Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 37

Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1981 37 Haukur Sævaldsson verkfræðingur: Islenska stál- verksmiðian Hlutafjársöfnun Hlutafjársöfnun vegna stál- bræðslunnar hefur nú verið hrundið í framkvæmd. Óhætt má fullyrða að þetta verkefni hefur vakið athygli og mætt velvilja og skilningi almennings. Einkum hefur mælst vel fyrir hversu reynt er að tryggja hinn einstaka aðila sem lagt hefur fram hlutafé, en það er gert með þeim hætti að það fé sem innborgað hefur verið, er lagt á 6 mánaða verðtryggðan reikning á nafni viðkomandi að frádregnum 4% sem er áætlaður kostnaður við söfnun hlutafjárins. Hafi hlutafjársöfnunin mistekist, er hið verðtryggða fé reiknings- eiganda til ráðstöfunar sam- kvæmt reglum um slíka reikninga. Ennfremur er þess gætt að við stofnfund félagsins standi allir jafnir, þ.e.a.s. að innborgað fé og ógreidd loforð séu öll reiknuð samkvæmt þeirri lánskjaravísi- tölu sem þá gildir. Er fyrirtækið of stórt? Nokkuð hefur þess álits gætt meðal manna, að hlutafjárútboðið sé það stórt að engin von sé til þess að finna allt þetta fé meðal almennings. Sú fjárupphæð sem ætlunin er að ná inn er 30 milijónir nýkróna. Sé þessi upp- hæð borin saman við bifreiða- innflutning landsmanna (um 7000—8000 bifreiðar árlega) og áætlað meðalverð hverrar bifreið- ar 80 þúsund krónur, er allt hlutaféð jafnt og andviði 2'k vikna bifreiðainnflutnings. Sé ennfremur haft í huga, að ekki er krafist meiri útborgunar hluta- fjárins en 30% og að afganginum má dreifa á 4 jafnar afborganir (verðtryggðar) á 6 mánaða fresti (2 ár), hygg ég að fæstum muni þykja þetta nokkurt slíkt stórátak að ekki sé á færi okkar íslendinga. STÁLBRÆÐSLUÁÆTLUN Vidkvœdmni afkastavaxta fyrir breyttum rekstrarforsendum Samsæti eldri Barðstrendinga í 35 ÁR hefur Barðstrendinga- félagið í Keykjavik haldið því fólki samsæti, sem ættað er úr Harðastrandasýslu, eða hefur haft þar langa búsetu, og er orðið 60 ára eða eldra. Samsæti þetta verður haldið á skírdag í Domus Medica eins og undan- farin ár. Þar mun Guðrún Tómasdóttir syngja og ýmislegt fleira verður á dagskránni. Húsið verður opnað klukkan 14. Kvennadeild Barðstrendingafélagsins, sem hefur haft veg og vanda að samsætinu öll þessi ár, býður gestum uppá veitingar. Barð- strendingafélagið hvetur sem flesta Barðstrendinga sextíu ára og eldri að mæta og rifja upp góðar stundir á Barðaströnd. Verð framleiðslunnar Heimsmarkaðsverð á stáli hefur verið mjög breytilegt og stórar sveiflur myndast á skömmum tíma. Um þessar mundir er verðið óvenju lágt, enda orðið samkomu- lag meðal stálframleiðenda í Evr- ópu að draga úr framleiðslu á næstunni til þess að firra vand- ræðum vegna hins óeðlilega lága verðlags. Meðfyigjandi Iínurit I gefur mjög glögga mynd af þeim verðsveiflúm sem orðið hafa á steypustyrktarstáli sl. áratug. Beina slitrótta línan sýnir hins- vegar meðaltalsverðið þar sem sveiflurnar eru jafnaðar út. Það verð sem linuritið sýnir er grunn- verð. Sé bætt við grunnverðið álagi vegna stærðar, gæða og magns sem er algengt að sé 20%, yrði fob-verðið um áramótin 1980—1981 380 dollarar, en til viðbótar kemur flutningskostnað- ur frá Evrópu, sem er um 85 dollarar eða 2171 sænskar krónur. Þetta er því sem næst það verð sem áætlað er að íslenska verk- smiðjan muni selja sínar afurðir fyrir til heildsala. (2187 s.kr.) Dumping erlendis frá Um þessar mundir er selt til