Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981
Páskamyndir kvikmyndahúsanna
á Stór-Reykjavíkursvæðinu
KRAMER GEGN
KRAMER
Stjörnubíó sýnir stórmyndina
Kramer gegn Kramer (Kramer
vs, Kramer) um páskana. Þetta
er víðfræg mynd sem hlaut 5
Óskarsverðlaun árið 1980. Hún
var kosin besta mynd ársins,
Dustin Hoffman, sem fer með
aðalhlutverkið, besti leikarinn,
Meryl Streep besti leikarinn í
aukahlutverki, handritið þótti
hið besta og leikstjórinn Robert
Benton var kosinn besti leik-
stjórinn.
Auk þeirra Hoffmans og
Streep fer Justin Henry með
eitt af helstu hlutverkum
myndarinnar.
Kvikmyndahandritið er eftir
Robert Benton, gert eftir sögu
Avery Corman. Kvikmyndun
annaðist Nestor Almendros en
tónlistin er eftir Henry Pudcell.
Framleiðandi er Stanley R.
Jaffe.
Myndin greinir frá hjónunum
Ted og Joanna Kramer sem eiga
6 ára gamlan son, Billy. Joanna
er ekki sátt við hlutskipti sitt
sem eiginkona og húsmóðir en
Ted vill ekki að hún vinni úti og
lýsir vanþóknun á framagirnd
konu sinnar.
Joanna óttast geðheilsu sína
og ákveður að yfirgefa Ted og
Billy. Ted gengur í fyrstu illa að
sætta sig við hlutverk uppal-
anda en smám saman verður
honum það meira virði en
nokkuð annað.
Að 18 mánuðum liðnum snýr
Joanna heim og hyggst á ný
taka við uppeldi sonar síns. En
Ted er ekki á þeirri skoðun og
þeirra bíða réttarhöld þar sem
allt er dregið fram í dagsljósið.
WALT DISNEY
í GAMLA BÍÓI
Gamla Bíó heldur þeirri hefð
að sýna Walt Disney myndir á
stórhátíðum og sýnir fjöl-
skyldumyndina Geimkötturinn
(Cat from outer Space) um
páskana. Með aðalhlutverkin
fara Ken Berry, Sandy Duncan
og McLean Stevenson. Handrit
er eftir Ted Key, leikstjóri er
Ron Miller en leikstjóri Nor-
man Tokar.
Myndin segir frá kettinum
Jake sem nauðlendir geimskipi
sínu á jörðinni. Hann hefur
aðeins 36 klukkustundir til að
gera við skipið og hverfa á
brott. Ef það tekst ekki verður
hann að vera um kyrrt á jörðu.
ÁSTIR OG
NÁTTÚRUIIAMFARIR
Háskólabíó frumsýnir mynd-
ina Fellibylurinn (Hurricane)
eftir ítalann Díno de Laurentis.
Með aðalhlutverkin fara Jason
Robards, Mia Farrow, Max von
Sydow, Trevor Howard og Da-
yton Ka’ne. Handritið er eftir
Ijorenzo Semple jr. og er það
samið eftir sögu Charles Nord-
hoff og James Norman Hall.
Myndatökumaður er Sven
Mykvist, tónlistin eftir Ninu
Rota en leikstjóri er Jan Troell.
Myndin gerist á bækistöð
flota Bandaríkjamanna í
Kyrrahafinu upp úr 1920.
Landsstjórinn þar nefnist
Bruckner og á hann dóttur sem
heitir Charlotte.
Á eyjunum gilda ýmsir fornir
siðir eyjaskeggja. Charlotte
fellir hug til innfædds stórhöfð-
ingja, Mitangi að nafni sem vill
hafa einhver afskipti af honum
eru drepnir eftir á samkvæmt
skipun konungs.
Málin æxlast þó þannig að
María hittir Filip er hún er á
leið til Spánar á ný, orðin leið á
kónginum. Með þeim takast
ástir en þau eru handsömuð og
flutt sem fangar í höll Loðvíks.
SÖMU MYNDIR
í REGNBOGANUM
í Regnboganum verða áfram
sömu myndir um páskana. I sal
A verður kvikmyndin Times
Square. Það er nýjasta mynd
Roberts Stigwoods sem gerði
m.a. myndirnar Saturday Night
Fever, Grease og Xanadu. Með
aðalhlutverk fara Tim Curry,
Truni Alvarado og Robin John-
son. Leikstjóri er Alan Moyle.
í sal B verður sýnd kvik-
myndin Hin langa nótt sem
byggð er á sögu Agöthu Christi.
Með aðalhlutverkin fara Haley
Mills og Hywell Bennett.
í sal C halda áfram sýningar
á Fílamanninum. Mynd þessi
var tilnefnd til ýmissa Óskars-
verðlauna í ár en fékk engin.
Hún er byggð á sönnum heim-
ildum um mann sem var af-
skaplega mikið vanskapaður
líkamlega séð en hafði til að
bera stórbrotna persónu. Með
aðalhlutverkið fer John Hurt.
í sal D verður endursýnd
myndin Átta harðhausar.
Christoper George leikur aðal-
hlutverkið.
Da.vton Ka'nc og Mia Farrow leika aðalhlutverkin
í _FellibyInum“.
Úr kvikmyndinni „Maðurinn með stálgrímuna".
SÓLARLANDAFERÐ
í Bæjarbíói í Hafnarfirði
hefjast sýningar á sænsku gam-
anmyndinni Sólarlandaferðin á
annan páskadag. Mynd þessi
var áður sýnd í Regnboganum í
Reykjavík.
REDFORD,
HITCIICOCK OG ÁGÚST
GUÐMUNDSSON
Hafnarfjarðarbíó sýnir 3
kvikmyndir um páskana. Bru-
baker með Robert Redford í
aðalhlutverki verður sýnd kl.
