Morgunblaðið - 16.04.1981, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
fltofgtiiilifftfrtfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Þjóðin, landið
og trúin
Fyrir 200 árum, vorið 1781, þegar íslendingar vóru aðeins 50.000, féll
fólk úr hor og vesöld hér á landi, einkum í Vestmannaeyjum, á
Suðurlandi, í Borgarfirði og á Snæfellsnesi, segir í samtíma heimildum.
Fyrir 100 árum, veturinn 1881, fyllti hafís hvern fjörð og hverja vík á
Norðurlandi og fraus saman í eina hellu. Fárviðri með rofalausum
stórhríðum og yfir 20 stiga gaddi gekk yfir landið dögum saman. Faxaflóa
lagði út fyrir eyjar, svo ganga mátti á ís frá Akranesi til Reykjavíkur.
Fyrir 40 árum rúmum, vorið 1940, var ísland hernumið, þrátt fyrir
yfirlýst hlutleysi. Söm urðu örlög Danmerkur og Noregs, og öllu verri, í
skjóli hinnar sömu hlutleysisstefnu.
Þessar þrjár svipmyndir úr sögu þjóðar, sem hér hefur verið brugðið upp,
færa okkur heim sanninn um nauðsyn fyrirhyggjunnar. Sagan, hin
samansafnaða reynsla, er bezti vegvísir samtímans inn í framtíðina. Þeir
lærdómar, sem draga má af mannlífi á þessari ægi girtu eyju okkar í
bráðum 12 aldir, eru fyrst og fremst þeir, að nýta þarf auðlindir lands og
sjávar af hyggindum en harðfylgni. Lífsbarátta lítillar þjóðar á mörkum
hins byggilega heims krefst og þess að hún tileinki sér þá menntun, þá
þekkingu, þær tækniframfarir og þá þjóðfélagsgerð, sem mestum árangri og
arðsemi hafa náð í veröldinni. Hún þarf á hverjum tíma að vera undir það
búin að mæta þeim aðstæðum, sem hnattstaða landsins og náttúra þess geta
leitt af sér. Hún þarf að tryggja öryggi sitt, bæði hvað snertir afkomu
þjóðar og þegna og stjórnarfarslegt sjálfstæði í viðsjárverðri veröld.
En maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman.
Kristin menning hefur sett svip sinn á íslenzkt þjóðlíf í þúsund ár. Hún
hefur mótað þá siðfræði og það mat á réttu og röngu, sem er bezti
vegvísirinn í lífi hvers einstaklings, hornsteinar persónulegrar hamingju.
Hún hefur sett svip sinn á flest það sem mestum þroska hefur náð í
menningu og heilbrigði þjóðarinnar.
Hátíðir kristninnar, jól og páskar, falla í táknmáli sínu að hinum íslenzku
árstíðum. Fæðingarhátíð Krists ber upp á þá tíð í hringrás ársins er dag
tekur að lengja, sól að hækka á lofti og myrkrið að þoka fyrir birtunni.
Páskarnir, upprisuhátíðin, fellur að því eilífa kraftaverki í umhverfi okkar
er náttúra landsins rís upp til nýs lífs af vetrarsvefni og gróandinn haslar
sér völl. Þetta táknlega samspil lands og kenningar gerir boðskapinn, sem
að baki er hátíðahaldinu, ljósari og skýrari í hugskoti okkar. Og raunar er
táknmál náttúrunnar, hvort heldur sem skoðað er lítið blóm eða hálendi
öræfanna, vitnisburður um fegurð og almætti hins mikla höfuðsmiðs.
Páskarnir eru sigurhátíð lífsins yfir dauðanum eða þannig koma þeir
fyrir í leikmannshuga. Þeir túlka dauðann sem fæðingu til nýs lífs. Jafnvel
hinir breyzku, sem við flest tilheyrum, eiga vonarveg. Kristur sagði á
krossinum við brotlegan samferðarmann: Sannlega segi ég yður að í dag
skuluð þér vera með mér í Paradís.
