Morgunblaðið - 16.04.1981, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981
47
Áttræðisafmæli:
Guðmundur M.
Magnússon fyrr-
um farandtrúboði
í huga þess einstaklings, er
staðfastlega trúir á hið kristna
orð, eru páskar sú hátíð meðal
kristinna manna, er einna næst
liggur kjarna kristinnar trúar.
Um aldir höfum vér við þessi
tímamót minnst þess fornkveðna,
að þrengingin verkar þolgæðið, en
þolgæðið styrkir vonina.
Því minnist ég á þetta hér, að
svo merkilega vill til, að góðvinur
minn og andlegur jarl allra ís-
lendinga hér í Kansas, Guðmund-
ur M. Magnússon, verður áttræður
á föstudaginn langa, hinn seyt-
jánda apríl nk.
Þó til siðs sé, bæði hér og heima
á íslandi, að minnast slíkra at-
burða með hátíðarhöldum á ver-
aldlega vísu, veit ég að Guðmund-
ur er forsjóninni þakklátur fyrir
að svo skuli hafa æxlast, að á
þessum tímamótum geti hann litið
yfir farinn veg af þeim sjónarhóli,
sem er sannlega baðaður í birtu
páskahelginnar.
Aðrir munu betur til þess falln-
ir, en sá er þetta ritar, að rita um
Guðmund M. Magnússon áttræð-
an. Veldur þar mestu um, að kynni
okkar hafa aðeins staðið frá þeim
tíma er hann kom hingað vestur,
þó svo ég hefði haft af honum
nokkra spurn heima á íslandi sem
unglingur. En það hefur farið
fyrir mér líkt og öðrum er átt hafa
samleið með Guðmundi M. Magn-
ússyni, að kynnin við hann hafa
reynst sá skóli, er aldrei verður
fullþakkað fyrir, en jafnframt er
manni ljóst, að sá skóli getur ekki
gengið fyrir valdboðum verald-
íegra herra: hans rætur liggja í
kærleiksgarði mannvinarins er
gerir sínar eigin orrustur að
hyrningarsteini kennslunnar.
Líf og starf Guðmundar M.
Magnússonar hefur ekki verið
taktfastur dans á rósum; holskefl-
ur veikinda og erfiðra ytri að-
stæðna hafa gengið yfir hann, en
einlæg trú hans hefur gert hann
sterkari við hvert áfallið sem yfir
hefur dunið.
Árið 1901 stóðu íslendingar á
miklum tímamótum í tvennum
skilningi. Öld framfara í stjórn-
málum og atvinnuháttum var að
ganga í garð, en jafnframt var
þess ekki langt að bíða að ávöxtur
sæist af starfi séra Friðriks Frið-
rikssonar á trúmálasviðinu og
stórir sigrar skammt undan, eins
og t.a.m. kjör Bjarna Jónssonar til
Dómkirkjuprests árið 1911 að mig
minnir. En þetta umrædda ár,
1901, fæddist hjónunum á
Snjallsteinshöfða á Landi, sonur
er látinn var heita eftir móðurafa
sínum, síra Guðmundi Gíslasyni,
er dó ungur. Foreldrar hins unga
sveins voru þau Magnús H. Þor-
steinsson bóndi og hómópat og
kona hans, Salóme Guðmunds-
dóttir. Móðurafi Salóme var Guð-
mundur Hildibrandsson á Síðu, er
kallaður var ríki og bjó um skeið í
Bergin í Noregi. Þar kynntist
hann sænskri stúlku, Karen
Lange, er hann kvæntist skömmu
síðar, en systursonur hennar er
einmitt sá sami Lange, er síðar
varð yfirverkfræðingur við Caris-
berg-bjórverksmiðjurnar dönsku.
Minnist Guðmundur M. Magnús-
son þessa fjarskylda frænda síns
jafnan með mikilli virðingu.
