Morgunblaðið - 13.03.1981, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
Greinargerð Jafnréttisráðs:
Um mismunun að ræða — nauðsyn
að endurskoða jafnréttislögin
Telja að erfitt yrði að sanna fyrir rétti að um brot á lögunum sé að ræða
Hér á eftir fer í heild sinni
greinargerð Jafnréttisráðs, sem
fylgir afgreiðslu ráðsins á ka ru
Freyju V.M. Frisbæk Kristensen.
Var eftirfarandi niðurstaða sam-
þykkt einróma á fundi ráðsins í
gærmorgun:
Með bréfi dags. 4. febrúar 1981
óskaði Freyja V.M. Frisbaek Krist-
ensen eftir því, að Jafnréttisráð
rannsakaði veitingu lyfsöluleyfis á
Dalvík 29. janúar sl., en heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra veitti Óla
Þór Ragnarssyni lyfsöluleyfið, enda
þótt lögskipaðir umsagnaraðilar
þessa máls teldu báðir Freyju hæf-
asta til starfsins.
Jafnframt barst Jafnréttisráði
ályktun frá Kvenréttindafélagi ís-
lands, þar sem stjórnin fór þess m.a.
á leit við Jafnréttisráð, að það tæki
fyrrnefnda veitingu lyfsöluleyfis til
meðferðar, sbr. 1. nr. 78/1976 um
jafnrétti kvenna og karla.
Jafnréttisráð óskaði eftir greinar-
gerð frá heilbrigðisráðherra, og
barst hún ráðinu 12. febrúar sl.
Athugun Jafnréttisráðs hefur leitt
eftirfarandi í ljós:
1. I nóvember sl. var lyfsöluleyfi á
Dalvík auglýst iaust til umsóknar.
Umsækjendur um það voru þrír, þau
Freyja V.M. Frisbæk Kristensen,
Magnús Jónsson og Óii Þór Ragn-
arsson.
2. Samkvæmt lyfsölulögum nr.
30/1963 skal leggja umsóknir um
lyfsöluleyfi fyrir nefnd tveggja kjör-
inna manna, annars af hálfu Apót-
ekarafélags íslands, en hins af hálfu
Lyfjafræðingafélags íslands. Nefnd-
in skai láta landlækni í té rökstudda
umsögn um þá umsækjendur sem að
hennar áliti eru hæfastir og skipa
þeim í töluröð eftir hæfni. Land-
læknir skal síðan senda ráðherra
rökstutt álit um það, hverja hann
telji hæfasta og skipa þeim sömu-
leiðis í töluröð. Umsögn nefndarinn-
ar skal fylgja áliti hans.
3. Umsögn nefndarinnar var svo-
hljóðandi:
„Undirritaðir hafa fengið til um-
sagnar 3 umsóknir um auglýst lyf-
söluleyfi á Dalvík. Eftir ítarlega
athugun á umsóknunum og fylgi-
skjölum teljum við alla umsækjend-
ur hæfa. Við höfum orðið sammála
um að skipa þeim í töluröð sem hér
segir, sbr. fyrirmæli iaga nr. 30/
1963: 1. Freyja V.M. Frisbæk Krist-
ensen, 2. Óli Þór Ragnarsson, 3.
Magnús Jónsson. Framangreinda
niðurröðun rökstyðjum við þannig:
Freyja hefur lengstan og fjölbreytt-
astan starfsferil að baki, auk þess
sem einkunn hennar á kandídats-
prófi er miklum mun hærri en hinna
tveggja. Erfiðara er aftur á móti að
gera upp á milli Magnúsar og Óla
Þórs. Það, sem úrslitum réð, var þó
það, að Magnús hefur aðeins starfað
í lyfjabúð um rúmlega tveggja ára
skeið, en hinn tímann í lyfjaheild-
sölu, þar sem lyfjagerð er ekki
stunduð."
