Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
+
Hjartkær móöir mín og dóttir,
KRISTÍN ADALBJÖRNSDÓTTIR,
Skólavörðustíg 24A,
lést í Landspítalanum 12. marz.
Kolbrún Karlsdóttir,
Þorbjörg Grimsdóttir.
t
Faöir okkar,
STEINGRÍMUR PÁLSSON,
fyrrvarandi alþingismaöur,
Brú, Hrútafiröi,
lést í Borgarspítalanum 10. þ.m. Jaröarförin auglýst síöar.
Halgi Steingrímsson,
Hólmfríöur Steingrímsdóttir,
Þórir Stoingrímsson.
+
Eiginkona mín, móöir okkar og dóttir,
SIGRÍÐUR INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
löufelli 8,
lést í Borgarspítalanum miövikudaginn 11. marz.
Garóar Karlsson,
Agnes Garðarsdóttir, Jón S. Garöarsson,
Agnes Oddgeirsdóttir.
+
Eiginkona mín,
GUDRUN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Fólkagötu 12, Reykjavik,
lést á Borgarspítalanum 12. marz 1981.
Guójón Gíslason.
+
Sonur minn, bróöir okkar og mégur,
EYJÓLFUR VIÐAR ÁGÚSTSSON,
Bjólu, Rangórvallasýslu,
lést í Borgarspítalanum hinn 11. mars sl.
Ingveldur J. Jónsdóttir,
Jón I. Ágústsson,
Einar Ó. Ágústsson,
Arnþór Ágústsson,
Svava Ágústsdóttir,
Guöbjartur Ágústsson,
Ingvar Ágústsson,
Sssmundur B. Ágústsson,
Ragnhildur Kristófersdóttir,
Jóna K. Siguröardóttir,
Guöríöur Bjarnadóttir,
Hrafnkell Ársælsson,
Ragnhildur Pólsdóttir,
Elinborg Siguröardóttir,
Svanborg Jónsdóttir.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö við fráfall og jaröarför fööur
okkar, tengdafööur og afa,
LOFTS A. BJARNASONAR.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Hjónaminning:
Magnús Jóhannes-
son og Margrét Ama
dóttir frá Alviðru
Hinn 17. desember sl. andaðist
vinur minn Magnús Jóhannesson
frá Alviðru, að dvalarheimili aldr-
aðra á Hellu.
Magnús fæddist 9. desember
1890 að Skarfanesi í Landssveit.
Hann var sonur hjónanna Jóhann-
esar Magnússonar (móðir Jóhann-
esar var hin kunna Sigríður í
Skarfanesi) og Þorbjargar Jó-
hannesdóttur á Skriðufelli, Jóns-
sonar bónda að Vælugerði í Flóa,
f. 1808, Árnasonar bónda að Hlíð
undir Eyjafjöllum, f. 1769 Bjarna-
sonar bónda þar, f. 1726, Árnason-
ar bónda þar, f. 1688, Ólafssonar
bónda þar, f. um 1650, Höskulds-
sonar Hannessonar Chrumbeck,
er var enskur maður og bjó að
Lambafelli undir Eyjafjöllum
nokkru eftir aldamótin 1600. Þau
Þorbjörg og Jóhannes byrjuðu
sinn búskap að Skarfanesi í
Landssveit 1888 eða '89 og þar
eignuðust þau 2 börn, Magnús og
Sigríði Guðrúnu, þaðan flytja þau
að Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi
og búa þar til vorsins 1904, en slitu
þá samvistum. Þorbjörg fór þá að
Skriðufelli, en Jóhannes fór vestur
á Snæfellsnes að Knerri í Breiðu-
vík, börn þeirra Magnús og Sigríð-
ur Guðrún fóru með föður sínum
vestur svo og Ingvar Jónsson, er
ólst upp hjá Jóhannesi, einnig fór
með þeim ung kona Ingveldur
Jónsdóttir frá Geldingaholti, en
þau Jóhannes giftust síðar. Að
Knerri dvöldu þau í 2 ár, en flytja
vorið 1906 að Dal í Miklaholts-
hreppi og búa þar til vorsins 1911,
en þá flytja þau aftur austur í
Árnessýslu að Úthlíð í Biskups-
tungnahreppi, en um líkt leyti fór
Sigríður Guðrún að búa með
Elíasi Kristjánssyni að Arnar-
tungu en þau fluttu fljótlega að
Elliða og búa þar til þess að hún
andaðist 1928. Að Úthlíð búa þau
hjón Jóhannes og Ingveldur,
ásamt dóttur sem þau áttu, Ing-
unni Jónu, Magnúsi og Ingvari, en
að Úthlíð eignuðust þau soninn
Ragnar, f. 1913 d. 1953. Frá Úthlíð
flytja þau vorið 1914 að Laugar-
bökkum í ölfusi og búa þar til
vorsins 1927, en þá skildu leiðir,
hjónin fluttu frá Laugarbökkum
til Reykjavíkur, en Magnús flytur
vestur að Elliða til systur sinnar,
en Þorbjörg móðir þeirra systkina
dó þar það vor, en hún bjó þá hjá
Sigríði Guðrúnu að EUiða. Þor-
björg var jarðsett að Staðarstað,
einnig var Sigríður Guðrún jarð-
sett þar, en hún andaðist árinu
eftir, aðeins 40 ára gömul. Magnús
dvaldi að Elliða fram á fyrri part
vetrar, en flytur þá til Reykjavík-
ur og vann mest við byggingar-
vinnu, en hann fékk síðar iðnbréf í
þeirri grein.
