upp- lýsingadeildar utanríkis- og sam- veldisráðuneytisins í London. Hann hefur áður verið í Lusaka, Santiago og Guatemala. Hann stundaði nám í háskólum í Eng- landi og Bandaríkjunum og var í brezka flughernum á árunum 1953 til 1957. W.R. McQuillan er fimm- tugur, kvæntur og á son og tvær dætur. Teljurum í Kópa- vogi vel tekið MANNTALSSTJÓRINN t Kópa- vogi, Karl Kristjánsson sagði í samtali við Mbl. í gær, að starfs- mönnum manntalsins þar í ha‘ hefði verið vel tekið á miðviku- dagskvöldið þegar gengið var fyrir hvers manns dyr með spurn- ingarlista. Um 170 manns vinna við manntalið, 140 grunnskóla- kennarar og um 30 menntaskóla- og tækniskólanemcndur. — Við héldum námskeið á mið- vikudagskvöldið og síðan fóru menn út með listana, en bænum er skipt í 6 hverfi eftir skólahverfun- um líkt og gert er annars staðar í þéttbýli, sagði Karl Kristjánsson. — Viðtökur fólks voru almennt mjög góðar og létu starfsmenn vel af viðtökunum með fáum undan- tekningum. Starfsmönnunum var víða boðið í kaffi, sem þeir sögðust ætla að eiga til góða til sunnudags- ins og við teljum áhyggjur margra vegna hugsanlegra slæmra við- bragða fólks eigi ekki við rök að styðjast. Fjársöfnun vegna tjónsins á Lundi Búnaðarfélag Lundarreykjadals- hrepps hefur ákveðið að gangast fyrir fjársöfnun til handa Þorbirni Gíslasyni bónda á Lundi i Lundar- reykjadal vegna þeirra húsifja. sem hann varð fyrir 26. janúar sl. nr skriða féll á útihús og olli miklu “ '. _ ~ « svo í frétt frá tjoni. Segir félaginu um söfnunina: Enda þótt tryggingar bæti tjón á húsum, heyi og gripum taka þær engan þátt í kostnaði við björgunar- aðgerðir né bæta tekjumissi eða annan skaða, sem af þessu hlýst. Því hefur Búnaðarfélag Lundarreykja- dalshrepps ákveðið að leita eftir fjárhagslegum stuðningi hjá fólki, sem kynni að vilja hlaupa undir bagga. í því skyni hefur félagið opnað reikning við Sparisjóð Mýrar- sýslu, sparisjóðsbók nr. 13101, eig- andi Búnaðarfélag Lundarreykja- dalshrepps. Leggja má inn á reikn- ~ : ollum sparisjóðum svo og mginn . „ -'•> ,ofnunar_ með giroseðh. Þá veru. _ listar látnir ganga í næstu sveitir og Guðmundur Þorsteinsson á Skálpa- stöðum tekur einnig við framlögum fyrir hönd Búnaðarfélagsins. Gat ekki selt all- an aflann FYLKIR NK seldi 51.5 tonn af ísuðum fiski i Grimsby i gær og fengust aðeins 309 þúsund krónur fyrir aflann eða 6 krónur fyrir kiló að meðaltali. Er þctta mjög lélegt verð fyrir góðan fisk. en hann var metinn i 1. og 2. flokk. Af aflanum. sem Fylkir sigldi með seldust 15 tonn ekki og var sá fiskur settur í salt. Gífurlegt framboð hefur verið á fiski frá meginlandi Evrópu í þess- ari viku og hafa margir útgerðar- í Grimsby menn hætt við að láta skip sín sigla frá Islandi til Bretlands vegna þessa. Togarinn Ýmir landar þar reyndar í dag, en síðan eru ekki önnur skip bókuð í Bretlandi næstu vikur. I fyrradag seldi Gissur hvíti 57,1 tonn í Grimsby fyrir 367,5 þúsund krónur, meðalverð á kíló 6,43 krón- ur, aflinn fór í 2. flokk. Þá seldi Már SH 123,8 tonn í Cuxhaven í fyrradag fyrir 715,7 þúsund, meðalverð á kíló 5,77 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.