Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 19 Alusuisse sækir um einkaleyfi á uppfinningu verkstjóra hjá Isal: „Hugmynd- in einf öld og sniöir4 - segir yfirmaður á einkaleyfisskrif- stofu Alusuisse ÍSLENZKA álfélasið hf. í Straumsvík hefur fyrir milli- göngu Alusuisse sótt um einka- leyfi í mörgum löndum á súr- álsskammtara. sem Guðmundur Bjarnason verkstjóri á vélaverk- stæði ÍSAL hefur fundið upp. Að sö>?n Heinz Breiter, yfirmanns á einkaleyfisskrifstofu Alusuisse, er huKmynd Guðmundar snjöll ok einföld. „É>? tel að þessi uppfinning muni koma að mjöK tíóðum notum eins or allar einfaldar lausnir á vandamálun- um," sagði Breiter. Breiter var hér á landi fyrir skömmu til að kynna sér uppfinn- ingu Guðmundar og afla gagna, sem leggja þurfti fram með einka- ieyfisumsókninni til ýmissa Evr- ópulanda. Jafnframt kynnti hann sér tvær aðrar uppfinningar, sem álversmenn hafa verið að þróa á undanförnum misserum og einnig verður sótt um einkaleyfi á, aðferð til að hrista ál úr gjalli sem myndast á kerjunum og notkun íslenzkrar eldfjallaösku í einangr- un kerjanna, en hingað til hefur einangrun í kerin verið flutt inn Frá Skotlandi. Starfsmenn álvers- ins hafa frá fyrstu tíð lagt kapp á hagræðingu og endurbætur í verk- smiðjunni en þetta eru hins vegar fyrstu einkaleyfin, sem sótt er um í rúmlega 10 ára starfssögu ál- versins. Morgunblaðið fylgdist á dögun- um með tilraunum á súráls- skammtaranum sem Guðmundur fann upp og ræddi þá stuttlega við hann. Guðmundur var fyrst að því spurður að því hvernig hugmyndin hefði fæðst: — Þegar byrjað var að setja upp nýju hreinsitækin í verk- smiðjunni varð sú grundvallar- breyting að kerunum var lokað og þeim miðjuþjónað sem kallað er, en var áður hliðarþjónað. Þetta þýddi að súrálið var sett í kerin mið. í fyrra kom upp smá vanda- mál hjá okkur með loka á kerjun- um og tókst mér að finna upp loka sem voru alveg þéttir. Ég fór nú að leiða hugann að nýrri aðferð til þess að skammta súrál í kerin, en það þarf að gerast á 8 mínútna fresti. Ég smíðaði fyrst súrálstank og setti undir hann skúffu með svokölluðu súrálsgjafarhúsi, sem tók nákvæmlega þann skammt, sem fara á í kerið hverju sinni. I verksmiðjunni er sérstakt þrýsti- Ljósm. Mhl. Kristján. Fylgst með tilraunum á álskammtaranum. Talið frá vinstri: Pálmi Stefánsson, forstöðumaður nýbyggingadeildar ÍSAL, dr. Heinz Breiter, yfirmaður á einkaleyfisskrifstofu Alusuisse. Bragi Erlends- son, rekstrarstjóri ÍSAL, dr. Alwis Franke, tæknilegur framkvæmda- stjóri, Einar Guðmundsson framleiðslustjóri og Ragnar Halldórsson, forstjóri. Vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins: Fjórar bifreiðar m.a. í vinninga Vorhappdrætti Krabhameinsfé- lagsins hefur nú verið hleypt af stokkunum og miðar sendir um allt land. Allir íslendingar fá senda happdrættismiða Krahha- meinsfélagsins á aldrinum 23 ára til 67 ára. Dregið verður í vor- happdrætti Krabbameinsfélagsins 17. júni. Að þessu sinni er aðalvinningur- inn Dodge Aries-bifreið að verð- mæti meira en 150 þúsund krónur, og einnig eru þrír vinningar bifreið að eigin vali að upphæð 100 þúsund, 80 þúsund og 70 þúsund krónur, þar að auki eru 8 vinningar þannig að hver um sig er tvö tíu gíra reiðhjól, samtals að verðmæti 5000 krónur. Vinningarnir eru því tólf og heild- arverðmæti þeirra um 440 þúsund krónur. Miðaverð er 17 krónur. I frétt frá Krabbameinsfélaginu segir, að happdrættið hafi frá upphafi verið ómissandi stoð fyrir krabbameinssamtökin í landinu: „Er svo enn að veigamestu þættirn- ir í starfsemi þeirra byggjast að verulegu leyti á happdrættistekjun- um og þar með stuðningi þeirra fjölmörgu einstaklinga sem miðana kaupa.