Umsögn landlæknis var svohljóð-
andi: „Með tilliti til starfsferils og
stjórnunarstarfa raða ég umsækj-
endum um lyfsöluleyfið á Dalvík í
eftirfarandi röð: 1. Freyja V.M.
Frisbæk Kristensen, 2.-3. Óli Þór
Ragnarsson, Magnús Jónsson."
4. Heilbrigðisráðherra gekk því
framhjá samróma áliti nefndarinnar
og landlæknis um hæfasta umsækj-
andann og veitti Óla Þór Ragnars-
syni umrætt lyfsöluleyfi.
5. í áðurnefndu bréfi Freyju V.M.
Frisbæk Kristensen lýsir hún því, að
á henni hafi verið brotinn réttur af
kynferðislegum ástæðum og biður
Jafnréttisráð jafnframt að taka
málið til rannsóknar.
6. Aðilar á Dalvík sendu ráðherra
bréf, þar sem segir m.a.: „Undirrituð
óska þess, að þér herra ráðherra,
sjáið yður fært að veita Óla Þór
Ragnarssyni lyfsöluleyfi, sem hann
hefur sótt um í Dalvíkurhéraði."
7. I greinargerð ráðherra er því
alfarið vísað á bug „sem tilhæfu-
iausu með öllu“, að um mismunun
eftir kynferði hafi verið að ræða.
Ennfremur segir í greinargerð ráð-
herra: „Við mat á umsögnum lá því
ljóst fyrir að lögskilin starfsreynsla
Óla í lyfjabúð og að lyfjaframleiðslu
var fengin með 6 ára samfelldu
starfi, en Freyja hafði unnið sam-
bærileg störf aðeins í rúm 2 ár. Á
þessu grundvallaðist veiting ráð-
herra til Óla Þ. Ragnarssonar." í
þessu sambandi er rétt að vekja
athygli á, að skv. lyfsölulögunum er
lögskilin starfsreynsla í lyfjabúð 12
mán.
8. Frá því að heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið tók til starfa
sem sjálfstætt ráðuneyti hefur það
veitt lyfsöluleyfi í 23 skipti, auk
lyfsöluleyfisins á Dalvík. Þrátt fyrir
gagnstæða fullyrðingu ráðherra,
kemur fram í yfirliti, að af þessum
23 lyfsöluleyfum hefur aðeins í einu
tilviki þeim verið veitt lyfsöluleyfi,
sem hvorki umsagnarnefnd né land-
læknir raðaði nr. 1 í töluröð. Af því
má ráða, að ráðherrar hafi almennt
talið eðlilegt að fara eftir faglegri
umsögn umsagnarnefndar og land-
læknis.
9. í 1. grein laga um jafnrétti
kvenna og karla segir: „Tilgangur
þessara iaga er að stuðla að jafnrétti
og jafnri stöðu kvenna og karla."
í 2. gr. jafnréttislaganna er máelt
svo fyrir, að konum og körlum skuli
veittir sömu möguleikar til atvinnu.
í 3. gr. sömu laga er kveðið á um,
að óheimilt sé að mismuna starfs-
fólki eftir kynferði, m.a. hvað varðar
stöðuveitingar.
í 10. gr. er kveðið á um Jafnréttis-
ráð og verkefni þess. Þar segir m.a.,
að ráðið skuli sjá um að jafnréttis-
Greinargerð Svavars Gestssonar:
„Yeitingavaldið í höndum ráðherra
— ber hann enda einn stjórnvaldsábyrgð á leyfisveitingunni“
Mbl. barst í gær frá heilbrigð-
isráðuneytinu greinargerð Svav-
ars Gestssonar heilbrigðis- og
tryggingaráðherra frá 12. febr.
sl., sem hann sendi Jafnréttisráði
um ástæður ákvörðunar hans að
veita óla Þ. Ragnarssyni lyfsöiu-
leyfi á Dalvik þrátt fyrir að
umsagnaraðilar hafi talið Freyju
V.M. Frisbæk Kristensen hæfasta
umsækjenda. Fer greinargerð
ráðherrans orðrétt hér á eftir:
„Guðríður Þorsteinsdóttir,
formaður Jafnréttisráðs,
Skólavörðustíg 12,
Reykjavík.
