Morgunblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 21 Söngskólinn í Reykjavík: Fyrstu nemendurnir útskrifaðir NÚ ER aíanira náð í sögu Söng- skólans í Reykjavik. Frá stofnun hans hefur verið stefnt að þvi að sérmennta ok útskrifa einsöngv- ara og sönnkennara. jafnframt þvi að gefa sönKnemendum kost á alhliða tónlistarmenntun. í des. sl. þreyttu nokkrir nem- endur kennara- og einsöngspróf. Þeir sem stóðust prófið voru söng- kennararnir Ásrún Davíðsdóttir, Dóra Reyndal og Elísabet F. Ei- ríksdóttir og einsöngvarinn Hrönn Hafliðadóttir. Prófdómari að þessu sinni var Philip Pfaff. Hingað til hafa söngnemendur þurft að sækja sína framhalds- menntun til útlanda, en með því sambandi sem Söngskólinn hefur frá upphafi haft við The Associ- ated Board of the Royal Schools of Music í London, hafa opnast mögu- leikar fyrir nemendur til að fá kennara- og einsöngspróf, Licenti- tate of the Royal Schools of Music (L.R.S.M.), en þessi próf hafa öðlast viðurkenningu um allan heim. Nú munu nýútskrifaður ein- söngvari og söngkennarar ásamt Katrínu Sigurðardóttur, sem lauk VIII stigi í söng, en það er lokastig i almennri deild, halda tónleika á næstunni. Asrún Davíðsdóttir og Elísabet F. Eiríksdóttir á sunnudaginn, 1. febr. kl. 17.00, Hrönn Hafliðadóttir sunnudaginn 8. febr. kl. 17.00 og Dóra Reyndal og Katrín Sigurðar- dóttir mánudagskvöldið 9. febr. kl. 20.30. Allir tónleikarnir verða í Félagsstofnun stúdenta v/Hring- braut. Undirleik annast píanóleik- ararnir Jórunn Viðar, Krystýna Cortes og Debra Gold. Akraborgin í við- gerð á Akureyri AKRABORGIN mun fyrstu 3 vik- urnar í febrúar vera í slipp á Akureyri og siglir það síðustu ferðirnar að sinni á morgun, laugardag. Teknar verða upp vélar skipsins, gert við plötur og skipið tekið í mestu klössun frá því að siglingar þess hófust milli Reykja- víkur og Akraness, að sögn Helga Ibsen framkvæmdastjóra Skalla- gríms, sem gerir út Akraborgina. Flutningar með Akraborginni jukust mjög á siðasta ári miðað við 1979, en ferðum var nokkuð fjölgað. Voru t.d. farnar 5 ferðir í júlí og ágúst og ákveðna daga í júní og mun svo einnig verða í ár. Alls voru fluttir 60.109 bílar á móti 45.372 árið 1979 og farþegar voru 222.504 árið 1980 og um 153.000 árið 1979. Sagði Helgi að greinilega færi það vaxandi að menn færðu sér þjónustu Akra- borgarinnar í nyt og mætti m.a. marka það af því að hálfgerð deyfð færðist yfir bæinn þegar ferðir féllu niður. Aætlun Akraborgar fyrir þetta ár liggur nú fyrir og eru farnar fjórar ferðir á dag nema júlí og ágúst, þegar eru fimm ferðir alla daga nema laugardaga, mánuðina apríl og október er fimmtu ferð- inni bætt við á sunnudögum og mánuðina maí, júní og september eru fimm ferðir á föstudögum og sunnudögum. Sem fyrr segir er ráðgert að ferðir Akraborgar falli niður næstu 3 vikurnar. Athugasemd Vinstrimenn í Stúdentaráði: Ekki orðaleik um pólitízk- ar skoðanir einstaklinga í Morgunblaðinu 29. janúar sl. (í gær) er frétt frá því að „kommún- istar í Stúdentaráði“ neiti _að styðja pólska stúdenta“. Er þar haft eftir Guðmundi Þórodds- syni. fulltrúa Vöku. að vinstri menn í SHÍ hafi talið öll tormerki á því að samþykkja tillögu frá Auðunni Svavari Sigurðssyni og Arna C. Th. Arnarsyni og viljað „svæfa málið í nefnd fram að næsta fundi ráðsins“. Er einnig fullyrt að pólskir stúdentar eigi ekki visan stuðning okkar, vegna þess að við féllumst ekki á tillöguna. Hér er á ferðinni ákaflega undarlegur málflutningur og skal því hið rétta koma fram: 1) í mars sl. samþykkti SHÍ einróma tillögu til stuðnings pólskum stúdentum. Er það því alger fjarstæða að pólskir stúd- entar eigi ekki vísan stuðning okkar í baráttu þeirra gegn yfir- völdum. Meirihluti SHI er enn sömu skoðunar og kom það skýrt fram á fundi SHÍ þ. 27. janúar sl. 2) Sú fullyrðing að „svæfa átti málið" er úr lausu lofti gripin. Á þessum fundi SHÍ lýsti Þor- Forsala í dag MIÐAR á minningarhljómleika um John Lennon verða seldir í dag í Austurbæjarbíói og í