Kristin menning stendur djúpum rótum í íslenzkri þjóðarsál. Áhrif
hennar á samskipti okkar innbyrðis og út á við mættu þó vera virkari. Við
mættum hafa meira umburðarlyndi og meiri' virðingu fyrir skoðunum og
viðhorfum annarra. Þeir, sem hafa aðrar meiningar en við, hafa sama
lýðræðislega rétt til sinna skoðana og við til okkar. Það er kjarninn í því
borgaralega þjóðskipulagi skoðana- og tjáningarfrelsis sem við viljum
standa trúan vörð um.
Arðsemi hagkerfis í samkeppnisþjóðfélögum hefur ekki sízt gildi fyrir þá
staðreynd, að öll samfélagsleg þjónusta, menntakerfi, öldrunarþjónusta,
heilbrigðisþjónusta og aðstoð við þá er minna mega sín í samfélaginu, svo
örfá dæmi séu nefnd, er auðveldari og árangursríkari fyrir áhrif öruggra
þjóðartekna.
Velmegunarþjóðfélög mega heldur ekki gleyma skyldum sínum við
svokölluð þróunarlönd. Sú aðstoð þarf að byggjast á hjálp til sjálfshjálpar,
jafnframt skyndihjálp. Því miður stöndum við Islendingar langt að baki
nágrannaþjóðum í aðstoð við þróunarlöndin, ef mælt er í hlutfalli af
þjóðartekjum. Sá kapítuli í þjóðarsögunni er ekki ýkja langt að baki er
Islendingar féllu úr hor og vesöld. Þann lærdóm megum við draga af þeirri
reynslu að við skuldum forsjóninni velsæld á líðandi stund, sem bezt verður
greidd með aðstoð við þurfandi þjóðir.
Á þessum árstíma vors og páska eiga bjartsýni og þakklátsemi að ráða
viðhorfum okkar. Hvort sem við verjum páskafríi í heimaranni eða við
útivist skulum við helga hluta af þankagangi okkar boðskap hátíðarinnar.
Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar
hátíðar.
Hornsteinar
Þeirri reglu er fylgt nú sem áður, að um páska er Morgunblaðið helgað
einstöku viðfangsefni. Að þessu sinni kynnir blaðið fulltrúa íslenskra
athafnamanna, ævi þeirra og störf. Dregnir eru fram höfuðþættir í baráttu
þeirra og því lýst, hvernig dugur og framtak einstaklinga hefur megnað að
leggja grunninn að hagsæld fjölda fólks um land allt. Þjóðfélag, sem drepur
borgarana í dróma ríkisforsjár, lendir fyrr eða síðar í ógöngum vegna
stöðnunar. Atburðirnir í Póllandi eru skýrasti vitnisburðurinn um það nú
um stundir. Við þurfum ekki að líta út fyrir landsteinana til að sannfærast
um skaðsemi ríkisíhlutunar, opinber umsvif hér á landi hafa vaxið jafnt og
þétt undanfarin ár samhliða samdrætti í þjóðarframleiðslu. Líf og störf
þeirra manna, sem Morgunblaðið kynnir um páskahelgina, er brýn
áminning um nauðsyn þess að standa vörð um frjálst einstaklingsframtak,
forsendu hagsældar hér sem annars staðar.
Hef alla
tíð gætt
þess vel
að dreifa
áhættunni
„Nei. Ég get ekki sagt, að ég hafi borið neinn sérstakan
kvíðboga fyrir því að taka við stjórn fyrirtækisins. Það
gerðist heldur ekki á einni nóttu og bæði var ég lengst af með
Magnúsi Andréssyni og svo get ég til dæmis nefnt, að
skrifstofustjórinn okkar, Jóhann Möller, hefur unnið lengur
hjá fyrirtækinu en ég. Þannig stóð ég síður en svo einn upjii,
þegar af því varð að ábyrgðin og ákvarðanatakan komu. Ég
vissi líka af því, að skjótt getur veður skipzt í lofti í
viðskiptum sem öðru, þannig að þótt ég settist við
stjórnvölinn á sæmilega traustu og grónu fyrirtæki, þá var
ekki um það að ræða að halla sér aftur á bak í stólnum og
horfa á hlutina rúlla af sjálfu sér. Þetta er dagleg hólmganga
við ríkjandi aðstæður, stöðuga samkeppni, nýjungar og hraða
framþróun. Og það þarf ekki mikið út af að bera til þess að
allt geti farið í handaskolum." Það er ólafur ó. Johnson,
forstjóri 0. Johnson & Kaaber hf., sem hefur orðið.
