Morgunblaðið - 13.03.1981, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
Rauðmaginn seldur i vörinni og búið að hengja grásleppuna upp.
Grásleppuver-
tíðin fer rólega
af stað nyrðra
GRÁSLEPPUVEIÐAR máttu
byrja í fyrradag á svæðinu frá
Skagatá að Langanesi og á þessu
svæði mega þær standa fram til 8.
júní. Mjög lítið virðist komið af
grásleppu og rauðmaginn, sem
kemur á undan frúnni, er einnig
seinni á ferðinni en undanfarin
ár. Ástæðuna fyrir þessu telja
sjómenn vera þá hve kaidur
sjórinn er nú fyrir Norðurlandi.
Talsverð eftirspurn hefur verið
eftir grásleppuhrognum héðan i
ár og útlit er fyrir einhverja
verðhækkun i dollurum.
Fáir eru byrjaðir á grásleppu og
er þess varla að vænta, að veiðar
byrji almennt fyrir Norðurlandi
fyrr en undir mánaðamót. I fyrra
gengu grásleppuveiðar illa frá t.d.
Þórshöfn og Kópaskeri, en hins
vegar vel frá Raufarhöfn. Vindar
voru vestlægir þann tíma, sem
leyft var að veiða grásleppuna
fyrir norðan og er talið að minna
hafi veiðst af henni sums staðar
þess vegna.
Þórður Eyþórsson í sjávarút-
vegsráðuneytinu sagði í samtali
við Morgunblaðið, að án þess að
hafa tekið það nákvæmlega sam-
an, þá virtist honum sem færri
ætluðu á grásleppuveiðar í ár, en
t.d. í fyrra. Grásleppuveiðarnar
eru háðar leyfum sjávarútvegs-
ráðuneytisins og eru reglur svip-
aðar um veiðarnar og var á síðasta
ári. Þessar veiðar má stunda sem
hér segir:
Frá Skagatá að Langanesi 10.
apríl til 8. júní.
Frá Fonti að Hvítingum frá 20.
marz til 18. júní.
Frá Hvítingum að Öndverðar-
nesi frá 18. apríl til 17. júlí.
í Breiðafirði frá 25. apríl til 25.
júlí.
Frá Bjargi að Horni 18. marz til
17. júlí.
Frá Horni að Skagatá frá 1.
apríl til 30. júní.
Á síðasta ári fengust 330 dollara
fyrir tunnu af söltuðum grá-
sleppuhrognum, en það lágmarks-
verð ákvað viðskiptaráðuneytið.
Utlit er fyrir að verð hækki
eitthvað í ár, en verðlagsfundur
um grásleppuhrogn hefur ekki
verið haldinn. Að sögn Guðmund-
ar Lýðssonar hjá Samtökum
grásleppuhrognaframleiðenda
vantar nú 25% upp á til að
grásleppuhrogn hafi hækkað í
samræmi við annað fiskverð hér á
landi, en þessar tölur eru byggðar
á upplýsingum Þjóðhagsstofnun-
ar. Hann sagði að frá árinu 1971
hefðu grásleppusjómenn farið
mjög halloka ef miðað væri við
fiskverð.
Guðmundur sagði, að ef miðað
væri við fiskverð, sem gildir til
loka maímánaðar þyrfti verð á
hverri tunnu að vera 413 dollarar,
en ef reiknað væri með aðeins 10%
hækkun fiskverðs 1. júní þyrftu að
fást 445 dollarar fyrir hverja
tunnu til að halda í við almennt
fiskverð. Guðmundur benti á, að
síðan Samtök grásleppuhrogna-
framleiðenda hófu afskipti af
þessum verðlagsmálum hefur
nokkurn veginn tekizt að halda í
við þróun fiskverðsins, „en betur
má ef duga skal“, sagði Guðmund-
ur Lýðsson.
Togarar langt komn-
ir með 45 skrapdaga
Breytt aflasamsetning þýðir tekjuskerðingu
LitiÖ hefur verið af þorski i afla togara í ár, en meö eindæmum mikið
af karfa.
SAMSETNING afla togara í
vetur hefur verið allt önnur
heldur en undanfarin ár og
hefur þetta haft vissa erfið-
leika i för með sér. Miklu
meira hefur verið veitt af
karfa heldur en t.d. í fyrra og
þar sem hann er ekki eins
mannaflafrekur i vinnslu
fyrir Rússlandsmarkað og
t.d. þorskur fyrir Bandaríkja-
markað, hefur orðið að segja
upp 40 manns hjá Útgerðarfé-
lagi Akureyrar, en samtals
vinna um 400 manns hjá
fyrirtækinu og eru þá áhafnir
5 skuttogara meðtaldar.
