Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 36

Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 36
HVflÐ ER AÐ GERAST UH HATIÐIMA? 36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 Nemendaleikhúnió: „Peysufatadagur- inn" í síðasta sinn NEMENDALEIKHÚSIÐ mun halda eina aukasýningu á verkefni vetrarins, „Peysufatadagurinn" eftir Kjartan Ragnarsson. Leikrit- ið hefur nú verið sýnt í 2 mánuði við góða aðsókn. Síðasta sýning fer fram í dag, 16. apríl. Nú er verið að æfa síðasta verkefni Nemendaleikhússins á þessu ári og því verður „Peysu- fatadagurinn" að víkja. Næsta verkefni verður Marat/Sade eftir þýzk/sænska leikskáldið Peter Weiss og verður áætlað í maíbyrj- un. Leikstjóri er Hallmar Sigurðs- son. Klassík d Hlíðarenda Á annan í páskum verður síð- asta klassíska tónlistarkvöldið á Hlíðarenda. Manuela Wiesler, sem hóf vetrardagskrá Hlíðarenda, leikur fyrir gesti Hlíðarenda. Að sögn forráðamanna, þá verður efnt til klassískra tónlistarkvölda á vetri komanda. Tónleikar á Breiðu- mýri og Húsavík UM páskahátíðina halda þau Kat- rín Sigurðardóttir sópran, og Viðar Gunnarsson, bassi, tónleika á Húsavík og Breiðumýri. Undirleik- ari þeirra verður Jónína Gísladótt- ir. Tónleikarnir verða í Húsavíkur- kirkju á páskadag klukkan 17 og að Breiðumýri annan dag páska klukkan 16. Á efnisskrá tónleikanna verða bæði innlend og erlend sönglög, meðal annars eftir Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson. Þá munu þau Kat- rín og Viðar flytja þýsk ljóð eftir Hugo Wolf og Schumann og einnig aríur og dúetta úr óperum þar á meðal úr Don Giovanni, Brúðkaupi Fígarós og Töfraflautunni. Katrín er fædd á Húsavík. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978 og hefur síðan stundað nám í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Þuríðar Pálsdóttur. Viðar er fæddur í Odense í Danmörku en ólst upp í Ólafsvík. Hann hefur lagt stund á söngnám í Söngskólanum í Reykjavík frá því haustið 1978 hjá Garðari Cortes og Kristni Hallssyni. Viðar hefur sungið í Kór Langholtskirkju og fleiri kórum undanfarin ár. Jónína hefur komið fram sem undirleikari hjá einsöngvurum og kórum á fjölmörgum tónleikum bæði innanlands og utan. Katrín Sigurðardóttir og Viðar Gunnarsson ásamt undirleikara sínum. Jónínu Gísladóttur. Bátur og búnaður Nú stendur yfir bátasýning í sýningahöllinni að Bíldshöfða. Sýningin nefnist „Bátur og búnað- ur“ og hefur Snarfari veg og vanda að sýningunni. Sýningin hófst þann 11. síðastliðinn og stendur til 20. apríl. Fjöldi sýn- ingardeilda er í sýningahöllinni að Bíldshöfða. Meðal annars má sjá á sýning- unni bát smíðaðan á staðnum, bátavél í gangi, gúmmíbát í heim- ilissundlaug, og margt fleira. Þá eru tízkusýningar, sérstök leik- svæði fyrir börn og á sýningunni er stærsta páskaegg á íslandi. bessa mynd tók Ijósmyndari Mbl. Emilía úr fyrstu umferð í landsliðsflokki. Skákþing Islands SKÁKblNGI íslands fram heldur um páskahátíðina. Keppni í landsliðsflokki fcr fram á Ilótel Esju og hefst kl. 14 á skirdag. föstudaginn langa. laugardag og annan i páskum og hiðskákir verða tefldar sömu kvöld frá klukkan 20.30. Sjöunda umferð verður tefld klukkan 19 þriðjudaginn 21sta apríl, en alls verða tefldar 11 umferðir i landsflokki og keppninni lýkur 26. april. Flestir sterkustu skákmenn okkar