Ákvæði um veitingu lyfsöluleyfa
er að finna í iögum nr. 30/1963.
í lyfsölulögum nr. 30/1963 er talað
um stofnun lyfjabúða og veitingu
lyfsöluleyfis.
Samkvæmt lyfsölulögum veitir
forseti íslands heimild til stofnunar
lyfjabúða og má stofnsetja þær þar
sem þess gerist þörf að dómi ráð-
herra, enda hafi hiutaðeigandi sveit-
arstjórn æskt þess. Lyfjabúð má að
jafnaði ekki stofnsetja annars stað-
ar en þar, sem líkur er til að hún geti
borið sig með eðlilegum rekstri.
Ráðherra ákveður lyfjabúð stað og
veitir leyfi til flutnings hennar að
fengnum umsögnum fagfélaga lyf-
sala og lyfjafræðinga.
Leyfi til að reka lyfjabúð (lyfsölu-
leyfi) verður aðeins veitt einstakl-
ingi, sem uppfyllir skilyrði lyfsölu-
laga, en þau eru:
1. íslenskur ríkisborgararéttur.
2. Lögræði og fjárforræði.
3. Andlegt og iíkamlegt heilbrigði.
4. Umsækjandi skal hafa lokið lyfja-
fræðiprófi, sem metið er gilt hér á
landi.
5. Umsækjandi skal hafa unnið í 12
mánuði sem lyfjafræðingur í lyfja-
búð eða við lyfjagerð hér á landi.
Víkja má frá þessu skilyrði þegar
sérstakar ástæður mæla með því.
6. Heimilt er að synja manni um
lyfsöluleyfi, ef ákvæði 2. mgr. 68. gr.
almennra hegningarlaga eiga við um
hagi hans.
Eins og áður sagði, verður lyfsölu-
leyfi aðeins veitt einstaklingi og er
leyfishafa skylt að hlíta ákvæðum
laga og stjórnvaldsreglna, svo sem
þau eru á hverjum tíma, um rétt-
arstöðu hans og starfshætti.
Þegar veita á lyfsöluleyfi auglýsir
ráðherra eftir umsóknum í öllum
dagbiöðum og Lögbirtingablaði með
4 vikna fyrirvara. Umsóknir skal
senda landlækni. Umsækjendum er
veittur kostur á vitneskju um það,
hverjir hafa sótt. Umsóknir skal
leggja fyrir tveggja manna nefnd,
sem í sitja fuiltrúar fagféiaganna,
þ.e. Apótekarafélags Islands og
Lyfjafræðingafélags íslands.
Kjörtími nefndarmanna er 6 ár.
Nefndin lætur landiækni í té rök-
studda umsögn um þá umsækjendur,
sem að hennar áliti eru hæfastir og
skipar þeim í töluröð, en þó aðeins
þremur hinum hæfustu, ef umsækj-
endur eru þrír eða fleiri. Telji
nefndin einhvern umsækjenda óhæf-
an, skal hún geta þess. Landlæknir
sendir því næst ráðherra rökstutt
álit um það, hverja af umsækjendum
hann telur hæfasta í töluröð, og skal
umsögn nefndarinnar fylgja áliti
hans.
Að fengnum þessum umsögnum
veitir ráðherra síðan lyfsöluleyfi.
Samkvæmt ótvíræðum iagaboðum
er því veitingavaldið í höndum
ráðherra og ber hann enda einn
stjórnvaldsábyrgð á leyfisveiting-
unni. Nefnd fagmanna og landlækn-
ir eru einungis umsagnaraðiiar, ráð-
herra til ráðuneytis, og kemur
hvergi fram í lögunum að álit þeirra
eða röðun umsækjenda sé bindandi
fyrir ráðherra.
