Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 Spurt er: Ég get ekki tekið páskunum sem sjálfsögðum hlut. Reyndar á ég í vandræðum með þá, þeir koma svo þvert á annað í lífi mínu. Hvað felst í páskunum, þegar allt kemur til alls? Páskarnir koma þvert á annaö í lífi okkar allra. En ef þeir koma í raun og veru, ef þeir verða veruleiki, leysa þeir vandræöi en valda engum. Þeir eru svar viö vanda lífsins og gátu dauðans. Guös svar. En vænt þykir mór um þaö, aö þú skulir ekki taka páskana sem sjálfsagðan hlut. „Sjálfsagöir hlutir“ vekja ekki umhugs- un. Og aö taka afstööu til páskanna án umhugsunar, hvort sem afstaðan væri jákvæö eöa neikvæö eöa i hálfvelgju þar á milli, það er ekki samboöiö þeim né þér. Þaö er allt annaö en sjálf- sagt, aö páskar skuli vera til. Þeir, sem lifðu þá fyrstir, tóku þeim sem fjarstæðu. Þaö, sem geröist hinn fyrsta páskadag, kom sannarlega þvert á allt. Frásögur guöspjallanna af at- buröum eru ekki eins orði til orðs. En þeim ber saman um meginatriöi. Og eitt skín í gegn- um þær allar: undrun, alger undrun yfir því, sem oröiö var. Þaö er talað um „ótta og ofboö". Og fullan efa allra um það, sem þeir sáu og heyröu. Dæmdur, krossfestur maður var risinn upp frá dauöum. Þegar komið var aö gröf hans, sem haföi veriö rammlega múr- uö aftur og innsigluö, var hún opin og tóm. Og viö konurnar, sem ætluöu aö heiðra legstaö vinar, sem var fallinn, eins gersamlega sigraöur og orðið getur, var sagt: Hann er ekki hér, hann er risinn upp, hann lifir, farið og segið frá því. Og síðan laust þessu yfir einn af öðrum: Kristur er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn. Þetta voru ekki sjálfsögö tíðindi. Þau voru ekki fólgin í því, aö Jesús heföi fengið líf sitt framlengt í öörum heimi og væri þar til áfram með einhverjum hætti. Slíkt var engin sérstök frétt á þeirri tíð. Þaö voru engin óvænt eöa stórvægileg tíðindi, þótt látinn maöur gerði vart viö sig. Samtímamenn Jesú trúðu flestir á eitthvert líf eftir dauö- ann. Og þeir geröu fyllilega ráö fyrir tilveru anda, illra og góöra, eins og flestum er Ijóst, sem lesa Nýja testamentiö. Sú játning, sem mætir þér í Nýja testamentinu, er ekki sú út af fyrir sig, aö Jesús lifi, þótt látinn sé. Kristin frumjátning er þessi: Jesús er Drottinn. Nýja testamentiö varö reynd- ar til af því aö þaö uröu páskar. Þaö er nokkurn veginn víst, aö jarðlíf Jesú heföi horfið í gleymsku, nema sem slitrur úr annál, ef hann heföi ekki risiö upp. Svo rækilega var frá því gengiö aö vista þaö allt í gleymsku og grafarþögn, aö því heföi enginn mannlegur máttur getaö hnekkt, því síöur neinir óskadraumar eða ímyndun. Viö skulum ekki gleyma því, að allt líf Jesú, öll framkoma hans til orös og æöis, miöaöi beinlínis og vísvitandi aö því aö knýja menn til afstöðu. í hverju oröi hans og verki var fólgin spurning: Hver er ég? Þeir voru margir, sem sáu í persónu hans leiftra fyrir því drottinvaldi kær- leikans, sem birti sjálfan Guö á jörö. Þeir játuöu: Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guös, þú ert Drottinn í ríki Ijóssins, friöarins, kærleikans. En aðrir sögöu: Þú ert falsari, þú tekur þér vald, sem þú átt ekki, þú gerir sjálfan þig aö guöi. Og aö lokum var hann dæmdur til dauða fyrir þetta. Hann var krossfestur fyrir aö þykjast vera Guðs sonur, Drottinn og frelsari mannsins. Hann gekk þess ekki dulinn, aö vitnisburöur hans um sjálfan sig myndi