Morgunblaðið - 13.03.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
29
TH^r
VELVAKANDt
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
Ekki er gert ráð fyrir stöðvun
Álversins í nýjustu orkuspá, en
greinilega tekið fyrir stækkun þess.
Það ætti þó að vera öllum ljóst, að
stórhagur er að stækkun þess, bæði
fyrir þjóðina og ísal. Áreiðanlega
gengur verr, eða verður jafnvel
vonlaust, að fá fram hækkun orku-
verðs til Álversins, ef það á hættu
orkuskömmtun langtímum saman á
hverjum vetri og verður auk þess
neitað um stækkun, sem áreiðanlega
myndi opna leið til stórhækkunar
orkuverðs.
Ingjaldur Tómasson
Stöðugt hækk-
andi olíuverð
Eins og ég benti á í blaðagrein
nýlega, eru nú fjölmörg fyrirtæki
neydd til að nota rándýra og stöðugt
hækkandi olíu, sem svo orsakar
sífellt hækkandi vöruverð. Og hvað-
an á svo hin nýja íslenska iðnvæðing
að fá orku? Svo ekki sé nú talað um
rafknúin samgöngutæki, vinnuvélar
og margt fleira, sem ég hefi marg-
sinnis bent á. Nei, olía skal það vera,
segja orkuyfirvöld, með allt orku-
sparnaðarnefndafarganið í taglinu.
Tökum bara stöðugt vaxandi erlend
lán (þar er sko stóriðja sem blífur)
og kærum okkur kollótta, þótt þjóðin
verði algerlega ósjálfbjarga efna-
lega, táknrænt við fuglinn í fjörunni
sem lendir í olíubrák. Alltaf öðru
hvoru sendir olíuauðvaldið út lyga-
fregnir um miklar nýjar olíulindir
víðs vegar um heim. Og alltaf er
verið að boða verðlækkun olíuvara.
Staðreyndin er að olíuverð fer stöð-
ugt hækkandi, nú síðast heimtar
íslenska olíuauðvaldið stórhækkun
olíuverðs (svartolía: 30% hækkun).
Til óútreiknanlegs
skaða fyrir þjóðina
Eins og ég hefi bent á, tel ég að
Sultartangavirkjun sé ekki besta
lausnin, en hún er þó skárri en engin
lausn, og hefur líklega meirihluta-
fylgi á Alþingi, og stöðvar þar með
neitunarstefnu Alþýðubandalagsins
gegn allri innlendri orkuöflun. Hefj-
ið því undirbúning að Sultartanga-
virkjun af fullum krafti þegar á
næsta vori. „Þar þarf hvorki að
óttast Pál Pétursson né kindur
hans,“ eins og eitt dagblaðið komst
svo hnyttilega að orði nýlega. Talað
er um að ýmsir frammámenn þjóð-
arinnar hafi misst niður um sig í
sambandi við togarakaup. Þeir eru
þó líklega öllu fleiri, sem hafa misst
buxurnar í virkjunarmálunum, til
óútreiknanlegs skaða fyrir þjóðina
um mörg ókomin ár.“
„Samtal var við Hjörleií Gutt-
ormsson orkuráðherra í Morg-
unpósti fyrir skömmu. Þar
fannst mér hann gefa mjög loðin
svör. Hann talaði um að ná
„samheillegri uppistöðu" og að
ná sér inn á „sléttferli” í orku-
málum!“
Tilfinn-
ingamál
hjá öllum
Margrét Sigurðardóttir
skrifar:
„Ég las grein Sigurðar
Þorbjarnarsonar frá Geita-
skarði í Morgunblaðinu 17.
febrúar. Þar skýrir Sigurð-
ur frá barnsfæðingu og
heldur því fram, að lækn-
um hafi orðið á hörmuleg
og vítaverð mistök, eins og
það er orðað í greininni.
Ég skil vel tilfinningar
Sigurðar og hans fjöl-
skyldu, þar sem systir mín
varð fyrir svipaðri reynslu
á sama spítala hjá sama
lækni. Hún leið mikið fyrir
það og það verður alltaf
opið sár. Þetta er tilfinn-
ingamál hjá öllum, sem
verða fyrir svona lífs-
reynslu.
Systir mín spurði mig oft
að því, og einnig manninn
sinn: „Af hverju gerðuð þið
ekkert til þess að hjálpa
mér?“
Það bera allir mikla virð-
ingu fyrir læknum og við
treystum þeim. En í þetta
skipti fæddist drengur eftir
3—4 sólarhringa barning.