Hér fer á eftir yfirlit um veitingar
iyfsöluleyfa frá því að heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið tók til
starfa sem sjálfstætt ráðuneyti.
Lyfsöluleyfi á Sauðárkróki 1970
Umsækjendur voru 5.
Röðun: 1. A
2. B
Leyfið veitt A.
Lyfsoiuleyfi á Húsavík 1970
Umsækjendur voru 6.
Röðun: 1. A
2.-3. B, C
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi á Siglufirði 1971
Einn umsækjandi gaf sig fram eftir
að umsóknartími rann út og var
honum veitt leyfið.
Lyfsöluleyfi á ísafirði 1973
Umsækjendur voru 4.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1. A
2. B
3. C
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi á Biönduósi 1974
Einn umsækjandi gaf sig fram og
var honum veitt leyfið.
Lyfsöluleyfi i Norðurbæjarhverfi
í Hafnarfirði
Umsækjendur voru 3.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1. A
2. B 2. B
3. C 3. C
A dró umsókn sína tii baka og var B
veitt leyfið.
Lyfsöluleyfi á Akranesi 1975
Umsækjendur voru 10.
Röðun: nefnd iandlækn.
1. A
2. B
3. C
B dró þá umsókn sína til baka og var
þá raðað að nýju.
nefnd landlækn.
1. A 1. C
2. C 2. A
3. D 3. D
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi í Vestm.eyjum 1975
Umsækjendur voru 4.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A
2. B
3. C
Levfið veitt A.
Lyfsöluleyfi í Stykkishólmi 1975
Umsækjendur voru 3.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A
2. B
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi í Rvík
(Lyfjab. Iðunn) 1976
Umsækjendur voru 5.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1.-2. D, E
2. B 3.-4. A, B
3. C 5. C
Leyfið veitt E.
Lyfsöluleyfi á Egilsstöðum 1976
Umsækjendur voru 5.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1.-3. A, B, C
2. B
3. C
Leyfið veitt B.
Lyfsöluleyfi í Borgarnesi 1976
Umsækjendur voru 3.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A A
2. B B
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi 1 Neskaupstað 1976
Umsækjendur voru 3.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1. A
2. B 2. B
3. C 3. C
Leyfið veitt B.
Lyfsöluleyfi í Rvík
(Ingólfsapótek) 1976
Umsækjendur voru 6.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1.-3/ A, B, C
2. B
3. C
Leyfið veitt B.
Lyísöluleyfi á Höfn
i Hornafirði 1976
Umsækjendur voru 2.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1.
A 2. B
2. B
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi á Bolungarvík 1977
Enginn umsækjandi gaf sig fram.
Lyfsöluleyfi í Hveragerði 1977
Umsækjendur voru 3.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1.-2. A, B
2. B 3. C
3. C
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi í Keflavik 1978
Umsækjendur voru 10.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1.-2. A,B
2. B 3. C
3. C 4. D
4. D
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi í Mosfellssveit 1978
Umsækjendur voru 5.
Röðun: nefnd landlækn.
1. A 1. A
2. B 2. B
3. C 3. C
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi á Hellu 1978
Einn umsækjandi gaf sig fram og
var honum veitt leyfið.
Staða forstöðumanns
Selfossapóteks 1978
Umsækjendur voru 5.
Röðun: nefnd
1. A 1.
2. B 2.
3. C 3.
Leyfið veitt A.
Lyfsöluleyfi á Seyðisfirði 1979
Engin umsókn barst, en þegar aug-
lýst var aftur gaf einn umsækjandi
sig fram og var honum veitt leyfið.
Lyfsöluleyfi í Rvík
(Holtsapótek) 1980
Umsækjendur voru 9
Röðun: nefnd
1. A 1.-3.
2. B 4.-5.
3. C
Leyfið var veitt A.
