Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 28

Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 fækkun í þessum atvinnugreinum. Ýmsar athuganir sem gerðar hafa verið og tölur er settar hafa verið fram í þessu sambandi á undanförnum árum benda til þess að innlendur skipaiðnaður sé ein- hver ailra stærsta og hagstæðasta atvinnugrein, sem við höfum átt kost á að byggja upp allt frá stríðslokum að stóriðju ekki und- anskilinni, ef borinn er saman fjármagnskostnaður og fjöldi at- vinnutækifæra. En við höfum tap- að þessum iðnaði úr höndum okkar vegna ýmissa annarlegra sjónarmiða, sem ekki hafa alltaf átt samleið með þjóðhagslegri þörf, að því er varðar skipainn- flutning og stærð flotans. í Fiskiskipaáætlun fyrir árið 1977, sem framkvæmdastofnun ríkisins gaf út, er tekið fram að á 11 árum, árin frá 1965—1975, hafi bæst við íslenska fiskiskipaflot- ann 389 skip, alls 59.505 brl. Á þessu tímabili nam smíði innan- lands aðeins 10.949 brl. Könnun samtaka okkar, sem gerð var upp úr miðjum síðasta áratug, leiddi í ljós að þegar alda skuttogara innflutningsins reis sem hæst námu innflutt skip um 12.500 brúttólestum, en innlend framleiðsla um 1.500 lestum og ég man ekki betur en að talið væri þá, að ef tekið væri meðaltal nokkurra ára við að byggja upp þennan flota á síðasta áratug, ásamt viðgerðum og breytingum, mundi til þess hafa þurft um 4 þúsund manns eða nokkurn veg- inn sem samsvarar raunveru- legum fjölda bænda á íslandi. Atvinnusaga skipaiðnaðarins á þessum árum, er samkvæmt könn- Þorbergur Ólafsson: Bátalón raðsmíðar stálfiskibáta Úrdráttur úr ávarpi Þorbergs Ólafssonar, stjórnarformanns Bátalóns hf., er gefið var nafn tveimur stálbátum fyrir kaup- endur á Bakkafirði þá Kristinn Pétursson og Elías Helgason. Ég vil með fáum orðum minnast á nokkur atriði er varða smíði þeirra tveggja báta fyrir Bakk- firðinga, sem nú verða afhentir, eru þeir nýsmíði 461 og 462 í Bátalóni, þegar allir bátar eru upp taldir úr tré og stáli, frá því að þetta fyrirtæki var stofnað fyrir 33 árum. Þessir bátar hafa nokkra sér- stöðu, eins og raunar margir svokallaðir Bátalónsbátar, eru þeir algerlega hannaðir hér í stöðinni með lagi sem stöðin getur skrifað á sinn reikning. Eru bát- arnir útbúnir eftir óskum kaup- enda, fyrir línu, net, snurpu, troll og handfæraveiðar. Má geta þess, sem frétt, að samningar um smíði fleiri báta af svipaðri stærð eru hjá fiskveiða- sjóði og bíða afgreiðslu. Er það von okkar að þeir samningar hljóti samþykki bráðlega. Meiri áhugi en opinberlega hefur fram komið virðist mér vera hjá ýmsum útvegsmönnum, sem ég hef haft samband við um að endurnýja bátaflotann. Er það virðingarvert viðhorf stjórnvalda, að vinna af kappi að því markmiði að koma á sam- starfsverkefni meðal skipasmíða- stöðvanna um smíði eftirsóttustu skipastærða og styrkja þannig innlendan skipaiðnað, sem segja má, að hafi að undanförnu verið í hálfgerðu svelti, er ráðamenn sjóðakerfa hafa afsakað með of stórum skipaflota, sem að stærst- um hluta er erlend iðnaðarfram- leiðsla. Er þetta varðandi erlenda iðn- aðarframleiðslu vissulega ekki út i bláinn sagt, sem dæmi má nefna að af 86 skuttogurum í eigu íslendinga munu 76 þeirra hafa verið fluttir inn. Vegna þeirra sem hér kunna að vera staddir m.a. frá fjölmiðlum, vil ég með örfáum orðum minnast á þróun skipaiðnaðarins frá sjón- arhóli okkar, sem ég tel að séum reynslunni ríkari. Við sem hófum störf í skipaiðnaði ungir að árum upp úr 1940 litum björtum augum á framtíðina, þegar ekki hafðist undan að fullnægja eftirspurn. Allt frá landnámi íslands hafði hið fljótandi far verið ein megin stoð byggðar í þessu eylandi, bæði varðandi siglingar landa á milli og sjósókn virtist því ærið verkefni framundan í þessari iðngrein. „En Adam var ekki lengi í Paradís." Eftir stríðslok gerðu stjórnvöld samninga um smíði á nokkrum tugum trébáta frá Sví- þjóð. Stöðnun varð í innlendri skipasmíði og nýsmíði féll niður um árabil. Um 40% skipasmiða hættu störfum. Eftirvinna féll niður en þeir sem áfram störfuðu höfðu það helst að meginstarfi auk einhvers viðhalds á flotanum, að endur- bæta smíðina á hinum innfluttu skipum. Þessi afturkippur í inn- lendri smíði varð upphaf að stofn- un þessa