Það mun hafa verið metnað-
armál hjónanna á Snjallsteins-
höfða að koma börnum sínum til
nokkurs manns, en systkini Guð-
mundar eru: Guðrún, giftist Bob
Hollis, frá Dayton Inn í Ohio-fylki
í Bandaríkjunum; Þorsteinn
prentari, bjó um skeið í íslend-
ingabyggðum í Kanada, ókvæntur;
og Gunnar Freyr, iengst af sjó-
maður, en nú vaktmaður í Reykja-
vík, kvæntur Hönnu Þórhallsdótt-
ur frá Stokkseyri. Af framan-
skráðu má vera ljóst að fyrirætlan
hjónanna Salóme og Magnúsar
Þorsteinssonar mun ekki orka
tvímælis, en eftir því er einnig
tekið hversu náið og kærleiksríkt
samband hefur haldist milli syst-
kinanna, þó svo höf og heimsálfur
hafi nú um langt skeið skilið í
millum.
Unglings- og uppvaxtarárin
urðu Guðmundi erfið. Átti þar
einkum hlut að máli þrálátt
heilsuleysi og varð honum af þeim
sökum mjög óhægt um líkamlega
erfiðisvinnu, enda þó svo hann
hafi hvergi af sér dregið við létt
sveitastörf. Minnist hann áranna í
föðurhúsum með mikilli hlýju og
virðingu. Heimili Snjallsteins-
höfðahjóna var orðlagt fyrir
myndarskap og gestrisni og hefur
mér verið sagt, að finna megi
nokkra minningarþætti, ritaða af
fólki sem til þekkti og best mátti
vita, er staðfesta þann orðróm.
Vegna áðurnefnds heilsubrests,
hneigðist Guðmundur meir til
bóklesturs, en almennt gerðist um
sveitabörn á þessum árum, enda
var ólæsi nokkuð almennt í
sýslum á sunnanverðu Islandi,
einkum austan Rangár. Landa-
fræði íslands varð Guðmundi
einkar hugleikin, og hefur fróð-
leikur hans á því sviði ásamt
margbrotnum lýsingum á ein-
staka stöðum, reynst þeim ungu
íslendingum er hér dveljast ómet-
anlegt vegarnesti, j)egar ferðin
langþráða „heim til Islands" verð-
ur loks farin. Reynslan af ís-
lenzkri náttúru, stórbrotleik
hennar og margbreytni öðlast þó
aðeins raunhæft gildi, að hennar
njóti sá er til hafi að bera einlæga
trú og guðsótta, enda finnur hana
enginn nema sá, er fundið hefur
sjálfan sig fyrst.
Sú leit hefur ekki verið Guð-
mundi með öllu átakalaus, svo
sem fyrr er á minnst. Fyrir
tilstuðlan séra Friðriks, er kynnst
hafði Guðmundi og óvanalegum
gáfum hans, á austurferðum sín-
um, settist Guðmundur í fyrsta
bekk Kennaraskólans haustið
1929. Mun það hafa verið ætlun
hans að ljúka prófi á tveimur
árum, en halda að því búnu til
frekara náms við Lýðskóla norska
heimatrúboðsins í Noregi. Lang-
vinn veikindi settu þó strik í
reikninginn og urðu árin í Reykja-
vík honum erfið og þungbær
reynsla. Þá, sem nú, voru hópar
manna í Reykjavík, er áttu sam-
eiginlegt rótleysið eitt — og var
félagsskapur þeirra oft á tíðum
freisting ungum og óreyndum
utanbæjarmönnum, einkum eftir
að öryggi heimahaganna var
brostið á kaldri möl stórborgar-
innar. Var þetta þó aðeins upphaf-
ið af mikilli baráttu Guðmundar
við ægilegan sálarböðul og stóð
yfir í hartnær þrjá áratugi. Um
þessi erfiðleikaár sín, ræðir hann
af sanngirni og á opinskáan hátt,
enda er annað honum fjarri skapi,
svo sem að breiða yfir það sem
miður hefur farið.
Á kreppuárunum bar Guðmund-
ur þá gæfu til að fylkja sér í lið
þeirra ungu manna, er umfram
allt vildu standa vörð um sjálf-
stæði lands og þjóðar, og máttu
ekki til þess hugsa að menning
íslands yrði útlendum tískustefn-
um að bráð. Þó svo slíkt kunni að
hljóma undarlega í eyrum nútíma
íslendings, þá mátti Guðmundur
líða fyrir skoðanir sínar, jafnvel
líkamlega. Trúin varð honum þá
enn sem fyrr traust athvarf, er
aldrei brást.