leiða til þessara afdrifa. En hann var jafnviss um hitt, aö hann varö aö gjalda þetta verö, köllun hans kraföist þess, kærleikurinn, sem í hon- um brann, knúöi hann. Hann lagði lífiö aö veöi fyrir vissu sinni um hlutverk sitt. Hann vissi, aö hann varö aö gefa It'f sitt, kafa til botns í myrkriö, tæma beiskan bikar þess eit- urs, sem læsir sig um æöar mannkyns. Annars gæti ekki lífið hans, himneska, hreina lífiö hans, oröið bati, heilsugjöf, hjálpræöi. Þetta skildu ekki aðrir Þegar hann var dæmdur og deyddur meö smán, þá brast allt, öll von, sem hann haföi vakið. Þeir, sem höföu fylgt honum og fundiö andvara nýrrar heilsu streyma frá honum, þeir hlutu aö líta svo á, aö þeir heföu veriö blekktir. Hans konungsstóll var fallinn, hans drottinlega kóróna var oröin aö háöi. Páskarnir sneru öllu viö. Krossinn myrki varð uppljóm- aöur af siguroröi almáttugs Guös: Jesús er Drottinn, hann hefur sigraö, þaö var satt, sem hann sagði: Eg er upprisan og lífið. Kross og gröf Jesú varö vitni um úrslit í baráttu Guös um manninn, um glataöa soninn Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup sinn, mig og þig. Það uröu hvörf í framrás tilverunnar, þáttaskil í sköpunarsögu Guös, úrslit, sem skipta sköpum og eiga enga hliöstæöu frá þeirri stundu aö heimur varö til og þar til hann er kominn í mark. Ég er hér ekki aö flytja eigin skoðun, þó aö þaö sé mér persónuleg vissa, sem ég hef sagt hér. Ég er aö endursegja boöskap Nýja testamentisins um páskana. Þegar Jesús reis upp, var dauöinn dæmdur og duöans mein. Hinn nýi maöur steig fram sigrandi, frumburöur Fjölskyldan í fermingarstörfum Þetta er nú þriöja barniö mitt sem fermist, sagði konan forviöa, en það hefur aldrei veriö gerö nein krafa til okkar foreldranna frá kirkjunni fyrr. Það eina sem viö áttum að gera var aö halda veizlu. En auðvitað kem ég. í söfnuöí konunnar. svo sem víöa um landiö, var gerö til- raun um nýjar aöferöir viö fermíngarundirbúninginn. Á fundi sem presturinn haföi í haust meö foreldrum væntan- legra fermingarbarna var lögð áherzla á þaö aö samstarf væri nauösynlegt milli heimilis og kirkju. Nú voru fermingarbörnin aö fara í heimsókn til kaþólsku kirkjunnar til aó kynnast hátt- um þar, það var óskað eftir að foreldrar kæmu líka og ættu þarna sameiginlega reynslu meö börnum sínum. Allur þorri foreldranna kom, eins og ofangreind móöir. Margs var spurt og athyglis- verðar umræöur fóru trúlega fram í fjölskyldubílnum á leiö- inni heim. Margskonar fermingarstörf Á síðasta kirkjuþingi lagöi kirkjufræðslunefnd fram frum- tillögur sínar um breytingu á fermingarundirbúningi kirkj- unnar. Þar kemur fram að leggja skuli áherzlu á fleiri þætti en fræösluna eina í undirbúningi fermingar. Nauösynlegt sé aö byggja upp gott samfélag mllli barnanna innbyröis og prests- ins, þannig að jákvæö afstaöa mótist til kirkjunnar. Helgihald og bænalíf þurfi einnig aö vera þar snar þáttur svo aö börnin eignist innsýn í þennan veruleik kirkjunnar. Þá var lögð áherzla á aö fermingarbörnin annist einhverja kirkjulega þjónustu, t.d. viö aldraöa eöa viö guös- þjónustur til þess að sá megin þáttur í kirkjulegu starfi veröi þeim ekki framandi. Nefndin talar um ferming- arstörf og á þar við undirbúning fermingarinnar í heild sinni, sem unninn er af heimili, söfn- uði, presti og unglingum. Semsé — íermingarstörfin beinast ekki eingöngu aö fræöslu um aöalatriöi trúarinn- Synd og náð — í