Morgunblaðið - 16.04.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981
29
un samtaka skipaiðnaðarins á þá
leið, að árið 1971 munu nálega
1100 manns hafa starfað við
skipaiðnaðinn, en fram til 1975
hafi þeim fækkað um 266 menn.
Eins og fyrr segir hefur þrjá
síðustu áratugi eða allt frá stríðs-
lokum, er stríður straumur skipa-
innflutnings hófst, hinn mikli
fiskiskipafloti okkar að langmest-
um hluta verið erlend iðnaðar-
framleiðsla, líkt og að hætti van-
þróaðra ríkja með lélega tækni-
þekkingu, er flytja inn þróaðan
iðnað, en byggja atvinnu sína á
hráefnisöflun.
Skipastóll landsmanna er
óumdeilanlega stærsta og öflug-
asta atvinnutæki þjóðarinnar og
gæti því verið langstærsti hluti
málmiðnaðar á Islandi. Auk þess
höfum við það umfram hin Norð-
urlöndin að neysluþörf okkar
varðandi skip byggist fyrst og
fremst á innlendum markaði.
Þrátt fyrir þessa sérstöðu hefur
skipaiðnaður okkar dregist langt
aftur úr skipaiðnaði nágranna-
þjóðanna, fyrst og fremst að því er
virðist vegna vanrækslu stjórn-
kerfis okkar varðandi þessa at-
vinnugrein, en þess í stað hefur
verið flutt inn atvinnuleysi ná-
grannaþjóðanna í formi skipainn-
flutnings.
Að því er best er vitað hefur
meira að segja sókn Færeyja á
þessu sviði verið hraðari en okkar
frá stríðslokum. Hér á norður-
hjara Atlantshafsins munu það
aðeins vera Grænlendingar, sem
ekki hafa enn skotist fram úr
okkar hjarðmennsku- og veiði-
mannaþjóðfélagi á þessu sviði.
Nú mun eflaust einhverjum
koma í hug, hvort innlendur
skipaiðnaður, hvað viðkemur verði
og gæðum, sé sambærilegur er-
lendum.
Þessu vil ég svara á eftirfarandi
hátt. Ég dreg mjög í efa, eftir
nokkra könnun, að bátar af sömu
stærð og hér er verið að afhenda,
fáist ódýrari erlendis. Einnig má
benda á að lengingar á stálskip-
um, sem hér hafa farið fram inni í
verkstæðishúsi, hafa ekki orðið
dýrari en erlendis og næsta ótrú-
leg dæmi eru til um það gagn-
stæða, en aðstöðu vantar bæði hér
í Bátalóni og líklega í flestum
innlendum skipasmíðastöðvum
varðandi aðstöðu, þegar komið er
út úr verkstæðishúsi, þ.e. hag-
kvæma viðlegukanta fyrir frágang
á nýsmíði og viðgerðir.
Hefur LÍU bent réttilega á þann
veikleika í innlendum skipaiðnaði.
Ég vil leggja áherslu á að þessi
veiki þáttur stafar þó ekki af því
að við höfum lakari iðnaðarmenn
en nágrannalöndin eða getum ekki
smíðað jafngóð skip. Heldur er
endurnýjun og þróun tæknilegrar
aðstöðu of víða okkar vandamál.
Þar sem skattfé almennings hefur
meir farið til þess að byggja upp
hafnaraðstöðu fyrir sjósókn og
flutninga en skipaiðnað.
Þess skal þó getið að bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar hefur þegar
samþykkt að byggja viðlegu-
bryggju við Bátalón.
Tími endurskoðunar og breyttr-
ar stefnumörkunar í fjárstreymi
til iðnaðaruppbyggingar er því
vissulega tímabær og þótt fyrr
hefði verið, þegar litið er á stöðu
hinna hefðbundnu undirstöðu at-
vinnuvega, þolir það enga bið að
gera skipaiðnaðinn hið bráðasta
að innlendri framleiðslu.
Eftir 3 ár er talið að um 450
bátar undir skuttogarastærð verði
komnir á endurnýjunaraldur.
Væri það óheillavænleg þróun ef
innlendar skipasmíðastöðvar
væru þá ekki í stakk búnar til að
taka að sér endurnýjun bátaflot-
ans.
Mér sýnist það spá góðu, að nú
þegar horfur eru á að ýmsa
útgerðaraðila virðist vanta fleiri
báta, kemur fram jákvæð afstaða
stjórnvalda um stuðning við sam-
starfsverkefni í bátasmíði. Þarna
er vissulega um gífurlega stórt
verkefni að ræða er skiptir veru-
legú máli fyrir margar iðngreinar.
Að lokum vil ég færa Bakka-
fjarðarmönnum þakkir fyrir
ánægjuleg viðskipti. Skipasmíða-
stöðin óskar heimabyggð, eigend-
um og áhöfnum bátanna til ham-
ingju með þessa nýju farkosti.