Drengurinn hefur ekki þá
heilsu, sem allir óska sér.“
Þessir hringdu... Hver hefur svikið hvern?
Opið allan
sólarhringinn
Hafsteinn Þorsteinsson símstjóri
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Því var haldið fram í
dálkum þínum á miðvikudaginn, að
lokað væri fyrir skeytamóttöku hjá
okkur kl. 20. Þetta er ekki rétt. Í 06
er afgreiðslan opin til kl. 21 á hverju
kvöldi, en eftir það er stillt inn til
símritaranna, sem svara alla nótt-
ina. Hins vegar getur það auðvitað
dregist nokkuö að svarað sé, ef
mikið er að gera.
G.St. hafði samband við Velvak-
anda og kvaðst hafa lært þulu af
ömmu sinni eða föður skömmu eftir
aldamót: — En það er nú svo, að ég
man orðið aðeins bláupphafið. Þul-
an er upptalning á öllum þeim
hlutum, sem búandi maður í sveit
þarf að hafa. Byrjunin er svona:
Fáta-k* þeK»r byrja bú
bresta vtll efnln flest,
jörðina, stúlku, ker og kú.
kvikfénað. reipi or hest.
Ég er ættaður úr Rangárvalla-
sýslu, en veit ekkert um uppruna
þulunnar. Ég hef ekki rekist á neinn
sem hefur kunnað hana og treysti
því á liðsinni þitt við að fá fram-
haldið og vitneskju um höfundinn.
Húnvetningur skrifar:
„Það er mikið talað um Blöndu-
virkjun þessa dagana. Hér fyrir
norðan er safnað undirskriftum og
síðan þeysa menn suður og taka
hús á þeim í Alþingi. Svo er öllu
ballinu sjónvarpað okkur hér til
mikillar ánægju. í ræðustólnum
birtust jafnvel menn, sem við
vorum búnir að gleyma að sætu á
þingi fyrir okkur. Heldur fannst
mér Ingólfi Guðnasyni, sem hóf
umræðuna utan dagskrár, farast
óhönduglega. En þetta er líklega
fyrsta ræðan hans í þinginu, svo
ósanngjarnt er að ætlast til meira
af honum.
Kosinn með meira
atkvæðamagni en
nokkru sinni fyrr
Svo er að sjá, að sumir fram-
sóknarmenn ætli að nota þetta
mál til að berja á Páli á Höllu-
stöðum og hafa jafnvel gefið
ótvírætt í skyn að þingmannsferill
hans væri senn á enda. En Páll
svarar fyrir sig, og vekur hógvær-
lega athygli á því að skoðanir hans
á Blönduvirkjun nú eru þær sömu
og fyrir síðustu kosningar, og sem
hann þá gerði heyrum kunnugt.
Út á þær skoðanir var Páll m.a.
kosinn með meira atkvæðamagni
en nokkru sinni fyrr, á sama tíma
og fylgið hrundi af Pálma á Akri,
sem álitinn var fylgismaður
Blönduvirkjunar. Þetta setur þá
framsóknarmenn, sem hugðust
grípa tækifærið og losa flokkinn
við Pál í eitt skipti fyrir öll, í hinn
mesta vanda. Það kemur sem sagt
í ljós, að Páll á Höllustöðum er
sjálfum sér samkvæmur í þessu
máli og hefur engan svikið.
Hvað skyldu íhaldssálirnar á
Norðurlandi vestra segja, sem
kusu Pálma á Akri síðast í
fullvissu þess að hann berðist
fyrir hugsjónum Sjálfstæðis-
flokksins á næsta kjörtímabili, en
fáum vikum síðar svíkur flokk
sinn og stefnu og sér enga lausn
vænlegri fyrir þjóðina, en leiða
kommúnista til vegs og valda í
landinu?"
53^ SlGeA V/öGA í 1/LVtíWW
Utsala
á efnum
Ullarefnum, terelyneefnum, fóöurefnum og
flaueli.
Verksmiðjusalan,
Skipholti 7.
ARBÆJAR-
MARKAÐURINN
ROFABÆ 39
Kaffikynning
,rV-3eiat^arKa
Fjorar odyrar tegundir
Gæðaklassi 1
NOATUN
Nóatúni 12
Z£KÍ \tytö ÉG „
m sm ávtmw,
smýíNAt
LVfó \iVAQ Fá
s m ávmozl
s vft m\ mt