Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 45

Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 45 langan tíma taki að ala upp varphænsni, og sé stefnt að mestri framleiðslu á eínum árstíma fremur en öðrum, hljóti það að leiða til þess, að framleiðslan verði of lítil á öðrum tímum. Hagkvæmast sé að halda varpinu jöfnu allt árið. „Þetta eru nokkrir dagar um jól og páska, og síðan dettur salan niður nokkrum dög- um síðar. Augljóst er því, að ekki er hægt að hafa metframleiðslu á tímabilinu 15. til 23. desember, og láta hana síðan snarlækka þegar í janúarbyrjun eða jafnvel strax milli jóla og nýárs." Slátra 3000 kjúklinKum á viku Hið sama á við um kjúklinga- framleiðsluna, þar er slátrað jafnt og þétt allt árið, um 3000 kjúkling- um á viku, sem í kjöti gerir um 3 til 4 tonn. Sveiflur í sölu kjúklinga eru jafnaðar með frystingu, þann- ig að mismunandi sala kemur ekki að sök. Svínin seldu þeir á hinn bóginn í fyrrahaust, en voru áður, eða frá 1974, með milli 120 og 140 gyltur. „Ástæða þess, að við seldum svínin, var sú, að við vildum fara út í meiri sérhæfingu í búinu, sem við teljum að gefi betri raun. Svínin voru eiginlega alltaf hálf- gerðar hornrekur hjá okkur, áherslan var lögð á eggja- og kjúklingaframleiðsluna. Þegar okkur var svo neitað' um leyfi til að slátra svínum og alifuglum í sama sláturhúsi, ákváðum við að hætta hreinlega við svínabúið. Svínahúsið var líka við landa- merkin, og því kom það ekki að sök, þótt nýir eigendur tækju við þeim, okkar bú er áfram sér, nágrannarnir eru aðeins komnir aðeins nær! — Sala svínabúsins var því alls ekki nein nauðungar- sala eins og einhverjir kunna að halda, heldur var þar um hreina hagkvæmniráðstöfun að ræða, til þess gerða, að búið í heild kæmi betur út en áður.“ 25 manna starís- lið allt í allt Starfsmenn við Holtabúið eru um 25 talsins, ef allt er talið, starfsmenn á Ásmundarstöðum, starfsfólk við sláturhúsið og þeir er vinna við búið að Teigi í Mosfellssveit, en jörðina þar hafa þeir á leigu. í starfsliðinu eru menn sem stunda hina fjölbreyti- legustu atvinnu, og gefur það nokkra hugmynd um umfang rekstrarins: bílstjórar eru á launaskránni, járnsmiður og bif- vélavirkjar, matráðskona, menn er vinna við slátrun, fóðrunar- menn og jafnvel dýralæknir, sem að undanförnu hefur aðstoðað við gangsetningu á nýjum vélum í sláturhúsinu. Gunnar segir, að nokkur hreyf- ing sé á starfsfólki hjá þeim, en þó hafi þeim haldist fremur vel á fólki. Sumir hafa farið í aðra vinnu í tíma og tíma, svo sem upp að Hrauneyjafossi, en margir koma aftur. „Flesta starfsmenn okkar yfirborgum við,“ segir Gunnar, „við greiðum hærri laun en gerist á almennum vinnumark- aði, og fyrir bragðið hefur okkur haldist vel á góðu starfsfólki." Atkvæðin ok stjórn- málanu'nnirnir I upphafi segir Gunnar, að þeir bræður hafi fengið eðlilega fyrir- greiðslu hjá lánastofnunum þeim er lána til uppbyggingar í land- búnaði. Eftir 1974 hafi þetta hins vegar breyst. Síðan hafi þeir aðeins fengið skammtíma lánafyr- irgreiðslu í bönkum, sem oft dugi skammt, og sagði Gunnar hinn mikla fjármagnskostnað, sem at- vinnureksturinn þyrfti nú að greiða, vera einn mesta vanda fyrirtækisins. Alþingismenn úr bændastétt og Búnaðarþingsfulltrúa sagði Gunn- ar ekki hafa mikinn áhuga á þeim búrekstri er stundaður væri á — Bræðurnir á Asmundarstöðum sóttir heim Gunnar sýnir hlaðamönnum eitt hænsnahúsið. Varphænurnar eru allar hvítir „Italir", kunn varphænsnategund, en holdahænsnin eru á hinn bóginn af tegundinni „Plymouth Rock". — Hænurnar eru hér hafðar í litlum búrum eða grindum. þrjár til fjórar saman, og er svigrúm þeirra til hrevfinga þvi lítið. Ekki var þó annað að sjá en þeim liði vel, þær lita vel út og verpa mikið, sem venjulega er talið besta dæmið um vellíðan varphænsna. Dagsljós sjá þær hins vegar ekki, þvi húsið er gluggalaust, og raflýst allan sólarhringinn. Einu sinni á dag er rafmagnið þó tekið af í 15 minútur. til að venja fuglana við, ef rafmagn fer af af öðrum