Morgunblaðið - 30.01.1981, Síða 25

Morgunblaðið - 30.01.1981, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 25 Stjórn Félags isl. byggingarefnakaupmanna. Talið frá vinstri: Pétur Hjaltested, Kristján óli Hjaltason, Leifur ísleifsson formaður, Trausti Lárusson og Guðjón Oddsson. fór vorblær um þjóðlífið og marg- ar merkar stofnanir og fyrirtæki tóku til starfa sem Landspítalinn og Ríkisútvarpið, þrátt fyrir aðvíf- andi kreppu og efnahagsþreng- ingar. Tuttugu árum síðar, eða 8. nóvember 1950, voru svo Kaup- mannasamtök Islands stofnuð, og gerðist félag íslenzkra byggingar- efnakaupmanna eitt af sérgreina- félögum samtakanna. Félagið hefur jafnan verið eitt af traustustu kaupmannafélögun- um innan vébanda Kaupmanna- samtaka íslands. Framkvæmdastjórn Kaup- mannasamtaka íslands ákvað, eft- ir tillögu stjórnar Félags íslenzkra byggingarefnakaupmanna, og einnig eftir samhljóða tillögu orðunefndar Kaupmannasamtak- anna að heiðra, nú við þetta tækifæri, þá Hjört Hjartarson, forstjóra J. Þoriáksson og Norð- mann hf. og Eggert Kristjánsson, forstjóra Málarans hf. og sæma þá gullmerki Kaupmannasamtak- anna. Firmu þeirra, J. Þorláksson og Norðmann og Málarinn, voru stofnendur félagsins fyrir hálfri öld, og raunar var félagið stofnað á skrifstofu J. Þorláksson og Norðmann — Þar var stofnfund- urinn haldinn. Báðir hafa þeir Eggert og Hjörtur, setið í félags- stjórninni og eru virkir félags- menn enn þann dag í dag. Eggert var kjörinn í stjórn félagsins árið 1961 og sat í henni til ársins 1970 — lengi sem gjaldkeri. Hjörtur Hjartarsson var kjör- inn í stjórn félagsins 1952 og sat í henni til ársins 1970, eða í 18 ár. Þar af var.hann formaður félags- ins í þrjú ár, eða frá 1963 til 1966. Hjörtur Hjartarsson hefur í gegnum árin gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hin ýmsu samtök verzlunarinnar. Hann hef- ur til dæmis verið formaður Kjararáðs verzlunarinnar frá því að það var stofnað, og hann hefur verið formaður stjórnar Húss verzlunarinnar frá byrjun. Per- sónulega þakka ég Hirti fyrir ánægjulegt samstarf um áraraðir að málefnum verzlunarinnar og kaupmannastéttarinnar. Með því að sæma þessa tvo heiðursmenn gullmerki Kaup- mannasamtakanna, vill fram- kvæmdastjórnin sýna þeim og um leið félaginu, þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu stéttarinnar og verzlunarinnar í landinu. Ég vil biðja þá Eggert og Hjört að koma hingað til mín og veita gullmerki Kaupmannasamtaka íslands, ásamt heiðursskjali viðtöku. Ég vil svo endurtaka afmælis- óskir mínar til Félags íslenzkra byggingarefnakaupmanna, um leið og ég færi þeim Eggert og Hirti árnaðaróskir og vona að fyrirtækjum þeirra vegni vel í framtíðinni. I móttökunni fluttu einnig ávörp þau Erla Wigelund, formað- ur Félags vefnaðarvörukaup- manna og Jónas Gunnarsson formaður Félags matvörukaup- manna. Ófrjósem- isaðgerð á körlum getur valdið hjartabilun Tucson. Arizona, 28. janúar. — AP. SAMKVÆMT niðurstöðum rannsókna. sem gerðar hafa verið á öpum í Bandaríkjun- um, getur ófrjósemisaðgerð á karldýrum. sem felst í því að lokað er fyrir sáðgöngin. vald- ið hjartasjúkdómum og skemmdum á æðakerfi. Frú Nancy Alexander sem starfar, hjá Aparannsóknarstöðinni i Oregon, heldur þessu fram og vitnar í tvær rannsóknir á um tuttugu öpum, sem leitt hafa til þessara niðurstaðna. Ekki hefur verið sannað, að slík aðgerð leiði til svipaðra kvilla hjá karlmönnum, en rannsókn hefur verið hafin til þess að gangast úr skugga um það. Frú Alexander ráðleggur öll- um karlmönnum, sem hafa hug á að gangast undir slíka aðgerð, að fresta því uns heillegri upp- lýsingar séu komnar um hugs- anlegar afleiðingar þess. Þessi aðgerð mun nokkuð algeng er- lendis. Stóraukin skipaum- ferð um ísafjarð- arhöfn fsaflrði, 28. jan. SKRÁÐAR skipakomur til ísafjarðar á sl. ári voru 1222 og hefur þeim fjölgað um 24,5% frá árinu á undan. Aukningin stafar að mestu leiti af komum loðnu og djúphafsrækju- skipa sem hér leituðu vars vegna illviðra. 6.-7. okt. sl. náðu skipakomurnar hámarki, en þá voru yfir 50 stór fiskiskip bundin hér við bryggju samtímis. í nýútkominni skýrslu hafn- arvarðarins Sturlu Hall- dórssonar, við ísafjarðarhöfn er það ef til vill athyglisverðast að fjöldi erlendra veiðiskipa sem hingað komu jókst úr 8 skipum af tveimur þjóðernum 1979 í 75 skip af fjórum þjóðernum 1980. Að meðaltali kom um það bil eitt vöruflutn- ingaskip á dag til ísafjarðar, 40 fiskrannsóknar- eða hafrann- sóknarskip á árinu, aukning um þriðjungur, eitt erlent skemmtiferðaskip, ekkert árið áður og ein seglskúta, en hún var frá Nýja Sjálandi. Sport- bátum ísfirðinga í umferð fjölgaði um fjórðung milli ár- anna úr 40 í 50. I ofangreindum tölum eru komur fjögurra skuttogara ís- firðinga til hafnar, en auk, þeirra eru gerðir út héðan þrír stórir línubátar, 29 rækju- og handfærabátar og nokkrir grásleppubátar. - Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.