Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 19

Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981 19 lögunum sé framfylgt og taka við ábendingum um brot á ákvæðum laganna og rannsaka mál af því tilefni. í 10. gr. segir m.a., að verkefni Jafnréttisráðs sé að: „vera ráðgefandi gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og félögum í málefnum, er varða jafnrétti með konum og körlum í kjaramálum og við ráðn- ingu eða skipun til starfs". Samkvæmt 11. gr. laga um jafn- rétti kvenna og karla er Jafnréttis- ráði heimilt í samráði við hlutaðeig- andi starfsmann að höfða mál í umboði hans til viðurkenningar á rétti hans. Jafnréttisráð vill sérstaklega vekja athygli á eftirfarandi stað- reyndum málsins: 1. Af þeim 23 lyfsöluleyfum, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur veitt, hefur aðeins í einu tilviki þeim verið veitt lyfsöluleyfi, sem hvorki umsagnarnefnd né land- læknir skipuðu í fyrsta sæti. 2. Samfelldur starfstími Freyju V.M. Frisbæk Kristensen er um þrem árum lengri en Óla Þ. Ragn- arssonar, en bæði hafa starfað allan tímann á sérsviði menntunar sinnar. 3. Bæði umsagnarnefnd og álits- aðili skipuðu Freyju í fyrsta sæti meðal umsækjenda. 4. Óumdeilt er að Freyja hlaut verulega hærri einkunn en Óli á kandidatsprófi. 5. Megin röksemd ráðherra fyrir að ganga fram hjá áliti umsagnar- nefndar og landlæknis er sú að Óli hafi lengri reynslu í lyfjabúð. verk eiga að vinna, þeirri tveggja manna nefnd. Þessi tveggja manna nefnd þannig skipuð á að láta landlækni í té rökstudda umsögn um umsækjendur og ekki nóg með það, heldur á hún að skipta þeim í töluröð, 1., 2. og 3., eftir hæfni að dómi nefndarinnar, og ekki nóg með það, heldur hefur hún líka rétt til þess að dæma þann sem hún vill óhæfan sem umsækjanda. Þetta síð- asta er mjög leiðinlegt ákvæði og mjög hættulegt ákvæði. Þetta hefur tíðkast víða að eins konar nefndir hafi leyfi til að dæma einn umsækj- anda óhæfan, og mér er kunnugt um að freklegt ranglæti hefur verið framið undir því yfirskini að um- sækjandi væri óhæfur. Þetta er engan veginn gott með þetta ákvæði um þessa tveggja manna nefnd. Hún á að raða umsækjendum, hversu margir sem þeir eru, en hún má ekki raða nema þremur þeim hæfustu. Hinir eiga að fara í eins konar úrkast og verða eins og utan flokka þegar umsóknirnar berast landlækni og ráðherra, svo að það verður ekki auövelt fyrir ráðherra að skipa þann mann sem í úrkastinu er, jafnvel þó að hann sé að dómi landlæknis og ráðherra sá hæfasti, að ég nú ekki tali um þá eða þann umsækjanda sem þessi tveggja manna fornefnd hefur dæmt óhæfa." Alfreð Gíslason var einn örfárra manna á Alþingi Islendinga á þeim tíma — og raunar síðar — sem gjörþekktu heilbrigðisþjónustuna. Og hann var eini maðurinn sem í umræðum um málið á Alþingi sá ástæöu til þess að gagnrýna bæði skipan og skyldu nefndarinnar. Að öðru leyti komu ekki fram skoðanir á hlutverki nefndarinnar í umræðum á Alþingi utan þess sem áður var vitnað til ummæla Bjarna Bene- diktssonar. Það er því ljóst hver var vilji löggjafans þegar lögin voru sett og styrkja þessar tilvitnanir enn þá niðurstöðu, sem fyrr var orðuð, að við veitingu lyfsöluleyfis á Dalvík, hafi bæði verið farið að lögum og venjum sem síðan hafa myndast á tæpum átján árum frá því að lögin tóku gildi. Mat ráðherra byggist á þessu: Freyja Matthíasdóttir Frisbæk lauk kandídatsprófi í lyfjafræði 1971. Strax að námi loknu, eða í ágúst 1971, hóf hún störf í lyfja- máladeild danska innanríkisráðu- neytisins þar til 5. ágúst 1978. í september sama ár, hóf hún störf í Kópavogsapóteki sem yfirlyfjafræð- ingur og hefur starfað þar síðan. Óli Þ. Ragnarsson lauk kandidats- prófi 1974. Hann hóf störf að námi íoknu í Vesturbæjarapóteki og hefur unnið þar síðan, eða í rúm 6 ár. Frá 1. ágúst hefur hann starfað í sama apóteki sem yfirlyfjafræðingur og verið staðgengill apótekara í fjar- veru hans. Ennfremur hefur hann, 1976 og 1980, verið staðgengill apót- ekarans á ísafirði og 1977 og 1978 var hann staðgengill apótekarans á Dalvík. Allt frá 1976 til þessa dags Þegar allt þetta er virt verður tæpast annað séð en að um mismun- un sé að ræða, hvort sem hún er vegna kynferðis eða af öðrum ástæð- um. Vegna strangra sönnunarreglna gæti þó reynst erfitt að sanna að um hafi verið að ræða brot á jafnréttis- lögunum, en Freyja hefur