Morgunblaðið - 13.03.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Þingmenn og kjósendur Staða tveggja þingmanna og eins ráðherra hefur orðið næsta undarleg á undanförnum vikum. Hér er ekki átt við það, hvaða afstöðu þessir menn hafa tekið, heldur með hvaða hætti þeir gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Þingmennirnir eru Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Guðmundur J. Guð- mundsson, forseti Verkamannasambands íslands. Ráðherrann er Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra. Þegar úrskurður Kjaradóms um laun BHM-fólks og þingmanna lá fyrir upp úr áramótunum, rétt eftir að ríkisstjórnin hafði gefið út bráðabirgðalögin um launaskerðinguna 1. mars, lét fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, þau orð falla, að úrskurðurinn gengi þvert á launastefnu ríkisstjórnarinnar og eyðilegði jafnlaunaáform hennar. Taldi ráðherrann nauðsynlegt að gefa út bráðabirgðalög til að afnema niðurstöðu Kjaradóms. Undir þetta tók flokksbróðir fjármálaráð- herra, „stjarna" Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni til margra ára, Guðmundur J. Guðmundsson. Taldi Guðmundur J. það „skinhelgi", eins og hann orðaði það, ef þingmenn tækju við þeim launum, sem þeim höfðu verið ákveðin. Sérstaklega þótti Guðmundi J. miður, að launahækkun þingmanna væri afturvirk frá 1. maí 1980, þegar laun verkafólks hefðu ekki hækkað nema frá samningsdegi, 27. október 1980. Heldur sljákkaði í Guðmundi J., þegar frá því var skýrt, að skriflega hafði hann á Alþingi lýst stuðningi við afturvirkni laganna um þingfararkaupið. Þeir Ragnar Arnalds og Guðmundur J. Guðmundsson töldu það ósamrýmanlegt sannfæringu sinni og hag umbjóðenda að leggja blessun sína yfir úrskurð Kjaradóms. Hvað hefur gerst síðan? Fjármálaráðherra hefur útfært kjaradómsúrskurðinn í samningum við BSRB, þar sem hæstu launin hækka mun meira en þau lægstu. Guðmundur J. situr „skinhelgur" á Alþingi. Stóru orðin í janúar voru sem sé ekkert annað en sápukúlur og sjónarspil til að rugla kjósendur í ríminu. Staða Páls Péturssonar er önnur en þeirra Ragnars og Guðmundar J. Páll Pétursson leggur sig ekki fram um að blekkja umbjóðendur sína, kjósendurna, heldur tekur hann sér fyrir hendur að tefja fyrir framgangi þess máls, sem þeir telja brýnast fyrir sig og byggðarlag sitt. Krafa framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra er þessi: Páll Pétursson, þingmaður okkar, hætti andstöðu sinni við Blöndu- virkjun eða segi af sér. Svar þingmannsins við þessari kröfu einkennist ekki af vilja til rökræðna heldur þótta. Kemur það ekki beinlínis á óvart, því að Páll Pétursson sýnist í ýmsu vera sá þingmanna Framsóknarflokksins, sem næst stendur Alþýðubanda- laginu í skoðunum. í þeim skoðanahópum er þeim helst treyst til áhrifa, sem kræfastir eru í því að ganga á rétt umbjóðenda sinna, eftir að völdin eru komin í þeirra hendur. Úrslitin hjá stúdentum Urslit kosninganna í háskólanum eru ánægjuleg vegna þess, að einokun róttæklinga á málefnum stúdenta er lokið. Marxistar og áhangendur þeirra hafa ekki lengur meirihluta í Stúdentaráði Háskóla íslands. Raunar hefur engin ein fylking þar meirihluta heldur verður að koma til samstarfs milli tveggja lista til að kjósa trúnaðarmenn og móta stefnu. Um það er engum blöðum að fletta, að stjórn róttæklinganna hefur leitt til stöðnunar og hnignunar í hagsmunabaráttu stúdenta. Þetta hefur verið