Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981
Þórir Jónsson, framkvæmdastjóri Sveins Egilssonar hf.
Áræðið vantar
hjá
unga f ólkinu
„Upphafið að stofnun Þ.
Jónsson & Co var að ég seldi
forkunnar fallegan og
skemmtilegan Chrysler-
sportbíl, sem ég átti í þá
da«a. Andvirði bílsins rann i
fyrirtækið sem þegar í upp-
hafi sérhæfði sig í vélavið-
Kerðum og endurbyggingu
véla,“ sagði Þórir Jónsson,
forstjóri Sveins Egilssonar
hf., og aðaleigandi vélaverk-
stæðisins I>. Jónsson, í sam-
tali við Mbl. — „Annars var
þetta ekki í eina skiptið, sem
ég neyddist til að selja undan
mér bíl. til þess að geta
haldið áfram. Aðeins fjórum
árum síðar seldi ég annan bíl,
til þess að geta greitt lóð, sem
ég hafði keypt undir verk-
staíðið í Brautarhoiti. Þetta
var enginn dans á rósum á
þeim tíma, sem allt var í
viðjum hafta. Það þýddi að
vísu ekkert að vera að
kveinka sér og ég hélt upp-
byggingu fyrirtækisins
áfram og á árinu 1960 kom
svo Sveinn Egilsson hf. inn í
dæmið. Okkur var boðin
meirihluti fyrirtækisins til
kaups og það varð úr og við
keyptum það og þremur ár-
um síðar hvarf ég úr dagleg-
um rekstri hjá Þ. Jónsson og
gerðist framkvæmdastjóri
Sveins Egilssonar hí., sem ég
hef verið síðan,“ sagði Þórir
Jónsson ennfremur.
Hvernig voru skilyrði til at-
vinnurekstrar á þeim tíma, sem
þú ýtir úr vör? — Ástandið var nú
ekki upp á það bezta, frekar en
það er í dag. Á þessum tíma voru
öll viðskipti svo rígbundin í alger-
lega vonlausu haftakerfi, sem
gerði lítið annaö en að setja fótinn
fyrir menn sem vildu brjótast
áfram. Ég fékk fyrir náð og
miskunn leyfi til að kaupa einföld-
ustu vélar til að geta komizt af
stað, en fyrsta verkstæðið var til
húsa í Borgartúni 25. Þetta var á
þessum tíma eina verkstæðið, sem
sérhæfði sig í endurnýjun véla,
sem er nú hjarta bílsins. Því er
ekki hægt að neita því, að maður
var svolítið ánægður með sinn
hlut.
Gkki hægt að kaupa það,
sem hentugast var
Eins og ég sagði áður var
ástandið heldur bágborið, menn
gátu alls ekki keypt þá hluti, sem
hentugastir voru í hverju tilviki.
Allt var þetta háð því hverjir
höfðu leyfi til innflutnings. Það
var kvótakerfi við lýði, sem gerði
m.a. ráð fyrir því, að þeir sem
höfðu stundað innflutning áður en
það var sett á, fengu að gera það
áfram. Auk þess, sem nánast öll
bíla- og varahlutaviðskipti á árun-
um 1950—1960 voru við Austur-
Evrópu, en þróunin var óneitan-
lega ekki meðal þeirra þjóða,
heldur í Bandaríkjunum, Þýzka-
landi og Bretlandi, svo einhver
lönd séu nefnd.
Byrjuðum smátt
Nú við byrjuðum frekar smátt,
eða í um 80 fermetra húsnæði,
sem var við Borgartún eins og ég
sagði og við störfuðum þrír við
reksturinn. Vera okkar í Borgar-
túni fékk mjög snöggan endi, því á
árinu 1955 brann húsið og
skemmdist verkstæðið mjög mik-
ið. í kjölfar brunans byggðum við
mjög gott húsnæði í Brautarholti
og var fyrirtækið þar til húsa til
ársins 1968, að það flutti starfsemi
sína í núverandi húsnæði hér í
Skeifunni.
