Morgunblaðið - 16.04.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.04.1981, Qupperneq 35
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HATIÐINA? MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 35 Tónleikar í Festi Skólahljómsveit Grindavikur heldur tónleika i Festi í daif. skírdan. kl. 14. Alls koma 29 hljóófa‘raleikarar fram og leika í fyrsta sinn í nýjum Klæsilegum húninKum sínum. Efnisskráin er fjölbrcytt ok m.a. koma fram einleikarar. Janet WarinK leikur undir á píanó. Eftir tónleikana verður kaffisala til styrktar starfsemi hljómsveitarinnar. „Stef frá öðrum heimi“ DAGANA 16.-25. apríl 1981, heldur Ketill Larsen mál- verkasýninifu að Fríkirkjuveifi 11. Sýninifuna nefnir hann „Stef frá oðr- um heimi“. I>etta er 10. einkasýning hans. A sýninnunni eru 60 myndir. — olíu- ok acrylmynd- ir. EinnÍK nokkrar myndir málaðar á stein. Sýnintfin verðnr opin alla daifana frá kl. 14 til 22. Á sýninifunni verður leikin tónlist af sciíulhandi «k hefur Ketill samið hana. Myndir frá Kúbu l>ann 11. apríl siðastliðinn hóf VináttufélaK íslands oi? Kúbu sýninKU í Ásmundarsal á ljós- myndum. veKKspjöldum ok eftir- prentunum í tilefni þess að þann 19. apríl verða liðin 20 ár frá Svínaflóaárásinni. SýninKunni lýkur 20. april. í Höllinni Þjóðleik- húsið um páskana Á SKÍRDAG verður 25. sýninK á Oliver Twist eftir Charles Dickens í leikgerð Árna Ibsen og hefst sýningin kl. 15.00. Það sama kvöld verður sýning á Sölumaður deyr eftir Arthur Miller á stóra svið- inu, en á Litla sviðinu verður sýning á Haustið í Prag, tveim tékkneskum einþáttungum sem nýlega voru frumsýndir og eru eftir Václav Havel og Pavel Ko- hout. Á annan páskadag verður síðan sýning á óperunni La Bohéme kl. 20.00. Síðasta vetrardag verður Sölu- maður deyr á stóra sviðinu kl. 20.00, en Haustið í Prag á Litla sviðinu kl. 20.30. Sumardaginn fyrsta verður Oliver Twist síðan á dagskrá kl. Úr Oliver Twist. 15.00 og óperan La Bohéme um kvöldið kl. 20.00. Sigrún opnar sýningu Sigrún Jónsdóttir, myndlistar- kona, opnar í dag, skírdag, sýn- ingu á verkum sínum í Hótel Borgarnesi. Sigrún sýnir að þessu sinni 33 myndir, olíumálverk á striga. Efni myndanna er landslag, fantasiur og myndir úr atvinnulífinu. Þetta er 4 einkasýning Sigrúnar. Sýn- ingin verður opin daglega 4—10 e.h. til 22. þessa mánaðar. Sigrún Jónsdóttir BÍLASÝNING Kvartmíluklúbbs- ins opnaði í gær í Laugardalshöll, og verður sýningin opin til 20. apríl. Margar rennilegar bifreiðir verða á sýningunni, m.a. sérhann- aður kvartmílubíll frá Noregi, sá sneggsti á Norðurlöndum. Bifreið- in er í eigu Ludwigs Björnstads Sigurður Sólmundarson sýnir í Hveragerði Sigurður M. Sólmundarson, myndlistarmaður í Hveragerði, heldur sýningu á verkum sínum í Félagsheimili Ölfusinga í Hvera- gerði dagana 16. til 23. apríl. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 22 alla dagana. Sýnd verða 32 verk, unnin úr íslenzkum jarðvegi, svo sem gosefnum hverasvæða og mislitu grjóti, ásamt timbri, járni og ýmiss konar gróðri. Sigurður smíðar alla sína ramma sjálfur og annast allan frágang myndanna. Flest verk- anna eru til sölu. Þetta er þriðja einkasýning Sigurðar en hann tók einnig þátt í samsýningu sunn- lenskra myndlistarmanna á Land- búnaðarsýningunni á Selfossi 1978. Sérstaka athygli vakti þar hin stóra mynd hans, er stóð við aðalinnganginn. Þá mynd keypti Borgarneskauptún til að prýða byggðasafn sitt. Sigurður M. Sól- mundarson er fæddur 1/10 1930 í Borgarnesi og ólst þar upp. Hann er húsgagnasmiður að mennt og hefur unnið við smíðar í Hvera- gerði og einnig kennt handmennt við skólana. Eiginkona hans er Auður Guðbrandsdóttir. Að lokum má geta þess, að á sýningunni fást kaffiveitingar og þar mun einnig gefa að líta blómaskreyitngar eft- ir Sigurð en blómin eru frá Garðyrkjustöðinni Álfafelli. Sigrún frá Osló og hefur náð 360 km hraða. Þá getur að líta verklegustu kvartmíluhíla landsins ásamt skrautmáluðum sendiferðabílum, rallybílum, fornbílum, mótorhjól- um o.fl. Veitingar verða í höllinni, einnig barnagæzla og sérstakar videosýningar. Frá bilasýningunni. Mynd Mbl. Kristján. Latigardalshöll: Bílasýning Stúdentakjall arinn: Ingibjörg Friðbjörnsdóttir sgnir Ingibjörg V. Friðbjörnsdóttir hef- ur opnað sýningu á vatnslita- og olíumyndum í Stúdentakjallaranum við Hringbraut. Þetta er fyrsta einkasýning Ingibjargr. Hún hefur stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla ísl., Myndiistaskóla Reykjavíkur, Akademiuna í Árósum og Grafiska verkstæðið í Nuuk (Gódth&b) í Grænlandi. Og mynd- efnið í mörgum verkanna er sótt til Grænlands. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11.30—23.30 og lýkur 30. apríl. Borgarnes: Fjórir kirkju- kórar syngja í Bolungarvík í TILEFNI af kristniboðsári syngja fjórir vestfirskir kirkju- kórar saman við guðsþjónustu á föstudaginn langa í Hólskirkju í Bolungarvík, m.a. lag Eyþórs Stef- ánssonar „Ég kveiki á kertum mínurn" við sálm Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. Kórarnir eru Súðavíkur-, Hnífs- dals-, Súgandafjarðar- og Bolung- arvíkurkirkjukórar. Séra Jakob Hjálmarsson á Isafirði les píslar- söguna, en sóknarprestur predikar og tónar Litaníu sr. Bjarna Þor- steinssonar. Söngstjórar eru Jakob Hall- grímsson, Guðrún Eyþórsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Sigríður J. Norðkvist. Leikfélag Segðisfjanhir: Stalín á Seyðisfirði Á 2. páskadag frumsýnir Leikfé- lag'Seyðisfjarðar leikritið „Stalín er ekki hér“, eftir Véstein Lúð- víksson. Leikendur eru: Emil Em- ilsson, Ólafía Stefánsdóttir, Ingi- björg Gísladóttir, María Klemens- dóttir, Guðmundur Lúðvíksson og Hermann Guðmundsson. Leik- stjóri er Margrét Óskarsdóttir. Fyrirhugað er að 2. sýning verði á miðvikudag, síðasta vetrardag. Leikfélagið hefur ákveðið að fara með verkið til sýninga víðar á Austfjörðum. Nú er öld liðin síðan leiklistar- starf hófst á Seyðisfirði og hefur það oftast staðið með miklum blóma. Síðasta verkefni leikfélags- ins var Sagan af Leifi Ijónsöskri, sem sýnt var í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.