Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 48

Morgunblaðið - 16.04.1981, Síða 48
^Síminn á afgreiðslunni er 83033 JW«rOunbIflbi* Síminn á afgreiöslunni er 83033 JB«r0tinbIflhib FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 bessir tveir. Lúðvík Jóhannesson o*r Geir Reynisson. sem eru 12 ára, hafa séð um londun úr Helgu Jó. VE i aflahrotunni að undanförnu, en SÍKurgeir tók þessa mynd í Eyjum í fyrradag, en þá var landburður af fiski (>K komu bátar með allt upp i 90 tonn af þorski i troll eftir sólarhrinninn. Sumir áttu i erfiðleikum með að taka netin upp á réttum tima vegna þess hve aflinn var mikill. Fundi Verðlagsráðs frestað að beiðni for- sætisráðherra í gær FUNDUR í Verðlagsráði hafði verið boðaður i gær klukkan 15, þar sem taka átti tii umfjöllunar ýmsar umbeðnar hækkanir á vörum og þjónustu, en fjöldi erinda liggur fyrir ráðinu og hefur ekki fengizt afgreiddur. Rétt fyrir hádegi í gær var fundi ráðsins frcstað, samkvæmt heim- ildum Mbl., að ósk Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er fjöldi hækkunar- beiðna, sem ekki hefur fengizt afgreiddur, allt að 30, og hafa sumar beiðnir legið fyrir ráðinu frá því snemma á árinu. Meðal erinda, sem taka átti fyrir í gær, er beiðni Sementsverksmiðjunnar um hækkun á sementi, sem nú er selt á 75% kostnaðarverðs og nemur taprekstur verksmiðjunnar nú a.m.k. einni milljón króna á mánuði. Framkvæmdastofnunin: Ríkisstjórnin neitar um vaxtahækkun lána STJÓRN Framkvæmdastofnunar fór fram á það við ríkisstjórn íslands að fallist yrði á beiðni stjórnar Framkvæmdastofnunar til þess að hækka vexti af lánum stofnunarinnar. en ríkisstjórnin hefur neitað slíkri hækkun, en gefið í skyn að hugsanlega megi ra’ða um verðtryggingu lánanna. Einn af talsmönnum Fram- kvæmdastofnunar sagði í samtali við Mbl. að Framkvæmdastofnun væri langt á eftir með vexti, en ríkisstjórnin hefði óskað eftir því að umbeðin vaxtahækkun næði ekki fram að ganga. Kvað talsmað- urinn að Framkvæmdastofnun væri með ódýrt fé á boðstólum þegar það næði að brenna upp miðað við það hvernig aðrir sjóðir tryggðu fjármagn sitt. Til stendur að ræða þessi mál nánar eftir páska. Páskahelgin: Færð á vegum góð Spáð mildu og góðu veðri GÓÐ F/ERÐ er nú víðast hvar um landið og allir aðalvegir færir, að því er Iljörleifur ólafsson vcgaeft- irlitsmaður hjá Vegagerð rikisins sagði í samtali við Morgunhlaðið í gær. Hjörleifur sagði að vísu vera kafla i vegum sem væru ekki í góðu lagi, cn hvergi væri þó um ófærð að ræða. Fært væri því norður i land, austur á Firði og vestur um land, en heiðar ýmsar þó ófærar. Meðal þeirra nefndi hann Þorska- fjarðarheiði, Dynjandisheiði, Möðrudalsöræfi, Klettháls, Mý- vatnsheiði og Lágheiði. Jeppabif- reiðum er á hinn bóginn orðið fært um Vaðlaheiði, og þessa dagana er unnið að lagfæringum á vegum víða um land, þar sem aurbleytu er nú tekið að gæta um leið og snjóa leysir og klaki fer úr jörðu. Knútur Knudsen veðurfræðingur hjá Veðurstofu Islands sagði í gær, að veðrið um páskana yrði að líkindum svipað og verið hefur síðustu daga, milt og gott veður miöað við árstíma. Suðlæg átt yrði ríkjandi, og vætusamt á Suður- og Vesturlandi, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Sagði Knútur að búast mætti við að besta veðrið um helgina yrði norðaustanlands, þar sem líklega yrði bjart og sólríkt. * Starfsmaður ISAL fann upp nýja gerð súrálsskammtara: Sótt um einkaleyfi í mörgum löndum Islenzka álfélagið hcfur fyrir milligöngu Alusuisse sótt um einkaleyfi í mörgum löndum á súrálsskammtara. sem Guð- mundur Bjarnason verkstjóri á vélaverkstæði ÍSAL hefur fund- ið upp. Búnaður Guðmundar sér um að skammta súráli í ker álvers- ins með ákveðnu millibili og er hann knúinn þrýstilofti en stjórnað af tölvubúnaði verk- smiðjunnar. Hann leysir af hólmi erlendan búnað, sem notaður hefur verið til þessa. Tilraunir með hinn nýja bún- að hófust sl. haust. Þær tókust mjög vel og hefur verið ákveðið að setja búnað Guðmundar í öll ker Álversins, 320 að tölu. Á þessu stigi er ekkert hægt að segja um það hvort hinn nýi búnaður verður settur upp í álverksmiðjum erlendis en það má telja líklegt. Dr.Heinz Breit- er, yfirmaður á einkaleyfis- skrifstofu Alusuisse sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að hug- mynd Guðmundar væri snjöll og einföld og hann teldi að hún kæmi að mjög góðum notum eins og allar einfaldar lausnir á vandamálunum. Dr.Breiter var staddur hér á landi fyrir skömmu til að kynna sér uppfinningu Guðmundar og afla gagna til að leggja fram með einkaleyfisumsókninni til Guðmundur Bjarnason við súrálsskammtarann. | ),,sm Mbl Kris,iin ýmissa Evrópulanda. Hann kynnti sér jafnframt tvær aðrar uppfinningar, sem Álversmenn hafa verið að þróa og einnig verður sótt um einkaleyfi á. Er þar um að ræða aðferð til að hrista ál úr gjalli, sem myndast í kerum og notkun íslenzkrar eld- fjallaösku í einangrun keranna. Sjá nánar á bls. 19. Friðrik Ólaís- son á förum til Moskvu FRIÐRIK Ólafsson, stórmeistari í skák og forseti Alþjóða skáksam- bandsins, mun eftir helgi halda til Moskvu, í boði skákyfirvalda i Sovétrikjunum. Þar verður hann viðstaddur lokaumferð alþjóðlegs skákmóts, sem nú er haldið i Moskvu, og verður gcstur í hófi að því ioknu. Friðrik sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann myndi einnig nota ferðina til að ræða ýmis mál varðandi heimsmeistaraeinvíg- ið í skák, þar sem þeir munu eigast við Victor Korchnoi og Anatoly Karpov. Friðrik vildi ekki segja hvort rætt yrði um fjölskyldu Korchnois, og leyfi henni til handa að flytja úr landi, en kvaðst þó ekki vilja útiloka að það mál bæri á góma. Friðrik er nýkominn frá FIDE- fundi í Túnis, en þessar tvær ferðir hans gera það að verkum að hann getur ekki tekið þátt í Skákþingi Islands eins og vonir höfðu staðið til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.