íslands steypustyrktarstál langt undir heimsmarkaðsverði, eða eft- ir því sem næst verður komist um 240 dollara grunnverð. Eru Norð- menn þar lang drýgstir og líklega aleinir um íslenska markaðinn það sem af er 1981. Kynlegt verður þó að teljast, að norska verðið fór mjög lækkandi seinni helming ársins 1980 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af er 1981. Hvaða tilgangur liggi að baki þessu lága verði, sem varla nægir fyrir hráefni, orku og vinnulaun- um, geta menn velt fyrir sér, en fæstir munu þó vita að norski heimamarkaðurinn er verndaður með innflutningsbanni og að það verð sem verksmiðjur þar selja til heildsala mun vera mjög sam- bærilegt við hið áætlaða verð íslensku verksmiðjunnar. Sömu sögu er að segja um sænska heimamarkaðinn. Sé tekið mið af meðaltalsinnflutningi síðustu fvegKja ára, sem Norðmenn hafa haft bróðurpartinn af, myndi ís- lenska verksmiðjan geta keppt við það með viðunandi arðsemi. Er því eðlilegt að álykta sem svo, að mistakist að koma íslensku verk- STALBRÆÐSLA - VH)KV,KMNÍATlllJ<;iIN Samhland soluvorös ok afkastavaxta Afkastavcxtir % smiðjunni á laggirnar í þetta skiptið, muni erlenda verðið hækka mjög fljótlega á nýjan leik. Það er því misskilningur að ís- lenska verksmiðjan muni verða þess valdandi að steypustyrktar- stál leiði til hækkunar fyrir neyt- andann en mjög sennilega myndi hún stuðla að því að stálverð hérlendis héldist jafnara, hinar gríðarlegu verðsveiflur jöfnuðust út að verulegu leyti og neytendur yrðu síður háðir duttlungum augnabliksheimsmarkaðar. Arðsemi verksmiðjunnar Af línuriti II (samband sölu- verðs og afkastavaxta) kemur fram hver arðsemi fyrirtækisins er. Með afkastavöxtum er átt við þá meðaltalsvexti sem eigið fé gefur af sér á fimmtán ára áætluðum endingartima verk- smiðjunnar (raunverulegur end- ingartími er sennilega a.m.k. tvö- falt lengri). Hafa verður hugfast, að vextirnir eru lægri á fyrstu árum fjárfestingarinnar, en fara síðan hækkandi en hækka mest síðustu ár fjárfestingarinnar, þeg- ar afborgunum lána er að fullu lokið. Af línuritinu má sjá, að verksmiðjan hefur töluvert svig- rúm til þess að mæta sveiflum á markaðsverði. Línurit III sýnir viðkvæmni afkastavaxta fyrir breyttum rekstrarforsendum. Áhusi almennings Greinarhöfundur hefur ekki ennþá hitt nokkurn þann sem hefur sýnt þessu fyrirhugaða fyrirtæki andstöðu, heldur skilur almenningur að nú er kominn tími til þess að hafist sé handa í iðnaðarmálum okkar íslendinga. Leidd hafa verið rök að því, að þessi verksmiðja þarf engar verndaraðgerðir fái hún að starfa við hliðstæð kjör og sams konar verksmiðjur erlendis. Fyrirtækið mun verða landsmönnum öllum til framdráttar, bæði í atvinnuskyni og á sviði umhverfisverndar, og ekki gefa eftir öðrum þeim iðnað- artækifærum er nú ber helst á góma. Má þar til nefna öruggan markað, innlent hráefni, innlenda orku, þrautþekkta tækni og viðun- andi arðsemi. Sé tekið mið af því að ekki stærra fyrirtæki en stál- bræðslan veitir beint og óbeint 300—400 atvinnutækifæri, hefðu um 900—1200 íslendingar lífsvið- urværi af þeirri starfsemi (2 ára landflótti). Þess vegna skulum við öll sameinast um að vera með, með því móti þarf framlag hvers ekki að vera stórt. Haukur Sævaldsson. vcrkfra'ðingur. STÁLBR.KDSLUÁ/ETLtlN fi. liekstraraa tlun Línurit 1. Verö á steypuKtyrktarjárni ..hasic". $/tonn foh. samkva'mt Mctal Bullctin. $/tonn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.