“ Guðmundur Bjarnason við álskammtara í smækkaðri mynd, sem notaður var til tilrauna. loftskerfi og prófaði ég að nota þrýstiloft til að tæma súrálið úr gjafarhúsinu niður í kerið. Sér- stakur loftloki, sem stjórnast af tímaliða, sér um að súráls- skammturinn, 2,4 kíló, fer niður í kerið á nákvæmlega 8 mínútna fresti. Rétt áður en þetta gerist hefur hamar brotið gat á skurn- ina, sem myndast á kerjunum, svo súrálið á greiða leið niður í kerið. Allur þessi búnaður er svo tengd- ur tölvukerfi verksmiðjunnar, sem stjórnar kerfinu. Við prófuðum okkur áfram og í dag er komin á þetta nokkur reynsla og hún hefur verið mjög jákvæð. Þessi búnaður hefur þegar verið settur upp í 30 kerjum og og nýl'ega var sú ákvörðun tekin að setja búnaðinn upp í öllum 320 kerjum álversins. Eftir að Guðmundur kom fram með þugmynd sína hefur hún verið þróuð í samstarfi ýmissa tæknimanna álversins og má þar einkum nefna Þorstein Eggerts- son, deildarstjóra verkáætlunar- deildar. Guðmundur hefur starfað hjá ÍSAL frá 1968 og hann hefur unnið að margvíslegum endurbðt- um á búnaði þar. Þetta er þó að hans sögn sú hugarsmíð, sem er lang mikilvægust. Þetta er það jákvæðasta sem komið hefur fram hérna og losar menn við óþrifaleg störf, sagði Guðmundur. Reyndar má segja að atvik á brautarstöð í Þýzkalandi fyrir allmörgum árum hafi verið kveikjan að lausn Guðmundar. Hann var staddur á brautarstöð- inni í Duisburg og fylgdist með því þegar sandur var borinn á hála brautarteinana. Það var einmitt gert með þrýstilofti. Súrálskammtarinn, sem Guð- mundur fann upp, kemur í stað annars, sem byggður var sam- kvæmt hugmyndum erlendis frá. Hann var allt að sex sinnum þyngri og byggðist á allt öðru kerfi. I honum voru að auki margir hreyfanlegir hlutir og þeim samfara bilunar- og slit- hætta. I búnaði Guðmundar eru hins vegar engir hreyfanlegir hlutir. Á þessu stigi er ekki hægt að segja um það hvort búnaður Guð- mundar verður settur upp í verk- smiðjum úti í heimi, það mun skýrast seinna. En ummæli Heinz Breiter benda óneitanlega til þess að svo verði. Fegurðarsamkeppni Ungfrú UTSYN 1981 Kynntar verða 10—12 fegurð- ardísir, sem dómnefnd hefur valið í úrslitakeppni. ■ • Húsiö opnað kl. 20.00. — lystauki og happdrætti. • Veizlumatur — verð aðeins kr. 85.00 • Spennandi spurningakeppni — frábær skemmtiatriði. • Danssýning Nýjustu diskó-lögin Þorgeir Ástvaldsson stjórnar diskótekinu. Stjórnandi: Ingólfur Guöbrandsson Hin vinsæla, fjöruga hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söng- konunni Maríu Helenu halda uppi fjörinu til kl. 03.00. Missið ekki af skemmtun í sérflokki. — Sjá nánar í auglýsingu í Morgunblaðinu miðvikudaginn 22. apríl. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.