eru mættir til leiks, en Friðrik Ólafsson þurfti til Moskvu í erindum FÍDE og teflir Bragi Kristjánsson í hans stað. Úrslit í fyrstu umferð í lands- liðsflokki urðu þessi: Guðmur.d- ur Sigurjónsson vann Braga, Elvar Guðmundsson vann Jó- hann Þóri Jónsson, og Ingi R. Jóhannsson og Jón L. Árnason gerðu jafntefli, einnig þeir Jó- hann Hjartarson og Ásgeir Þ. Árnason og Karl Þorsteinsson og Björn Þorsteinsson. Skák Helga Ólafssonar og Jóhannes- ar Gísia Jónssonar fór í bið. Önnur umferð var tefld í gær- kvöldi og var skákum ekki lokið er Mbl. fór í prentun. I áskorendaflokki var Ágúst Karlsson efstur eftir 4 umferðir með 3‘á vinning og í opnum flokki var Arnór Björnsson efstur eftir 4 umferðir með fullt hús vinninga. SA TT- tónl eikar á laugardaginn: Grýlurnar og fjórar „karla- hljómsveitir“ SAMTÖK alþýðutónskálda- og tónlistarmanna, SATT, gangast fyrir tónleikum í Austurbæjarbíói á laugardaginn kemur, hinn 18. apríl, og munu þeir hefjast klukk- an 19. Allur ágóði, sem kann að verða af tónleikunum, mun renna til félagsheimilis Samtakanna, en þau eru í þann mund að taka í notkun húsnæði að Vitastíg 3 í Reykjavík. Margar kunnar hljómsveitir munu koma fram á tónleikunum, hljómsveitirnar Þeyr, Utan- garðsmenn, Start, Fræbbblarnir og síðast en ekki síst hin nýja „kvennarokkhljómsveit" Ragn- hildar Gísladóttur, Grýlurnar. Verður það í fyrsta skipti sem Grýlurnar koma fram opinber- lega, eins og áður hefur verið sagt frá í Morgunblaðinu. Kynnir á tónleikunum verður Egill Ólafsson, en skipulagningu þeirra og undirbúning annast Óttar Felix Hauksson, en hann var einnig helsti hvatamaður ann- arra tónleika í Austurbæjarbíói fyrir skömmu; minningartónleik- ii«Knhildur Oisla- EkíII Ólalssun. som dúttir sem krmur vcrúur kynnir á tún- fram mcrt (irýlunum leikunum. í fyrsta skipti á tón- leikunum. anna um hinn látna bítil, John Lennon. Á blaðamannafundi, sem efnt var til í tilefni tónleikanna, kom fram að hálft annað ár er nú liðið frá stofnun SATT. Sagði Egill Óiafsson tilefni stofnunarinnar hafa verið það, að halla hefði þótt á „lifandi" tónlist á síðari árum, og einnig hefði reynslan sýnt að þeim er fást við flutning og samningu alþýðu- eða dægurtón- listar, væri nauðsyn á samtökum er gættu réttar þeirra. Nú væri svo ætlunin að koma Samtökunum upp húsnæði sem gæti í senn orðið athvarf tónlistarmanna og ann- arra listamanna, og tónleika- og sýningarsalur. Húsnæðið er keypt hefur verið er við Vitastíg 3 eins og áður sagði, en Egill sagði þó möguleika á að keypt yrði í þess stað húsnæði J. Þorlákssonar og Norðmanns við Skúlagötu, sem gæfi möguleika á tónleikahaldi utan dyra sem innan. Þessi mál kvað Egill skýrast á næstunni, en tónleikarnir í Austurbæjarbíói eru fyrsta framkvæmdin til fjár- öflunar vegna þessa verkefnis. Óttar Felix sagði á blaðamanna- fundinum að nú æfðu hljómsveit- irnar af kappi, og væri hægt að reikna með góðum tónleikum. Miðaverð er nýkr. 50 en forsala aðgöngumiða er þegar hafin í Austurbæjarbíói. Ilásavík: Páskasýning í Safnahúsinu Ingvar Þorvaldsson opnar mál- verkasýningu í dag, skírdag, í Safnahúsinu á Húsavík. Á sýning- unni eru 40 vatnslitamyndir. Sýn- ingin verður opin daglega frá klukkan 16—22, og lýkur henni á öðrum degi páska, 20. apríl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.