Morgunblaðið - 13.03.1981, Side 11

Morgunblaðið - 13.03.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981 11 Maj Lis Holmberg: Hetjukvæði Eddu í finnskri þýðingu — stórviðburður Um það bil á sama tíma og vinum Islands og íslenskrar ljóð- listar í Finnlandi barst til eyrna sú ánægjulega frétt að einum af snillingum íslenskra skálda, Snorra Hjartarsyni, hefði verið veitt verðlaun Norræna ráðsins 1981, og það að fullri verðskuldun, fyrir sitt ágæta kvæðasafn „Hauströkkrið yfir mér“, lifðum við líka annan gleðiríkan, sögu- legan viðburð: hetjukvæðin i Ljóða-Eddu (Sæmundareddu) komu þá loks út í finnskri þýð- ingu. Verkið er leyst af hendi af hinni kunnu finnsku skáldkonu og þýðanda fil. dr.h.c. Aale Tynni- Haavio. Hún hefur að baki um fjörutíu ára feril sem ljóðskáld i allra fremstu röð. Einnig sem þýðandi heimsljóðlistar úr mörg- um tungumálum hefur hún löngu verið þekkt og mikils metin. Eitt af þýðingabindum hennar er hin þykka bók Tuhat laulujen vuotta (Ljóð í 1000 ár). í fyrstu útgáfu þeirra bókar var Sonatorrek Egils Skallagrímssonar og í annarri útgáfu bætti hún við kafla úr íslenskum bókmenntum. Hann var úr Eddukvæði. Þar að auki er hún þýðandi allra þeirra kvæða, sem tekin voru upp í finnska þýðingu. J.H. Hollos á Heimskringlu Snorra Sturlusonar og kom út fyrir hér um bil tuttugu árum. Nú hefur birzt frá hendi þessa kvenþýðanda Eddan sankarirunot (Hetjukvæði Eddu). Þýðingin er gefin út af stærsta bókaútgáfufyr- . irtæki í Finnlandi, Werner Söd- erström Osakeyhtiö. Bókin er sér- lega falleg að ytra búnaði, og dr. Tynni-Haavio hefur lagt á sig það erfiði m.a. að afla hinna góðu mynda á íslandi. í því efni hefur Einar Sigurðsson háskólabóka- vörður orðið henni að miklu liði. Hún þakkar honum líka hlýlega í ágætum, fræðandi óg ítarlegum formála bókarinnar. í bókarlok hefur dr. Tynni-Haavio ennfrem- ur bætt við 33 blaðsíðum — „skýringum" með finnskan les- endahóp í huga, að viðbættri fullkominni nafnaskrá. I formála segir Aale Tynni- Haavio m.a.: „Frumtextann frá ýmsum útgáfum hef ég haft í Maj Lis Holmberg höndum. Nefna má Sophus Bugge, Finn Jónsson, Ólaf Briem og hvað varðar viss kvæði Jón Helgason og Ursulu Dronkes. Kvæðaskýr- ingarnar, sem ég gef í formála og við bókarlok, byggjast einnig á verkum margra fræðimanna. Helzt ber til að nefna Andreas Heusler, Erik Brates, Björn Coll- inder, Henry Adams Bellow, Lee M. Hollander, Ursulu Dronkes og Ólaf Briem. Við nafnaskrána hef ég stuðst við hið stórmerka verk Jan de Vries: Altnordisches etymologisches Wörterbuch“. Dr. Tynni-Haavio lætur og í ljós í formála þakklæti sitt og gleði yfir því, að sumarið 1979 fékk hún norrænan ferðastyrk og þar með gafst henni tækifæri að heim- sækja ísland. Hún segir: „í Lands- bókasafninu í Reykjavík kynntist ég Eddu-bókmenntum, sá í Árna- garði í Árna Magnússonar- stofnuninni hina tilkomumiklu handritasýningu og í safninu um- fangsmikla Snorra Sturlusonar- sýningu. Um stund gafst mér líka tækifæri að ræða við hinn roskna, kunna sérfræðing Einar Ólaf Sveinsson prófessor. Eg heimsótti og Þingvelli, hinn eldforna þing- stað, og fornfræðilegan uppgraft- arstað í Heklu-dalnum." I lok formála segir Aale Tynni- Haavio: „Hetjukvæðin hafa að geyma áhrifamikla atburði og örlagaríka harmleiki. Innan um hetjuleg, forneskjuleg, grimmúðug og ofbeldisfull kvæði er að finna ljúfa tóna löngunar og kveinstafa. Hinar ótömdu norrænu hetjur og KOMIN er út ný Ijóðabúk eftir Kristján Jóhannsson. Siðasta vígið heitir hún og er tileinkuð Amnesty International. Aðeins einn ljóðabálkur er í bókinni, og greinir hann frá síðustu stundum í lífi ónefnds uppreisnarmanns í því landi sem heitir Vega. „Síðasta vígið“ er gefin út í 300 eintökum, sem öll eru árituð af höfundi. Þetta er 12. bók Kristjáns, en hann er kunnur unglinga- og barnabókahöfundur. „Síðasta vígið“ er 23 síður, Leiftur hf. gaf út. Ný hljómplata, ast“ væntanleg í NÆSTU viku er væntanleg