tjáningu fermingarbarna ar, heldur einnig að lifun þeirra í þjónustustarfi, samfélagi og bæn. Allmargir prestar í minni söfnuöum hafa fariö með ferm- ingarhópinn sinn út úr presta- kallinu til helgardvalar, t.d. í Skálholti, þar sem auðveldara er að byggja upp gott samfélag og helgihald heldur en á stopul- um stundum hinna vikulegu tíma „hjá prestinum". Foreldrar í læri Sú þróun hefur orðið erlend- is, aö söfnuöur taki á leigu sumarbúöir í 2—3 vikur á sumrin og þar fari fermingar- störfin fram. Hefur þetta gefiö góöa raun, sérstaklega þegar unglingar hafa of mikiö aö gera á vetrum en eiga erfitt meö aö fá eitthvað að gera á sumrin. Hafa foreldrar gjarnan komiö um helgar og tekiö þátt í fermingarstörfum — og þótt ekki veita af aö hressa upp á fræöin. Hérlendis var gerö lítil tilraun nys mannkyns, upphaf nýs heims. Þetta var dögun yfir jörö, sem aldrei snýr aftur. Og sá, sem vill sjá þá dögun og hleypa henni inn á sig, veröur ekki samur maöur eftir. Kirkja hins upprisna Krists er í veikleika sínum bjarmi af dögun páskanna. Inn í þann geisla varstu borinn, þegar þú varst skíröur. Jesús Kristur, hinn upprisni, kom til þín og sagöi: Eg vil láta lífiö mitt vakna í þér, ég vil láta Ijósið mitt kvikna í þér, ég vil láta kraft upprisu minnar verka í þér. Síöan ertu hans, páskabarn. Þú ættir ekki aö heilsa neinum degi án þess aö hugsa út í þetta og þakka honum. Og þegar þú kemur í kirkju, þá er hann aö kalla þig inn í það orkusvið lífs og Ijóss, sem hann skapaði meö upprisu sinni. Og þegar þú gengur til altaris, þá vill hann leyfa þér að snerta upprisulík- ama sinn, hann rýfur mærin, sem skilja hið sýnilega og ósýnilega, himin og jörð, og lofar þér aö snerta jaröneska mynd af sjálfum sér og þiggja líf af lífi sínu, líf, sem getur hreins- að og læknaö allt, sem er smitað, saurgaö og sjúkt. Og þegar sorgin sækir þig heim og særir þig, þegar dauöinn leggur einhverju sinna mörgu vopna fyrir brjóst þér, þá minnstu þess, aö hann, Jesús, hefur sigrað, hann er farinn á undan brautina dimmu, og þar sem hann er og fer, þar sem hann ræður og ríkir fyrir trúna, þar er Ijós, ekkert annað en Ijós. Páskarnir koma þvert á ann- aö. Það er satt. Eins og bati í sótt, eins og geisli á dimman veg, eins og líf í dauöa. Guöi séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn, Jesú Krist. Sigurbjörn Einarsson í slíka átt nýverið. Fermingar- hópurinn kom saman einn laug- ardag. Áttu þau aö gera sér grein fyrir hvaö felst í hugtökun- um synd og náð — sem er nú yfirleitt ekki auöskiliö fyrir fjór- tán ára fólk — og tjá það á myndrænan eða dramatískan hátt. Sum tjáðu efnið í stórri veggmynd, önnur gerðu leik- brúöur eöa grímur og sömdu síðan leikþætti þar sem fjallaö var um synd og náö í kunnug- legum aöstæöum, sem brúð- urnar sýndu. Foreldrum var boöiö að vera við lokastundina og sjá vinnu barnanna. Síðan ræddi prestur- inn um altarissakramentiö, út- skýröi þaö fyrir foreldrum sem börnum og svaraöi spurning- um. Svo fór allur hópurinn til kirkju og gengiö var sameigin- lega að Guðsborði. Ýmsir fleiri tilraunir eru gerö- ar í fermingarstörfum í ár. Fer vel á því á kristniboðsári, þegar flytja skal orð Guös nær hans fólki. Flestir foreldrar bregðast vel viö tilmælum um aukið samstarf heimila og kirkju, enda er hér unniö að framtíö- arvelferö barnanna þeirra. Og hvaö er mikilvægara?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.