Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 34
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HATIÐINA?
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981
Fprminnarborn úr Víðistaðasókn við æfinxu fyrir páskavökuna.
lijósm.: Kristján.
Páskavaka í
Hafnarfjarðarkirkju
Páskavaka verður haldin í
Hafnarfjarðarkirkju næstkom-
andi laugardag og hefst kl. 20.30.
Báðir þjóðkirkjuprestarnir í
Hafnarfirði sr. Sigurður H. Guð-
mundsson og sr. Gunnþór Ingason
og vígslubiskup, sr. Sigurður
Pálsson taka þátt í vökunni auk
fermingarbarna úr Víðistaðasókn
og kórs Víðistaðasóknar.
„Páskavaka er að formi til ein
elsta afhöfn kristninnar," sagði sr.
Sigurður í samtali við Mbl. „Hún
er svo gömul að Nýja testamentið
var ekki til við upphaf hennar svo
allar lexíurnar eru í Gamla testa-
mentinu."
Sr. Sigurður sagði að páskavök-
urnar væru svipaðar hjá öllum
kristnum kirkjudeildum. Þó munu
þær ekki tíðar hér á landi.
„Þetta er í fyrsta sinn sem
páskavaka er haidin á Reykjavík-
ursvæðinu í lútherskri kirkju en
þær munu vera hefð bæði á
Eskifirði og Selfossi," sagði hann.
Athöfnin hefst með því að
sunginn er sálmur og flutt ávarp
um páskavökuna. Því næst er
kerti tekið og gengið með það út
að dyrum þar sem það er helgað
og kveikt á því. Dimmt er í
kirkjunni meðan á því stendur.
Allir vökugestir fá kerti við inn-
ganginn og frá kerti því sem
kveikt er á við dyrnar breiðist út
ljós á öll hin kertin. Látið er loga á
þeim meðan lesið er úr ritning-
unni. Að því loknu verður skírn en
í frumkristninni var páskahátíðin
aðal skírnartíminn. Vakan endar
svo með nokkrum atriðum úr
hefðbundinni messu, meðal ann-
ars altarisgöngu.
Listahátið fatlaðra í Alftamijrai'skóla:
Fjölbreytt sýning
og skemmtiatriði
JUNIOR Chamber-hreyfingin á
Islandi hefur á yfirstandandi ári
helgað sig málefnum fatlaðra og
hefur í því sambandi ýmislegt
verið á döfinni að hálfu hreyf-
ingarinnar. Byggðalagsnefnd
JC-Breiðholts hefur undanfarið
starfað að verkefni er hlotið
hefur heitið „Listahátíð fatlaðra"
og hefst hún í Alftamýrarskóla í
Reykjavík. Dagskrá hátíðarinnar
er fjölbreytt en henni líkur á
annan í páskum, 20. apríl.
Á sýningunni gefst fólki kostur
á að skoða hluti og verk sem
fatlaðir hafa unnið og eru að
vinna að. Meðal þess sem til sýnis
verður er myndlist, handavinna,
hoggmyndir, gull- og silfurmunir,
körfugerð og margt fleira. Enn-
fremur verða á hátíðinni ýmis
skemmtiatriði er fatlaðir standa
að s.s. tónlist, brúðuleikhús o.fl.
Kaffiveitingar verða á staðnum.
Eftirtalin félög taka þátt í
þessari sýningu auk margra ein-
staklinga innan félaganna, sem
sýna þar verk sín: Blindravinafé-
lagið, Geðvernd, Heyrnleysingja-
skólinn, Landsamtökin Þroska-
hjálp og Sjálfsbjörg.
Tilgangurinn með „Listahátíð
fatlaðra" er fyrst og fremst sá að
vekja fólk til umhugsunar um
málefni fatlaðra og hvers fólk
getur verið megnugt þrátt fyrir
fötlun sína. Aðgangseyrir að sýn-
ingunni er kr. 10 en börn og
fatlaðir fá ókeypis aðgang. Verð-
ur þeim peningum er safnast
varið til að standa straum af
kostnaði við hátíðina. Ef ágóði
verður af hátíðinni mun hann
renna til þeirra félagssamtaka er
þátt taka í sýningunni.
Frá sýningu fatlaðra. Mbl. mynd KH»tján.