Dr. Björn Jóhannesson:
Um áhrif veðurfars á
laxagengd og laxastærð
Inngangsorð
Til þess að silfrast og öðlast
hæfnina og löngunina að hverfa úr
fersku vatni í sjó á tilteknu sumri,
þurfa laxaseiði að hafa náð lág-
marksstærð eða lágmarkslengd
haustið áður. Þessi lágmarks-
lengd mun vera nálega 10 cm. Þau
seiði sem smærri eru að hausti
dveljast a.m.k. eitt sumar til
viðbótar í uppvaxtaránni, eða
þartil þau hafa náð umræddri
lágmarksstærð.
Áhrif veðurfars
á vaxtarhraða
Efnið í töflu 1 er sótt í grein
eftir Þór Guðjónsson, er birtist í
tslenskum iandbúnaðarrann-
sóknum, 2. hefti 1978. Það sem
einkum vekur
greindri lágmarksstærð (10 cm) að
hausti, taka að silfrast og búa sig
undir göngu til hafs að vori þegar
hiti ánna hefur náð tæplega 4
gráðum. Eftir að slíku hitastigi er
náð, taka silfrunar- og aðlögunar-
breytingarnar þeim mun skemmri
tíma sem hiti árvatnsins er hærri.
í meðalsumrum munu gönguseiði
jafnan hverfa til sjávar í júní-
mánuði, þegar vatnshitinn er 8—
10 stig. Én séu vor og fyrri hluti
sumra mjög köld, með snjóaiögum
og frosti í jörðu fram eftir sumri
svo sem var hafísvorið 1979 — þá
silfrast sjógönguseiði seint og
verða síðbúin til sjávargöngu. I
slíkum tilfellum er og sjór jafnan
kaldur og átusnauður, þannig að
vaxtarskilyrði eru einnig óhag-
stæð eftir að seiðin eru komin í
sjó. Þetta getur haft þær afleið-
ingar, að smálax, þ.e. lax sem
Björn Jóhannesson
Hve mörg uppvaxtarár það tekur laxaseiði að ná sjógöngustærð:
Hundraðshlutar eftir 2, 3 og 4 ár í fersku vatni. Meðaltöl fyrir
neðangreind vatnasvæði.
Laxár á árunum: Fjöldi sýna 2 ár. % 3 ár, 5 4 ár, 5 2 ár + 3 ár, %
1911-1914 1) 1149 4,0 55,6 38,0 59,6
1938,1939 2) 1026 25,1 70,6 L6 95,7
1946-1965 3) 1799 5,6 85,6 8,6 91,1
1) Könnunarvötn: Elliðaár, Hvítá í Borgarfirði, Norðurá, Laxá í
Aðaldal, Ölfusá.
2) Könnunarvötn: Elliðaár, ölfusá, Stóra-Laxá, Litla-Laxá.
3) Könnunarvötn: Elliðaár, Laxá í Kjós, Grímsá, Þverá, Norðurá,
Miðfjarðará, Víðidalsá, Laxá í Aðaldal, Sog.
athygli er, hve vaxtarhraði seið-
anna hefur verið miklum mun
minni árin 1911—1914, en á tíma-
bilinu 1946—1965 og þó sérstak-
lega á árunum 1938 og 1939. Auk
arfgengra vaxtareiginleika, ráða
átu- og hitaskilyrði vaxtarhraðan-
um. í hlýjum sumrum verður til
meiri áta í laxám, með því að
rotnun lífrænna efnasambanda í
jarðvegi á vatnasvæðum ánna
leysir úr læðingi meira frjóefna-
magn, en það er undirstaða alls
lífs í afrennslisvatninu (ánum).
Því meiri áta, þeim mun meiri
vaxtarhraði að öðru jöfnu. Einnig
eykur hækkandi vatnshiti vaxtar-
hraða í þeim tilvikum, þar sem
átuskilyrði eru tiltölulega góð.
Sumrin 1911—1914, munu hafa
verið köld, en sumrin 1938 og 1939,
einkum hið síðarnefnda, voru
mjög hlý. Þessi hitamunur skýrir
án efa að mestu leyti þann mikla
mun á vaxtarhraða er taflan
sýnir. Síðustu áratugina hefur
notkun tilbúins áburðar farið ört
vaxandi, en við það eykst frjóefna-
magn og átumagn ánna, einkum
þar sem víðlend tún liggja á
vatnasvæði tiltekinnar laxár.
sækir á bernskustöðvarnar einu
ári eftir að hann hvarf til hafs
(1-árs-lax-í-sjó), nær ekki nægi-
legum þroska til að snúa „heim“ á
venjulegum tíma: Hann verður að
dveljast tvö ár í sjó til að ná
kynþroska. Þetta var orsök þess,
að sumarið 1980 veiddist ekkert af
smálaxi á Norður- og Norð-Aust-
urlandi, og mér skilst einnig lítið á
Suður- og Suð-Vesturlandi. Af-
leiðingar slíkra aðstæðna skulu
skoðaðar nokkru nánar.
