Morgunblaðið - 13.03.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
3
□AIHATSU
Rennilegur —
og sportlegur
Fallegur
DAIHATSU CHARADE RUNABOUT
Hér áöur fyrr uröu menn aö velja milli þess hvort þeir vildu
bíl sem töggur voru í, eöa sparneytinn bíl. Þess gerist nú
ekki lengur þörf.
Daihatsu Charade Runabout sameinar töggur í akstri,
frábæra sparneytni og fallegt útlit. Hin aflmikla 993ja cm3
4ra strokka fjórgengisvél framleiöir alla þá orku sem
ökumaður þarf viö öll akstursskilyrði, en meö sparneytni,
sem ekki á sér hliðstæðu. Framhjóladrif og breitt bil á
milli hjóla ásarht sérstaklega hannaöri fjöörun, tryggir
mjúkan og öruggan akstur viö öll skilyrði.
Léttu þér lífið
með því að velja
DAIHATSU
CHARADE
DAIHATSUUMBOÐIÐ - ARMULA 23 - SIMI 85870-39179.
Frá fundi Daviðs Schevinjr Thorsteinssonar, formanns félags
islenzkra iðnrekenda og Vals Valssonar. framkvæmdastjóra félagsins,
með forráðamönnum öl- og gosdrykkjaverksmiðja.
Lækkun vörugjalds á öli og gosdrykkjum:
Heldur fyrirlestur um
sovézka ógn á norðurslóðum
Varnarliðinu
„Yandanum einung-
is skotið á frest44
— segir Valur Valsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenzkra iðnrekenda
LAUGARDAGINN 14. marz nk.
flytur handarískur ofursti og
prófessor, William J. Taylor jr.,
fyrirlestur er nefnist Sovésk ógn
á norðurslóðum, á vegum Varð-
bergs og Samtaka um vestræna
samvinnu (SVS), í Snorrabæ og
hefst fundurinn kl. 12.00. Tayior
er prófessor i félagsvisindum við
hinn kunna bandaríska herskóla
West Point og jafnframt for-
stöðumaður öryggismálarann-
sókna við sömu stofnun.
William J. Taylor er kunnur
fyrirlesari á sviði öryggismála við
fjölmarga háskóla og aðrar
menntastofnanir í Bandaríkjun-
um og víðar. Hingað kemur hann
frá Danmörku, þar sem hann
flutti erindi um varnar- og örygg-
ismál á norðurslóðum. Herforing-
inn hefur nú nýverið m.a. unnið
fyrir Ronald Reagan, Bandaríkja-
forseta, og Þjóðaröryggisráðið í
Washington.
William J. Taylor hlaut
BS-gráðu frá Maryland-háskóla
og MA og doktorsnafnbót frá
American University; auk þess
hefur hann lagt stund á fram-
haldsnám við bandaríska háskól-
ann í Beirut (Líbanon). Hann
kennir nú utanríkis- og öryggis-
mál við West Point. Hann er
félagi í Utanríkismálaráði Banda-
ríkjanna og Alþjóðastofnun hern-
aðarmála í Lundúnum.
William J. Taylor hefur skrifað
mikið af greinum og bókum um
varnarmál Vesturlanda. Á þessu
ári, 1981, koma þrjár bækur út
eftir hann.
Flugleiðir kref j-
ast skaðabóta af
William J. Taylor
FLUGLEIÐIR hafa krafist þess,
að Varnarliðið á Keflavikur-
flugvelli greiði tjón það er varð á
einni af þotum félagsins í óveðri í
siðasta mánuði. Grjóthnullungar
fuku þá af þaki flugskýlis á
flugvélina og skemmdist klæðn-
ing vélarinnar talsvert.
Flugskýlið er í eigu Varnarliðs-
ins, en hins vegar hafa Flugleiðir
gert samning um afnot af skýlinu.
Mál þetta er nú til umfjöllunar í
sérstakri nefnd, sem fjallar um
skaðabótamál, sem upp kunna að
rísa milli íslendinga og aðila á
Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt
upplýsingum sem Mbl. hefur aflað
sér er talið ólíklegt að Varnarlið-
inu verði gert að greiða skaðabæt-
ur í máli þessu.
„V IÐ lögðum á það áherzlu,
að lækkun vörugjalds á öl- og
gosdrykkjaframleiðslu um
5% í marz og apríl, sem
fjármálaráðherra, Ragnar
Arnalds hefur boðað, væri
einungis bráðabirgðaúrræði
til þess að koma í veg fyrir
uppsagnir nokkurs hóps
starfsfólks hjá verksmiðjunni
Vífilfelli. Vandanum er ein-
ungis skotið á frest,“ sagði
Valur Valsson, framkvæmda-
stjóri Félags islenzkra iðn-
rekenda, en í gær héldu Davíð
Scheving Thorsteisson, for-
maður og Valur Valsson.
framkvæmdastjóri félagsins,
fund með forráðamönnum öl-
og gosdrykkjaframleiðenda.
Á fundinum var samþykkt að
senda Ragnari Arnalds bréf, þar
sem lögð var áherzla á að lækkun
vörugjalds um 5% væri aðeins
bráðabirgðaúrræði. Gunnari
Thoroddsen, forsætisráðherra,
Tómasi Árnasyni, viðskiptaráð-
herra og Hjörleifi Guttormssyni,
iðnaðarráðherra voru send afrit
af bréfinu.
„í bréfi okkar var lögð á það
áherzla, að þessi lækkun vöru-
gjalds úr 30% í 25% hefði engin
áhrif á verðlagningu öls og gos-
drykkja og þar af leiðandi engin
áhrif á sölu,“ sagði Valur og hélt
áfram: „Vandamálið er því í
grundvallaratriðum enn óleyst.
Álagning vörugjaldsins hefur
haft í för með sér samdrátt á
sölu öls og gosdrykkja og þar
með áhrif á afkomu verksmiðj-
anna og atvinnuöryggi starfs-
manna þeirra hefur verið stefnt í
voða.
Vörugjaldið verður því að af-
nema ef tryggja á afkomu verk-
smiðjanna og atvinnuöryggi
starfsmanna þeirra. Aðgerðir
fjármálaráðherra stefna ekki að
því að leysa þetta vandamál,
heldur aðeins að tryggja um
stundarsakir atvinnu fólks, sem
þegar var búið að segja upp
störfum vegna afleiðinga vöru-
gjaldsins. Ekkert liggur fyrir
hvað gerist þegar þessi bráða-
birgðaráðstöfun rennur út þann
1. maí.
Því gerum við það að tillögu
okkar, að vörugjaldið verði af-
numið í tveimur áföngum. Vöru-
gjaldið verði nú þegar lækkað úr
30% í 15% og þau 15% sem eftir
eru verði felld niður 1. maí. Við
gerum ráð fyrir, að verðlækkun
sú á öli og gosdrykkjum, sem af
þessum ráðstöfunum mundi
stafa, hefði í för með sér aukna
sölu. Ríkissjóður yrði því ekki
fyrir tekjumissi vegna lækkunar
vörugjalds nú. Við vonumst eftir
jákvæðum viðbrögðum við tillög-
um okkar," sagði Valur Valsson.
Morgunblaðið reyndi ítrekað að
ná sambandi við Ragnar Arn-
alds, fjármálaráðherra, en án
árangurs.