Morgunblaðið - 13.03.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
31
NM í golfi ’80
á Akureyri?
EFTIR ÞVÍ sfin Morgunblaðið þeim hiutum flestum í lai? strax
kcmst næst, er á því möguleiki
að Norðurlandamótið í golfi
verði haldið á golfvellinum á
Akureyri árið 1982. GSÍ mun
hafa óskað eítir því við
Golfkiúbb Akureyrar, að hann
taki mót þetta að sér. Ef þetta
má takast, þarf að gera ýmsar
endurbætur á golfvelli GA að
Jaðri og verður þá að kippa
í sumar. því nú er jú 1981.
Völlurinn að Jaðri er 9 holu
völlur, en verið er að stækka
hann í 18 holur, hann er 2945
metrar á lengd og þykir erfiður á
íslenskan mælikvarða. í þessu
sambandi má minna á, að Evr-
ópumót unglinga fer fram á
Grafarholti í sumar.
Kraftlyftinga-
jötnar vilja
keppa hérlendis
Lyftingasambandi íslands
hafa borist skilaboð frá nokkrum
þekktum kraftlyftingamönnum
þess eðlis, að þeir hafi áhuga á
því að koma til íslands i sumar
og keppa við fremstu kraftlyft-
ingamenn landsins. Hér er m.a.
um Bndges nokkurn að ræða.
sem átti réttstöðulyftuheimsmet-
ið sem Skúli sló, og Larry Paci-
fico, kappi sem keppir í 100 kg
flokki og hefur lyft í samanlögðu
yfir 900 kg.
Ekki er útséð hvort að LSÍ getur
tekið á móti mönnum þessum
fjárhagsins vegna, en víst er þó, að
sambandið hefur fullan hug á að
reyna allar leiðir í þeim efnum.
Tapar Fram gegn KR
I KVÖLD verður í Laugardals-
höll annar leikurinn i fallkeppni
HSÍ. Leika þar Fram og KR og
hefst leikurinn kl. 19.00.
Framliðið verður að sigra i
þeim leik tii þess að forða sér frá
falli. Strax á eftir leika ÍR og
Ármann í 2. deild karla og á eftir
þeim ieik verða tveir leikir i 1.
deild kvenna. Annar á milli
Fram og Hauka en hinn á miili
Vajs og KR.
Á Akureyri leika svo Þór Ak.
og HK í 2. deild karla og að
Varmá leika i sömu keppni UBK
og UMFA. Báðir leikirnir hefjast
kl. 20.00.
Vafasamt víti
bjargaði Val
MIKIL var heppni Valsmanna.
þegar þeir léku við FH í bikar
keppninni á miðvikudagskvöldið
var. Þegar ein mínúta var til
leiksloka skoraði Sæmundur
Stefánsson 22. mark FH og virt-
ist allt stefna i sigur þeirra.
Valsmenn hófu leikinn aftur, en
FH-vörnin gaf hvergi færi á sér.
En þegar 4 sek. voru til leiksloka
gerði Stefán Halldórsson örvænt-
ingarfulla tilraun til þess að
brjótast inn úr horninu, en lenti
beint í íanginu á Guðmundi Árna
Stefánssyni og ekkert annað en
aukakast gat komið til greina.
En viti menn. Lélegir dómarar
leiksins, þeir óli Olsen og Jón
Friðsteinsson, dæmdu öllum til
undrunar vítakast. Úr því skor-
aði Brynjar Ilarðarson og
tryggði þar með Val framleng-
ingu sem þeir sigruðu nokkuð
örugglega. En litum þá á gang
leiksins.
Valsmenn byrjuðu leikinn með
miklum krafti og eftir 13 mín. var
staðan orðin 6—1 þeim í vil.
Valsmenn léku vel og yfirvegað og
Þorlákur í markinu varði eins og
berserkur, þar af tvö vítaköst. En
FH-ingar gáfust ekki upp og
breyttu stöðunni á stuttum tíma í
6—4 með glæsilegum mörkum. En
Valsmenn svöruðu fyrir sig með
þremur mörkum í röð og þegar 7
mín. voru til hálfleiks, var staðan
orðin 9—4, þeim í vil. En leikur
liðsins hrundi þá eins og spilaborg
og þeir skoruðu ekki í heilar 6
mín., en FH-ingar skoruðu hins
vegar 5 mörk í röð og voru búnir
að jafna, áður en Valsmenn vissu
af.
í síðari hálfleik voru FH-ingar
mun betri og voru ávallt 2—3
mörkum yfir, en undir lok leiksins
minnkuðu Valsmenn muninn og
þeim tókst að jafna með áður-
greindum hætti. Framlengt var í
2x5 mín. og var eins og doði hefði
færst í leik FH-inga, því Vals-
menn sigruðu þá í framlenging-
unni örugglega, 5—3. Lokatölur
urðu því 27—25, Val í vil.