Lifsferill laxins
Við skulum reikna með því, að
langmestur hluti laxaseiða þurfi
að dveljast í ferskvatni í 3 ár áður
en þau hverfa til sjávar, eins og
átti sér stað á árunum 1946—1965.
Einnig, að nokkur hluti laxanna
hafi þá erfðanáttúru að dveljast í
hafi aðeins eitt ár (smálax), en
hinn hlutinn hafist þar við sam-
fellt í tvö ár áður en snúið er
„heim“ (stórlax). Við skulum kalla
ártal þess vors er pokaseiði verða
til X og setja saman töflu 2 á
þessum grundvelli.
Grcinarhöíundur vek-
ur athygli á mikilvægi
umhverfisins, veðrátt-
unnar, á laxagengd í
islenskar ár. Segir hann
að sumarið 1981 megi
vænta sæmilegrar veiði
talið í laxaf jölda.
Segja má, að með þrennum
hætti hafi mjög köld sumur mik-
ilvæg áhrif á lífsferil laxins, eins
og hér verður lauslega rakið:
1. Á því sumri sem fer næst á
eftir mjög köldu sumri, gengur
smálax ekki í árnar. Sem fyrr
getur, skeði þetta sumarið 1980, en
sumarið 1979 var mjög kalt (ísa-
sumar). Þessi síðbúni „smálax"
mun ganga í ár sumarið 1981, og
verður hann þá bersýnilega stór-
vaxnari en smálax er venjulega í
Áhrif vatnshita á
silfrun laxaseiða
og sjógöngu
Laxaseiði sem náð hafa fyrr-
Lifsferill lax
Meðalárferði, Mjög köld sumur,
Ártal Ártal
Laxaklak haustið X-1
Pokaseiði verða til vorið X
Seiði ganga til sjávar sumarið X + 3
Smálax (1-ár-í-sjó) gengur í ár sumarið X + 4
Stórlax (2-ár-í-sjó) gengur í ár sumarið X + 5
X + 5
X + 5
Útgáfunefnd AA-samtakanna:
„12 reynsluspor og 12 erfða-
venjur44 komin út á íslenzku
AA48AMTÖKIN hafa gefið út á
íslenzku bókina „12 reynsluspor og
12 crfðavenjur“. t fréttatilkynn-
ingu frá útgáfunefnd AA-samtak-
anna segir eftirfarandi um innihald
hókarinnar:
„Við viðurkenndum vanmátt
okkar gegn áfengi og að okkur var
orðið um megn að stjórna eigin lífi.“
Segja má, að þessi orð, sem
AA-menn kalla „fyrsta reynslu-
sporið", sé kjarninn í því sem þessi
bók hefur að bjóða. Alls eru reynslu-
sporin 12 talsins og á þau má líta
sem grundvöll þeirra hugmynda eða
þess hugmyndakerfis, sem AA-fólk
— alkóhólistar — byggir líf sitt og
lífshamingju á. Bókin er skrifuð til
að reyna að skilgreina þær hug-
myndir og þann boðskap sem í
reynslusporunum felst.
Sé bókin lesin opnum huga, kemur
í ljós, að hún á ekki aðeins erindi til
alkóhólista, heldur og til allra þeirra
sem eiga við sálræn eða hugarfars-
leg vandamál að stríða.
Allir þekkja orðtækið „guð hjálpar
þeim, sem hjálpar sér sjálfur".
Mörgum er illa við þetta orðtæki
vegna þess, að þeim finnst, að þar
með sé verið að lýsa einskonar
vantrausti á guð almáttugan. AA-
menn líta öðruvísi á málið. Þeir
finna til „samábyrgðar“ með sér
æðri mætti og reyna að lifa sam-
kvæmt því. Það er þeirra söngur til
lífsins: vertu trúr og reyndu allt, sem
í þínu valdi stendur, til að vera
hamingjusamur sjálfur, samkvæmt
besta skilningi á rökum lífsins. Með
því einu er unnt að stuðla að
hamingju og velferð annarra —,
fjölskyldu, vina og vinnufélaga.
