Morgunblaðið - 13.03.1981, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
Sterling-samningur Samvinnuferða
er tilræði við íslensk samgöngumál
Greinargerð frá Kynn-
ingardeild Flugleiða
Þær upplýsingar Flugleiða að
óheft leiguflug milli Norðurlanda
og Isiands hefði óheppileg áhrif á
heilsárs áætlunarflug milli þess-
ara sömu landa virðast hafa farið
mjög fyrir brjóstið á Samvinnu-
ferðaforstjóranum. í greinum i
Vísi, Tímanum og Morgunblaðinu
safnar hann saman málsvörn fyrir
því að Samvinnuferðir/Landsýn,
sem hann veitir forstöðu, skuli
frekar semja við erlent leiguflug-
félag sem undirbýður Flugleiðir
til þess að komast inná íslenskan
markað vegna þess að eigin mark-
aðir í Danmörku og annars staðar
hafa brugðist en að nýta íslenskar
flugvélar. Hann blandar saman
ýmsum óskyldum málum á hinn
furðulegasta hátt í vörn fyrir því
að sú ferðaskrifstofa sem að hluta
til er í eigu íslenskra launþega
skuli, á sama tíma, með aðgerðum
sínum og samningum veikja at-
vinnuöryggi íslenskra launa-
manna.
Með samningum Samvinnu-
ferða/Landsýnar við Sterling
Airways er verið að flytja danskt
atvinnuleysi til íslands á kostnað
íslenskra launþega. Er nema furða
að Samvinnuferðaforstjóranum
veitist erfitt að verja slíkt hátta-
lag?
I grein Samvinnuferðaforstjór-
ans er reynt að gera Flugleiðir
tortryggilegar hvað varðar far-
gjöld yfir Atlantshaf annars vegar
og fargjöld innan Evrópu hins
vegar.
Hann hlýtur þó að vita að
hér er um að ræða fargjöld sem
eru á tveimur mismunandi mörk-
uðum og að fargjöldin á Norður-
Atlantshafinu eru reyndar svo lág
að hvert einasta félag rekur
Norður-Atlantshafsflugið með
tapi um þessar mundir. Hins
vegar berast nú fregnir af hækk-
unum á þeim leiðum þannig að
væntanlega kemst einhver skyn-
semi að í verðlagningu á flugferð-
um yfir Atlantshaf á næstunni.
Leiguflugferðir milli
höfuðborKa Norður-
landa takmarkaðar
Leiguflugferðir hafa viðgengist
í langan tíma og er ekkert nema
gott um þær að segja þegar þær
eru farnar til staða þar sem ekki
er hægt að nýta áætlunarflug.
Sem dæmi má taka að íslenskar
ferðaskrifstofur hafa leigt flugvél-
ar Flugleiða til sólarlandaferða og
fleiri hópferða um árabil með
góðum árangri. íslenskur ferða-
iðnaður hefur þróast og þar hefur
hver grein styrkt aðra, þ.e. rekstur
ferðaskrifstofa og flugrekstur.
Samvinnuferðir hafa hins vegar
skorið sig úr á þessu sviði: augljós
tilhneiging til þess að nota erlend
leiguflugfélög fremur en íslensk.
Þegar Samvinnuferðir áttu t.d.
kost á leiguferðum með íslensku
félagi fyrir nokkrum árum var
gerður samningur við breskt félag.
Þetta er því furðulegra að íslensk
launþegasamtök eiga þessa ferða-
skrifstofu að hluta. En svo vikið sé
aftur að leiguflugferðum þá eru
þær víða bannaðar á leiðum þar
sem áætlunarflug er fyrir hendi.
Svo er t.d. um leiguflug milli
höfuðborga Norðurlanda. Flug-
málayfirvöld á Norðurlöndum
hafa ekki leyft leiguflugferðir
milli t.d. Kaupmannahafnar og
Osló og Kaupmannahafnar og
Stokkhólms. A þessum leiðum
hafa SAS og Finnair tíðar flug-
ferðir og til þess að brjóta ekki
niður heils árs áætlunarflug er
leiguflugferðum haldið þar utan
við. Hins vegar er mikið leiguflug
stundað til suðlægra staða þar
sem áætlunarferðir eru engar eða
svo strjálar að flutningaþörf er
ekki sinnt sem skyldi.
Flugleiðir fljúga nú samkvæmt
vetraráætlun sex ferðir í viku til
Kaupmannahafnar með farþega
o.fl. og sjöundu ferðina með vörur.
A sumrin eru þessar ferðir tíu til
tólf á viku. Sætaframboð milli
íslands og útlanda er það mikið,
að að meðaltali "ar fjórðungur
sæta á sl. ári auður í hverri ferð.