Samkvæmt yfirliti þessu hefur
alls 24 sinnum verið veitt lyfsölu-
leyfi frá stofnun ráðuneytisins. Þar
af var aðeins einn umsækjandi
fjórum sinnum og því í 20 tilvikum
um það að ræða að velja þyrfti milli
manna. Þar af hefur 14 sinnum verið
farið eftir þeirri röðun sem nefndin
og/eða landlæknir lögðu til, en sex
sinnum hefur ráðherra kosið að
velja annan til fimmta mann í
landlækn.
A, B, D
C, E
landlækn.
A
B
C
umsögnum áðurnefndra aðila, eða
sem hér segir:
1. 5 sinnum 2. maður.
2. 1 sinni 5. maður í umsögn land-
læknis, en sá komst ekki á blað í
umsögn nefndarinnar.
í eitt skipti af þeim fimm, sem
ráðherra veitti 2. manni í umsögn
nefndarinnar, hafði 1. maður dregið
sig til baka. Þau 5 lyfsöluleyfi sem
hér um ræðir eru sem hér segir:
1. 1971. Norðurbær, Hafnarfirði: 2.
maður í umsögn nefndar.
2. 1976. Iðunn, Reykjavík: 5. maður í
umsögn landlæknis.
3. 1976. Egilsstaðir: 2. maður í
umsögn nefndarinnar.
4. 1976. Neskaupstaður: 2. maður í
umsögn nefndarinnar.
5. 1981. Dalvík: 2. maður í umsögn
nefndarinnar.
Sú veiting lyfsöluleyfis sem hér
um ræðir, einkum á Dalvík, styðst
því í einu og öllu við venjur og lög
eins og hér hefur verið sýnt fram á.
Slíkt er hafið yfir allan efa.
Þegar lyfsölulögin voru rædd á
Alþingi 1963 mælti dr. Bjarni Bene-
diktsson, dómsmálaráðherra, fyrir
frumvarpinu, en þá voru heilbrigð-
ismálin í dómsmálaráðuneytinu.
Hann fjallaði í ræðu sinni um 7.
grein lyfsölulaganna og sagði þá
m.a.:
„Að öðru leyti er um aðra sú
meginregla að veitingavaldið er al-
gjörlega frjálst um það hverjir leyfið
fá.“
I umræðum á Alþingi kom fram
að þeirri hugmynd hafði verið hreyft
í nefnd, að skylda ráðherra til þess
að veita einhverjum hinna þriggja
umsækjenda, sem efst er raðað af
nefndinni, lyfsöluleyfið. Ekki einu
sinni sú hugmynd varð að þingskjali,
hvað þá heldur að hún næði lengra.
Enginn hreyfði þeirri hugmynd að
ráðherra væri skylt að hlíta röðun
nefndarinnar. Þvert á móti kom
fram á Alþingi í umræðum veruleg
andstaða við þau ákvæði laganna, að
skylda nefndina til þess að raða
umsækjendum. Þar var og á það
bent að fráleitt væri í raun að hafa
tveggja manna nefnd hagsmunaað-
ila í þessu verki af margvíslegum
ástæðum.
Alfreð Gíslason, læknir, sat þá á
Alþingi, og sagði meðal annars í
umræðum um málið í efri deild
Alþingis:
„I 7. grein er fjallað um hvernig
fara skuli með umsóknir þeirra, sem
sækja um leyfi til að reka lyfjabúð.
Þar er ákveðið að tveggja manna
nefnd, skipuð af Lyfjafræðingafélagi
íslands og Apótekarafélagi Isiands,
skuli fjalla um umsóknirnar í fyrstu
lotu. Nú er það út af fyrir sig galli að
láta aðeins tvo menn fjalla um slíkar
umsóknir, og það er enn meiri galli,
hvernig þessi nefnd er skipuð, að
hún er skipuð af þeim aðilum sem
mestra hagsmuna hafa að gæta í
sambandi við veitingu þessara leyfa.
Það er mjög óheppilegt og hlýtur að
reynast oft óþægilegt þeim, sem það