Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 41

Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 41 Salome Þorkelsdóttir: Þjóðin verður að lif a í sátt við landið Frumvarp sjálfstæðismanna um umhverfismál Minning: Hinn 17. febrúar 1981 andaðist Guðrún Sigurðardóttir, fædd 19. júní 1897. Foreldrar hennar voru Kristín Kristjánsdóttir og Sigurð- ur Þórðarson frá Stóra-Fjarðar- horni, ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Maður Guðrúnar var Torfi Sigurðsson, hófu þau búskap í Hvítadal 1921 og bjuggu þar til ársins 1972. Eignuðust þau 7 mannvænleg börn, Sigvalda, bifreiðarstjóra á Blönduósi, Sigur- karl, skrifstofustjóra hjá Olíufé- laginu h/f, Sigurjón, bónda í Hvítadal, Guðbjörgu, húsfreyju í Reykjavík, Sigurrós, húsfreyju í Kópavogi, Svavar Fanndal, raf- vélavirkja, Sighvat, kennara á Sauðárkróki. Heiðurskonunni Guðrúnu Sig- urðardóttur kynntist ég eftir að hún varð eldri kona og mér þótti mikið til um dugnað hennar og myndarbrag. Hún var mikil móðir og húsmóðir, það kom svo skemmtilega fram er hún talaði við börnin sín, þó öll væru þau orðin fullorðið fólk. Hún var grínfull og skemmtileg. Við sátum oft og spjölluðum saman, þá bar margt á góma, sagði hún mér frá veru sinni á Húsmæðraskóla Blönduóss. Skólastýra þar var Sigurrós föðursystir hennar, einn- ig fékk ég margar sögur frá hinni löngu veru hennar í Hvítadal, þeim stað sem hún dáði mest, það kvað hafa verið mjög gestkvæmt á þeim stað enda heyri ég alla lofa þessi merku hjón, Guðrúnu og Torfa, fyrir framúrskarandi gest- risni. Hún flutti í Kópavog eftir lát manns síns en þar festi hún aldrei rætur því hugurinn var allur heima við búskapinn í Hvíta- dal. Henni leiddist fyrir sunnan, þótt börnin væru henni mjög góð og reyndu á alla lund að gera henni ævikvöldið sem skemmtileg- ast. Gestir komu oft á Meðal- brautina, þá naut hún þess að fylla borðin af mat og drykk því enginn mátti svangur frá henni fara. Lengi naut hún þess á eftir ef sveitunga bar að garði, þá var hægt að fá fréttir að heiman. Svo kom að því að líkamlega heilsu þvarr. í 3 ár lá hún á Landakoti. Þá uppskar hún það sem hún sáði með allri sinni móðurást. Börnin hennar sýndu það er þau heim- sóttu hana hvern einasta dag öll þessi 3 ár. Þetta verða fátækleg orð um þessa greindu og myndar- legu heiðurskonu. Hún var mér og mínum með þeim eindæmum góð. Það var og verður aldrei fullþakk- að. Minning hennar verður mér gott veganesti. Ættingjum votta ég samúð mína. Blessuð sé minn- ing hennar. G.S.S. Salome Þorkelsdóttir malti nýlega í efri deild Alþingis fyrir frumvarpi sjálfstæðismanna til laga um umhverfismál. en frum- varp þetta var áður flutt á vorþingi 1978 af rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar. Tilgangur frumvarpsins er að efla alhliða umhverfisvernd, varn- ir gegn hvers konar mengun og öðrum skaðlegum umhverfisáhrif- um og vinna að varðveizlu nátt- úrugæða landsins. Frumvarpinu er ætlað, verði það samþykkt, að stuðla að sem beztri sambúð lands og þjóðar með því að vernda þau lífgæði, sem felast í óspilltri náttúru, hreinu lofti og tæru vatni. Þann 4. marz 1975 skipaði ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar nefnd til að endurskoða og sam- ræma ákvæði laga um umhverfis- og mengunarmál í því skyni að sett yrði heildarlöggjöf um þau efni, sagði Salome, og var Gunnar G. Schram, prófessor, formaður nefndarinnar. Nefndin lauk við samningu frumvarps og gerð til- lagna um stjórnsýsluþátt um- hverfismála í apríl 1976. Frum- varpið var síðan sent allmörgum stofnunum og félagasamtökum. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Ferðamálaráði Islands, Heilbrigðiseftirliti ríkisins, Nátt- úruverndarráði, Hafrannsókn- arstofnun, Iðnþróunarstofnun, Landvernd, RARIK, Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins, Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins, Sementsverksmiðju ríkisins, Skógrækt ríkisins, Skipulags- stjórn og Vegagerð. í ljósi um- sagna og athugasemda var frum- Afmælis- fundur AA- samtakanna 27. afmælisfundur AA-samtak- anna verður haldinn í Háskóla- bíói á föstudaginn langa. Fund- urinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30. Fundurinn er að þessu sinni í umsjá Samstarfsnefndar Reykja- víkurdeilda AA-samtakanna. Að venju verða kaffiveitingar að loknum fundi. Patreksfjörður: Feður safna í ferðasjóð barna sinna PatrcksíirAI. 