Að vísu skiptist þetta ekki jafnt
niður á álla mánuði ársins en eigi
að síður verður að telja að vel sé
fyrir samgöngum í áætlunarflugi
séð þegar rýmisins vegna hefði
verið hægt að flytja fjórðungi
fleiri farþega en ferðuðust með
flugvélunum.
Danskt atvinnuleysi
flutt til íslands
Með aðgerðum sínum nú eru
Samvinnuferðir/Landsýn að
flytja danskt atvinnuleysi til ís-
lands á kostnað íslenskra laun-
þega. Þetta er gert undir því
yfirskyni að sumarhúsaleiga í
Danmörku krefjist þess að tekin
séu undirboðsverð frá erlendu
leigufélagi. Nú er það vitað mál að
Danir leita mjög gjarnan suður í
sólina og þess vegna er mikið
framboð slíkra húsa. Önnur ís-
lensk ferðaskrifstofa, Útsýn, býð-
ur einnig pakkaferðir rneð dvöl í
sumarhúsum. Þær ferðir eru ódýr-
ari en ferðir sem Samvinnuferð-
ir/Landsýn bjóða og eru þó far-
þegar Útsýnar fluttir með Flug-
leiðum. Hér er eitthvað gruggugt í
verðlagningu Samvinnuferða, sem
segjast vera með ódýrara flug og
hagstæð leigukjör á húsunum
vegna tengsla við danska aðila.
Samkvæmt því ættu pakkaferðir
Samvinnuferða að vera ódýrari.
En hér skýtur skökku við: Ferðir
Útsýnar eru mun ódýrari en
Samvinnuferða. Er þetta um-
hyggja fyrir hagsmunum neyt-
andans? Hvert rennur svo mis-
munurinn?
óheiðarleg samkeppni við
íslenskar ferðaskrifstofur
Samvinnuferðir/Landsýn hafa
með því að taka undirboði erlends
leiguflugfélags, sem flýgur farþeg-
um héðan til Kaupmannahafnar
og sendir þá síðan með erlendri
ferðaskrifstofu til Miðjarðarhafs-
landa, vegið að sjálfstæðu sólar-
landaflugi íslendinga, sem aðrar
ferðaskrifstofur hafa þróað upp á
löngu árabili. Með undirboðum er
ekki einungis vegið að hagsmun-
um Flugleiða heldur að hagsmun-
um og sjálfstæði íslenskra ferða-
mála. Aðrar ferðaskrifstofur hér á
landi hafa leigt flugvélar frá
Arnarflugi til sólarlandaferða í
sumar. Með því að ná farþegum
með gylliboðum frá öðrum ferða-
skrifstofum, flytja þá til útlanda
með erlendum flugvélum og koma
þeim þar inn í ferðir erlendra
ferðaskrifstofa, vinna Samvinnu-
ferðir/Landsýn tvöfalt ógagn. Þær
skaða íslenska hagsmuni í flug-
málum og þær skaða íslenska
hagsmuni í ferðamálum. Aðrar
íslenskar ferðaskrifstofur sem
halda sig við íslenskar flugvélar
til að flytja íslenska farþega verða
þarna fyrir jafn óheiðarlegri sam-
keppni og Flugleiðir.
Út yfir tekur þó þegar Sam-
vinnuferðaforstjórinn auglýsir að
með því að greiða ferðirnar þrem
mánuðum fyrirfram sé hægt að
tryggja að verð þeirra hækki ekki.
Auðvitað getur hver og einn
tryggt sig gegn verðbólgunni með
því að leggja andvirði einnar
ferðar inná vaxtaaukareikning til
þriggja mánaða. Það skyldi þó
aldrei vera það sem Samvinnu-
ferðaforstjórinn gerir?
I grein í Vísi lætur Samvinnu-
ferðaforstjórinn iiggja að því að
Arnarflug hafi ekki leyfst að
bjóða í leiguflug til Kaupmanna-
hafnar vegna áhrifa Flugleiða.
Auðvitað er hér um hreinan hug-
arburð mannsins að ræða. Milli
Flugleiða og Arnarflugs er hin
besta samvinna og verkaskipting.
Einokunargrýlunni
hampað
Sam vinnuferðaforstj óri nn
hampar einokunargrýlunni sem er
afar töm þeim sem vilja skaða
íslenskt áætlunarflug. Til þess að
leiðrétta bæði hann og aðra sem
haldnir eru firrum í þessu máli er
eftirfarandi:
Lönd sem hafa flugsamgöngur
sín á milli gera um þær tvíhliða
loftferðasamning. í honum er
kveðið svo á, að hvort land um sig
skuli tilnefna af sinni hálfu flug-
félög til að sinna fluginu. Svo
dæmi sé tekið hefur Island til-
nefnt Flugleiðir til þess að fljúga
til Danmerkur og annarra Norð-
urlanda. Norðurlöndin hafa aftur
á móti tilnefnt SAS til þessa flugs.
