Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 5
I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 5 Veitingahúsið Amarhvoll í smíðum VEITINGAHÚSIÐ Arnarhvoll er nafnið á nýjum veitingastað. sem nú er verið að innrétta i húsnæði Aiþýðuhúskjaliarans. en eigendur hafa tekið húsnæðið á ieigu og hyggjast reka þar vandaðan veit- ingastað. Eigendur eru Skúli Han- sen yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti og Guðbjörn Karl óiafsson. framreiðslumaður á Holti. Á fyrstu hæð, gengið inn frá Ingólfsstræti, verður vínstúka, en matsalur í kjailaranum og setustofa fyrir gesti. Þeir félagar kváðust ætla að hafa innréttingar stílhreinar og einfaldar, en reiknað er með að það taki tvo mánuði að gera breytingar á húsnæði. Húsnæðið rúmar um 70 manns í matsal, en eigendurnir kváðust gera ráð fyrir allt að 50 manns og með því móti sögðu þeir að mjög rúmgott yrði í matsalnum. Kváðust þeir ætla að leggja áherslu á veitingastað eins og best þekkist á Islandi. Síðustu sýningar á Blindisleik NÚ UM helgina verða siðustu forvöð að sjá sýningu Þjóðleikhúss- ins á Blindisleik eftir Jón Ásgeirs- son og Jochen Uirich, en þetta leikhúsverk var jólaverkefni Þjóð- leikhússins að þessu sinni. Sýningar hafa verið vel sóttar en geta ekki orðið fleiri þar eð gestirnir tveir, Michael Molnar og Conrad Bukes sem fara með aðalhlutverkin, verða að hverfa af landi brott vegna verkefna sem bíða þeirra. íslenzk dansmær, Ingibjörg Pálsdóttir hefur þótt standa sig með prýði í aðalkven- hlutverkinu, Freyju, sem hún tók við af Sveinbjörgu Alexanders, sem dansaði fyrstu sýningarnar. Komið hafði til tals að taka þessa sýningu upp fyrir sjónvarp en nú hefur sjónvarpið fallið frá þeim áformum af tæknilegum ástæðum. Sýningarnar á laugardag og sunnu- dag verða þannig síðasta tækifærið til að sjá þetta leikhúsverk. Pétur Björnsson: Sannleikurinn hræðir „vini“ fólksins númer eitt Upplýsingarnar, sem komnar eru til almennings um orsakirn- ar fyrir uppsögnunum og at- vinnuleysinu hjá gosdrykkjar- iðnaðinum eru farnar að fara illilega í taugarnar á Þjóðviljan- um og þeim flokksmönnum, sem stóðu að gosskattinum alræmda. Þær eru farnar að fara í taug- arnar á þeim sömu mönnum, sem hundsuðu og hæddust að bænalistum verkafólksins sem kom til Alþingis til þess að mótmæla frumvarpi þeirra. Þessir „Vinir" Fólksins Númer Eitt grípa heldur langsótt hálm- strá sér til varnar og til þess að ýta burtu sannleikanum, þegar þeir beita gosdrykkjaverksmiðj- unni Sanitas fyrir vagninn og telja sig geta sýnt að Coca Cola sé að leika sér með öryggi og velferð verkafólksins í pólitísk- um tilgangi. Þeir sem fóstra svo viður- styggilegar og lágkúrulegar hugsanir í huga sér, ættu að snúa hug sínum innávið með sápu og bursta. Traðkað á verkafólkinu Það er hvergi hægt að finna rök né ástæðu fyrir þeim hags- munum sem Coca Cola gæti haft af slíkum uppsögnum. Pétur Hjornsson Slík óþverrapólitík gæti að- eins orðið fyrirtækinu til taps og niðurlægingar. Við skilum því þessum ógeðfellda þankagangi aftur til föðurhúsanna. Þjóðviljinn gerir sér augsjáan- lega ekki grein fyrir því, hvað það þýðir að missa atvinnuna. Helgar atvinnuleysið meðalið, ef það er í pólitískum tilgangi? Við viljum taka það fram, að það er okkur sérstaklega sárt, að vera neyddir til þessara upp- sagna vegna mistaka ráðherra Alþýðubandalagsins. Þetta er í fyrsta skipti í sögu f.vrirtækis- ins, sem slík fyrirvaralaus at- laga er gerð. Broslegt fálm Það er broslegt hvernig Þjóð- viljinn reynir að sýna fram á að uppsagnirnar hjá Vífilfelli séu vegna þess að Sanitas hafi tekið - alla gosdrykkjasöluna af fyrir- tækinu (Vífilfelli) á síðastliðnu ári. Nota þeir til þess grein, sem Sanitas lét Frjálsri verslun í té, sem er full af sjálfshóli og óskhyggju, en styðst ekki við tölur né staðreyndir. Tölurnar einar sýna stöðuna á markaðnum, en ímyndun breytir þar engu um. Það er erfitt að sjá hvar Sanitas hefur getað tekið sína „stórauknu" sölu. Sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar hefur nú þegar hinar réttu tölur. Coca Cola er ennþá, sem áður, vinsælasti drykkurinn á mark- aðnum, það hafa neytendur sjálfir ákveðið. Enginn sam- dráttur hefur átt sér stað 1980, eins og Þjóðviljinn getur um og verður því að slá því föstu aftur, að „Vinir“ Fólksins Númer Eitt séu ennþá sökudólgarnir að at- vinnuleysinu. 29. janúar 1981. Pétur Björnsson. 1. Þú getur fengið glæsileg 100% flannelullarföt meö vesti og satín- fóöruöum buxum á aöeins kr. 1.232.- 2. „Dúnwatt“ kápur á kr. 679.- 3. Urban gallabuxur úr 14 OZ amerísku denim á aöeins kr. 204.- og margt margt fleira. Til dæmis:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.