Árið 1937 rættist gamall
draumur, nokkuð óvænt, en þá
kemst Guðmundur til Noregs, á
trúboðsskóla í Drammen. Var
hann í Noregi samfellt við nám og
störf til vorsins 1945, en þá kom
hann aftur til íslands, eftir stutta
viðdvöl í Svíþjóð. Eftir heimkom-
una hóf Guðmundur störf við
trúboð Gídeonfélagsins á íslandi
og sinnti því allt til ársins 1951, að
hann varð að láta af störfum
vegna þess hve illa hann þoldi hin
erfiðu ferðalög um landið. Má
nærri geta hversu mikið áfall þau
umskipti hafa orðið honum.
Næstu árin vann hann ýmiskonar
létta skrifstofuvinnu hjá stórfyr-
irtæki í Reykjavík, uns næsta
áfallið kom, árið 1959. Mér hafa
sagt kunnugir menn heima á
íslandi, að öll sín störf hafi
Guðmundur jafnan leyst af hendi
af stakri samviskusemi, lipurð og
trúfestu, og skipti þá engu hvort
plægt var utan eða innan víngarðs
Drottins. Trúarlegur áhugi hans
hélst sívakandi, líkt og hann hefur
gert allt fram á þennan dag. Andi
hans nærðist í sífellu af eftir-
breytni við orð Heilagrar ritning-
ar, enda fer það svo, að þegar
mennirnir standa ráðþrota
frammi fyrir vanda hins daglega
lífs, og stutt skilur milli lifenda og
dauðra, þá birtist afl máttarvald-
anna einna gleggst. Svo mun hafa
gerst árið 1959, þegar læknar
höfðu tekið frá Guðmundi alla von
um einhvern bata, eftir alvarlegt
áfall, en þá gerðust undraverðir
hlutir fyrir tilstilli þekkts hug-
læknis á Islandi og fékk hann
verulegan mátt á ný. Skýrar sást
þó handverk Drottins, þá kynni
tókust með ungverskri mennta-
konu, Katrínu Sztanyk-Branka, og
Guðmundi, en hún hafði til ís-
lands komið frá ættlandi sínu
fyrir tilstilli alþjóðlegra hjálpar-
samtaka. Bjó hún Guðmundi það
hlýja heimili er hann hafði vanist
úr æsku sinni — og í skjóli hennar
hefur hann átt notalegt ævikvöld.
Árið 1965 gerðu þau Katrín og
Guðmundur það stórátak, að þau
fluttu búferlum til Bandaríkj-
anna, og eftir að hafa búið hjá
skyldfólki sínu í Ohio um skeið,
komu þau hingað út til Wichita,
þar sem Katrín starfar að biblíu-
rannsóknum, einkum samstofna
guðspjöllum. Þau halda nánum
tengslum við gamla landið; þang-
að reikar hugurinn oft, og framlag
þeirra til íslenzka þjóðarbrotsins í
Kansas verður seint fullmetið.
Nú dvínar dagsins kliður. Guð-
mundur Magnússon er einn ör-
fárra manna, sem hefur hjarta
nógu stórt til að deila því öðrutn,
er þess þurfa svo sárlega með. I
stormasömu lífi hefur hann varð-
veitt hreinleika þess, ekki síður en
andann er knýr sigurverk þess er
fundið hefur þann sannleik er vér
köllum lifandi trú.
Við Bára, Patrick Þór og Sarah
Ýr sendum þeim Katrínu og Guð-
mundi M. Magnússyni hugheilar
kveðjur og óskir í tilefni dagsins.
óskar P. Iléðinsson
1406 W. Haddock Drive,
Wichita, KANSAS
USA
A skírdag er væntanlegur til
landsins Urban Widholm trúlioði
írá Svíþjóð. Urban er í röð yngri
kennimanna I SviþjM og er 28 ára
gamall. Urban cr starfsmaður
Fíladelfíusafnaðarins i Stokk-
hólmi og ferðast á vcgum þessa
safnaðar um víðan hcim.
Samkomur og Guðsþjónustur
verða alla bænadagana og um
páska í Fíladelfíukirkju og hefjast
kl. 20.00. Kór kirkjunnar mun
„Ó hvc sæll cr sá. cr trcysti
sinum GuAi hvcrja tiA.
hann á bjarxi hús sitt rcisti
hra'Aist ckki vcðrin strið.