ísland hefur tilnefnt Flugleiðir
til þess að fljúga áætlunarflug til
Bretlands. Bretland hefur aftur á
móti tilnefnt British Airways til
þessa hlutskiptis. Þar sem jöfn
aðstaða ríkir eins og hér, þ.e. að
tvö félög geti flogið skv. leyfum
ríkisstjórna sinna, er ekki um
einokun að ræða nema síður sé.
Hins vegar þykir þetta vel henta
þegar klekkja þarf á íslensku
áætlunarflugi. Og það er furðulegt
að þessi skaðlegi áróður virðist
jafnvel ná eyrum manna í áhrifa-
stöðum.
Ferðaskrifstofa launþega
skaðar umbjóðendur sína
Það er kaldhæðni örlaganna að
fyrirtæki í ferðamálum, líkt og
Samvinnuferðir/Landsýn sem eru
í eigu tveggja fjöldahreyfinga í
landinu, skuli hafa lent á slík
glapstig sem samningurinn við
Sterling er. Forstjórinn afsakar
sig með því að hann vilji veita
fjölskyldum sem ódýrast far. Að
sjálfsögðu vilja allir fá ódýrar
ferðir, en vilja allir undirboðsferð-
ir og er sama hverju verði þær eru
keyptar? Ég býst við að þeir
launþegar sem eiga á hættu missi
atvinnu sinnar vegna óheiðarlegr-
ar samkeppni og undirboða skoði
hug sinn tvisvar áður en þeir
svara því játandi. Hér er beinlínis
reynt að skaða íslenska hagsmuni.
Hér heggur sá er hlífa skyldi.
Sumarið tekjuöflunartími
áætlunarfélaganna
Flugfélög sem stunda áætlunar-
flug á heilsársgrundvelli eru flest
undir þá sök selda að tap er á
fluginu sex til níu mánuði á ári.
Flest flugfélög í þessum heims-
hluta verða að afla nægjanlegra
tekna á þrem til fjórum mánuðum
til að standa undir taprekstri
annan árstíma. Þetta er viður-
kennt og þess vegna beina flug-
málayfirvöld leiguflugsásókn frá
aðalleiðum áætlunarfélaganna á
mesta annatímanum. Það er al-
kunnugt að leiguflugfélög víða um
heim reyna að komast inn á
markaði meðan mest er þar um að
vera. Fleyta rjómann af þeim
viðskiptum sem þar er að hafa á
mesta annatímanum en hverfa
síðan á braut. Ef áætlunarfélögin
geta ekki og hafa ekki möguleika á
tekjuöflun, verða þau annað hvort
að stórhækka fargjöld yfir vetur-
inn og/eða fækka ferðum niður í
algjört lágmark. Við þessu vilja
Flugleiðir sporna og ástæðan til
þess að vakin var athygli á
annarlegum samningum Sam-
vinnuferða/Landsýnar við danska
leiguflugfélagið Sterling Airways
er af þessum toga spunnið.
Alkunna er að bæði samvinnu-
hreyfingin og launþegahreyfingin
hafa unnið landsmönnum mikið
gagn á undanförnum árum. Það
kemur því undarlega fyrir og
hljómar sem öfugmæli að sú grein
þessarar starfsemi sem sinnir
ferðamálum, þ.e. Ferðaskrifstofan
Samvinnuferðir/Landsýn, skuli
hafa skorast þarna undan merkj-
um með því að hlaupa eftir
undirboði dansks keppinautar.
Varla verður öðru trúað en hér
hafi augnabliks mistök stjórnenda
þessa fyrirtækis ráðið ferðinni.
Frá KynninKardrild FlugMða
KrykjavikurfluKvrlli.
Barðstrend-
ingafélagið með
skemmtikvöld
Barðstrendingafélagið í Reykja-
vík hefur reglulega skemmtikvöld
á föstudagskvöldum einu sinni í
mánuði. Næsta skemmtikvöld er í
kvöld, föstudaginn 13. marz. Verð-
ur það í Domus Medica og hefst kl.
20.30.
Að þessu sinni verður efnt til
bingós, sem Bolli Ólafsson stjórn-
ar. Eru margir vinningar, að
verðmæti alls 10 þús. kr. og
stærsti vinningurinn æðardúns-
sæng. Einnig munu nú aðgöngu-
miðarnir gilda sem happdrættis-
miði.