Skífunni. Allur ágóði af hljómleikunum rennur til Geðverndarfélags ís- lands. geir Pálsson því yfir að fundur í utanríkisnefnd ráðsins væri þegar boðaður fimmtudaginn 29. janúar kl. 12.30. Jafnframt kom fram að allt ráðið vildi styðja við bakið á pólskum stúdentum, en að tillaga Auðuns og Árna C. Th. væri síst til þess fallin. Var óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á um- ræddum fundi utanríkisnefndar, þannig að freista mætti þess að ráðið sendi frá sér ályktun, sem væri eingöngu stuðningsyfirlýsing við pólska stúdenta, en ekki orða- leikur með pólitískar skoðanir einstaklinga. Var Auðunn beðinn um að mæta á fundinn og lýsti Þorgeir Pálsson því yfir að hann skyldi bera fram tillögu um annan fund SHÍ, þannig að ekki yrði töf á málinu. Á fundi utanríkisnefndar í gær (29.1.) voru komnar fram einstaka orðalagsbreytingar við tillögu Auðuns og félaga, og vildi m.a. Guðmundur Þóroddsson, sem Morgunblaðið hafði áður talað við, samþykkja tillöguna þannig. Hins vegar var ljóst að Áuðunn Svavar Sigurðsson hafði ekki komið á fundinn til að ræða tillögu sem SHÍ gæti sent frá sér, heldur sagði hann að betra væri að senda enga stuðningsyfirlýs- ingu en að breyta sinni tillögu. Var því greinilegt að hann lét sig litlu varða hagsmuni pólskra stúd- enta. Gerðu vinstri menn í nefndinni úrslitatilraun til að koma saman ályktun til stuðnings pólskum stúdentum, en allt kom fyrir ekki og vár að tillögu Auðuns boðað til annars fundar, og málið þannig tafið enn frekar að hans tilhlutan. Niðurstaðan er því sú að Vöku- mönnum var mikilvægara að koma eigin stjórnmálaskoðunum á framfæri, en að styðja pólska stúdenta í baráttu þeirra. Reykjavík, 29. janúar 1981. Fulltrúar Félags vinstri manna í utanríkisnefnd SHÍ, Elísabet Guðbjörnsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Þorgeir Pálsson. Þann 20. jan. sl. birtist grein í tímaritinu Metal Bulletin (Lon- don) um „súrálsmálið" og um viðureign íslendinga við Alu- suisse. Blöð í Sviss hafa einnig birt fréttir um málið og kannað það á eigin spýtur. Grein Metal Bulletin er að megin hluta byggð á samantekt, sem Rannsóknarmið- stöð um stefnumörkun og utanrík- ismál í Kópavogi, hefur gefið út. Sú samantekt var unnin úr opin- berum skýrslum og blaðaskrifum hérlendis um málið. Blaðamanni Metal Bulletin varð á sú skyssa, að telja áðurnefnda miðstöð til íslenskrar stjórnsýslu. Rannsóknarmiðstöðin er á engan hátt tengd opinberum aðilum. Hún er að öllu leyti frjálst og ólaunað framtak einstaklinga, þ.m.t. undirritaðs. Undirritaður hefur þegar haft samband við Metal Bulletin, bent á mistök tímaritsins og óskað leiðréttingar. Undirritaður fagnar að erlend blöð og tímarit skuli halda í heiðri anda óháðrar blaðamennsku með því að flytja lesendum sínum fréttir um atburði sem þessa. Vel á minnst, hræðist einhver opna umræðu um þetta mál? Með þökk fyrir birtinguna. Elías Davíðsson, Rannsóknamiðstöð um stefnumórkun og utanrík- ismál. Stúdentar! Jazz-kvöld í kvöld verður haldið ölteiti með menningarlegu ívafi í Félagsstofnun stúdenta kl. 9—2. Dagskrá: 1. Ljóðaupplestur. 2. Ungir trubadorar troða upp. 3. Jazz-kvartett Árna Elvars leikur frá 10—2. Allir velkomnir. Funda- og menningarmálanefnd SHÍ TRYGGJA GÆÐIN Hljómsveitin Toto er skipuð 6 fjölhæfum tónlistar- mönnum sem komið hafa all verulega viö sögu á plötum ýmissa bandarískra popprisa. Nöfn þeirra: David Hungate, Steve Lukather, Bobby Kimball, David Paich, Jeff Porcaro og Steve Porcaro þykja jafngilda besta gæðastimpli og þetta vita þeir listamenn sem fengið hafa þá til samstarfs viö sig. Sem hljómsveit er Toto því þrælgóö, einnig sem kann vel til verka eins og plötur þeirra sanna best og enn bæta þeir einni skrautfjöörinni í hatt sinn með nýjustu plötunni Turn Back. Þú getur reitt þig á Toto Heildsöludreifing skeÍAðfhf Símar 85742 og 85055 ML JOMOEILO vbf&KARNABÆR Laugavegi 66 — Gi*vb* — Austu»st»r*. v Simi »rá skiptibo»ö. 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.