Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 „Kona64 Frumsýnd í Alþýðu- leikhúsinu i kvöld „ÞAÐ hefur verið ákaflega skemmtilegt að setja þetta verk upp, og ólíkt öllu, sem ég hef gert fram að þessu. Það sem mér finnst langskemmtilegast við verkið er hvernig höfundurinn nálgast efnið, hann gerir það án þess að segja að konur séu svo góðar og fullkomnar, sagði Guðrún Asmundsdóttir leikstjóri „Konu“ — sem hefur undirtitilinn „þrír einþáttung- ar eftir Dario Fo og Fröncu Rame“ og Alþýðuleikhús- ið frumsýnir 30. janúar í Hafnarbíói. Blm. var á forsýningu ein- þáttunganna, sem var raun- ar kölluð æfing, en hópi áhorfenda hafði verið gefinn kostur á að vera viðstaddur til þess m.a. að aðgæta undirtektir og viðbrögð. Fyrsti þátturinn heitir „Fótaferð" og þar leikur Sól- veig Hauksdóttir, sá næsti er „Ein“ og fer Edda Hólm með það hlutverk og síðasti þátturinn er „Við höfum allar sögu að segja“ og þar leikur Guðrún Gísladóttir. Enda komast allar konurnar þrjár að því í lokin að titill síðasta þáttarins er nokkuð nærri lagi: konur hafa alltaf sömu sögu að segja, sömu reynslu, jákvæða sem nei- kvæða. Eins og áður segir er Guðrún Ásmundsdóttir leik- stjóri, og Ivan Török gerir leikmynd og búninga. Olga Guðrún Árnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson og Lár- us Ymir Oskarsson hafa séð um þýðinguna, Gunnar Reynir Sveinsson sér um „áhrifahljóð" og David Walters annast lýsingu. Allmörg leikrit Dario Fos hafa verið sýnd hérlejidis, margir muna þegar „Þjófar, lík og falar konur“ var sýnt í Iðnó, hið fyrsta eftir hann hér og allt ætlaði um koll að keyra af fögnuði. Síðan hafa fleiri komið á eftir. „Kona“ er viðleitni Dario Fos og konu hans Fröncu til að búa til kvennaleikhús. Upphaf- lega skrifaði Dario Fo þætt- ina fyrir konu sína og í leikskrá segir að um leið og þeir flytji boðskap hennar til kvenna séu þeir uppreisn hennar sem listakonu því að hún hafi alltaf horfið í skugga Dario Fos, þegar hún lék við hlið hans. Hún mun hafa nauðað í manni sínum lengi að skrifa leikrit um konur og stöðu þeirra. Og „Kona“ er árangur samvinnu þeirra og var frumsýnd í Mílanó 1977 og hefur síðan verið flutt vítt um lönd. Leikrit Dario Fos eru mörg í sýningu út um allt. Og það er yfirlýst stefna hans að leikhús eigi fyrst og fremst að vera skemmtilegt. Hann telur að það megi eiginlega vera fáránlegt, pólitískt — hvaðeina, en það má aldrei vera leiðinlegt. Hann gekk ungur í smiðju til „Comedia Del-Arte“, og trúðleikinn sem hefðum samkvæmt hefur leyfi til að hæða og spotta færir hann til nútímahorfs eða textinn þótt forn sé, skírskotar til nútímans. Áhorfandinn á sem sagt alltaf að þekkja sjálfan sig í því sem sagt er og sýnt. BOT — VERKSMIÐJUÚTSALA — BÓT Verksmiðjuútsalan sem allir hafa beðið eftir Mjög glæsi legt úrval af buxum á alla fjöl- skylduna Glæsilegt úrval af buxum á alla fjöl- skylduna á verk- smiðjuverði (og minna). Gott úrval af bútum. Jakkar, peysur, blússur, bolir og fleira á ótrúlegu veröi. Einstakt tækifæri að verzla ódýrt fyrir sumarið. Opið í dag frá kl. 9-7 e.h. Opið á morgun frákl. Fatagerðin BOT, 9 — 6 e.h. Skipholt 3, 2. hwð, sfmi 29620. FATAGEROIN BÓT H.F. 1979 — Sex bandarískir diplómat- ar flýja frá Íran með aðstoð kanadískra sendiráðsmanna. 1974 — Farþegaþota frá Pan American ferst á Samoaeyjum og 95 af 101 farast. 1971 — Samkomulag næst í fisk- veiðideilu milli Ecuador og Banda- ríkjanna. 1967 — Páll páfi veitir Podgorny forseta Sovétríkjanna rúmlega klukkustundar áheyrn. 1962 — Utanríkisráðherrar Amer- íkuríkja útiloka Kúbu frá þátttðku í málum Vesturheims. 1958 — Fyrsta bandaríska gervi- hnettinum Explorcr I skotið upp. 1950 — Truman forseti Bandaríkj- anna fyrirskipar smíði vetnis- sprengju. 1948 — Mahatma Gandhi er ráð- inn af dögum í Nýju Delhi. 1943 — Uppgjöf Þjóðverja við Stalíngrad. 1933 — Adolf Hitler útnefndur kanzlari Þýzkalands. 1928 — Trotsky vísað frá Sovét- ríkjunum. 1891 — Borgarastríð í Chile. 1884 — Rússar taka Merv af amírnum í Afganistan 1606 — Guy Fawkes tekinn af lífi fyrir samsærí á Englandi. 1578 — Hollendingar bíða ósigur í orrustunni um Gembloux. Afmæli — Franktin D. Roosevelt, fyrrum Bandarikjaforseti 1882— 1945 — Vanessa Redgrave, brezk leikkona 1937. Innlent — 1835 Fyrsti árgangur Fjðlnis — 1897 Iðnó vígt — 1959 Lög um niðurfærslu útgefin — 1962 Þrír fórust í Látraröst — 1980 ölkaup Davíðs Sch. Thorsteinsson- ar á Keflavíkurflugvelli í frekari rannsókn. Orð dagsins — Grunnhyggnir menn trúa á heppni — Ralph W. Emerson, bandarískur rithöfundur 1803-1882. Aðalmaimtal 1981 Dreifingu manntalseyöublaöa á nú aö vera lokið alls staöar. Þeir, sem hafa ekki fengið eyöubiöð í hendur, eru vinsamlega beðnir aö afla sér þeirra á skrifstofu sveitarstjórnar. í þéttbýli á höfuöborgarsvæði og á Akureyri eru eyöublöö einnig fáanleg á lögreglustöðvum. Hagstofan. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.