Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 17

Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 17 Mósambik: Andstæð- ingar Machels á undan- haldi? LÍHHabon. 29. janúar. AP. TALSMAÐUR Þjóðar- hreyfingar Mósambik í Lissabon sagði i dag að sveitir samtakanna RNM hefðu unnið meiriháttar sigur í baráttu sinni við Marxistastjórn Samora Machel og hersveitir hans, hrundið árás þeirra og meðal annars fellt einn kúbanskan hermálaráð- gjafa. Talsmaðurinn Evo Fern- andes sagði að hersveitirnar sem eru andvígar stjórninni hefðu unnið þennan sigur í Manicahéraði í miðhluta Mósambik en þar hefðu þeir hafið sókn þann 16. janúar. Hann sagði að 143 stjórnar- hermenn hefðu fallið. Þeim hefði og tekizt að skera á aðflutningslínur stjórnar- hersins. Fernandes sagði að við hlið stjórnarhermanna hefðu bar- izt hermann frá Mugabe for- sætisráðherra Zimbabwe og þúsund sovézkir, austur- þýzkir og kúbanskir „ráðgjaf- AP-KÍmamynd Milljón dollara stæða Það þótti tíðindum sæta í Bandaríkjunum um síðustu áramót, að blaðið Money maga- zine íékk talið forráðamenn bandarísku myntsláttunnar á að safna saman einni milljón dollaraseðla til sérstakrar myndatdku. Tilefnið var, að blaðið var með greinaflokk um bandariska milljónamæringa. sem eru sagðir vera um 600.000 talsins. Oftsinnis var byssu beint að Elisabethu Teheran. 29. janúar. AP. „ÉG LIFI í stöðugum ótta við að deyja — hef óttast það frá því við vorum tekin,“ sagði Elisabeth Ann Swift. einn bandarísku gíslanna. i íranska sjón- varpinu i dag en viðtalið var tekið skömmu áður en gíslarnir voru látnir lausir úr prísundinni. Svo virðist. sem íranir vilji með viðtolunum hnekkja áburði Bandarikjamanna um misþyrm- ingar á hendur gislunum. Birt voru viðtöl við 13 gísla og voru lýsingar Elisabethar rosalegastar. Hún var spurð hvort hún hefði sætt pyntingum og svarði: „Ef það er pynting að vera bundin við stól með bundið fyrir augun, þá var mér misþyrmt." Þá sagði hún, að oftsinnis hefði verið haft í hótunum við sig. Að hún yrði leidd fyrir rétt, sem bandarískur njósnari eða af- hent lýðnum á götum úti þegar mót- mælafundir voru haldnir. Hún sagði, að á fyrstu vikum prísundarinnar hefði henni oftsinnis verið hótað með byssu við yfirheyrslur. Múhameðstrúarríki setji á stofn friðargæzlusveitir ar ERLENT Beirút, 29. janúar. AP. VIÐ LOK ráðstefnu Múha- meðstrúarríkja í Beirut var samin sérstök „vin- áttunefnd“ sem á að reyna að beita sér fyrir því að bundinn verði endi á stríð- ið milli íraka og írana og einnig var samþykkt að setja á laggirnar sérstak- ar islamskar friðargæzlu- sveitir sem önnuðust um að hugsanlegu vopnahléi yrði framfylgt. í þessari vináttunefnd eiga sæti forsetar Tyrklands, Pakist- an, Bangladesh, Gambiu, Sene- gal, Guineu og formaður PLO, Yassir Arafat og auk þessara manna Habib Chatti, frá Túnis, framkvæmdastjóri skipulags- Samkomulag náð- ist við Nkomo SalÍHbury, 29. janúar. AP. JOSHUA Nkomo, hefur fallizt á að taka við nýju ráðherraembætti sem Mugabe forsætisráðherra hef- ur boðið honum sem málámiðlun til að koma i veg fyrir meiriháttar Joshua Nkomo uppstyttu i samsteypustjórn landsins. Nkomo sagði frétta- mönnum, að samkomulagið hefði verið gert og virtist dús við það. Mugabe bauð Nkomo á þriðjudag að vera ráðherra án ráðuneytis með það meginhlutverk að hafa yfirstjórn með hendi á öryggis- sveitum landsins. Forsætisráð- herra hafði greint frá því fyrir nær þremur vikum að hann ætlaði að færa Nkomo til innan stjórnarinn- ar, en Nkomo tók þá breytingu óstinnt upp og kvaðst ekki afsala sér embætti sem hefði yfirumsjón með öryggismálum. Eftir samn- ingaviðræður þeirra í millum og fleiri tókst síðan að komast að niðurstöðu sem við virðist vera