hættuleg þróun á sama tíma og stuðlað er að því, að æ fleiri geti stundað nám á háskólastigi. Sérvitringsháttur róttæklinganna og hroki í þjóðfélagsumræðum hefur spillt áliti alls almennings á háskólanum. Það er ekki í fyrsta sinn nú, sem það gerist, að nauðsynlegt hefur þótt að stofna „miðflokk" í háskólanum til að losa málefni stúdenta úr sjálfheldu, sem skapast hefur. Þeir, sem tapa völdum, eftir slíkar kosningar vilja sjaldnast vinna með þeim, sem fyrir „miðflokknum" stóðu. Enda er greinilegt á yfirlýsingum talsmanna róttæklinga í háskólanum, að þeir líta nú á „miðflokkinn", sem sinn erkifjanda. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur um langan aldur verið vettvangur þeirra, sem af heilum huga vinna að því að bæta hag stúdenta. Kosningastefnuskrá félagsins nú sýndi, að enn er vemdun lýðræðis og aukin velsæld stúdenta þar í fyrirrúmi. Miðað við sögu félags síns, frambjóðendur og stefnu gerðu Vökumenn sér vonir um stærri hlut í kosningunum á miðvikudaginn. Athygli vakti, að á kosningafundi á þriðjudagskvöldið beindu frambjóðendur „miðflokksins", umbótasinnar, spjótum sínum ein- vörðungu að lélegri stjórn vinstrisinna. Bæði Vökumenn og umbótasinnar hvöttu því stúdenta til að kjósa sig á þeirri forsendu, að þeim þætti nóg um yfirgang róttæklinganna og lélega stjórn. Það hlýtur að gefa vísbendingu um framhaldið. Á MIÐVIKUDAG fóru fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands og Háskólaráðs. Vinstri meirihlutinn, sem síðastliðin 10 ár hefur ráðið ríkjum í Stúdentaráði, missti meirihluta sinn. Félag umbótasinnaðra stúdenta vann eftirtektarverðan kosningasigur. Morgunblaðið ræddi við efstu menn listanna þriggja, sem í kjöri voru, og spurði þá álits á niðurstöðum kosninganna. Nýtum okkar styrk til hins ýtrasta — segir Sigurbjörn Magnússon, efsti maður á lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta „ÞAÐ ER ljóst, að umbóta- sinnar hafa unnið mikinn kosn- ingasigur og þeir eru nú i oddaaðstöðu i Stúdentaráði Há- skóla íslands. Ég tel það þeirra, að eiga frumkvæði að myndun meirihluta i ráðinu. Ég dreg enga dul á það, að það voru okkur vonbrigði að missa tvo menn úr ráðinu en þeirri stað- reynd verður þó ekki haggað, að lýðræðisöflin i Háskóla ts- lands hafa unnið mikinn kosn- ingasigur. Tekist hefur að hnekkja 10 ára einokun rót- tæklinga i Stúdentaráði Há- skóla íslands.“ sagði Sigur- björn Magnússon, efsti maður á lista Félags lýðræðissinnaðra stúdenta, i samtali við blaða- mann Mbl. „Það er fagnaðarefni að stúd- entar við Háskóla íslands hafi snúið baki við róttæklingum. Hins vegar er það umhugsunar- efni, að með lítilli fyrirhöfn tókst að blása upp loftbólu, sem stúdentar virðast hafa fallið fyrir. Nýjungagirnin er rík með- al stúdenta, sem annarra í þessu þjóðfélagi. Það er Ijóst, að umbótasinnar eiga næsta leik. Það er þeirra að velja með hverjum þeir vilja mynda meirihluta í Stúdenta- ráði. Ef þeir vilja starfa með okkur, þá er það þeirra að eiga frumkvæði að slíku samstarfi. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum, sem eru hags- munamálum stúdenta til fram- dráttar. Hins vegar tel ég það augljóst, að vegna grundvallar- ágreinings, þá kemur samstarf við vinstrimenn ekki til greina. Ég get ekkert sagt um hugsan- lega meirihlutamyndun. Nýtt afl hefur komið fram meðal stúd- enta og það er óþekkt stærð ef svo má að orði komast. Við í Félagi lýðræðissinnaðra stúd- enta munum í kvöld halda -fund um stöðu mála. Við þurfum að skoða okkar mál ofan í kjölinn. Vaka er áfram sterkt afl í stúdentahreyfingunni og við er- um staðráðnir í því, að nýta okkur þennan styrk til hins ýtrasta," sagði Sigurbjörn Magnússon. Full þörf á þriðja aflinu — segir Stefán Matthíasson, efsti maður á lista Félags umbótasinnaðra stúdenta „ÞETTA er mikill sigur og stórkostlegur og staðfestir, að stúdentar í Háskóla íslands eru á sömu skoðun og við. Það er full þörf á þriðja aflinu i Stúdentaráði. Stúdentar hafa lýst óánægju sinni með gömlu listana og bera úrslitin með sér vantraust á bæði vinstrimenn og Vökumenn,“ sagði Stefán Matthíasson, efsti maður á lista Félags umbótasinnaðra stúd- enta i kosningunum til Stúd- entaráðs Háskóla íslands i sam- tali við blaðamann Mhl„ en listi umbótasinna fékk fjóra menn kjörna i Stúdentaráð. „Við sögðum fyrir kosningar, að við myndum vinna með hvort heldur Vöku eða vinstrimönnum á þann hátt, að við fengjum sem flestum stefnumálum okkar framgengt. Þetta er óbreytt. Málin eru í biðstöðu núna. Við bíðum eftir að heyra frá forustu- mönnum hinna listanna. Við höfum nú fjóra menn í Stúd- entaráði en því má ekki gleyma, að Vaka hefur 12 menn og vinstrimenn 14. Við teljum því eðlilegt, að núverandi stjórn Stúdentaráðs stígi fyrsta skrefið í myndun meirihluta og að Vaka gefi að sjálfsögðu einhver merki. Við bíðum því en engar viðræður hafa farið fram. Við munum halda fund í kvöld og ræða stöðu mála og ég legg á það áherzlu, að við lokum engum möguleikum til meirihlutasamstarfs. Ég vona bara, að hreyfing komist á málin sem fyrst því það er öllum í hag. Því lengur sem dregst að fá niðurstöðu um myndun meiri- hluta í Stúdentaráði, því erfið- ara kann að reynast að mynda slíkan meirihluta,“ sagði Stefán Matthíasson. Eðlilegt að umbótasinnar og Vaka myndi meirihluta — segir Jón Júlíus Elíasson, efsti maður á lista Félags vinstrisinnaðra stúdenta „ÉG GET ekkert spáð um það hvernig málin æxlast en mitt persónulega mat er, að við vinstrimenn eigum að vera i minnihluta og leyfa umbóta- sinnum og Vöku að kljást við málin. Ég held að við getum alls ekki farið i sömu sæng og umbótasinnar þar sem þeir hafa gagnrýnt okkar stefnu ótæpilega og aldrei kemur til mála, að fara i samstarf með Vöku. Það er þvi eðliiegt að þessir aðilar myndi meirihluta, en hver niðurstaðan verður kemur í ljós þegar Stúdentaráð kemur saman eftir um það bil þrjár vikur,“ sagði Jón Július Eliasson, efsti maður á lista vinstrimanna i samtali við biaðamann Mbl. i gær. „Við munum væntanlega taka afstöðu til mála á fundi um helgina og þá munu málin skýr- ast. Það er auðvitað ljóst, að umbótasinnar eru nú í oddaað- stöðu. Meðal vinstri manna eru mjög skiptar skoðanir hvort þessi úrslit séu slæm eða góð. Sumir meðal vinstrimanna segja, að þetta sé til góðs þar sem þeir vilja fara í minnihluta og byggja upp sjálfa vinstri- stefnuna og leyfa hinum að mynda meirihlutastjórn. Þá hafa heyrst raddir meðal vinstrimanna um að rétt sé að mynda stjórn með umbótasinn- um, en enginn hefur talað um myndun meirihluta með Vöku. Þá hafa menn bent á, að umbótasinnar hafi byggt upp stefnuskrá á félagslegum grundvelli, sem sé mjög í anda okkar stefnu og því séu úrslitin mikill sigur fyrir vinstrimenn, því stefnuskrá þeirra hafi að mörgu leyti farið vel í nemendur Háskóla Islands," sagði Jón Júlí- us Elíasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.