Árið 1929 gekk Magnús í hjóna-
band með nágrannakonu sinni að
austan, Margréti Árnadóttur í
Alviðru, en hennar forfeður voru
búnir að búa í Alviðru í langan
tíma eða allt frá því að Þorvaldur
Þorsteinsson kemur þar fyrst.
Þorvaldur var Mýramaður, fór
ráðsmaður að Botni í Meðallandi
til ekkjunnar Guðríðar Vigfús-
dóttur er þar bjó eftir 1761. Þau
bjuggu þar góðu búi, en Guðríður
dó 1774. Þorvaldur bjó þar áfram
við rausn til þess er Skaftáreld-
arnir brutust út og Botn varð
eldinum að bráð, fór þá Þorvaldur
vestur á bóginn, fyrst að Hafursey
og var þar í um 2 ár, en síðan
áfram vestur í Selvog, þar sem
hann fékk Hlíð til ábúðar og bjó
þar í 4—5 ár, en um það leyti var
verið að selja jarðir Skálholts-
stóls. Á einu slíku jarðauppboði í
Bakkárholti keypti hann Álviðru
og flutti þangað 1788 eða ’89. Eftir
hans daga þar bjó dóttir hans
Sigríður með manni sínum Helga
Árnasyni eða frá 1824 til þess er
Árni sonur þeirra tók við og bjó
þar með konu sinni Þuríði Sigurð-
ardóttur til vorsins 1881 er við tók
sonur þeirra Jón og bjó þar með
+
Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför,
ARA Ó. THORLACIUS,
endurakoöanda.
Aöatandendur.
+
Viö þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúö viö
andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
GUÐLAUGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Granaskjóli 7, Reykjavík.
Þorateinn Ingólfaaon, Maríanna Mortenaen,
Elln Ingólfadóttir, Þorgeir K. Þorgeiraaon,
Auður Ingólfsdóttir, Þór Halldórsson,
Svsrrir Ingólfsson, Lilly Svava Snævarr
og barnabörn.
+
Jaröarför móöur okkar, tengdamóöur oa ömmu,
SIGRÍÐAR ÓLAFSDOTTUR,
Þórkötlustööum, Grindavtk,
fer fram frá Grindavíkurkirkju, laugardaginn 14. mars kl. 2.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuö.
Ólafur Guömundsson, Guórún Ólafsdóttir,
Kristín Guömundsdóttir, Kristján Sigmundsson,
Hulda Guömundsdóttir, Ágúst Guójónsson
og barnabörn.
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur okkar og
fósturbróöur,
INGVARS ÁGÚSTS STEFÁNSSONAR.
Mélfríöur Stefénsdóttir,
Stafanfa Ottesen,
Júnfa Stefénsdóttir.
konu sinni Margréti Sigurðardótt-
ur til þess er hann dó vorið 1900,
50 ára gamall. Margrét hélt þá
áfram búskap, en hún andaðist
veturinn eftir, aðeins 43 ára göm-
ul. Eldri börn þeirra héldu þá
áfram búskap þar og veitti elsti
sonurinn Árni, heimilinu forustu,
21 árs gamall. Skömmu síðar kom
Sigrún Sigurðardóttir frá Tanna-
stöðum ráðskona til Árna og áttu
þau saman eina dóttur Margréti, f.