11. apríl. FEÐIIR nemenda í 8. bekk í grunnskóla Patreksfjarðar fóru í róður um helgina til að afla í ferðasjóð harnanna. Farið var á MB Vestra og var farið með 40 hjóð og fengust um 20 tonn af rígaþorski í sjóferðinni, sem mun vera nála'gt því að vera metafli. Skipstjóri á Vestra er Kristinn Guðjónsson og meðal áhafnar í þessum túr voru sýslumaður Barðastrandarsýslu og slökkviliðs- stjórinn á Patreksfirði ásamt fleiri góðum mönnum. I fyrra fóru nemendur í Norður- landaferð en í ár á að ferðast innan lands. Árshátíð skólans var jafn- framt haldin á sunnudaginn og voru tvær sýningar fyrir fullu húsi. Páll varpið síðan endanlega unnið og lagt fram í lokagerð. . Salome kvað mjög nauðsynlegt að setja heildarákvæði í íslenzka löggjöf um umhverfis- og mengun- armál. Hún rakti þau lagaákvæði, sem eru á víð og dreif í gildandi löggjöf, þetta mál varðandi, en taldi margs vant, sem kallaði á heildarlöggjöf og reglugerðir um einstök framkvæmdaatriði, eftir því sem þörf verður á talin hverju sinni í samræmi við þróun búsetu, iðnaðar og annarra umsvifa. Þessu frumvarpi, sem væri vel unnið og grundað, væri ætlað að bæta úr brýnni þörf. Meginefni frumvarpsins er tví- þætt, sagði Salome. I fyrsta lagi er þar að finna ýmis ákvæði um umhverfis- og mengunarvarnir, m.a. ákvæði, sem áskilja starfs- le.vfi til atvinnu- og iðjureksturs, sem telja má hættulegan um- hverfinu. I annan átað er yfir- stjórn umhverfismála sameinuð í höndum eins stjórnsýsluaðila. Er gert ráð fyrir því að þar yerði um sérstaka stjórnardeild að ræða, sem með þau mál fari, umhverf- ismáladeild. Hér er um málefni að ræða, sagði Salóme, sem verður æ þýðingarmeira, eftir því sem iðn- þróun vex og þéttbýli eykst. Sjálf- stæðismenn vilja stemma á að ósi með þessum frumvarpsflutningi, efla alhliða umhverfisvernd og koma á virkum vörnum gegn hvers konar mengun og öðrum skaðlegum umhverfisáhrifum. Sú reynsla sem til staðar er í ýmsum iðnríkjum á að vera okkur víti til varnaðar og kenna okkur að nýta auðlindir lands okkar þann veg að sambúð lands og þjóðar verði sem bezt. Salome rakti síðan löggjöf um þetta efni í nágrannalöndum, einkum á Norðurlöndum. Hún vænti þess að frumvarp þetta fengi góðar undirtektir í þinginu. + Þökkum samúð og vináttu viö andlát og úttör PÉTURS MATTHÍASSONAR, Hamrahlíð 5. Guöbjörg Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega jarðarför. auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og GUDFINNS ÞORBJORNSSONAR, Víðimel 38. Marta Pétursdóttir, Pétur Guðfinnsson, Loftur J. Guöbjartsson, Vigdis Guðfinnsdóttir, Stella Sigurleifsdóttir, Þorbjörn Guðfinnsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu við hið sviplega fráfall sonar okkar og dóttursonar, HRAFNKELS HJARTARSONAR, Hœnuvík. Pálmey Gróa Bjarnadóttir, Hjörtur Kristinsson, Dagbjörg Ólafsdóttir, Bjarni Sigurbjörnsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför EINARS JÚLÍUSSONAR, Skólavegi 34, Kaflavík. Lina Sverrisdóttir, Sverrir Mikael Einarsson, Svanhildur Elentinusdóttir, Einar Hjaltested, Margrét Theodora Hjaltested, Einar Kristinn *d. Jörð til sölu Jörðin Saurar í Helgafellssveit er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Tilboð óskast. Upplýsingar gefnar í síma 33827 og hjá Leif Kr. Jónannessyni í síma 93-8371 eða 93-8137. Borðið á Aski um páskana Allir staðir opnir á skírdag, laugardaginn 18. apríl og annan í páskum. Lokað föstudaginn langa og páskadag. ASKUK Sæng og koddi það er lausnin. Sængur stærðir: 140x200 120x160 100x140 90x110 Sængurfatagerðin Baldursgötu 36, sími 16738. (Áður Hverfisgötu 57a). Koddar stærðir: 55x80 40x50 50x70 35x40 45x60 Tilvalin gjöf við flest tækifæri. Eigum einnig sængurverasett. Sendum gegn póstkröfu. Geymið auglýsinguna. Guðrún Sigurðar dóttir Hvítadal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.