ástæðum. En þá getur iiðið nokkur stund áður en varaaflstöðvar eru jjangsettar. öll f óðrun er sjálfvirk, svo og brynning, loftræsting og vélar moka undan fuglunum. Eggin renna niður á sérstakt færiband, er siðan flytur þau i þvottahús og geymslu. Mannshöndin þarf þvi ekki að tina upp hvert egg frá hverri hænu, enda yrði það seinlegt verk með tilliti til þess að framleiðslan er um tonn á dag! Upphaflega var það áhugi á hestamennsku sem dreif bræðurna austur á Rangárvelli. Hér hefur Gunnar lagt á einn gæðinga sinna. rauðblesóttan frá Kirkjubæ. Hesthús eru við tvö ihúðarhúsanna. en einnig hefur Gunnar hesta á annarri jörð er hann á skammt frá, Árbæ. Heima i stofu á Ásmundarstöðum: Gunnar Jóhannsson og kona hans, Vigdis Þórarinsdóttir, og börnin Marianna og Grétar. búum í líkingu við Holtabúið. Búnaðarþing hefði heldur reynt að leggja stein í götu þessa fyrir- komulags, og Stéttarsambands- þing bt'inlínis ályktað og sagt þessi bú vera óæskileg. „Það er kannski ekki von að þeir hafi áhuga á búum af þessari stærð,“ sagði Gunnar, „enda þarf ekki mikinn reikningshaus til að sjá að fleiri atkvæði koma frá tveimur litlum búum en einu stóru. En í heild má segja að ríkjandi sé skilningsleysi á þörf- um þessarar búgreinar, almennt skilningsleysi og jafnvel fjand- skapur, enda vitað mál, að meðan fólk borðar egg, kjúklinga og svínakjöt, þá borðar það ekki kindakjöt, og það er meira en margir geta þolað.“ Eiga samleið með neytendum „Við eigum raunverulega ekki neina samleið með þeim bændum er stunda hinn svonefnda hefð- bundna búskap," segir Gunnar. „Eg tel að við eigum fyrst og fremst samleið með neytendum, okkar takmark er að koma fram- leiðslunni á markað á sem hag- kvæmustu verði, og neytendanna er síðan að velja og hafna, telji þeir okkar verð hagstætt þá kaupa þeir væntanlega okkar vörur. Við erum hins vegar ekki með neitt kerfi, enga sjóði eða styrkt- arstofnanir er ýta framleiðslu okkar inn á neytendur, oft án tillits til þess hvað þeir í rauninni vilja. Þannig er það því rniður í of ríkum mæli þegar lambakjötið blessað er annars vegar.“ Lagalega séð segir Gunnar eggja- og alifuglabændur vera innan Stéttarsambands bænda, en þeir hafi þó með sér eigin samtök er annist sameiginleg hagsmuna- mál fyrir þá, það er Samband eggjaframleiðenda. „Hjá okkur er það algjörlega framboð og eftirspurn sem ræður ferðinni," segir Gunnar. „Fyrir kemur að verð hrapar niður vegna offramboðs, jafnvel um allt að 30 til 40%, en áföllum af slíku tagi reynum við að mæta með aukinni hagkvæmni og með því að ná sem mestu út úr hverjum fugli. Mark- aðurinn er ekki okkar höfuðverk- ur, við getum vel mætt erfiðleik- um þar og lært af mistökum. Það sem verra er að eiga við er það að við fáum ekki að vera í friði fyrir opinberum aðilum, stjórnmála- mönnunum sem telja sig knúna til að stjórna framleiðslunni í land- inu og þar með því hvað borið er á borð á hverju einasta heimili í landinu. 400 þúsund á dag til offramlciðslunnar Við gefum hér um bil sex tonn af fóðri á dag. Það fóður kostar um 20 þúsund nýkrónur eða tvær milljónir gamlar, svo eftir að fóðurbætisskatturinn komst á, greiðum við um 400 þúsund gaml- ar krónur á dag í þann skatt. Við greiðum hér, bara Ásmundar- staðabúið, 400 þúsund gamlar krónur á dag til þess að viðhalda offramleiðslunni í sauðfjárbúskap í landinu. Svo einfalt er það, og í rauninni ættu sauðfjárbændur að þakka okkur fyrir þetta framlag til búa þeirra í stað þess að vera að agnúast út í Holtabúið. Fráleitt er að mínum dómi að leggja þennan skatt á eggjafram- leiðsluna, enda er þar ekki verið að keppa við neina aðra fram- leiðslu. Skatturinn hefur aðeins þýtt um 10% hækkun á verði til neytenda, eggjasalan er svipuð og áður, en kjúklingasalan, en þeir hækkuðu einnig um 10% til neyt- enda, hefur aðeins dregist saman.“ Nei, landbúnaðarráðherrar hafa ekki heimsótt okkur hér upp á síðkastið," segir Gunnar hlæjandi er við spyrjum um áhuga landbún- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.