Kjarvalsstaðir:
Blaðaljósmyndarar sýna yfir 200 myndir
í DAG opna blaðaljósmyndarar
sýningu í kjallara Norræna húss-
ins á verkum sínum. Þetta er
þriðja sýning þeirra, hin fyrsta
var á sama stað 1979.
Á sýningu þessari verða yfir 200
Ijósmyndir, flestar fréttamyndir. í
fyrsta sinn sýna blaðaljósmyndar-
ar íþróttamyndir. Sýningin stend-
ur til 21. apríl og verður opin frá
kl. 14 til 22 daglega, alla daga
páskahelgarinnar.
I tilefni sýningarinnar í kjallara
Norræna hússins hefur bókaútgáf-
an Örn og Örlygur gefið út vegg-
mynd, eða „plagatt" eftir Gunnar
V. Andrésson, fréttaljósmyndara
á Vísi. Myndin ber heitið „Skag-
firsk vornótt“ og var hún tekin í
Skagafirði síðastliðið vor og „túlk-
ar vel þann lífskraft sem felst í
íslenzka vorinu, þegar menn jafnt
sem málleysingjar og gróður
vakna úr vetrardróma", eins og
það er orðað í fréttatilkynningu
útgáfunnar.
Ragnar Axelsson. Kristján Einarssun og Emiiia Björnsdóttir með
nokkur verka sinna.
Kjaltari Norræna hússins:
Líður að lokum sýningarinnar
á safni Grethe og Ragnars
SENN líður að lokum sýningar-
innar á safni Grethe og Ragnars
Ásgeirssonar að Kjarvalsstöðum.
Síðasti sýningardagurinn er ann-
ar í páskum, 20. apríl. Ekki verður
hægt að framlengja sýninguna,
þar sem ákveðin er næsta sýning
strax á sumardaginn fyrsta, 23.
apríl. Þá opnar Eiríkur Smith
sýningu í Kjarvalssal.
Sýningin á safni Grethe og
Ragnars Ásgeirssonar hefur hlot-
ið mikið lof gagnrýnenda og gesta,
og eru menn á einu máli um það
að hér sé um mikinn listviðburð að
ræða, sem enginn ætti að láta
fram hjá sér fara. T.d. segir Bragi
Ásgeirsson í Morgunblaðinu 15.
mars sl.: „Það telst fátítt, að
sýningar komi undirrituðum svo
mjög á óvart og sýning sú, er um
þessar mundir og fram að páskum,
stendur yfir að Kjarvals-
stöðum" ... „Aldrei datt mér í hug
að safn þeirra hjóna væri jafn
merkilegt og fram hefur komið, og
raunar hámenningarlegt á allan
hátt“ ... „Að fara að tlunda sýn-
inguna í heild og minnast á
hrifmikil verk yrði mikið lesmál
enda uppgötvar maður eitthvað
nýtt við hverja heimsókn og það er
sama hve oft maður lítur þangað
inn. Gesturinn heldur jafnan rík-
ari á brott.“
Og Jónas Guðmundsson skrifar
í Tímanum 8. mars: „Um einstak-
Eitt verkanna á sýningunni —
„Lítil stúlka“, eftir J.S. Kjarval.
ar myndir er ógjörningur að
fjalla, því slíkur urmull dýrgripa
er þarna, að seint væri upp talið.
Þessi sýning er merkur listvið-
burður, — það er kátt í höllinni,
getur maður sagt. Þetta er sýning
sem alls ekki má fram hjá neinum
fara, er áhuga hefur á myndlist,
og hún er einnig til vitnis um það,
hversu menningarmenn fá áorkað,
ef áhugi og þekking er fyrir
hendi."
Og Aðalsteinn Ingólfsson skrif-
ar í Dagblaðið 19. mars: „Sýning
að Kjarvalsstöðum er sérstaklega
mikilvæg fyrir það ljós sem hún
bregður yfir mótunarskeið Kjar-
vals, árin 1918—30.“
Sýningin er lokuð á föstudaginn
langa en annars opin daglega frá
kl. 14 til 22. Henni lýkur sem fyrr
segir annan í páskum, 20. þ.m.
Einar
í Rán
Einar Logi Ein-
arsson hefur að und-
anförnu skemmt
gestum veitinga-
hússins Ránar í há-
degi, kaffinu og á
kvöldin, við góðar
undirtektir. Hann
mun skemmta gest-
um Ránar yfir pásk-
ana á orgel.