Morgunblaðið - 16.04.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.04.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 Dómkirkjan í Reykjavik: Kirkjukvöld Bræðrafé- lagsins í kvöld KIRKJUKVÖLD Bræðra- félags Dómkirkjunnar í Reykjavík verður haldið í kvöld, Skírdag, og hefst það í Dómkirkjunni klukkan 20.30. Kvöldið er í umsjá Oddfellowreglunn- ar á íslandi. Á efnisskránni er orgelleikur Marteins Hunger Friðrikssonar dómorganista, en hann leikur orgelmúsik (preludium, choral und fuge) eftir Jón Þórarinsson. Því næst flytur séra Þórir Steph- ensen dómkirkjuprestur ávarp, og að því loknu syngur Söngsveit Oddfellowa. Stjórnandi er Snæ- björg Snæbjarnardóttir, með und- irleik Marteins Hunger Friðriks- sonar. Flutt verða: Bæn eftir Þórarinn Guðmundson, Fræ í frosti sefur, franskt lag í radd- setningu Þorkels Sigurbjörns- sonar við texta hr. Sigurbjörns Einarssonar. Þá er ræða: Trú og menning, sem Jón Sigtryggsson heldur. Loks er einsöngur, Steinn Guð- mundsson syngur við undirleik Smyrill á veiðum í Reykjavik SMYRILL var á veiðum í miðborg Reykjavíkur í gærdag, og gafst ekki upp fyrr en hann hafði banað dúfu, er hann síðan gæddi sér á af bestu lyst. Dúfuna hremmdi hann á flugi yfir Lækjargötu, og síðan dró hann hana aðeins út úr skarkala Umferðarinnar og settist að snæðingi. Meðfylgjandi mynd tók John Gústavson fyrir Morgunblaðið. og sýnir hvar smyrillinn situr með bráð sína. og hefur þó vakandi auga með umhverfinu. Eftirlitsmaður BÚR um nýja Stálvíkurtogarann: Vextir af orlofsfé 34% á ári AÐ IIÖFÐU samráði við Alþýðusamband íslands, Farmanna- og fiskimanna- samband íslands, Póst- KÍróstofuna og Seðlabanka lslands, hefur félagsmála- ráðherra í dag tekið ákvörðun um vexti af orlofsfé launþega hjá Póst- gíróstofunni. Verða vextir þessir nú 34%. Með þessari vaxtahækkun nú er næstum að fullu stigið skref til hæstu sparisjóðsvaxta á orlofsfé. Á síðastliðnu orlofsári voru vextir af orlofsfé 24%, 11,5% árið áður, en 5% árið þar áður. Félagsmálaráðherra hefur náð samkomulagi við Seðlabanka ís- lands, sem er vörsluaðili orlofs- fjár, um verulega bætta ávöxtun orlofsfjár, sem mun tryggja það að á næsta ári og eftirleiðis verði mögulegt að greiða hæstu spari- sjóðsvexti á orlofsfé til launþega, eins og þeir eru á hverjum tíma. Atvinnumálakönn- un í Rangárþingi Marteins Hunger Friðrikssonar, Vertu góði guð hjá mér, eftir Jónatan Ólafsson. Textinn er eftir Einar M. Jónsson og er þetta frumflutningur verksins. Því næst syngur Söngsveit Oddfellowa undir stjórn Snæ- bjargar Snæbjarnardóttur og við undirleik Marteins Hunger, Helgi- söng eftir Jónatan Ólafsson við texta Einars M. Jónssonar. Þá er ræða séra Árelíusar Níelssonar: Skírdagskvöld. Að því loknu syngur söngsveit Oddfell- owa aftur, Dona nobis pacem, eftir Eyþór Stefánsson og Jubelate eft- ir F. Hándel. Þá flytur séra Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur bæn, og Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir syngur einsöng við undir- leik Marteins Hunger Friðriksson- ar: Faðir vor. Loks leikur Marteinn Hunger Friðriksson sálmaforleik á orgel, eftir Joh. Seb. Bach, en það er síðasta verk Bachs, er hann gerði blindur á banasæng. Minnka þarf olíubyrði vegna viðbótarkjölfestu Furðu lostinn yfir