Bókin fjallar um baráttu einstakl-
ingsins við sjálfan sig. Hún vísar
veginn á margvíslegan hátt: hvernig
er reynandi að bregðast við, þegar
áfengislöngun sækir á þig — hvað
áttu að gera þegar þú ert altekinn
gremju í annarra garð — hvað
geturðu tekið til bragðs þegar ástríö-
viðkomandi á. Sennilegt er, að sá
stórlaxastofn er gekk til sjávar
kalda sumarið 1979 muni halda
„áætlun" og skila sér sumarið
1981, og er þetta atriði þó ókann-
að. Því má búast við því að torvelt
verði að greina á milli „smálax“ og
„stórlax" er gengur í ár þetta
sumar. Án efa verður lítið um
mjög væna laxa, en hinsvegar
nokkuð jafnstóra, ef til vill á
bilinu 7—11 pund. Veiðist eitthvað
af stórum löxum (15 pund eða
meira), má ætla að um sé að ræða
annaðhvort fiska sem eru að
ganga öðru sinni í ár ellegar laxa
sem dvalist hafa samfellt 3 ár í
hafinu. Sumarið 1981 munu og
veiðast fiskar af þeim smálaxa-
stofnum er gengu til sjávar „
sumarið 1980. Því má vænta
sæmilegrar veiði, talið í laxa-
fjölda, sumarið 1981.
2. Ætla má, að magn gönguseiða
sumarið 1980 hafi verið tiltölulega
lítið, þar eð vaxtarhraði seiðanna
hefur verið óvenju hægur sumarið
áður (1979) og því hafi færri seiði
en ella náð 10 cm lágmarkslengd
og þess vegna þurft að dveljast
eitt sumar í ánni til viðbótar áður
en haldið yrði til hafs. Sé þessi
tilgáta rétt, kemur þetta fram
sem léleg veiði á smálaxi sumarið
1981 og á stórlaxi sumarið 1982.
Það gefur og auga leið, að í mjög
köldum sumrum verða afföll seiða
í ánum tiltölulega mikil vegna
átuskorts.
3. Hrygningarfiskurinn haustið
1980 mun að langmestu leyti hafa
verið stórlax (2ja-ára-lax-í-sjó).
Þar eð vænta má að kynblöndun
milli smálax og stórlax í íslensk-
um ám sé allmikil, má ætla að út
af stórlaxa-foreldri komi talsvert
af smálaxi (úr þessu mætti auð-
veldlega bæta með kerfisbundnu
úrvali). Eigi að síður má telja
fullvíst, að klakið 1980 muni gefa
af sér miklu hærri hundraðshluta
af stórlaxi en „normalt" má telj-
ast, og því er hér um að ræða
ábatasamt náttúrulegt úrval á
laxastofnum. Vegna slíks „stór-
laxaklaks“ haustið 1980 má búast
við litlu magni af smálaxi í
árganginum 1985, eða 4 árum eftir
að pokaseiði urðu til vorið 1981
(frá haustklaki 1980, sjá töflu 2).
Lokaorð
í greinum í FREY (nt. 4, 1978),
VEIÐIMANNINUM (nr. 101,1979)
og ÆGI (nr. 11,1979) hefi ég vakið
athygli á mikilvægi laxakynbóta
með úrvali og á vörnum gegn vargi
er eyðir laxaseiðum. Með þessum
greinarstúf vildi ég minna á mik-
ilvægi umhverfisins, veðráttunn-
ar, fyrir laxgengd í íslenskar ár.
Hér er að sjálfsögðu ekki um að
ræða fullnaðarsvör eða fullnað-
arskýringar. Þessum athugasemd-
um er fyrst og fremst ætlað að
minna á nauðsyn þess að beina
ríkari athygli og rannsóknum að
líffræðilegum atriðum og um-
hverfisatriðum, sem eru ráðandi
um laxagöngur í íslenskar ár. Á
þessum vettvangi er margt óunn-
ið.
urnar eru að leiða þig á villigötur
Svör eru veitt við ótrúlega mörgum
viðkvæmum vandamálum og spurn-
ingum.
Sá hluti bókarinnar, sem nefndur
er „Re.vnslusporin tólf“, höfðar til
einstaklingsins, sem er að glíma við
sitt stóra vandamál. „Erfðavenjurn-
ar tólf“ fjalla um það samfélag, sem
AA-menn hafa skapað sér og vilja
standa vörð um. Samfélag þetta er
einstakt í sinni röð og er mörgum
hin mesta ráðgáta. Hvernig í ósköp-
unum er hægt að stjórna samtökum,
sem hafa enga eiginlega stjórn? Því
sú er raunin. Enginn hefur vald, en
allir eru ábyrgir. Hvernig getur
svona lausbeislað samfélag lifað?
Bókin veitir svörin við því og að
loknum lestri hennar sannfærast
menn um að samfélag AA-manna sé,
þrátt fyrir allt, grundvallað á
áþreifanlegum og raunhæfum stað-
reyndum."
Bókin fæst á skrifstofu samtak-
anna í Reykjavík og einnig í AA-
deildum um allt land.