á markaðinn ný fjögurra laga hljómplata. „Árný trúlofast“, með tónlist og textum eftir tvo unga Akureyringa, þá Ingjald Arnþorsson og Hrein Laufdal. Stúdió Bimbó sér um útgáfuna og dreifingu, en platan er pressuð „Árný trúloí- á markaðinn hjá Alfa i Hafnarfirði. Þetta er fyrsta plata þeirra félaga, sem enn eru lítt þekktir í tónlistalífinu og að sögn þeirra verða lögin af ýmsum toga spunn- in og mun platan verða fáanleg í hljómplötuverzlunum um land allt. kvenhetjur lifa í sínum eigin heimi og eiga sínar hugsjónir. Til þeirra hugsjóna má telja: virðingu fyrir guðunum, hreinskilni í orði og verki, hreysti í orrustu og þrautseigju, eiðheldni, hjóna- bandstryggð og umfram allt trú- festi við ætt sína: blóðhefndin er siðferðileg skylda, sem enginn í ættinni getur hlaupið frá. Þessar hetjur og kvenhetjur eru algjörar í ást sem hatri, og það sem einkennir allan hugsunarhátt þeirra er einskonar barnslegur hreinleiki. Þær geta beygt sig fyrir harmrænum örlögum, því að trú þeirra er sú, að allt sé fyrirfram ákveðið, kveld lifir ekki maðr ept kvið norna." Það eru engar ýkjur að segja, að útgáfa þessarar glæsilegu og ómetanlegu bókar, Eddan sankar- irunot bæði að innihaldi — ekki hvað síst ágætt mál — og útliti, sé einn af stærstu viðburðum í þýð- ingum á finnsku árum saman. Bæði Island og einkum þó Finn- land eiga þýðanda, dr. Aale Tyn- ni-Haavio, miklar þakkir að gjalda, sem á tveimur árum hefur lokið við mikið stórvirki, er hana hefur dreymt um að koma í verk um áratugarskeið. Og því meiri er gleði okkar Finna, þegar því má bæta við, að dr. Tynni-Haavio vinnur nú að því að þýða einnig goðfræðileg kvæði Eddu á finnsku. Eftir nokkur ár getum við gert okkur vonir um að Ljóða-Edda öll verði til á finnskri tungu. Loksins, hljótum við að hrópa full þakklæt- Bindið með hetjukvæðum Eddu hefur þegar fengið mjög góðar viðtökur í blöðunum eftir að hafa legið aðeins nokkrar vikur á borð- um bókabúðanna. Nú bíðum við full eftirvæntingar eftir meiri háttar ritdómum. Helsingfors, 13.2.1981. Maj Lis Holmberg. „Síðasta vígið“ — ný ljóðabók eftir Kristján Jóhannssor UTSYNAR í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudaginn 15. marz. FERÐAK YNNING — STORVEIZLA — Skemmtun í sérflokki Spænskir hóteleigendur og forystumenn ferðamála á Mallorca og Costa del Sol koma í heimsókn, kynna kostaboð sín á völdum gististöðum Útsýnar og gleðja með gjöfum. Þar getur fólk kynnst hinum frábæru kjörum, sem Útsýn semur um fyrir farþega sína og tryggir þeim mesta afsláttinn. Kl: 19.00 — Húsiö opnaö. Lystauki, happdrættismiöar o.fl. spennandi. Ath. boröum ekki haldiö eftir kl. 19.30. Kl: 20.00 — Veizlufagnaðurinn hefst stundvíslega: Ljúffengur grill-kjúklingur og grísasteik aö spænskum hætti meö bökuöum kartöflum, salati og tilh. á aðeins kr. 85.00. Ljúf dinnertónlist — Þorgeir og Pétur skemmta — hin glæsilega sumaráætl- un Útsýnar og frábærir gisti- staöir kynntir. Kvikmyndasýning í innri sal. Karon — samtök sýningarfólks með glaesilega tízkusýningu frá Verzl. Sonju. Utsýnarferð o.fl. vegleg verðlaun í skemmtileqri, spennandi spurningakeppni. Fegurð 81: Á Útsýnarkvöldum er jafnan fjöldi fagurra stúlkna. Nú er síðasta tækifæri að bætast í keppnina Ungfrú Útsýn 81. 10—12 stúlkur fá ókeypis Útsýnarferö. Stórbingó — Spilað um 3 Útsýnarferð- ir aö verðmæti nýkr. 12.000.- Aukaverðlaun: Hóteldvöl á Spán Danssýning: flokkparið frábæra, Aðalsteinn og Herborg sýna fótafimi sína og koma öllum í dansstuð. DANS — Sjónvarpsstjarnan Þorgeir Ást- valdsson kynnir skemmtiatriöi og held- ur uppi látlausu fjöri meö vinsælustu danslögunum ásamt hl.íómsveit Ragnars og Helenu Vinsældir Utsýnarkvöldanna eru óumdeil- anlegar, enda komast þar jafnan færri aö en vilja. Pantiö því borö strax í síma 20221/25017 og mætiö fyrir kl. 19.30. Aögangur öllum heimill, sem koma í sólskinsskapi og sparifötunum. Góða skemmtun. i.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.