greinargerð- inni, segir forstjóri Stálvikur OTTÓ N. Þorláksson, nýi togari Bæjarútgérðar Reykjavíkur sem Stálvík hf. f Garðabæ smíðar, var hallaprófaður sl. sunnudag. Þess vegna hefur Bárður Ilafsteinson. skipaverkfræðingur. sem hefur eftirlit með smíði skipsins fyrir hönd BÚR. sent útgerðarráði Bæjarútgerðar- innar greinargerð. þar sem segir, að samkvæmt hráðabirgðaútreikning- um af hallaprófum skipsins þurfi um 60 tonna viðbótarkjölfestu í togarann. Bárður segir einnig að þess vegna þurfi að stórminnka olíugeymana og breyta fyrirkomulagi ferskvatnsgeyma. Jón Sveinsson, forstjóri Stálvíkur. sagði í samtali við Mbl., að hann væri furðu lostinn yfir þessari greinargerð. Það hefði alltaf verið vitað. að það þyrfti ballest á móti því nýtískufyrirkomulagi, að hafa splittvindur togarans í 2.3 metra hæð yfir þilfarinu, en það hefði ekki verið hægt að ákveða þá hallest fyrr en eftir hallaprófun skipsins. En hugmyndir Bárðar um stórfellda minnkum oiíugeyma hefði aldrei komið til álita. í greinargerð Bárðar Hafsteins- son til útgerðarráðs BÚR sem lögð var fram á fundi ráðsins í fyrra- dag, segir eftirfarandi: „Skipið var hallaprófað sl. sunnudag. Bráða- birgðaniðurstöður útreikninga sýna að það þurfti um 60 tonn í viðbótar kjölfestu. Því yrði komið fyrir undir keðjukössum og í botngeymum skipsins. Ferskvatns- geymar skipsins voru fyrirhugaðir í skut, en til að fá rétta legu á skipið verður að breyta því. Breyta verður olíugeymum undir íbúðum (framan viðlest) í fersk- vatnsgeyma. Við þessar breytingar minnkar ferskvatnsforði skipsins úr 67 tonnum í um 40 tonn, sem að mínu áliti er nægjanlegt. Olíu- birgðir skipsins minnka við þetta Gosið í Heklu óbreytt Landleiðir með ferðir á gosstöðvarnar GOSIÐ í Heklu virtist með svipuðum hætti og síðustu daga, er hlaðamaður Morgunblaðsins ræddi við menn við Ilrauneyjarfossvirkj- un og ísakot í gærkveldi. Hraunrennsli er talsvert úr fjallinu, og ekki lát á gosinu að því er virðist. Litils háttar öskufalls varð einnig vart i gær. svo sást vel á snjófönnum og bílrúðum Landleiðir hf. hafa nú ákveðið oft komið að gosstöðvum, en sjald- að hefja ferðir að gosstöðvunum á langferðabílum, og verður lagt af stað í fyrstu ferðina klukkan 14 í dag, frá Umferðarmiðstöðinni, og síðan á sama tíma daglega um páskahelgina, daglega ef áhugi reynist fyrir ferðunum hjá al- menningi. Ágúst Hafberg forstjóri Landleiða sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði an hefði hann séð eins tilkomu- mikla sjón og gat að líta við Heklu í fyrrakvöld. Mikill hraunfoss hefði steypst niður fjallið, og 300 metra fallhæð, og geysifallegt að sjá. Sagði Ágúst Landleiðir myndu aka það nálægt gossvæðinu, að ekki væri nema um klukkustund- argangur að hraunrennslinu. útgerðarráðs Reykjavíkurborgar öllum viðstöddum til hrellingar og sjálfum sér til lítils sóma vilji hann láta taka mark á sér.“ RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum 9. apríl sl. að láta gera úttekt á atvinnulífi í Rangárvalla- sýslu. í tilkynningu ríkisstjórnar- innar til Framkvæmdastofnunar um málið segir að gera skuli „úttekt á atvinnuhorfum og at- vinnuþróun í Rangárvallasýslu og lagðar fram tillögur til úrbóta. Verði höfð hliðsjón af aðstæðum og horfum á aðliggjandi svæðum og líklegum sveiflum við orku- framkvæmdir á Suðurlandi á komandi árum.