21. Mynd þessi var áður sýnd í
Nýja Bíói í Reykjavík og segir
frá átökum innan fangelsis.
Kl. 19 verða sýningar á ís-
lensku kvikmyndinni Land og
synir. Myndin er gerð eftir sögu
Indriða G. Þorsteinssonar en
kvikmyndahandritið er eftir
Ágúst Guðmundsson sem jafn-
framt er leikstjóri. Kvikmynda-
taka var í höndum Sigurðar
Sverris Pálssonar. Með aðal-
hlutverkin fara Sigurður Skúla-
son og Guðný Ragnarsdóttir.
Framleiðandi er Jón Her-
mannsson.
Sakamálamyndin 39 Þrep
sem byggð er á bókinni „The
Thirty Nine Steps" eftir Alfred
Hitchcock veður á sýningum kl.
17. Aðalhlutverkin eru í hönd-
um Roberts Powell, Davids
Warner og Erics Porter.
TÓNLIST
Borgarbíóið í Kópavogi sýnir
bandarísku gamanmyndina
Mökkur og dómarinn (Smokey
and the Judge) um páskana.
Þetta er tónlistarmynd sem
greinir frá viðureign þriggja
dómara við diskótríó smábæjar-
ins.
Með aðalhlutverkin fara
Gene Price, Joe Marno, Gwen
Owens og Juanita Gurile. Leik-
stjóri er Dan Seeger.
Á barnasýningu kl. 15 á
annan páskadag verður haldið
áfram að sýna gamanmyndina
Undrahundurinn.
að þau gifti sig að fornum sið
eyjaskeggja. En það getur
Charlotte ekki hugsað sér.
Mitangi og Bruckner eru ekki
beinlínis vinir og síðar vill það
þannig til að Bruchner dæmir
Mitangi í 4 ára fangelsi. Char-
lotte hjálpar honum að strjúka
en skömmu síðar skellur á
fellibylur.
ÓBYGGÐALÍF
Páskamynd Tónabíós heitir
Húsið í óbyggðunum (The Wild-
erness Family). Aðalhlutverkin
eru í höndum Roberts F. Logan
og Susan Damante Shaw. Leik-
stjóri er Stewart Raffill.
Mynd þessi er gerð eftir
sönnum atburðum. Fjölskylda
nokkur er orðin leið á stórborg-
arlífinu og ákveður að setjast
að í óbyggðum.
strákinn Andra. Sögusviðið er
Reykjavík á árunum 1947 til
1963. Mað aðalhlutverkin fara
Pétur Björn Jónsson, Hallur
Helgason, Kristbjörg Kjeld og
Erlingur Gíslason. Leikstjóri er
Þorsteinn Jónsson, kvikmyndun
annaðist Sigurður Sverrir
Pálsson, leikmynd er eftir Björn
Björnsson og búningar eftir
Fríði Ólafsdóttur. Tónlistin við
myndina er eftir Valgeir Guð-
jónsson og The Beatles.
Fílamaðurinn.
IIEIMSENDIR
Austurbæjarbíó heldur
áfram sýningum á ensk-ítölsku
myndinni Helför 2000 (Holo-
caust 2000) um páskana. Með
aðalhlutverk fara Kirk Douglas,
Simon Ward og Agosina Belli.
Myndin greinir frá manni að
nafni Robert Caine sem ætlar
að koma þriðja heiminum til
bjargar með því að reisa stórt
kjarnorkuver.
Ýmsir válegir atburðir taka
að gerast samhliða byggingu
versins og Caine kemst loks á
þá skoðun að Anti-Kristur sé að
verki og að í ljós séu að koma
spádómar Opinberunarbókar
Biblíunnar um endalok heims-
ins.
PUNKTURINN
í LAUGARÁSBÍÓI
íslenska kvikmyndin Punkt-
ur, punktur, komma, strik verð-
ur sýnd áframhaldandi í Laug-
Dustin Hoffman og Justin
Ilenry i hlutverkum sinum i
myndinni „Kramer gegn Kram-
er“.
Úr kvikmyndinni „Punktur. punktur. komma. strik“. Ilallur
Helgason (fyrir miðju) í hlutverki Andra.
Geimkötturinn Jake.
arásbíói yfir páskana. Kvik-
myndin er byggð á samnefndri
bók Péturs Gunnarssonar um
myndahandritið er eftir David
Ambrose. Leikstjóri er Ken
Annakin en framleiðandi er Ted
Richmonde.
Með aðalhlutverkin fara Beau
Brigdes, Syivia Kristel, Cornel
Wilde og Jose Ferrer. Auk
þeirra fara með hlutverk í
myndinni fleiri nafnkunnir
leikarar svo sem Rex Harrison,
Olivia de Havilland og Ursula
Andress.
Myndin gerist á tímum Loð-
víks 14. Frakkakonungs og er
tekin í Austurríki. Samið hefur
verið um það að Loðvík gangi að
eiga Maríu Theresu Spánar-
prinsessu. Með henni fær Loð-
vík, sem situr með tóman ríkis-
kassa, mikinn heimanmund og
einnig verður það þá tryggt að
friður komist loks á milli
Frakka og Spánverja.
En er María er á leið til
Frakklands er ungur maður
settur í hald í Bastilluna. Maður
þessi heitir Filip og er farið með
hann á sérstakan hátt. Smíðuð
er á hann stálgríma og þeir sem
ÁSTIR OG LEYNDAR-
MÁL LOÐVÍKS 14
Nýja Bíó heldur áfram sýn-
ingum á kvikmyndinni Maður-
inn með stálgrímuna (Behind
the Iron Mask). Myndin er
byggð á samnefndri sögu eftir
Alexandre Dumas en kvik-