Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 36

Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 36
Síminn á afgreióslunni er 83033 JM«r0unbUtbib Síminn á afgreiðslunni er 83033 JHarijitnbUibib FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 33 verzlunar- menn atvinnu- lausir í Reykjavík „IIÆGT ojí bitandi hefur þetta sijjið í þá átt, að atvinnutækifærum hefur fa'kkað 1 verzluninni. Ástand- ið er orðið þannÍK að það fer að náÍKast ha'ttumork," sagði MaKnús L. Sveinsson formaður Verzlunar- mannafélaKs Reykjavíkur er Mbl. innti hann eftir atvinnuástandi meðal verzlunarmanna. Sagði hann 33 verzlunarmenn skráða atvirmu- lausa í Reykjavík, sem væri óvenju mikill fjöldi. Borið hefði nokkuð á atvinnuleysi fyrir áramót ok það aukizt veruleKa eftir áramót. „Erfið- leikar fyrirtækjanna aukast jafnt og þétt ok að því kemur, að þau þurfa að draga úr kostnaði og þjónustu um leið,“ sagði Magnús ennfremur. Sjá einnig fréttir um at- vinnuástandið á miðopnu. 10% hækkun á póstburð- argjöldum Hvítá fla'ddi yfir hakka sína í gær og fyrradag og urðu vifta í Árnessýslu nokkrar samgöngutruflanir þegar bæir einangruftust af vatnaganginum. Myndin er tekin vift Iðu í síftdegissólinni í gærdag. Sjá einnig bls. 3. Ljósm.: RAX Togara- og bátakjaraviðræður: Viðræðuslit i þriðja og ekki boðaður nýr sinn fundur ALLAR tilraunir sáttasemjara ríkisins og sáttanefndar um aft koma hreyfingu á togara- og bátakjaraviðræftur runnu út i sandinn i gærkveldi um klukkan 21. Nýr sáttafundur hefur ekki verið boftaftur, en á sáttafundi í fyrradag samþykktu fulltrúar sjómanna að ræða lifeyrismál og starfafti undirnefnd í allan gær- dag. Ástæður fyrir viðræðuslit- um i gærkveldi voru svo þær, að sjómenn höfftu þá hækkaft kröfur sinar í upphaflegar kröfur og var fundi þá slitift. Þetta er i þriðja sinn, sem slitnar upp úr þessum viðræðum. Upphafleg krafa sjómanna var um allt að tvöfalda kauptryggingu til handa hásetum, en síðan hafa þeir breytt kröfunum tvívegis. I gær tóku þeir upp upphaflegu kröfuna og viðmiðun skipstjóra yrði tvöföld kauptrygging háseta, þannig að skipstjóri fengi allt að fjórfalda kauptryggingu háseta eins og hún er nú. Hlutfall skip- stjóra er nú 40% yfir háseta. Utvegsmenn telja sig hafa boðið milli 40-50% hækkun miðað við það sem nú er. Er þá miðað við fasta tölu, sem breytist síðan á árinu. Sjómannasamband íslands hef- ur beint því til aðildarfélaga sinna að þau boði verkfall á minni og stærri togurum frá og með 9. febrúar og á bátaflotanum frá og með 16. febrúar.' Verr mun hafa gengið að fá aðildarfélög Far- manna- og fiskimannasambands Islands til þess að afla sér verk- fallsheimildar, en það mun þó hafa verið ætlan stjórnar sambandsins að verða samstíga Sjómannasam- bandinu um verkfallsaðgerðir. Einstaka félög hafa neitað að vera með í verkfallsaðgerðum. Má þar t.d. nefna félög í Vestmannaeyjum, en formenn þeirra félaga eru aðilar, sem féllu við stjórnarkjör á síðasta þingi Sjómannasambands íslands og segjast ekki treysta forystu Sjómannasambandsins. Þá ber að geta þess að sjómenn á Vestfjörðum eru ekki með í að- gerðum, þar sem þeir eru með fastan samning. Þá er deilt um lögmæti uppsagnar austfirzkra sjómannafélaga á samningum. TÍU prósent hækkun á póstburð- argjöldum kemur til framkvæmda hinn 1. febrúar nk.. en rikisstjórnin veitti sem kunnuKt er orðið opin- berum fyrirtækjum heimild til 10% hækkunar þjónustu sinnar frá ára- mótum. Ilinn 5. janúar sl. kom til framkvæmda 10% hækkun síma- þjónustu, en póstþjónustan mun hækka nú um mánaðamótin. Rafn Júlíusson fulltrúi tjáði Mbl. að hækkunarheimildin væri 10% ok væri þar um meðaltal að ræða, sumt hækkaði minna en 10% og annað nokkru meira. Burðargjald fyrir almennt bréf á íslandi og til Norður- landa hækkar úr 1,60 í 1,80 nýkr. og prentað mál hækkar úr 1,40 í 1,50 nýkr. Burðargjald bréfa til annarra landa fer úr 2,00 í 2,20 kr. Þá hækka gíróseðlar einnig hinn 1. febrúar úr 2,20 í 2,40 nýkr. Kötlufellsmálið: Konan í gæzluvarð- hald til 11. febrúar Úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar EIGINKONA Sigfúsar Steingríms- sonar. sem lézt i brunanum að Kótlufelli 11 á sunnudaginn, var I gær úrskurðuð í gæzluvarðhald til 11. febrúar nk. eða í allt að 13 daga. Úrskurðurinn var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur síðdegis í gær. Réttargæzlumaður konunnar lýsti því yfir við réttarhaidið í gær, að hún myndi kæra gæzluvarðhalds- úrskurðinn til Hæstiréttar. Væntan- lega mun Hæstaréttur taka kæruna fyrir einhvern allra næstu daga. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær, beinist sá grunur að konunni, að hún kunni með einhverj- um hætti að eiga hlut að upptökum eldsvoðans, sem varð manni hennar að bana sl. sunnudag. Við yfirheyrsl- ur hefur konan neitað því. Rann- sóknarlögregla ríkisins telur hins vegar nauðsynlegt, með tilliti til gagna málsins og framburðar vitna, að halda konunni í gæzluvarðhaldi og hefta þar með för hennar. Samkvæmt uppiýsingum Rann- sóknarlögreglunnar er unnið kapp- samlega að rannsókn málsins. Fulln- aðarniðurstöður réttarkrufningar liggja enn ekki fyrir. Raunasaga á Borgarfírði eystra: Húsið fauk tvisvar með stuttu millibili Borirarfirði eystra. 29. janúar. ÞAÐ VERÐÁ ekki ofsögur sagðar af óstöðugleika veðurfarsins hér austanlands það sem af er janú- armánaðar og höfum við hér varla tölu á þeim stormum. sem yfir okkur hafa dunið. Enginn hefur þó orðið eins hart úti i þeim ólátum og bóndinn á Hofsströnd. Ingibjörn Kristinsson. Eins og getið var um í fréttum á sínum tíma brann íbúðarhúsið á Hofsströnd til kaldra kola annan jóladag. Ingibjörn festi þá kaup á svokölluðu viðlagasjóðshúsi í Vest- mannaeyjum og var það flutt austur með skipi og sett í land á Reyðarfirði, því að ekki var talið fært að koma því á land hérna. Fimmtudaginn 22. janúar sl. var það svo flutt á bíl hingað. En þann dag hittist svo illa á, að eitt versta Eigandinn hafði keypt það eftir að hús hans brann hretið var að ganga yfir og þegar flutningabíll með húsið á palli kom í Njarðvíkurskriður skall á hann svo kröftugur bylur, að allt snarað- ist út af veginum, bíllinn og húsið. Ekkert slys varð þó á mönnum og má segja að það hafi verið lán í óláni að slysið var einmitt þarna, því að víðast hvar annars staðar í skriðunum eru aðstæður þanoig, að hæpið er að nokkuð hefði bjargast þar. Daginn eftir var svo bílnum og húsinu bjargað upp á veginn aftur. Var nú húsið flutt inn í þorp og staðsett á íþróttavellinum þar sem það skyldi bíða manns til að líta á skemmdir, en þær munu hafa verið miklar bæði á sjálfu húsinu og því sem í því var. Leið svo fram á mánudagskvöld, en þá var friður- inn úti og um nóttina gerði enn eitt vestanrokið og fauk þá hluti af húsinu, eða ein eining eins og það er kallað, og stórskemmdist. Hvað gert verður við það sem eftir er af títtnefndu húsi mun ekki ákveðið, en allavega er það stórskemmt og hæpið að viðgerð borgi sig. Úm daginn brá til hlýinda og tók þá upp mikinn snjó og þótt ótrú- legt sé, þá hefur nánast verið logn hér í Borgarfirði í tvo daga og óttast ýmsir að það „eigi eftir að hefna sín“. Fréttaritari Fundur í yfirnefnd í dag um fiskverð FUNDUR hefur vcrið hoðaður 1 yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í dag ok er þar þess vænzt að útreikningar á afkomu fiskvinnsl- unnar muni verða lagðir fram. Að vísu hefur þessa vcrið vænzt á mörgum undanförnum yfirnefndar- fundum, en sú von hefur ávallt bruKðizt. Fundurinn er klukkan 15.30. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra hafa verið væntanlegur heim frá Strass- burg í gærkveldi og mun hann hafa boðað fund með sjávarútvegsnefndum Alþingis í dag klukkan 10, þar sem hann mun ræða um kvótaskiptingu loðnuskipa á þorskveiðum, en þar hafa hagsmunaaðilar, sjómenn ok útvegsmenn lagt til sameiginlegar tillögur, sem gerð hefur verið grein fyrir í fréttum Morgunblaðsins. Þá mun og að vænta við heimkomu ráðherrans, að línur fari að skýrast í því, hvernig fjármögnun aðstoðar við hagsmunaaðila í fiskverðsákvörðun verður háttað. Enginn fundur hefur verið boðaður í stjórn Verðjöfnun- arsjóðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.