ekki óskað eftir að málið verði borið undir dómstóla. Jafnréttisráð átelur því þessa veit- ingu ráðherra og að hann skyldi ekki leita álits ráðsins áður en hann veitti lyfsöluleyfið, en eins og fram hefur komið er það m.a. hlutverk Jafnréttisráðs að vera ráðgefandi gagnvart stjórnvöldum við stöðu- veitingar. Jafnréttisráð telur að stjórnvöld- um beri að ganga á undan með góðu fordæmi í þessu sem öðru og væntir ráðið þess að stjórnvöld gæti jafn- réttissjónarmiða kynjanna. Þá vill Jafnréttisráð benda á að þessi veiting verður síst til að hvetja konur til að sækja um ábyrgðarstöð- ur. Við umfjöllun þessa máls hefur Jafnréttisráði orðið enn ljósara en áður hve mikið vantar á að jafnrétt- isiögin tryggi nægilega að jafnréttis sé gætt. Ráðið telur því nauðsynlegt að endurskoða lögin og leita leiða til þess að gera þau virkari. Einróma samþykkt á fundi Jafn- réttisráðs 12. mars 1981. Fyrir hönd Jafnréttisráðs, Guðríður Þorsteinsdóttir, Bergþóra Sigmundsdóttir. Samvinnubankinn Sparivelta Nú getur þú stofnað verðtryggðan spariveltureikning í Samvinnubankanum. Um leið og þú verðtryggir pening- ana þína tryggir þú þér rétt til lántöku, - Samvinnu- bankinn skuldbindur sig til að lána þér sömu upphæð og þú hefur sparað að viðbættum vöxtum og verðbótum! Sparivelta Samvinnubankans er jafngreiðslulánakerfí, sem greinist í þrennt: Spariveltu A, skammtímalán; Spariveltu B, langtímalán; og Spariveltu VT, verðtryggð lán. Láttu Samvinnubankann aðstoða þig við að halda í við verðbólguna. Fáðu nánari upplýsingar um spariveltuna hjá næstu afgreiðslu bankans. hefur Óli verið staðgengill forstöðu- manns iyfjabúrsins á Landakots- spítala í Reykjavík, bæði í sumar- leyfum forstöðumannsins og ýmsum öðrum forföllum. 1979 var Óli stað- gengill forstöðumanns lyfjabúrsins á Borgarspitalanum í Reykjavík og nú á þessu ári hefur hann starfað sem slíkur í Iyfjabúrinu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Ráðherra voru að sjálfsögðu kunn störf Freyju í lyfjamáladeild danska innanríkisráðuneytisins um 7 ára skeið, en samkvæmt ákvæðum lag- anna (5. tl. 9. gr.) eru slík stjórn- sýslustörf ekki metin til jafns við störf í lyfjabúð eða við lyfjagerð. Jafnvel er svo að orði komist, að einu starfsskilyrðin sem umsækjendur um lyfsalaleyfi þurfi að uppfylla, séu störf í lyfjabúð eða að lyfjagerð. Frá því skilyrði má þó víkja, ef „sérstak- ar ástæður mæia með því“. Verður ekki framhjá því litið, að löggjafinn hefur talið störf í lyfjabúð og lyljagerð eitt af undirstöðuatriðum veitingar lyfsöluleyfis. Við mat á umsóknum lá því ljóst fyrir, að lögskilin starfsreynsla Ola í lyfjabúð og að lyfjaframleiðslu var fengin með 6 ára samfelldu starfi en Freyja hafði unnið sambærileg störf aöeins í rúm 2 ár. A þessu jgrundvallaðist veiting ráðherra til Óla Þ. Ragnarssonar. í bréfi Jafnréttisráðs er einvörð- ungu óskað skýringar á leyfisveit- ingunni. Þær skýringar eru fram komnar hér á undan. Jafnframt er heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu kunnugt um að Jafnréttis- ráð hefur aflað sér annarra gagna í málinu. Með þessari greinargerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins fylgja ennfremur Ijósrit af þeim gögnum sem umsækjendur lögðu fram svo og undirskriftalisti sá sem barst frá nokkrum Dalvík- ingum. Tekur ráðuneytið skýrt fram að gögn þessi ber að sjálfsögðu að fara með sem trúnaðarmál í einu og öllu. Með þeirri greinargerð sem hér er farin á undan, telur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að fulln- aðarskýringar séu fram komnar af þess hálfu í málinu. Ráðuneytið telur ekki ástæðu til þess að taka afstöðu til þeirra aðdróttana sem fram koma í bréfi Freyju Matthías- dóttur Frisbæk um mismunun um- sækjenda eftir kynferði. Þeirri full- yrðingu vísar ráðuneytið algjörlega á bug sem tilhæfulausri með öllu. Samkvæmt lögum og stjórnarskrá landsins ber ráðherra alla ábyrgð i slíkum málum. Þess vegna er honum skylt að kynna sér málin efnislega og dæma út frá þeim forsendum sem fyrir liggja. Hvergi í lögum né heldur þeirri venju sem skapast hefur kemur fram að ráðherra hafi litið á það sem skyldu sína að hlíta úrskurði hagsmunaaðila, enda væri slíkt fráleitt og stangaðist á við grundvallarþætti stjórnskipunar- innar.“ VERÐTRYGGÐ Sparivelta Fyrirhyggja í fjármálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.