unað. Flokkur Nkomo hefur 20 þing- menn af þeim 100 sem eru á þinginu en flokkur Mugabes hefur 57 þingmenn. AP-símamynd Saddam Hussein ítrekar hið skilorðsbundna friðartilboð sitt til írana á leiðtogafundi Íslams-ríkjanna i Saudi-Arabiu. nefndar ráðstefnunnar. Við lok fundarins lét Fahd prins frá Saudi Arabíu í ljós mikla hryggð yfir því að íranir skyldu ekki senda fulltrúa á ráðstefnuna, en sagði að allir myndu leggjast á eitt til að samkomulag tækist. íraska fréttastofan greindi ekki frá stofnun friðarsveita, en lagði áherzlu á að Irakar væru fúsir til að starfa með samninga- mönnum frá Múhammeðstrú- arlöndum og sagði að tillaga Husseins forseta að draga her- sveitir sínar til baka frá olíu- svæðunum í írak sýndi réttlæti og sóma íraka. Khomeini erki- klerkur í íran lét tilboð íraks- forseta sem vind um eyru þjóta þegar það var kunngert í gær og fyrirskipaði írönskum herjum að halda áfram baráttunni unz endanlegur og fullur sigur væri unninn. Þá samþykkti ráðstefnan til- lögu þá sem áður hefur verið skýrt frá þar sem lýst er „heil- ögu stríði" á hendur ísraela og sömuleiðis var fordæmd herseta Sovétmanna í Afganistan. Samar tapa málaferl- um gegn sænska ríkinu 7 særast í árás skæruliða PLO Tel Aviv, 29. janúar. AP. FJÖGUR börn og þrír fullorðnir særðust í eldflaugaárás palest- inskra skæruliða á landamæra- bæinn Kiryat í dag. ísraelsmenn brugðu skjótt við í hefndarað- gerðum sinum. Þeir gerðu loft- árásir á vigi skæruliða i Liban- on i dag. Fréttir um mannfall í Lihanon hafa ekki borist. Talsmaður hersins kallaði árás skæruliða /villimannlega" og sagði, að Israelsmenn myndu bregðast skjótt við slíkum árás- um og vitnaði til ummæla Ron- alds Reagans í því sambandi, að bregðast skuli við hermdarverk- um „skjótt og af fullri hörku“. Frá Gudfinnu RaKnarndóttur. fréttaritara Mbl. í Stokkhólmi. 29. janúar. EINU lengsta dómsmáli i sænskri réttarsögu er nú lokið. í fimmtán ár hafa sænskir Samar háð langa og stranga baráttu við sænska rikið og nú hafa þeir beðið lægri hlut. Baráttan stóð um eignarétt yfir Jemtalandi, sem Samar hafa byggt og nýtt um aldaraðir. Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði i dag að landið tilheyri sænska ríkinu. en að Samar hafi á sama hátt og áður afnotarétt af land- inu. Hins vegar hafa þeir engan rétt til að banna vatnsfallsvirkjanir, námurekstur, eða skógarhögg inn- an landssvæðisins. Landið, sem um er að ræða, er 10.600 ferkílómetrar í norðurhluta Jemtalands. Samar hafa í 15 ár fært rök að því, að landið tilheyri þeim. Meðal annars hafa þeir bent á, að Jemta- land tilheyrði Noregi fram til ársins 1645. Sem sönnunargögn fyrir eignarrétti sínum lögðu þeir fram bréf frá konungunum Gústafi Vasa, Eiríki 14. og Karli 9. Sænsk lög frá 1683 kveða hins vegar á um, að allt land, sem sannanlega ekki tilheyrir öðrum sé eign ríkisins. Og niðurstaða dóms- ins var byggð á þessum lögum ásamt lagaákvæðum frá 1886 en þá voru að áliti dómenda allir sam- mála um, að ríkið ætti landið. Og segir í úrskurðinum, „ekkert hefur breyst síðan". Dómsúrskurðurinn er talinn hafa mikla þýðingu fyrir önnur svipuð mál og fylgst hefur verið með réttarhöldunum um allan heim. Allur málskostnaður, 1,2 milljónir sænskra króna, ber að greiðast af Sömum. Þó endanlegur dómur sé nú fallinn í þessu máli, þá er ljóst að úrskurðurinn á eftir að draga dilk á eftir sér. Samar munu illa sæta þessum úrskurði. Virkjanir vatns- falla, uppistöðulón og ýmis önnur mannvirki, hafa nú þegar valdið Sömum miklum búsifjum og erfið- leikum. Margir óttast um framtíð Sama ef úrannámur og vatnsfalls- virkjanir eiga eftir að höggva enn stærri skörð í landsvæði Sama.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.