Hlutverkið hefur
lítið breytzt
Það hljóta að hafa orðið miklar
breytingar á verkstæðinu þessi
liðlega 30 ár, sem liðin eru frá
stofnun 'þess? — Hlutverk verk-
stæðisins hefur nánast ekkert
breytzt, þ.e. þar fer aðallega fram
endurnýjun véla. Tæknibúnaður
hefur auðvitað breytzt í gegnum
árin og starfsmönnum hefur fjölg-
að mikið, en í dag starfa hjá Þ.
Jónssyni 18 manns að staöaldri.
Það sem kannski er ennþá sér-
stæðara er, að Þ. Jónsson er ennþá
eitt örfárra verkstæða sem sér-
hæfir sig svo mikið sem raun ber
vitni.
Ford-nafnið kitlaði
Þóri var síðan boðinn til kaups
meirihluti í Sveini Egilssyni hf. á
árinu 1960, en að sögn Þóris hafði
verið mikil lægð i bílainnflutningi
vegna haftanna. — En nafnið
Ford kitlaði óneitanlega. Það er
ekki á hverjum degi, sem mönnum
býðst að taka að sé\- ur.iboð fyrir
Ford. Það varð ’ ’í úr, að við
keyptum meirihl , , Sveini Eg-
ilssyni. Þessi kaui) fóru fram á
mjög heppilegum tíma, því um
svipað leyti tóK Viöreisnarstjórnin
við völdum hér á landi. Hennar
fyrsta verk var að afnema öll höft
og koma á algjöru viðskiptafrelsi,
sem í raun var lífgjafi íslenzks
athafnalífs á þessum tíma. Ára-
tuginn þar á undan hafði ríkt
hálfgerð eymd og eimyrja yfir öllu
athafnalífi.
Fyrstu dieselbílarnir
Fljótlega eftir að bílainnflutn-
ingur var gefinn frjáls fórum við
að flytja inn Trader-vörubílana,
sem nutu mikilla vinsælda í mörg.
ár, en vörubílainnflutningur hafði
iegið niðri um árabil. Þeir voru
fyrstu dieselbílarnir, sem eitthvað
kvað að á þessum árum, og ekki
má gleyma Cortinunni, sem kom á
markaðinn á svipuðum tíma, en
hún naut þegar mikilla vinsælda
hér sem erlendis. Þá kom fram á
sjónarsviðið á þessum tíma í
Vestur-Þýzkalandi Taunus 12 M,
sem átti eftir að njóta mjög
mikilla vinsælda eins og Cortinan.
Það er því ekki hægt að neita því,
eins og ég sagði áðan, að ég kom
inn í þessi bílaviðskipti á réttum
tíma, áratuginn á undan hafði ríkt
algjör lognmolla í þessu vegna
haftanna. Það má kannski skjóta
því inn í, að við fengum líka til
lands litla ameríska bíla um
svipað leyti, en það voru Cometinn
og Falconinn.
Tók við framkvæmdastjórn
hjá Sveini Egilssyni
Árið 1963 tók Þórir við fram-
kvæmdastjórn hjá Sveini Egils-
syni og hætti daglegum rekstri
hjá Þ. Jónssyni eins og áður sagði.
Aðspurður um ástæður þess, að
hann hætti daglegum rekstri hjá
Þ. Jónssyni, sagði Þórir, að það
hafi einhvern veginn legið beinast
við, þar sem umfang starfsemi
Sveins Egilssonar hafi verið orðið
mun meira en hjá Þ. Jónssyni.
