Morgunblaðið - 13.03.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
17
ólöf Jónsdóttir, 15 ára:
„Þetta var mjög góð mynd, og
hún hefur vonandi góð áhrif hér,
því svona lagað er vissulega til
hér hjá okkur ekki síður en í
öðrum löndum. Mér kom nokkuð
á óvart hve slæmt þetta getur
orðið, og hve fólk getur komist
langt niður í svaðið af völdum
áfengisneyslu.
Það er lítið gert af því í
skólanum hér að kynna þessi
mál, og því er sýning myndar-
innar enn betra framtak en
ella.“
Baldur Jónasson, 14 ára:
„Þetta er góð mynd, og ég held
að hún geti haft þau áhrif að
færri byrji að drekka, eða að
minnsta kosti að fólk hugsi sig
tvisvar um áður. Svona lagað er
sennilega til hér á landi, þó ég
hafi sem betur fer ekki séð slíkt
eða upplifað sjálfur.
Ýmislegt kom mér á óvart í
myndinni, svo sem þegar binda
varð manninn niður á bekk og
setja hann í spennitreyju. Ég
hélt ekki að þetta gæti orðið
svona slæmt."
Sigvaldi Þórisson, 16 ára:
„Myndin var góð, fannst mér.
Þessir hlutir eru til hér hjá
okkur, og efnið kemur okkur því
vissulega við. Þetta vekur fólk
örugglega til umhugsunar, og
sjálfur hafði ég til dæmis ekki
gert mér grein fyrir að þetta
gæti þróast á þennan hátt eða
orðið svo slæmt sem myndin
sýnir.“
Dagar vins og rósa:
SÁÁ hefur sýnt átta
þúsund unglingum í
Reykjavík myndina
UNDANFARNA daga hafa
SÁÁ-samtökin boðið grunn-
skóla- og menntaskólanemum f
Reykjavik að sjá kvikmyndina
„Dagar víns og rósa“, sem sýnd
hefur verið i Austurbæjarbiói.
Myndin er frá árinu 1962, og
með aðalhlutverkin fara þau
Lee Remick og Jack Lcmmon.
Myndin var ekki gerð sem
fræðslumynd um áfengisvanda-
málið, en efni hennar fjallar þó
á óvenju áhrifamikinn hátt um
hvernig drykkjuskapur leggur
lif nokkurra einstaklinga i
rúst.
Sagan hefst á því að ungt par
er að byrja að draga sig saman.
Maðurinn, sem Lemmon leikur,
virðist þegar í upphafi vera
veikur fyrir víni, en unga konan,
sem Remick leikur, smakkar
hins vegar ekki áfengi. Svo fer
þó, er þau hafa gifst, stofnað
heimili og eignast barn, að bæði
leggjast í taumlitla drykkju.
Sýnir myndin hin ýmsu stig
drykkju hjónanna, uns svo er
komiö að ekki virðist unnt að
sökkva öllu dýpra.
Jafnframt bendir myndin þó á
að lausn kunni að vera á vanda-
málum þeirra, en sú lausn bygg-
ist þó fyrst og síðast á því að þau
vilji raunverulega hjálpa sér
sjálf. Um leið og endalok mynd-
arinnar sýna mikla örvæntingu,
felur endirinn þó einnig í sér von
sem gæti ræst ef rétt er á málum
haldið.
Á undan kvikmyndasýning-
unni hafa þeir Pjetur Maack og
Hendrik Berndsen flutt stuttan
inngang um áfengisvandamálið,
og á eftir er bíógestum síðan
afhentur bæklingur með upplýs-
ingum um það hvert fólk hér á
landi getur snúið sér, eigi það
eða fólk því nákomið við áfengis-
vandamál að glíma.
Það eru þrír efstu bekkir
grunnskóla í Reykjavík, sem
komið hafa á myndina, auk
menntaskólanema. Alls sáu um
átta þúsund unglingar kvik-
myndina í þessari viku, en SÁÁ
sá um að koma þeim til og frá
skóla, í rútubílum og strætis-
vögnum. Þeir Pjetur og Hendrik
sögðu megintilganginn með
þessari kvikmyndasýningu vera
þann, að vekja fólk til umhugs-
unar um vandamálið, kvikmynd-
in gæti orðið til þess að fólk sæi
þessa hluti í nýju ljósi og
hugsaði meira um hver bölvald-
Guðrún Bergmann, 15 ára:
„Þetta er alveg ágæt mynd, og
ég held, að hún geti orðið til þess
að skýra hvað hér er í rauninni á
ferðum. Krakkar, til dæmis í
Hólabrekkuskóla, eru sumir
farnir að fikta með brennivín, og
því er þetta efni áreiðanlega
tímabært, enda halda margir, að
þetta geti varla orðið svona
slæmt eins og myndin sýnir.