fyrirtækis. Við nokkrir skipasmiðir hófum þá smíði á litlum opnum bátum og litlum dekkbátum með hliðsjón af breiðfirsku bátalagi, ásamt nóta- bátum sem fram að þessu voru aðallega fluttir inn frá Norður- löndum. Eftirspurn fór fram úr björtustu vonum og varð meira að segja svo mikið að erlendir nóta- bátar hurfu svo til alveg af innlendum markaði, þrátt fyrir stöðugt framboð LÍÚ á erlendum bátum. ♦ Urðu okkur það mikil vonbrigði að lánastofnanir synjuðu okkur um fjármagn til þess að mæta eftirspurninni, er nam 30 bátum á ári þegar mest var. Tókst þó að halda í horfinu fram undir 1960 er kraftblökkin kom til sögunnar, þá varð algert hrun á bátamarkaðinum. Eftir langa og óheillavænlega stöðnun í innlendum skipaiðnaði frá stríðslokum hófst á árunum fyrir og um 1960 önnur hrota mikils innflutnings. Var það inn- flutningur á stálskipum frá Nor- egi ca. 140—150 rúmlesta — ætl- uðum til síldveiða. Reisti Bátalón hf. þá skála 1, þar sem Bakkafjarðarbátarnir voru nú smíðaðir. Var stærð hans miðuð við þessar mest innfluttu skipastærðir og verkstjórn var hægt að fá frá Noregi. Norðmenn voru þá að breyta sínum tréskipa- stöðvum í stálskipastöðvar, en sú smíði fór þar fram sums staðar undir beru lofti. En aldrei varð úr því að tilsvar- andi skip yrðu smíðuð í þessum skála og var fjárskorti lánastofn- ana, synjun fyrirgreiðslu, kennt um. Stuttu síðar var enn ráðist í fjárfestingu. Réðst stöðin í að láta grafa rennu út úr Hvaleyrartjörn. Með því sköpuðust auknir mögu- leikar til að auka reksturinn og næstu ár á eftir þetta voru stórviðgerðir á ca. 100 rúmlesta eikarskipum inni i verkstæðishúsi aðalverkefnin. En af því kom að þessar viðgerðir lögðust af, er farið var að hefta þurrafúa í skipum. Á árunum 1967—69 stórversn- aði ástandið í innlendum skipaiðn- aði eftir nokkurn meðbyr. Þetta ástand leiddi til þess að kannaðir voru möguleikar á smíði tveggja 70 rúmlesta stálskipa fyrir Ind- verja, eitt stærsta þróunarríki heims og voru vonir tengdar við áframhald, ef takast mætti að komast inn á þann markað. Tveimur árum eftir afhendingu bátanna kom fyrirpurn frá ind- versku ríkisstjórninni, hvort hún gæti fengið smíðaða 50 báta á ári bæði stærri og minni næstu fjögur ár. Ekki komust þessi mál langt, þar sem þurft hefði að lána mestan hluta söluverðsins til langs tíma. Upp úr 1970 hófst hin þriðja hrota stórfellds innflutnings síðan í stríðslok, með innflutningi skut- togara. Innlendur skipaiðnaður var vanbúinn að taka við stórum verkefnum. Smíði skuttogara hófst í stærstu stöðvunum og smíði á alinokkrum minni bátum bæði úr tré og stáli hjá minni stöðvunum, er við nýsmíði fengust, svo sem Bátalóni hf., ásamt breytingum og viðgerðum á stálskipum. í framhaldi af aukningu verk- efna var ráðist í stækkun verk- stæðishúss með byggingu skála 2 og skála 3. Var gólfflatarstærð verkstæðis þá komin upp í ca. 2000 Bakkafjarðarbátarnir í smíðum i Bátalóni. Annar báturinn, Halldór Runólfsson NS 301 á fullri ferð. borbergur ólafsson fermetra og starfsmannafjöldi 60—70 manns. Brátt kom að því að hinn mikli skuttogarainnflutningur hafði •lamandi áhrif fyrir minni stöðv- arnar, sem ekki höfðu aðstöðu til að smíða skuttogara því dregið var úr fjármögnun til smíði minini báta. Ef til vill hefði mátt jafna út togarasmíðina með hluta- smíði á milli stöðvanna. Hlutasmíði mun vel þekkt með- al skipasmíðastöðva erlendis. Var þetta nokkuð rætt, en jafnan virtist svo að innlend togarasmíði væri vart meira en verkefni fyrir viðkomandi stöðvar. í dag virðast málin standa þannig að erfitt er að spá um framtíðina. En farið er að ræða um að að rekstur bátaflota muni verða hagstæðari en rekstur tog- ara. Skilst mér að hin mikla olíu- verðshækkun skipti þarna mestu máli. Þarf því að stefna að hag- kvæmum olíusparandi skipa- stærðum og gerðum. Um alllangt árabil hefur því verið spáð að iðnaðurinn ásamt þjónustustörfum hlyti að fá það hlutverk, að taka við meginþorra þess fólks, sem bætist á vinnu- markaðinn á komandi árum, þar sem hinar svokölluðu undirstöðu- atvinnugreinar, svo sem landbún- aður og sjávarútvegur gætu vart bætt við sig fólki og heldur spáð Innlendar skipasmíðastöðv- ar endurnýi bátaflotann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.