1904, ennfremur áttu þau son er
dó sem kornabarn. Margrét ólst
upp í foreldrahúsum, fór nokkuð í
skóla áður en hún giftist Magnúsi,
en þau áttu sitt fyrsta heimili í
Reykjavík þar til að þau fluttu
austur að Alviðru 1940. Eftir
komuna þangað vann Magnús að
búi tengdaforeldra sinna eða í
byggingarvinnu, en þau eignuðust
brátt hluta búsins og unnu þar í
samvinnu við Árna og Sigrúnu til
dánardægurs þeirra, en þau létust
á sama árinu, 1966, Sigrún 11 maí,
þá 93 ára gömul, en Árni 6.
október, þá 86 ára gamall. Eftir
lát þeirra búa þau ein, en í
ágústmánuði 1968 veiktist Mar-
grét og lá oft sárþjáð og andaðist
á Landspítaianum 18. desember
1968 og var jarðsett við hlið
foreldra sinn að Kotströnd 28.
desember.
Ljúft er mér að minnast þessa
góða fólks er sat Alviðru yfir 60 ár
með sóma og rausn. Árni var um
margt forustumaður, meðal ann-
ars hóf hann fyrstur manna þar
um slóðir fiskeldi eða árið 1921 og
hélt því áfram til ársins 1945. Rétt
er að geta þess að einn þáttur
Alviðrumanna var að ferja á
Soginu, en það lagðist af er Sogið
var brúað 1905. í langan aldur
hefur Alviðra verið í þjóðbraut og
gestrisni þar mikil, svo var þar og
áfram í tíð Margrétar og Magnús-
ar. Eftir lát Margrétar er Magnús
nú einn eftir í Alviðru, háaldraður
eða 78 ára gamall og eru flestir
hættir öllu veraldarvafstri á þeim
aldri, en það átti nú ekki við
Magnús og hélt hann áfram bú-
skap, en sá fljótlega að það var
honum ofraun og fargaði hann
fénaði sínum smátt og smátt og
var fátt eitt eftir, er hann fór frá
Alviðru og sagði jörðinni lausri,
en nokkru áður hafði hann gefið
Árnessýslu og samtökum er nefna
sig Landvernd, jörðina Alviðru
ásamt húsum og stórri landspildu
úr landi öndverðarness.
Ég hefi nú drepið á smáþætti
um forfeður og líf þessara vina
minna í Alviðru er ég kynntist
mjög vel, en mest þó Magnúsi sem
mér er ljúft að minnast. Nokkru
eftir lát Margrétar stofnaði hann
sjóð er ber nafn hennar og skal
varið til líknarmála. Magnús var
mikill vinnumaður. í Alviðru
ræsti hann landið og ræktaði og í
hans tíð voru öll hús endurbyggð.
Þær miklu breytingar er urðu hér
á landi á öllu þjóðlífi okkar fóru
vissulega ekki framhjá Magnúsi,
og var það hans líf og yndi að geta
átt ný og góð tæki til að létta
störfin og hafði hann þrátt fyrir
háan aldur ótrúlega leikni í
stjórnun þeirra. Magnús var fróð-
ur og mundi hann vissulega tím-
anna tvenna frá sárustu fátækt til
auðs og allsnægta, hann var hjálp-
samur og góðru granni nágranna
sinna, höfðingslyndur, en skapið
stórt og erfitt til sátta ef honum
fannst sér misboðið.
Þá er hann ákvað að fara frá
Alviðru, þá held ég að hann hafi
ekki gert sér ljóst hve mikill
einstæðingur hann var í raun, né
valið bestu leiðina til dvalar og
hann gerði sér ábyggilega ekki
ljóst hve mikið hann var bundinn
þeim stað í vöku og svefni og meir
og meir eftir því sem hann
fjarlægðist sínu fagra umhverfi í
Alviðru og góðu grönnunum þar.
Það kom mér ekki á óvart að hann
valdi sinn hvílustað í nálægð
ömmu sinnar á Skarði í Lands-
sveit, sú ákvörðun var gömul. Að
lokum, fátt fyrirleit Magnús meir
en alla smámennsku og harma ég
vissulega að vita ekki um hans
útfarardag.
Frá vinum og kunningjum hans
færi ég því góða fólki er annaðist
hann og létti honum síðustu
stundirnar kærar þakkir.
Egill Guðjónsson