Það er lítið gert af því að
kynna áfengisvandamálin í skól-
anum, og því finnst mér þetta
mjög jákvætt framtak hjá
SAA.“
Ragnar Scheving, 14 ára:
„Þetta er góð mynd að mínum
dómi, og þó hún gerist í Banda-
ríkjunum, þá eru svona hlutir
vissulega til hér á íslandi einnig.
Mér finnst þetta jákvætt fram-
tak, að taka þessa mynd til
sýninga, og hún getur haft góð
áhrif, á því leikur enginn vafi.
Unglingar hér eru farnir að fikta
við áfengi mjög snemma, og því
er rétt, að enginn gangi að því
gruflandi hvaða hættur þar geta
verið á ferðum."
Nemendur Ilólabrekkuskóla koma út af sýningu myndarinnar
Dagar víns og rósa í Austurbæjarbiói í gærmorgun.
Ljósm: Emilia Bjornsd.
ur áfengið gæti orðið. Þá væri
tilganginum náð. Þeir töldu of
lítið gert af því að kynna áfeng-
isvandamálið í skólum, sem þó
væri full þörf á. Margir ungl-
ingar hæfu drykkju mjög ungir,
jafnvel um 10 ára aldur, og dæmi
væru þess að fólk hefði farið til
Bandaríkjanna í meðferð 15 ára.
Ljóst væri því að ekki væri
vanþörf á að kynna þessi mál, og
ekki síst væri nauðsynlegt að
sýna unglingum staðreyndir
málsins nógu snemma.
Þess má geta, að kvikmyndin
Dagar víns og rósa var sýnd
skólafólki hér á landi fyrir
nokkrum árum, og vakti hún þá
mikla athygli. Nú hefur verið
útvegað nýtt eintak af myndinni
og sett inn á það íslenskur texti.
Myndin verður sýnd á almenn-
um sýningum í Austurbæjarbíói
innan tíðar. Að lokinni sýningu
með nemendum Hólabrekku-
skóla í Reykjavík í gær, ræddi
blaðamaður við nokkra nemend-
ur, og spurði þá álits á myndinni
sem þau höfðu nýlega séð. Fara
svör þeirra hér á eftir.
Freyja V.M. Frisbæk Kristensen lyfjafræðingur
„N iðurstöðurnar
sanna að á rétt
minn var gengið“
„ÉG VERÐ að segja að ég er
afskaplega ánægð með niðurstöð-
ur Jafnréttisráðs. Þær eru sam-
hljóða mínu áliti og sanna, að á
rétt minn hafi verið gengið, hvort
sem ástæðan fyrir brotinu er
vegna kynferðis eða önnur,“
sagði Freyja V.M. Frisbæk Krist-
ensen lyfjafræðingur í viðtali við
Mbl. í gærkvöldi.
Þá sagði Freyja einnig: „En
málið þýðir einnig veikleika jafn-
réttislaganna til að tryggja að
nægilegs jafnréttis sé gætt, eins
og ráðið lýsir yfir og ættu því allir,
sem áhuga hafa á jafnrétti að
hvetja þingmenn sína til þess að
vinna að því, að nauðsynlegar
breytingar verði gerðar.
— Hyggstu sækja rétt þinn
fyrir dómstólunum í framhaldi af
þessari niðurstöðu Jafnréttisráðs?
„Ég óska ekki eftir málaferlum
því mér skilst að þar myndi hvorki
reka né ganga eins og laganna
hljóðan er. Ég skil vel þá yfirlýs-
ingu að æskilegt væri að fá dóm í
máli sem þessu, en ég tel að áður
ætti að fjalla nánar um starfsemi
Jafnréttisráðs og lögin sjálf.
Um yfirlýsingar Svavars fyrr og
nú, um að lengst starfsreynsla í
apóteki hafi ráðið ákvörðun hans,
vil ég segja að ef hún er rétt, þ.e.
að meta beri mest einþætta
starfsreynslu innan sama sviðs í
fjölþættu fagi, þá yrði það til þess
að ekki yrði unnt að fá menntað
fólk til að gegna kennslu, stjórn-
unarstörfum, rannsóknarstörfum,
framleiðslu- og heildsölustörfum.
Og um yfirlýsingar hans í útvarp-
inu í kvöld, þar sem hann gaf í
skyn að lyfsölulögin settu honum
einhvern ramma, vil ég taka fram
að það er rangt. Ef svo væri, þyrfti
ekki umsagnir sérfróðra aðila.“
Freyja sagði í lokin: „Ég efast
ekki um að valdið sé í höndum
ráðherra, en í slíku máli getur
ráðherra ekki siðferðislega, að
mínu mati, staðið gegn ráðunaut-
um sínum. Hann getur ekki heldur
látið pólitískan eða pærsónulegan
þrýsting ráða gjörðum sínum. Það
eru ekki mistök heldur valdníðsla.
Valdníðsla hefur aldrei verið talin
fegurðarblettur þjóðar."