Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 29

Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 29 fclk í fréttum Eftirlýst + ítalska lögreglan dreifði þessari mynd af þessu ógæfulega fólki fyrir skömmu. Þau eru talin bera ábyrgð á dauða Enrico Calvagi hershöfðingja og ráninu á Giovanni d’Urso sem var sleppt fyrir skömmu. Lögreglunni hefur aðeins tekist að hafa hendur í hári eins þeirra, Giulio Cacciotti (efst í horninu til vinstri). Hin leika enn laus- um hala. VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingiamenn og borgarfulltrúar Sjálfstaadiaflokkaina varöa til viötals f Valhöll, Héalaitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00 til 16.00. Er þar takið á móti hvars kyns fyrirspurnum og ábondingum og ar öllum borgarbúum boóið aö notfæra sár viötalstfma þassa. Laugardaginn 31. janúar veröa til viðtals ^ Birgir ísleifur Gunnarsson og Hilmar Guð- laugsson. ^ Átti leið hjá + Hann virðist tiltölulega ánægður hann Gunther Stolck með nýju eignina sína, bátinn Gispy Moth III en á honum sigldi Sir Francis Chichester aleinn kringum jörðina. Gunther Stolck keypti bátinn á uppboði í London fyrir 72.000 dollara. Aðspurður sagðist hann bara hafa átt leið hjá þegar hann sá bátinn. Stolck er kaupsýslumaður frá Sviss og eitthvað segir mér það, að hann hafi meiri mánaðartekj- ur en ég. Rústirnar skoðaðar + Lech Walesa, leiðtogi óháða verkalýðsfélagsins „Einingar" í Pól- landi, var á dög- unum á Ítalíu eins og kunnugt mun vera úr fréttum. Þar átti hann m.a. fund með páfa í Vaticaninu. Walesa gaf sér einnig tíma til að fara til Avellino. Þar var þessi mynd tekin og sýnir hún Walesa virða fyrir sér rústir byggingar sem hrundi í jarðskjálftanum mikla 23. nóvem- ber síðastliðinn. Auglýsing um skoöun bifreiða í lögsagnarumdæmi Kópavogs: Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með að aðalskoðun bifreiða 1981 hefst fimmtudaginn 5. febrúar og verða skoðaðar eftirtaldar bifreiðir svo sem hér segir: Fimmtud. 5. Febrúar Y- 1 til Y- 250 Föstud. 6. - Y- 251 til Y- 500 Mánud. 9. Febrúar Y- 501 til Y- 750 Þriðjud. 10. - Y- 751 til Y-1000 Miðvikud. 11. - Y-1001 til Y-1250 Fimmtud. 12. - Y-1251 til Y-1500 Föstud. 13. - Y-1501 til Y-1750 Mánud. 16. Febrúar Y-1751 til Y-2000 Þriðjud. 17. - Y-2001 til Y-2250 Miðvikud. 18. - Y-2251 til Y-2500 Fimmtud. 19. - Y-2501 til Y-2750 Föstud. 20. - Y-2751 til Y-3000 Mánud. 23. Febrúar Y-3001 til Y-3250 Þriðjud. 24. - Y-3251 til Y-3500 Miðvikud. 25. Febrúar Y-3501 til Y-3750 Fimmtud. 26. - Y-3751 til Y-4000 Föstud. 27. - Y-4001 til Y-4250 Mánud. 2. Marz Y-4251 til Y-4500 Þriðjud. 3. - Y-4501 til Y-4750 Miðvikud. 4. - Y-4751 til Y-5000 Fimmtud. 5. - Y-5001 til Y-5250 Föstud. 6. - Y-5251 til Y-5500 Mánud. 9. Marz Y-5501 til Y-6000 Þriðjud. 10. - Y-6001 til Y-6250 Miðvikud. 11. - Y-6251 til Y-6500 Fimmtud. 12. - Y-6501 til Y-6750 Föstud. 13. - Y-6751 til Y-7000 Mánud. 16. Marz Y-7001 til Y-7250 Þriðjud. 17. - Y-7251 til Y-7500 Miðvikud. 18. - Y-7501 til Y-7750 Fimmtud. 19. - Y-7751 til Y-8000 Föstud. 20. - Y-8001 til Y-8250 Mánud. 23. Marz Y-8251 til Y-8500 Þriðjud. 24. - Y-8501 til Y-8750 Miðvikud. 25. - Y-8751 til Y-9000 Fimmtud. 26. - Y-9001 til Y-9250 Föstud. 27. - Y-9251 ogyfir Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar að Áhaldahúsi Kópavogs við Kársnesbraut og verður skoðun framkvæmd þar mánudaga — föstudaga kl. 8.15 til 12.00 og 13.00 til 16.00. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld fyrir árið 1981 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Umskráningar verða ekki framkvæmdar á skoðunarstað. Bæjarfógetinn í Kópavogi. 28. janúar 1981. e.u. Leó E. Löve.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.