Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 ”Alltaf ákvedinn í að verða bóndi64 Rætt við Jósep Benediktsson og Önnu Björgvinsdóttur, ábúendur á Ármóti í Rangárvallahreppi Það tekur timann sinn að jfeía á garðann í fjúsinu á Ármóti eins og þessi mynd af hluta þess sýnir. Raunar eru hér einnig hross sem gefið hefur verið inni. Á BÆNUM Ármóti í Rangárvallahreppi búa hjónin Jósep Benediktsson ojí Anna Björgvinsdóttir með íjórum hörnum sínum, Bergþóru ,17,ára, Benedikt 14 ára, Heklu 6 ára og Rán 4 ára. Á Ármóti er mikill kúahúskapur, stórbú á íslenskan mælikvarða, og í nokkur ár hefur Jósep enda verið með stærstu og stundum stærstur mjólkurinnleggjenda á Suðurlandi ef félags- og ríkishúin eru undanskilin. Nú er það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi þó að menn búi vel og búi stórt; sumir hafa alist upp við töðuilminn og tekið við óðali feðranna úr góðum höndum, byggt og bætt og kannski gerst stórir með tímanum. en þessu var þó ekki öllu til að dreifa með Jósep. Ilann er af mölinni, húsasmiður úr Hafnarfirði, sem hóf búskap á Ármóti, og raunar tveimur jörðum öðrum, fyrir aðeins rúmum tólf árum, húsalausri jörðinni ef undan er skilið íhúðarhúsið, sem hvorki hélt vatni né vindi. Blm. Morgunblaðsins gerði sér ferð austur að Ármóti einn daginn í mars og spjallaði við Jósep um landsins gagn og nauðsynjar en einkum þó búskap- inn á Ármóti. „Já, ég var alltaf ákveðinn í að verða bóndi,“ segir Jósep, „og ætli það hafi ekki ráðið miklu um, að ég var í sveit í tíu sumur sem barn og unglingur á Arnkötlustöðum í Holtum og þóttist því hafa nokkra nasasjón af sveitalífinu. Það var þó ekki sjálfgert fyrir mig, bæjar- búann, að hefja búskap og þess vegna lagði ég fyrir mig húsa- smíðar að gagnfræðaprófi loknu og stundaði þá vinnu í mörg ár. Á þessum árum byggði ég hús, ein tvö, sem ég seldi jafnharðan, en átti sjálfur risíbúð, sem ég bjó í. Þegar mér fannst svo tími til kominn að fara að snúa mér af alvöru að þessu áhugamáli mínu, búskapnum, vildi ég ekki leita of langt yfir skammt og fór þess því á leit við bæjarstjórn Hafnar- fjarðar, að ég fengi Krýsuvík á leigu með öllum gögnum og gæð- um en ekki hokrið tómt eins og mér hafði virst vilja við brenna með fyrri ábúendur á jörðinni. Þeir virtust þó ekkert upprifnir af hugmyndinni, bæjarfulltrúarn- ir. að vísu ekki allir sem einn, töldu sig að ég held vera að afsala sér einhverju, þannig að það varð ekkert úr þessu. Það er raunar ekki vansalaust hvernig korhið er með Krýsuvík, sem er vildisjörð að mörgu leyti og ein sú stærsta á landinu. Ég er viss um, að þar mætti búa góðu búi og fjölbreyttu, þar eru hagar góðir og nægur jarðhiti en að vísu þyrfti að bæta um betur hvað jarðræktina snert- ir.“ Hvernig bar það svo til. að þú festir kaup á þessari jörð, Ármóti? „Það var í ársbyrjun 1%9, að ég frétti af því, að Búnaðarbanki íslands hefði með þessa jörð að gera og fékk þá strax mikinn áhuga á henni. Mér fannst hún þó of lítil ein sér og falaðist því eftir öðrum tveimur að auki, Fróðár- hjáleigu og Vestra-Fróðholti, sem þá máttu heita í eyði eins og Ármót en voru í einkaeign. Um þessi jarðakaup samdist að Iokum, eftir nokkurn barning að vísu, og hingað austur fluttumst við um miðjan janúar. Ég hef svo sem heyrt, að margir hafi furðað sig á því þegar við komum okkur fyrir hér um hávet- ur, fjarri öllum fardögum, og híbýlin eins og þau voru þá, en hvað um það, við urðum að selja allt, sem við áttum fyrir sunnan, og það gerði litlu betur en að hrökkva fyrir kaupunum." Hvernig var svo að hefja búskap á útihúsalausri jörð og tæplega íbúðarhæfri? Það hafði þó varla verið það, sem þig hafði dreymt um? „Nei, að vísu ekki, enda lét ég konuna alveg um búskapinn fyrstu þrjú árin,“ segir Jósep og hlær. „Ég stundaði áfram mína vinnu í bænum þennan tíma og kom aðeins austur um helgar. Til að byrja með vorum við bara með svín og kindur, okkur þótti það hentugra því að það tekur skemmri tíma að fá afurðir af þessum skepnum en kúnum, sem hugurinn stóð þó alltaf til. Annars var það náttúrulega fyrst fyrir að koma húsinu í almennilegt stand en jafnframt hófst ég handa við jarðabæturnar enda túnin lítil fyrir. Þær fólust nú einkum í því að ræsa fram mýrarnar, miklar mýrar, en nú er töðuvöllurinn um 150 hektarar. Það var svo um það leyti sem ég hætti vinnunni í bænum, að ég hófst handa við fjósið, 250 kúa fjós, því stórt skyldi það vera, og tvær hlöður, þurrheyshlöðu og votheyshlöðu. Það var ekki minna verk en við jarðabæturnar en við það naut ég þó mikillar aðstoðar sveitunga minna og annarra, sem ég fæ seint fullþakkað.“ Nú hefurðu líklega ekki húsað upp jörðina fyrir ekkert, trúlega þurft að fá lán? „Jú, ætli það ekki, Stofnlána- deildin lánaði til byggingarinnar og þeir höfðu svo mikið við þegar lánið var rætt, að ég var boðaður á sérstakan fund hjá deildinni. Þeim þótti það víst nokkuð mikið á þessum tíma, fjórar milljónir króna, og vissulega var það mikið fé. Annars þykir mér það ljóður á ráði Stofnlánadeildarinnar, að hún lánar ekki nema út á eina byggirigu á ári, sem veldur því, að uPPbyggingin tekur alltof langan tíma.“ Þú fitjaðir upp á ýmsum ný- mælum í fjósamennskunni, Jósep, komst með sérstaka mjaltaklefa og það, sem ekki er minna um vent, hefur verið með danska fjósamenn. Það hefði nú þótt saga til næsta bæjar hér áður fyrr! „Já, að vísu var sama fyrir- komulag haft á með fjós fyrir norðan, í Eyjafirði, á líkum tíma, en trúlega hef ég verið hvað fyrstur. Það er líka miklu hagan- legra, þegar margt er haft í fjósi, að reka kýrnar á sérstaka mjalta-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.