Ilann scxir i allri sorx:
sjáltur drottinn cr min burx.
náA (>k (ulltinK hans mÍK huKKa.
hans Ak bý i vcrndar skuKKa.-
(Bjdrn llalldúrsson frá Lau(ási)
Síðastliðið sumar átti ég og
fjölskylda mín þess kost að ferðast
vestur til Bandaríkjanna. Hittum
við þar fornvin okkar, öldunginn
Guðmund M. Magnússon fyrrum
farandtrúboða, sem býr í hárri elli
i Wichita-borg í því fylki Banda-
ríkjanna er nefnist Kansas. En nú
vill svo til að þessi trúrækni og
eljusami maður verður 80 ára
þann 17. þ.m.
Guðmundur er aldamótabarn,
fæddur á Snjallsteinshöfða á
Landi þann 17. dag aprílmánaðar
1901, einn fjögurra barna hjón-
anna Magnúsar Þorsteinssonar
hómópata og Salóme konu hans.
Uppvaxtarárin dvaldist Guð-
mundur í heimahögum, en síðan lá
leiðin í Kennaraskólann í Reykja-
vík og síðan til Noregs þar sem
Guðmundur dvaldist um árabil.
Þegar hann kemur upp 1945 og
tekur að stunda farandtrúboð sitt,
þrátt fyrir heilsuleysi, var hann
tíður gestur á heimili foreldra
minna. Æ síðan hafa tengsl okkar
verið órofin uns hann heldur
vestur um haf ásamt konu sinni,
þá kominn fast að sjötugu.
Guðmundur M. Magnússon á
þeirri gæfu að fagna að halda
fullum skýrleik þrátt fyrir háan
aldur og þverrandi líkamlegt afl.
Gigtarmeinið hefur ekki náð að
sliga hans þróttmikla anda. Hans
háu elli spillir ekki kergja gamal-
mennisins. Guðmundur er blíður í
sinni sem barn, hógvær og kurteis,
glaður á góðri stund. Hann er
náma fróðleiks um horfið mannlíf
og kann frá gnótt sérkennilegra
atvika að segja, enda á hann langa
ævi upp að rifja. Og í nýju landi
hefur hann sýnt aðlögunarhæfni
unglings fremur en vanafestu
aldraðs og lífsreynds manns. Og
cnn boðar hann orð guðs af sama
eldmóð og þegar hann var á besta
aldri. Ég minnist þess sem barn
þegar Guðmundur tók mig á kné
sér og sagði mér frá fagnaðar-
boðskap Krists. Hann sagði mér
líka sögur af Meðalfellsmóra og
draumum Guðrúnar Ósvífursdótt-
ur; og ég barnið sá fyrir mér
hrekki draugsa og harmleik hinn-
ar undurfögru Daladísar. Ég þyk-
ist vita að ég var ekki eina barnið
í sveitinni sem á sér viðlíka
æskuminning tengda barngæsku
Guðmundar M. Magnússonar.
„Hamingjan er kona" er haft
eftir Napoleon Bonaparte — en
eigi hefur sú kona ávallt elt
Guðmund M. Magnússon á rönd-
um. Hann hefur mátt þola sitt í
lífi þessu: föðurmissi átta vetra,
heilsuskort æskuáranna og lang-
varandi prísund í víti Bakkusar.
En hvað sem á hefur dunið þá
hefur Guðmundur ávallt staðið af
sér alla boða, og teinréttur og
hvergi smeikur boðið skapanorn-
unum birginn. Þá ósjaldan með
stöku Sigurðar heitins Malmkvist
á vörum:
_Er mÍK llfiA lcikur strltt
Ok Ijúfar stundir dvina
Lúttu druttinn IjósiA þitt
lýsa upp vckí þina“
Drottinn hefur ávallt veitt Guð-
mundi þrek og styrk, og í orði
hans hefur Guðmundur fundið
syngja. Túlkur Urbans Widholm
verður Einar J. Gíslason. Laugar-
dagskvöld fyrir páska verður
Páskavaka og hefst hún kl. 22.00.
Stjórnendur vökunnar verða þeir
Guðni Einarsson og Hafliði Krist-
insson. Ungt fólk mun aðstoða með
söng.