Frá tveimur til
tuttugu hluthafa.
„Faðir minn, Ólafur Johnson,
stofnaði O. Johnson & Kaaber með
dönskum manni, Ludvig Kaaber,
23. september 1906, þannig að
fyrirtækið verður 75 ára síðar á
þessu ári,“ segir Ólafur. „Kaaber
varð svo bankastjóri og þá keypti
faðir minn hans hlut, en þegar
hann fór til Bandaríkjanna vegna
matvælakaupa í heimsstyrjöldinni
fyrri, fékk hann Arent Claessen til
að reka fyrirtækið fyrir sig. Hann
seldi honum svo hlut í fyrirtækinu
að styrjöldinni lokinni.
Árið 1935 varð fyrirtækið svo að
hlutafélagi, þegar Friðþjófur
bróðir minn, Jean Claessen og
Magnús Andrésson komu til skjal-
anna. Ég fluttist til Bandaríkj-
anna með foreldrum mínum 1939,
þegar pabbi fór aftur vestur um
haf til starfa við Innflytjendasam-
bandið, en kom heim aftur í lok
ársins 1952, þá tæplega 22ja ára
að aldri. Foreldrar mínir bjuggu
hins vegar áfram vestanhafs og
pabbi kom ekkert nálægt daglegri
stjórnun O. Johnson & Kaabers
meira."
„Ég var eiginlega alltaf staðráð-
inn í að koma heim aftur. Það var
Friðþjófur, sem hafði mest áhrif á
mig til þess og vitneskja um
veikindi hans hraðaði heimferð
minni meira, en ef til vill hefði
orðið að öðrum kosti.
Þegar ég kom heim, byrjaði ég
sem sölumaður í matvörudeildinni
og siðan bauðst mér að taka við
rafmagnsdeildinni og vefnaðar-
vörudeildinni af Jean Claessen,
sem tók að sér verksmiðjurnar;
kaffibrennsluna og kaffibætis-
verksmiðjuna, sem báðar eru sér-
stök fyrirtæki. Eftir andlát Frið-
þjófs 1955 varð ég svo einn af
forstjórum O. Johnson & Kaaber
og tók sæti í stjórn fyrirtækisins.
Magnús Andrésson lézt svo 1968,
en í millitíðinni hafði rafmagns-
deildin vaxið svo gífurlega, að eina
lausnin varð að stofna um hana
sérstakt fyrirtæki; Heimilistæki,
sem fyrst var sameignarfyrirtæki,
en var breytt í hlutafélag í fyrra.
Þannig hefur nú tognað úr þessu
öllu saman og hluthafar nú eru
um 20 talsins."
Frelsið varð hvorki
algjört né fullkomið.
„Það hefur margt breytzt á tíma
þessa fyrirtækis. Áður fyrr var
megnið af vörunum skammtað;
smjör var skammtað og ávextir
komu einu sinni á ári. Það var
alltaf mikil pressa og mikill
handagangur í öskjunni, þegar
sendingar komu, en svo rólegra
þess í milli. Fyrirtækið var til
húsa í gömlu húsunum við Hafn-
arstræti, sem voru orðin mjög
óhentug. Þá fengust til dæmis
ekki leyfi fyrir nýjum bílum svo
bílafloti fyrirtækisins var þetta
12—15 ára gamall og kostaði orðið
meira í varahlutum á hverju ári
en nýir bílar.
Ég kem inn í endi þessa tíma.
Síðan hefur frjálsræðið aukizt til