Leikur Valsmanna var mjög
misjafn og unnu þeir leikinn mest
á einstaklingsframtaki þeirra
Stefáns Halldórssonar og Brynj-
ars Harðarsonar, en þeir skoruðu
öll mörkin utan tveggja í seinni
hálfleik og framlengingunni. Þor-
lákur markvörður og Bjarni byrj-
uðu vel, en döluðu er leið á leikinn.
FH-ingar voru óheppnir og vant-
aði þá aðeins herslumuninn til að
sigra í þessum leik.
MÖRK VALS: Stefán 8, Brynjar 8,,
6 v, Bjarni 5, Þorbjörn G. 3,
Steindór 2, Jón P. og Þorbjörn J.
eitt hvor.
MÖRK FH: Sæmundur 7, Hans 6,
Kristján 4, 2 v, Valgarður 3,
Guðmundur Árni 2, Pálmi, Theo-
dór og Óttar eitt mark hver.
BROTTVÍSANIR: Þorbjörn G. og
Þorbjörn J. hjá Val og Hans hjá
FH, allir í 2 min.
MISLUKKUÐ vítaköst: Þorlákur
varði frá Kristjáni og Sveini í f.h.
Tveir ungir piltar, sem eru í
starfskynningu á iþróttadeild
Morgunblaðsins, skrifuðu um
leik FH og Vals. Þeir heita
Gunnar Már Sigfinnsson og Gylfi
Birgisson.
Friðrik Þór óskarsson (t.v.) og Oddur Sigurðsson.
Afrek Odds lofar góðu
„ÉG ER ánægður með þennan
árangur, þetta var erfitt mót,“
sagði Oddur Sigurðsson sprett-
hlaupari i spjalli við Mbl., en á
frjálsiþróttamóti í Texas um sið-
ustu helgi náði hann sínum bezta
árangri i ár i 400 metra hlaupi,
hljóp á 47,1 sekúndu.
„Æfingarnar miðast ekki við
toppárangur fyrr en með vorinu,
og því finnst mér ég vera þungur á
mér, en það á eftir að breytast.
Mótið var erfitt, hljóp þrjú hlaup
sama daginn, fyrst undanrásir á
48,33 sekúndum um morguninn,
þá úrslitahlaupið, og loks einn
sprett í 4x400 metra boðhlaupi,
þar sem ég var á um 48 sekúndum.
Við vorum slakir í boðhlaupinu,
hlupum aðeins á 3:09 mínútum,"
sagði Oddur, en um fyrri helgi
náði sveit skólans 3:06 í þeirri
grein.
Oddur varð í fjórða sæti í
úrslitahlaupinu, sigurvegarinn
hljóp á 46,2 sekúndum. Hann var
þó eini hlauparinn frá Texashá-
skóla sem komst í úrslitin, sem er
athyglisverður árangur hjá Oddi,
því í skólanum eru a.m.k. fjórir
hlauparar sem náð hafa betri
árangri en hann í 400 metra
hlaupi. Vonandi er þetta til marks
um að í sumar verði hann enn
sterkari en áður.
„Það horfir betur með hnéð, og
góðar líkur á að ég þurfi ekki að
fara undir hnífinn. Það kemur í
ljós eftir hálfan mánuð," sagði
Oddur, en eins og fram kom í Mbl.
í síðustu viku var óttast að Oddur
þyrfti að gangast undir skurðað-
gerð til að fjarlægja fituhnúð úr
hné. Hnúðurinn hefur minnkað,
og vonast læknar til að komast
megi hjá skurðaðgerð, sem þó er
lítilsháttar.
Á mótinu, sem fram fór í
bænum Loredo, keppti Friðrik Þór
Óskarsson, sem einnig er við nám
í Texasháskóla, og varð annar í
þrístökki, stökk 14,96 metra.
„Friðrik stóð sig vel,“ sagði Oddur,
„atrennubrautin var eins og mal-
bik eða steypustétt, og því eins
erfitt að stökkva og hægt er. Hann
getur miklu betur.“
_ Dr. Hook
Greatest
Hits
Eftirfarandi lög eru á plötunni:
Sylvia’s Mother
Cover of the Rolling Stone
Everybody’s Making it Big But Me
You Make My Pants Want to Get Up
and Dance
Sleeping Late
Only Sixteen
Walk Rlght In
The Millionaire
More Llke The Movies
When You’re in Love With a Beauti-
ful Woman
Sexy Eyes
Iff Not You
A Little Ðit More
Sharing The Night Together
I Don’t Want to be Alone Tonight
Better Love Next Time
In Over My Head
Years From Now
FÆST í ÖLLUM HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM
Suöurlandsbraut 8 — sími 84670
Laugavagi 24 — sími 18670
Austurvsri — sími 33360.