Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981
11
Breski ráðgjafinn Stanley Carter. Hagkaupsmenn segja að
tímamót hafi orðið er þeim lagðist til þjónusta hans. enda hafi
hann hjálpað þeim við að koma rekstrinum í fagmannlegt
nútímahorf.
í verzluninni i Skeifunni.
Það er mikið um að vera við
kassann í verzluninni i Skeif-
unni.
Sumarið 1980 opnaði Hagkaup
stórmarkað i eigin húsnæði á
Akureyri. Akureyringar að
verzla.
leið og það hefur verið fullgert,
var orðið 3300 fermetrar 1974.
Eftir að komið var í rýmra
húsnæði í Skeifunni, var fjölgað
vörutegundum. Lager og póst-
verzlun voru flutt í kjallarann þar
1971. Ef gengið er um lagerinn,
sést hve gífurlegt magn er þar af
varningi og hversu hratt og stöð-
ugt hann getur borizt upp í
verzlunina í körfum með lyftu og
þaðan ekið að hillunum.
Kjötdeildin hafði byrjað haustið
1972 í þessu sama húsnæði. En
árið 1975 var keypt frystihúsið
Strönd í Kópavogi og hefur kjöt-
vinnslan verið þar síðan. Fer
gífurlegt kjötmagn þar í gegn og
kjötvinnslan hefur vaxið jafnt og
þétt. Gefur þessi upptalning hér á
undan nokkra hugmynd um
hvernig Hagkaup hefur þróazt á
þessum rúmu 20 árum.
Komið í nú-
tímalegan rekstur
En 1976 urðu tímamót á ferli
fyrirtækisins, að því er forráða-
menn þess telja. Pálmi Jónsson
var staddur í London. Hann hafði
lesið um BESO, samtök fram-
kvæmdamanna, sem sestir eru í
helgan stein, og það vakið áhuga
hans. í Bretlandi hætta slíkir
menn störfum sextugir, en margir
þeirra hafa þá heygt sér ómetan-
lega reynsluþekkingu. Hafa þeir
myndað samtök í þeim tilgangi að
veita ráðgjafarþjónustu til upp-
byggingar í þróunarlöndunum,
sem áður voru nýlendur Breta.
Þótt Island gæti ekki fallið undir
þá skilgreiningu, tóku þeir Pálma
vel, er hann leitaði til þeirra. Þá
var þorskastríð í gangi, svo
BESO-menn töldu rétt að bera
málið undir opinbera aðila. Sjálf-
sagt þótti í viðkomandi ráðuneyti
að sýna Islendingum velvild. Tveir
ráðgjafar með mikla reynslu á
sviði verzlunarviðskipta stóðu
Hagkaupi til boða. Annar var
Stanley Carter, sem áður hafði
rekið stórfyrirtækið John Lewis
og hliðarfyrirtæki þess með 30
þúsund starfsmönnum.
— Þar fengum við stóra vinn-
inginn, segja Hagkaupsmenn.
Stanley Carter er alveg frábær
maður, sem hefur síðan komið til
Islands oft á ári ásamt Galinu
konu sinni. Hann kom fyrst til
okkar 1976 og var hjá Hagkaupi í
3 mánuði. En þá var fyrirtækinu
komið í nútímalegan rekstur, eins
og hann gerist í stórfyrirtækjum
erlendis. Síðan hefur Carter fylgst
með, kemur oft á ári, leitar að
veikum punktum í rekstrinum og
leggur síðan á ráðin með Hag-
kaupsmönnum. Hann tekur þátt í
framtíðaráætlunum um stækkun
og vöxt, og öll stærri áform
fyrirtækisins eru við hann rædd.
Við tilkomu hans urðu þáttaskil
hjá fyrirtækinu, sem nú byggði
reksturinn upp öðru vísi en hér
hefur tíðkast. Hann kom þar á
fagmannlegum rekstri, að sögn
forráðamanna Hagkaups.
Til gamans má geta þess hér,
sem áður var á drepið, að tvennt
þótti þessum heimsmanni merki-
legast á Islandi við komuna
hingað. Annars vegar lítil yfir-
bygging á rekstri Hagkaups með
vélritunarstúlku í hálfu starfi.
Hitt var þessi gífurlega mjólkur-
sala. Hvergi hafði hann annars
staðar séð viðskiptavinina rogast
heim með drápsklyfjar af
mjólkurhyrnum í hverri viku.
Enda mun engin þjóð standa
íslendingum á sporði í mjólkur-
þambi.
Fylgst náið með
hreyfingu vörunnar
Fyrirtækið Hagkaup er stöðugt
að auka umsvif sín. Engin stöðnun
þar. Nýjasta viðbótin er bóka-
deildin, sem byrjaði í desember
síðastliðnum. Og húsgagnadeildin
nú í marz, en hún flytur inn
húsbúnað frá stórfyrirtækinu
IKEA, sem sendir vöruna í eining-
um, ósamsettum; til að halda verði
niðri. Og í ráði er að fá þaðan líka
eldhúsinnréttingar og gólfteppi.
Þetta segja Hagkaupsmenn lið í
því aðalmarkmiði þeirra, að halda
vöruverði niðri.
Almennt er að því stefnt að
umsetningin sé hröð og varan
standi stutt við í verzluninni. Einn
liðurinn í þeim aðferðum, sem upp
hafa verið teknar hjá Hagkaupi,
er að vita ávallt hve hröð salan er
í hverjum vöruflokki og geta
fylgst náið með hvernig hver vara
hreyfist. Kerfið er líka þannig upp
byggt, að hver innkaupamaður
getur séð jafnóðum hvernig hans
innkaupasvið stendur sig. Þessir
þættir eru teknir fyrir á fundum í
viku hverri og ákvarðanir teknar
út frá þeim upplýsingum,1 sem þá
liggja fyrir. Hvað er þá til bragðs
tekið, ef varan selst ekki nægilega
hratt? Þá má lækka verðið, svo
hún hverfi, og þessi sama vara
ekki keypt inn aftur.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Saumastofan við Höfðabakka getur framleitt æði mikið magn af
fatnaði.
Við saumastofuna rekur Hngkaup dagvistunarstofnun. Saumakon-
urnar geta þá komið með hornin með sér um leið og þær hefja
vinnu og tekið þau með sér beint heim að loknum vinnudegi.
Á árinu 1975 var keypt frystihúsið Strönd i Kópavogi. Þar er
kjötvinnsla Hagkaups. og eru umsvíf þar mjög vaxandi.
Pálmi Jónsson. stjórnarformaður Hagkaups (í miðið) og fram-
kvæmdastjórarnir Magnús ólafsson og Sigurður Gísli Pálmason
við fundarborðið í skrifstofunni.
A lagernum keppast konurnar við að pakka og verðmerkja.