Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 10

Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981 Ronald Símonarson Ronald Símonarson við eitt verka sinna i Ásmundarsal. Ronald Símonarson nefnist sjálfmenntaður málari, sem ein- vörðungu hefur starfað að list sinni sl. þrjú ár. Hann hélt sína fyrstu sýningu í Ásmundarsal við Mímisveg fyrir réttu ári og vakti hún töluverða athygli. Nú er Ronald aftur kominn á vett- vang í sömu húsakynnum með sýningu á nýjum og ferskum myndum. Maður skynjar fljótlega, er bestu myndir Ronalds eru skoð- aðar, að hér er náttúrubarn í myndlist á ferð, sem náð hefur furðugóðum tökum á viðfangs- efnum sínum er best lætur. En um leið kemur greinilega fram í mörgum myndanna, að hér er sjálfmenntaður listamaður á Karl Júliusson, sem er best þekktur fyrir listilega leðursmíð, vakti óspart athygli fyrir fyrstu sýningu sína er hann hélt „í DJÚPINU" við Hafnarstræti fyrir ári eða svo. Hann sýndi þá aðallega myndir í hólfuðum kössum með súrrealistísku ívafi í bland. Nú kemur Karl aftur fram á sviðið og enn á sama stað en nú með myndir sem flokkast gætu undir hreinræktaðan skúlptúr, — en að nokkru með handverkslegu svipmóti. ferð, því þær eru mjög misjafnar að gæðum, sumar næsta viðvan- ingslegar. Þegar hér er verið að vísa til þess að um sjálfmenntaðan listamann er að ræða, ber að athuga að bestu myndirnar á sýningunni eru þær, sem unnar eru undir áhrifum frá ýmsu því sem er að gerast í dag. Þannig hefur Ronald sótt föng í smiðju annarra listamanna og það er einmitt í þeim myndum sem hann nær sterkustu tökum á viðfangsefnunum. Lítum t.d. á myndir svo sem „Sumar" (13), „Gamli bærinn" (14), „Gæsir á bæjarhlaði" (15) og „Hádegis- blundur" (17), — hér kemur fram að Ronald hefur kynnt sér Það er auðséð að hér er á ferðinni maður, sem er „flínkur" í höndunum, að ekki sé fastara að orði kveðið, og um leið kemur fram óvenju næm tilfinning fyrir formrænu samræmi. Karl notar næsta óvenjulegan efnivið í myndir sínar, en þær eru unnar úr bambus, hríspapp- ír, roði, tágum, auk þess sem fuglafjöðrum og önglum bregður sumstaðar fyrir. Menn geta nú velt því fyrir sér hvort hér sé kominn fram lista- verk listamanna nútíma hlut- veruleika og lært drjúgum af. í listum sprettur ekkert upp af sjálfu sér og ábyggilega hefði Ronald haft gott af því að nema beint frá öðrum listamönnum, t.d. í tækni ýmiss konar en þar á hann sitthvað ólært. Ronald er enginn nævisti þótt hann hafi vissa náttúrugáfu í sér fyrir formun málverksins. Ofangreindar myndir eru allar unnar í vatnslitum og í þeirri tækni kemur einnig myndin „Skógurinn" (21) á óvart. Þá skera tvær myndir sig úr, sem unnar eru í olíu en það eru myndirnar „Einn á ferð“ (3) og „Strákar" (11). I öllum þeim myndum sem hér maður, sem mikið eigi eftir að láta að sér kveða á vettvangi íslenzkrar myndlistar í framtíð- inni eða hvort hér sé á ferð stundarfyrirbæri. Hvort Karl sé hér að fá útrás skammtíma sköpunargleði eða hvort áfram- haldandi átaka sé að vænta frá hans hendi. Sé litið á heildina kemur fljótlega upp í huga manns nafnið Vladimir Tatlin (1885— 1958?). Sá var Úkraínumaður, málari, grafíker og leikmynda- smiður og jafnframt einn af frumkvöðlum formbyltingar- manna i rússnezkri myndlist á árunum fyrir byltinguna. Tatlin vann í margvísleg efni, var mjög fjölhæfur og bjó yfir mikilli tækni. Ég veit nú ekki hvort Karl Júlíusson þekkir til þessa lista- manns, en áhrif frá honum geta hafa komið eftir krókaleiðum hafa verið nefndar, ber ekkert á þeirri grunnristu væmni, sem oftlega er fylgifiskur sjálf- Karl Júlíusson menntaðra listamanna og það er einmitt ris og aðall sýningarinn- ar. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON því að Tatlin hafði mikil áhrif á vestræna myndlist með tilraun- um sínum og kenningum. Þær myndir er vöktu sérstaka athygli mína á sýningu Karls voru „Bogar“ (I), „Ránfugl" (II), „Saltfisksvíta" (4) og „Fiskaseið- ur“ (II), en hin síðasttalda er sennilega hreinræktaðasta skúlptúrverkið á sýningunni. — Ég skal játa, að ég hafði mikla ánægju af innlitinu á þessa sýningu og haldi Karl áfram verður forvitnilegt að fylgjast með þróun hans. Finngálkn og flygildi Ingihjórg við eitt verka sinna. Opnar sýningu í Gallery Langbrók Lúðrakvintett INGIBJÖRG Sofffa Sigurðardóttir opnar f dag, 13. marz, sýningu í Gallery Langbrók á Torfunni, en þetta er fyrsta einkasýning Ingi- bjargar. Hún hefur tekið þátt i tveimur samsýningum. i Ásmund- arsal 1979 og á Korpúlfsstöðum á listahátið 1980. Ingibjörg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og útskrifaðist þaðan árið 197fr. Sýning Ingibjargar er helguð ís- lenzku ullinni og er að hennar sögn eins konar ullarleikur. Á sýningunni eru meðal annars vefnaður, ullar- skúlptúr, ullarmyndir og einnig verða til sölu belti ofin úr ull og ullareyrnalokkar. FIMMTU Háskólatónleikarnir voru mjög skemmtilegir og segja þeir nokkuð til um afmörkun áhugahópa innan tónlistarsviðs- ins. Þar er að finna áhugamenn um sinfóníska tónlist, söngtón- list, sem aftur skiptast í óperu-, ljóða- og kórsöngsaðdáendur, kammertónlist og létta tónlist. Þá greinast þessi svið eftir mis- munandi stíltegundum og á því sviði eru hlustendur oft vand- fýsnir og ekki ósjaldan beinlínis haldnir fordómum. Áhugamenn um lúðrablástur standa nokkuð sér, aðaliega vegna sérstöðu þess fyrirbæris sem kallast lúðrasveit, en slíkt fyrirtæki er ekki aðeins til orðið vegna áhuga á lúðrinum, heldur og vegna hlutverks þess í félags- legum umsvifum. Þar með er flutningi tónlistar skorinn stakk- ur, sem, því miður, hefur reynst helst til þröngur. Þeir blásarar sem reynt hafa annan klæðnað hafa oft átt erfitt uppdráttar og kemur það oft til af því að þeir, sem heillast hafa af hreinum hljómi hornanna, kunna oft ekki að meta aðra tónlist en marsa og polka. í hinum hópnum eru svo þeir sem Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON vilja aðra tegund af tónlist og er lúðurinn aðeins eitt af mörgum hljóðfærum, sem þar koma við sögu. Blásarakvintett skipaður mönnum úr Sinfóníuhljómsveit Islands, Lárusi Sveinssyni, Jóni Sigurðssyni, Þorkeli Jóelssyni, William Gregory og Bjarna Guð- mundssyni, flutti tónlist eftir Dukas, Fisher Tull, Pál P. Páls- son, Victor Ewald, Johann Pezel, J.S. Bach og Samuel Scheidt. Intrada og Allegro, eftir Pál P. Pálsson er skemmtilegt verk og það ásamt Lúðra-Sinfóníu eftir Ewald, voru bestu hlustunar- verkin á þessum tónleikum. Tvö- falda fúgan (nr.9) eftir Bach er að vísu undanskilin. „List fúgunnar" er stórbrotið verk mikils hugsuð- ar og sem einstök tónsmíð, er níunda fúgan (eins og reyndar allar hinar undir sömu kringum- stæðum) slitin úr samhengi. Ní- unda fúgan er tvöföld, en á undan er Bach búinn að fara í gegnum margvíslegar ummyndanir stefja. Það væri verðugt verkefni fyrir kvintettinn, sem er skipaður mjög góðum liðsmönnum, að leika stærri hluta þessa ágæta verks Bachs og þá í samhengi og gleyma því ekki að skilgreina í efnisskrá gerð og byggingu hvers þáttar. Flutningur slíkrar tónlistar yrði tíundaður sem nokkur tíð- indi, hér á landi, eftir því sem undirritaður veit best. Sem sagt stórkostlegt verkefni fyrir góða tónlistarmenn. Óperutónleikar í Háskólabíói Fímmtudaginn 19. marz kl. 20.00 og laugardaginn 12. marz 1981 kl. 14.00 Flutt verdur óperan OTELLO eftir Verdi Fytjendur Pedro Lavirgen (Otello), Sieglinde Kahmann (Desdemona), Guðmundur Jónsson (Jago), Sigurður Björnsson (Cassio) Anna Júlíana Sveinsdóttir (Emelía), Kristinn Hallsson (Lodovico), Halldór Vilhelmsson (Montano), Már Magnússon (Rodrigo). Söngsveitin Fílharmónía. Barnakór Garóabaejar Sinfóníuhljómsveit íslands Stjórnandí: Gilbert Levine Aógöngumíöar í bókaverzlun Sigtúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.