Á föstudaginn langa heimsækir
Urban Hvítasunnuvinina í Keflavík
Hafnargötu 84 og páskadag verður
hann í Fíladelfíu Selfossi kl. 16.00.
sína innri sálarró. Það er hending
að 80 ára ártíð Guðmundar skyldi
bera uppá þann dag er konungur
konunganna lét líf sitt svo að vér
mættum lifa og bar sjálfur syndir
vorar á líkama sínum upp á tréð
er honum var reist og síðan hefur
verið tákn pínu hans og dauða.
Víst er að föstudaginn 17. apríl —
föstudaginn langa — mun hugur
afmælisbarnsins ekki dvelja við
eigið lífshlaup, heldur mun hann
fyllast djúpri lotningu þá er hann
minnist harmleiksins á Golgata.
Þar var voðaverk unnið sem engu
að síður gerði dýrð upprisunnar
mögulega. Og Guðmundur er
þannig maður að hann veit að
„Kristur ástvin alls sem lifir er
enn á meðal vor“.
Þegar Guðmundur þurfti að
gefa upp trúboð sitt sökum heilsu-
brests þá gerðist hann skrifstofu-
maður hjá Garðari Gíslasyni hf.
þar sem hann starfaði meginhluta
sjötta áratugsins. En Guðmundur
glímdi við þrálátan og þungbæran
sjúkdóm sem stöðugt ágerðist
þannig að á útmánuðum 1959 var
honum vart hugað líf. En þá er
veraldlegir læknar höfðu gefið
upp alla von voru líknarkraftar
guðs enn óskertir, og það var
huglæknirinn mikli Ólafur
Tryggvason sem barg honum með
guðlegri orku. Ég var eins og
Lazarus í Betaníu sagði Guð-
mundur mér þegar hann var
kominn á ról, mín sótt var ekki til
dauða heldur dýrð guðs til efl-
ingar. Guðmundur var að vísu
ekki vakinn upp frá dauðum, en
hann komst nógu nærri til að
skynja hina þokukenndu múra
milli lífs og dauða.
Skömmu eftir þetta helstríð
fann Guðmundur sína gæfu og
hún kom í líki konu. Drottinn
sendi honum verndarengil í formi
ungveskrar flóttakonu Katarinu
Sztanyk-Branka, sem varð honum
lífgjafi í sjúkdómsstriti og veitti
honum nýjan þrótt og nýja fram-
tíð. Þessi glæsilega kona, innblás-
in af óviðjafnanlegu trúarþreki
varð að fiýja ættjörð sína eftir
hetjulega baráttu gegn helvofu
kommúnismans, sem engu eirir,
jafnvel ekki kirkju Krists. Nú
finnur hin fríðleita og hugdjarfa
kona sinn lífsförunaut í fjarlægu
og hrjóstrugu landi og veitir
honum staðfestu og styrk er hið
illa hafði reynt að svipta hann.
Með Katarinu heldur Guðmundur
vestur til Bandaríkjanna sumarið
1965, alfarinn til Vesturálfu, en
henni hafði þá boðist staða við
háskólann í Kansas, þar sem hún
hefur síðan fengist við biblíu-
rannsóknir. Flutningurinn vestur
var mikið átak fyrir 64 ára
gamlan mann, en Guðmundur stóð
til brautar búinn, maður sem
hafði endurheimt lífsþrótt æsk-
unnar og í augum hans blikaði
vonarglampi og úr þeim skein
eftirvænting unglings sem er að
leggja upp í ævintýri. Þau hjónin
hafa sannarlega spjarað sig hið
vestra. Hin vestræna enska tunga
leikur létt um varir öldungsins, en
þó er honum sú stund kærust
þegar hann fær tækifæri til að
mæla á sínu ástkæra móðurmáli.
Drottinn hefur gefið Guðmundi
M. Magnússyni átta tigi ára. Við
hjónin og börnin smá samfögnum
honum og Katarinu og þökkum
samfylgdina. Megi ævikvöld
þeirra verða ánægjuríkt og giftu-
samlegt og megi hinn algóði faðir
veita Guðmundi sem flestar ártíð-
ir.
Gunnar E. Götze
Sænskur trúboði
heimsækir Island