Ekki haldinn veru-
legri bíladellu
Óneitanlega freistast maður til
að álíta, að þú hafir verið haldinn
ólæknandi bíladellu, þar sem þú
hreinlega hefur alizt upp í bílum,
hvað segir þú um það? — Ég vil nú
ekki meina, að ég sé haldinn
neinni verulegri bíladellu. Ég hef
auðvitað mikinn áhuga fyrir bíl-
um, en ég held að einungis þrisvar
hafi hjartað kippt eitthvað veru-
lega við sér vegna bíls. Fyrir það
fyrsta var ég mjög hrifinn af
Chrysler-bílnum mínum, sem var
eins og ég sagði mjög glæsilegur
sportbíll. Það var óhemju-
skemmtilegur vagn. Frá þeim
tíma, að ég seldi hann á árinu 1949
til að stofna verkstæðið, held ég að
enginn bíll hafi höfðað verulega til
mín, þar til Ford Mustanginn kom
á markaðinn 1965. Hann var alger
bylting frá því sem maður átti að
venjast, enda keypti ég sjálfur
fyrsta bílinn, sem kom hingað til
lands og átti í nokkur ár. Nú, ég
nefndi þrjá bíla. Sá þriðji, sem ég
hafði í huga er nýi Escortinn, sem
kom á markaðinn í fyrra og var
kjörinn bíll ársins í Évrópu í ár.
Það er virkilega skemmtilegur
bíll. Hann er að vísu heldur dýr
ennþá fyrir okkar markað, en ég
geri mér góðar vonir um að ná
samningum um lækkun verðs frá
verksmiðju.
Broncoinn hentar
í sportmennskuna
Hvaða bíl ekur þú í dag? — I
dag ek ég á Bronco-jeppa, en hann
hentar mér mjög vel vegna sport-
mennskunnar. — Það er einmitt
atriði, sem mig langaði að koma
inn á, þinn mikli íþróttaáhugi, í
gegnum árin. Sérstaklega í sam-
bandi við skíðamennskuna, sem þú
hefur lagt mikla rækt við. Hvenær
ferð þú að stunda íþróttir fyrir
alvöru? — Ég fékk snemma mikla
bakteríu fyrir skíðaíþróttum og
var farinn að fara reglulega til
fjalla um tólf ára aldur og síðar
þróaðist það út í keppni. Ég er
KR-ingur eins og þú kannski veizt.
Ég held að ég hafi verið 16 ára
gamall þegar ég tók þátt í minni
fyrstu alvörukeppni.
Stundaðir þú eingöngu hinar
svokölluðu Alpagreinar, eða
varstu kannski í öllu saman, eins
og tíðkaðist mun meira á þessum
árum? — Ég var engin undan-
tekning frá reglunni í þessu. Við
tókum þátt í öllum greinum skíða-
íþrótta, Alpagreinum, göngu og
stökki, en í dag er ég nánast
eingöngu í Alpagreinum.
Nú hljóta aðstæður að hafa
verið frekar bágbornar á þessum
árum, t.d. í sambandi við lyftur og
fleira. — Jú, því er ekki að neita,
að aðstæður voru að sjálfsögðu
ekkert í líkingu við það sem gerist
í dag. Heita mátti, að engar lyftur
væru í gangi hér á Suðurlandinu
fyrr en árið 1948, þegar ég setti
upp fyrstu toglyftuna við Skíða-
skálann í Hveradölum. Þessi
fyrsta lyfta var reyndar gamall
Weapon-bíll, sem ég lét standa
þarna uppfrá allan veturinn og
reyndist með ágætum. Til nánari
skýringar, þá dró bíllinn lyftu-
bandið hringinn. Ári síðar smíð-
uðum við svo heimatilbúna lyftu,
sem stóð í mörg ár, en hún
eyðilagðist síðar i bruna.
Ekki hægrt að keppa
og reka íyrirtæki
En hvað varst þú iengi í keppni?
— Ég hætti alveg að keppa árið
1951, það gekk einfaldlega ekki að
reka fyrirtæki og æfa eins og
keppnismaður. Maður varð að
vera heilskiptur í starfinu. Það
þýddi hins vegar ekki, að ég væri
hættur skíðaiðkunum. Það var
bara nauðsynlegt að sníða sér
stakk eftir vexti.