Jón Páll Halldórsson á ísafirði
sagði í samtali við Mbl., að á
Vestfjörðum hefði víðast hvar
tekizt að halda uppi samfelldri 8
tíma vinnu á dag. Þéssi mikli
karfaafli kæmi þó óneitanlega
niður á öllum, sem við þessi störf
vinna. Sjómenn og útgerðarmenn
fá minna fyrir þennan fisk, sem er
mun verðminni en þorskurinn.
Starfsfólk í frystihúsum fær ekki
eins mikinn bónus og vinnslan er
að vinna ódýrari vöru, þannig að
um tekjuskerðingu er að ræða hjá
öllum aðilum, að sögn Jóns Páls.
Hann sagði ennfremur, að togar-
arnir væru margir hverjir langt
komnir með þá 45 skrapdaga, sem
ákveðnir hefðu verið til loka
aprílmánaðar.
Jón Ingvarsson, framkvæmda-
stjóri ísbjarnarins í Reykjavík,
sagði, að aflasamsetningin hefði
verið allt önnur en í fyrra og
þorskurinn væri einfaldlega ekki á
miðum togaranna, ekki ennþá að
minnsta kosti. Hann sagði, að tvo
fyrstu mánuði þessa árs hefði
ísbjörninn tekið á móti 2430
lestum af fiski. Af því hefði karfi
verið 37%, þorskur 28%, ufsi 21%,
ýsa 6% og 8% aðrar fisktegundir.
Sömu mánuði í fyrra hefði ís-
björninn tekið á móti um 2 þúsund
tonnum af fiski, þá hefði þorskur
verið 83,5%, karfi aðeins 5%, ýsa
5%, ufsi 2% og annar afli 4,5%.
Vilhelm Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak-
ureyrar, sagði, að auk þess sem
skrapdagakerfið hefði enn verið
aukið í ár, þá hefði tíðarfar verið
mjög erfitt í vetur og sérstaklega
úti fyrir Vestfjörðum, þar sem
veður hefðu verið mjög hörð og
stormasamt með afbrigðum. Auk
þessa hefði lítið af þorski verið á
miðum þar og nær engin loðna í
þorski, sem fengizt hefði fyrir
vestan, þannig að lítið virtist hafa
verið þar af átu. Allt hjálpaðist
þetta til og sagði Vilhelm, að tveir
af togurum ÚA væru nú búnir
SUNNUDAGINN 15. mars
mun Kveníélag Neskirkju
standa fyrir f járof lun til
styrktar kaupum á tauga-
greini þeim, sem Bandalag
kvenna í Reykjavík hyggst
kaupa handa Endurhæfingar-
deild Borgarspítalans (en
með 45 skrapdaga, er þeir hefðu
átt að taka frá áramótum til loka
apríl.
Hjá ÚA var búið að taka á móti
4176 lestum af fiski 9. marz
síðastliðinn. Þar af voru 1881 tonn
af karfa, 1330 tonn af þorski og
965 tonn af öðrum fiski. Miðað við
sama mánaðardag í fyrra hafði
ÚA tekið á móti 3742 tonnum,
3037 tonnum af þorski, aðeins 150
tonnum af karfa, en 560 tonnum af
öðrum fiski.
kirkjukvenfélögin eru aöilar
að bandalaginu). Að lokinni
guðsþjónustu í Neskirkju
þennan dag, eða um kl. 15.00,
hefst kaffisala í félagsheimili
kirkjunnar. Einnig verður
þar efnt til skyndihappdrætt-
is og verður dregið um marga
eigulega muni.
Kvenfélag Neskirkju:
Fjáröflun til styrkt-
ar kaupum taugagreinis
Vinir og velunnarar Neskirkju,
svo og þessa góða málefnis hvort
heldur þeir eru í Nessöfnuði eða
ekki, eru góðfúsiega hvattir til að
leggja þessu máli lið. Kvenfélags-
konur verða þarna frá kl. 17—19 á
laugardaginn og taka þá á móti
munum, kökum og öðru því sem
fólk vill láta af hendi rakna.
Við vonum að sem flestir vilji
stuðla að því, að tæki þetta komist
í notkun sem allra fyrst, því alltaf
eru einhverjir, sem þurfa á hjálp
að halda einmitt á þennan hátt.
Velkomin í Neskirkju á sunnu-
daginn.
Eflum framfarir fatlaðra.
F.h. Kvenfélags Neskirkju,
Hrefna Tynes, form.