“ úr um 192.000 lítrum í um 135.000 lítra. Einnig þarf að breyta olíugeym- um þannig, að um 35.000 lítra rými verði fyrir dieselolíu og þá um 100.000 lítrar fyrir svartolíu. Þetta mun taka einhvern tíma að fram- kvæma." Mbl. hafði samband við Jón Sveinsson og fara svör hans hér á eftir: „Eg er furðu lostinn yfir þeirri greinargerð sem hér um ræðir. Greinargerðin inniheldur fullyrð- ingar sem ekki standast og hefði Bárður Hafsteinsson betur borið bréfið undir mig áður en hann sendi það inn á fund útgerðarráðs BÚR — útgerðarráðsmönnum til hrellingar. Ég var að frétta af þessari greinargerð rétt í þessu og fékk afrit af henni frá forstjóra BÚR, Einari Sveinssyni, en honum létti greinilega verulega þegar ég leiðrétti staðhæfingar þær sem fram koma í bréfi Bárðar, sem mér er tjáð að hann hafi sagt á fundinum, að væri ákvörðun Stál- víkur hf. til breytingar. Staðreyndirnar eru hins vegar eftirfarandi: 1. Engum olíugeymum í skipinu verður breytt í vatns- geyma. 2. Ferskvatnsgeymar verða um 50 þúsund lítrar í stað 40 þúsund lítra. 3. Sjór fyrir ísvél í höfn verður um 30 þúsund lítrar. 4. Olíugeymar verða samtals um 181,400 lítrar í stað 135 þúsund lítra, þar af svartolíugeymar um 158.900 lítrar í stað 100 þúsund lítra, eins og staðhæft er í bréfi verkfræðingsins. Þetta hefði hann fengið að vita, ef hann hefði borið fullyrðingar sínar undir mig í stað þess að hlaupa með þær á fund JHtfgtlttllIftMfr tac --- rrra: JUrpmMaki* — y ^,1 gijr Þorgeirs anmp ” B' B þáttur JÓHeCssrHiar 100 11( PétgggR Páskablað Morgunblaðsins: Athafnamenn PÁSKABLAÐ Morgunblaðsins er 112 síður að þessu sinni og er skipt i 3 blöð. Athygli lesenda er vakin á því að eitt þessara þriggja blaða var btæið út með blaðinu í gær. Meginefni páskablaðsins að þessu sinni fjallar um islenzka athafnamenn og birtast i blaðinu viðtöl við fjölmarga athafnamenn viðs vegar um land. Blaðl Pálmi Jónsson í Hagkaup o.fl..................... io Guðrún Vigfúsdottir ............................. 12 Jósep Benediktsson og Anna Björgvinsdóttir....... 16 Ólafur O. Johnson ............................... 22 Þórir Jónsson .................................. 42 Ásmundarstaðabræður, Garðar, Gunnar og Jón Jóhannssynir .... 44 Blað II (borið út miðvikudag) Þorgeir Jósefsson ............................. 49 Örlygur Hálfdanarson ............................ 56 Jóakim Pálsson................................... 60 Snorri Halldórsson .............................. 66 Blað III Stefán Pétursson................................. 81 Haraldur Sturlaugsson ........................... 88 Guðrún og Guðmundur Guðmundsson.................. 92 Jón Egili og Ingimar Sveinssynir................. gg Eyþór Tómasson...................................100 Sigurður Einarsson ............................... Þjónustuliðir og upplýsingar i blaði I Messur............................................ 4 Minnisblað...................................5—8—21 Dagbók (sjúkrahús, söfn o.fl.).................... 6 Kvikmyndir um páskana............................ 18 Hvað er að gerast í bænum .....................34—36 Fermingar .....................................38—39

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.